Þjóðviljinn - 23.12.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.12.1962, Blaðsíða 1
er 4® síötir ídag I. Sunnudagur 23. desember 1962 — 27. árgangur — 282. tölublað. Lokadag ur í i dag þurfa ailir að ijúka skilum — dregið í kvöld í janúar 1959 var tíma- kaup Dagsbrúnarmanns kr. 23,86 í almennri dagvinnu. Þá kostaði pakkinn af Sparr þvottaefni kr. 3,50 eða 9 mínútna vinnu. Nú er almennt kaup Dagsbrúnarverkamanns kr. 24,80. Pakkinn af Sparr er hiins vegar kominn upp í kr. 8,50 — bann kostar rúm- Iega 20 mínútna vinnu. Iáfskjarabót Gylfa hefur þannig leitt til þess að verkamaður þarf að vinna meira en tvöfalt Iengur fyr- ir einum þvottacfnispakka. En eflaust finnst Gylfa þcssi mínútna-útreikningur fjar- lægur sér; hann fær hverja mínútu greidda, hvort sem hann vinnur eða ekki. í jauúar 1959 gat verka- maður keypt sér disk af skyri á veitingahúsi fyrir 8 kr. — kortérs vinnu. Nú er skyrdiskurinn á veitinga- húsinu hins vegar kominn upp í 13 kr. — hann kost- ar rúmlega hálftíma vinnu. Verkamaðurinn verður annaöhvort að láta skyrið eiga sig eða lengja vinnu- tíma sinn. Gylfi Þ. Gísla- son getur gert grein fyrir því í hvoru lífskjarabótin er fólgin. 1 janúar 1959 kostaði kíl- óið af haframjölinu kr. 3,95 eða tæplega 10 mínútna vinnu. Nú er kílóið af þvi komið upp í kr. 8,25. Það kostar nú tæplega 21 mín- útu vinnu. Lífskjarabót Gylfa Þ. Gíslasonar hefur þannig orðið til þess að verkamenn þurfa að vinna tvöfalt leng- ur en áður í hvert skipti sem þeir kaupa sér hafra- mjöl. I janúar 1959 kostaðí eitt kíló af saltfiski kr. 1,35, og verkamaður var rúmar 14 mínútur að vinna fyrir því. Nú er saltkílóið hins vegar komið upp í kr. 9,20, og verkamaður þarf að vinna í tæpar 23 mínútur til að geta keypt það. Lífskjarabót Gylfa Þ. Gíslasonar cr í því fólgin að í hvert skipti sem verka- maður kaupir sér eitt kíló af saltfiski þarf faann að leggja á sig 9 mínútum lengri vinnu en hann þurfti fyrir tæpum fjórum árum. Nú er komið að lokum þessa happdrættis Þjóð- viljans — í kvöld verður dregið um hina ágætu vinninga sem í boði eru: bifreið eftir eig- in vali vinnandans, góðhest með reiðtygjum, hús- gögn, segulbands- og ferðaviðtæki. Um leið og Þjóðviljinn þakk- ar öllum þeim fjölmörgu, sem lagt hafa mikið starf og fé af mörkum til þess að árangur þessa happdrættis yrði sem mesfur, eru þeir sem enn hafa c'iT / lokið skilum vinsamlega beðnir um að hafa samband við happdrættis- skrifstofuna Þórsgötu 1, en skrif- stofan verður opin í dag til mlð- nættis, símar 19113 og 22396. Eins skulu hinir, sem enn hafa ekki tryggt sér miða i þessu vinsæla happdrætti og þar með vonina í verðmætum vinningum, að síð- ustu forvöð til miðakaupa eru í dag. Eins og menn hafa tekið eftir í blaðinu undaníama daga hefur verið lögð rík áherzla á, að menn skili aðeins peningum, en engum miðum, og er miðað við þá vel- unnara blaðsins, sem hafa feng- ið senda happdrættismiða og hafa sumir ennþá undir höndum. Reynt var að hafa þennan skerf viðráðanlegan fyrir hvem og einn og hafa margir brugðizt vel við og skjótt. Fékk 260 þús, króna sekt Dómur í máli skipstjórans á Fleetwoodtogaranum Boston Well vale féll í gær. Hann var dæmd- ur í 260.000 króna sekt, og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skipstjórinn, Walter Oxer, á- frýjaði dómnum. Fjárhagsörðugleikar blaðsins eru miklir og stafar öðrum þræði af breytingarkostnaði og þeirri tilraun að skapa sterkt málgagn í miklum átökum á næstu mán- uðum í stærstu örlagamálum eins og inngöngu í E.B.E. og kjaramálum íslenzkrar alþýðu. Það hefur líka sorfið hart að íslenzkum alþýðuheimilum í dag og margar þarfir að- uppfylta fyrir jólin, þegar allt er gert til að trylla fólk í svokallaðri jóla- kauptíð, og það er í ljósi þess- arar staðreyndar, að við viljum færa þakkir þeim mör£u stuðn- ingsmönnum, sem gerðu kjör- orðið að veruleika. Það hefur verið ánægjulegt að skynja fómfýsi íslenzkra alþýðu- manna gagnvart málgagni sínu þessa daga, og er grunur okkar. að margur hafi tekið af naumum hlut. Öllu þessu fólki viljum við færa sérstakar þakkir. 1 dag, á Þorláksmessu, er síð- asti dagur happdrættisins og er skrifstofa þess á Þórsgötu 1 op- in til kl. 12 á miðnætti. Undanfama daga hafa margir verið önnum kafnir af strangri vinnu og ekki átt þess kost að gera skil á miðum sfnum og munu margir nota tækifærið í dag og gera hreint fyrir sínum dyrum. Ef allir gera skyldu sína og skila sínum hlut til styrktar blaðinu og er það þrautreynt í dag, þá er glæsilegu takmarki náð og tryggð útgáfa á blaðinu til skeleggrar sóknar á hugstæð- um málstað og skulum við minn- ast þess á þessum lokadegi. Eftirvæntingin í augum \ oarnanna, asinn á kvenfólk- inu, óræður svipur eigin- mannanna og glamspinn í augum kaupmannanna segir akkur að jólin séu í þann veginn að ganga í garð. Þessi nesta hátíð ársins er þó fyrst og fremst hátíð bam- anna og heimilanna. Leynd- armálin eru tryggilega geymd í skápum og skúff- um og verða dregin fram sftir hátíðamatinn á morgun og þá verður mikið að gera fyrir litla fingur. Kannski fá sinhver börn svona skrítinn, upprekktan karl og svo eru [ á íslandi fari í jólaköttinn náttúrlega bílar og brúður. landsmönnum gleðilegra jóla, I trausti þess að ekkert bamrárs og friðar. ijrl burt afslysstaðnum Um kl. 1.30 í fyrrinótt varð það slys á gatnamótum Njarðar- götu og Hringbrautar, að gang- andi maður varð fyrir bifreið og slasaðist miikið, fótbrotnaði og meiddist á höfði. Var maðurinn sem heitir Pétur Ástvaldur Thor- DýrtíB magnast miklu örar hér en í nágr annalöndunum Frá miðju árl 1961 'stil miðs árs í ár jókst verð- i jólga meira en tvöfalt örar á íslandi en í ná- I grannalöndunum. Hér hækkaði verðlag um 11%, en meðalhækkun í Bandaríkjunum og 11 helztu ríkjum ^estur-Evrópu var innan við 5% á sama tíma. Frá þessu er skýrt í síðasta tölublaði af íslenzkum iðnaði, mánaðarriti Félags íslenzkra iðn- rekendai en hcimildir þess eru Irrtemational Financial Statistics október 1962. í þeim löndum sem | þar eru talin upp hefur vísitala j framfærslukostnaðar hækkað sem i hér segir á einu ári: Bandaríkin 1% Belgia 2% Holland 2% V-Þýzkaland 4' Bretland 5% Italía 5% Svlss 5% Finnland 6% Frakkland 6r' Noregur 6% Svíþjóð 6% Danmörk ítt lsland 11% Heimsmct Það hefur löngum verið Is- lendingum keppikefli að vinna ; afrek á heimsmælikvarða, og ljóst er að viðreisnarstefngn tryggir íslendingum algera forustu um verðbólgu í hópi þeirra vest- rænu landa sem ævinlega eni tekin sem alger fyrirmynd. Mið- að við mannfjölda þarf ekki að draga í efa að verðbólgan hér er ótvírætt heimsmet steinsson, til heimilis að Gnoðar- vogi 22, fluttur í Slysavarðstof- una og síðar á Landsspítalann. Bifreiðarstjórinn sem ók á Pét- ur nam ekki staðar en ók burt af slysstaðnum án þess að hirða um hinn slasaða mann. Sjónarvottar að slysinu sögðu, að það hefði verið Volkswagen- bifreið sem ók á Pétur. Hóf lög- reglan þegar mikla leit að bif- reiðinni, einkum í Vesturbænum, en bifreiðin hafði verið á vestur- leið er hún ók á manninn. Var leitað allt vestur á Seltjamar- nes. Ökumaður bifreiðarinnar gaf sig þó fram sjálfur, um kl. 4.35 um nóttina en lögreglan var þá nýbúin að finna bifreiðina. ökumaðurinn segist ekki hafa séð til ferða Péturs fyrr en hann kom skyndilega fram á götuna framan við bifreiðina og hafi hann ekkert ráðrúm haft til þess að hemla. Við áreksturinn kast- aðist Pétur upp á bifreiðina og braut framrúðuna en féll síðan aftur í götuna. Bifreiðarstjórinn segist hafa fyllzt slíkri skelfingu við þennan atburð, að hann hafi ekki vitað hvað hann gerði og ekki áttað sig fyrr en nokkru síðar. Fór hann þá heim til sín og síðan til kunningja síns á meðan hann var að róast en héit loks i fund lögreglunnar. 4 V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.