Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.06.1963, Blaðsíða 3
Eflum vísindi og tœkni Starfsfræðslustofnun húsakynni og nýtízku kennslugögn. í kennslunni sjálfri þarf að viarast að staðna við dauðan bókstaf, heldur fylgj- ast með tækniþróun og vélvæðingu. Að sémámi og langskólanámi hafi allir unglingar jafngreiðan aðgang. Því ber að taka upp námslauna- kerfi og fella niður opinber gjöld af námsfólki. Meistarakennslu í iðnfræðslu ber að afnema, og koma í staðinn upp ríkisreknum verknámsskólum, sem séu í samhengi við fræðslukerfi unglinga- og gagnfræðastigs- ins. Sérskóla, sem dregizt hafa aftur úr, eins og bænda- skólana, þarf að aðlaga nútíma kröfum. Kennslu í raunvísindum og tæknigreinum þarf að stórefla, m.a. með sérstökum tækniskólum fyrir iðnað- inn, náttúrufræðideild við menntaskóla og endurskipu- lagningu háskólans. Komið verði upp starfsfræðslustofnun, sem geri á- ætlanir um þörf þjóðfélagsins fyrir sérmenntað fólk og veiti upplýsingar um nám og atvinnu að því loknu. Stofnun heimilis Lelga lækki Lánskjör batn! Vinna utan heimilis Ástand það, sem nú ríkir í húsnasðismálum, kemur verst niður á ungu fólki, sém er að stofna heimili: mikil vöntun á leiguhúsnæði, okurleiga og óeðlilega hár bygg- ingarkostnaður. Næg barnaheimili Eina varanlega lausn húsnæðismálanna er, að hið op- inbera standi fyrir byggingu íbúðarhúsa í stórum stíl, sem síðan verði leigð almenningi. Jafnhliða verði samtök almennings sérstaklega styrkt til félagslegra átaka við íbúðabyggingar, enda lagt bann við braski með þær íbúð- ir. Byggingarkostnaður mun stórlækka, þegar ríki og sveitarfélög byggja heil íbúðarhverfi með fyllstu skipu- lagningu og hagkvæmum vinnubrögðum. Leigu á ríkis- íbúðum á að miða við greiðslugetu fjölskyldumanna, og þá mun allt leigu-okur hverfa smám saman, þar eð ekki verður unnt að halda einkaíbúðum miklu dýrari en op- inberum íbúðum. Núverandi lánskjör til þeirra, sem neyðast til að byggja yfir sig, eru óhæfa; vextir allt of háir, lánstími stuttur og lánin lág miðað við byggingarkostnað. Lög- gjöf um húsnæðismál þarf að umbylta til að koma þess- um málum í rétt horf. Þótt ungt fólk þurfi að eignast eigið heimili, er því ekki hollt að dveljast þar sýknt og heilagt. Það er eðlilegt og, eins og nú standa sakir nauðsynlegt, fyrir þorra fjölskyldna, að húsmæður taki að einhverju leyti þátt í almennum störfum utan heimilis. En til þess verður að vera kostur nægra dagheimila af öllum gerðum fyrir böm. Þá fyrst getur hvort tveggja foreldrið unnið utan heimilis án þess að bömunum stafi uppeldisleg hætta at í slíkum stofnunum fá bömin heilbrigða félagskennd og er forðað frá óhollustu götulífsins. Nauðsyn er, að nóg sé af sérmenntuðu starfsfólki í þessum uppeldisstofnun- um. Stöðvum flóttann úr sveitunum Aukin samvinna F élagsstar f semi Sérstök vandamál sveitaæskunnar Aðstaða æskufólks er i höfuðatriðum svipuð í öllum landshlutum, og við það er miðað í þessari stefnuskrá. En þó á sveitaæskan við svo sérstök vandamál að etja, að rétt er að geta þeirra sérstaklega. Unga fólkið, sem elst upp í sveit, á þar við svo erf- iðar aðstæður að búa, að það tekur venjulega þann kost að flýja átthagana, flytjast í þéttbýli. Sökina ber ein- yrkjuskipulagið, þrældómur þess og einmanaleiki. Sveita- unglingar þurfa að geta ílenzt við bústörfin, en skilyrðí þess er aukin samvinna í landbúnaði og jafnvel nýir búskaparhættir á samvinnugrundvelli. Þannig yrði sveita- fólki gert kleift að skipuleggja vinnudag sinn og öðlast frídaga, eins og nauðsynlegt er siðmenntuðu fólki. Félagsstarfsemi sveitaæskunnar þarf að styðja alvég sérstaklega. Það skal haft í huga, að sem öflugust tengsl geti skapazt milli hinnar gömlu rótgrónu sveitamenning- ar og viðhorfa nútímans. Æskan verður sjálf að berjast fyrir þeim breyting- um, sem hún á heimtingu á, að gerðar verði á þjóðfélag- inu. Til þess á hún vísan stuðning hinnar róttækustu stjórn málahreyfingar í landinu, Sósíalistaflokksins, Æskulýðs- fylkingarinnar og samherja þeirra. En eina tryggingin fyrir árangursríkri baráttu er, að sá stuðningur sé gagn- kvæmur; æskan fylki sér undir merki hinnar sósíal- ísku hreyfingar. Öllum þeim kröfum, sem hér hafa verið fram settar, er hægt að fullnægja á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga, sem eftir henni eru settar. En til staðfesting- ar á skilningi sínum á högum æskufólks, þarf löggjafinn að setja í stjórnarskrá réttindi fólks til náms í samræmi við löngun sína, réttindi til nægrar atvinnu og sómasam- legra frístunda. Lögin eru þó fánýt, ef peningavaldið hefur undir- tökin í þjóðfélaginu. Meðan svo er, stendur sífelld bar- átta um öll þau réttindi alþýðufólks, sem áunnizt hafa, og stórra átaka er þörf í hvert skipti, sem ný eru knúin fram. Þess vegna verður æskan að fylkja sér undir merki sósíalismans í fullvissu þess. að einungis við skipu- lagshætti sameignar og samvirkni verða eðlileg réttindi þess ekki lengur erfið baráttumál heldur órjúfandi regla. & SKÝRSLAN — sem varðar líf allra Islendinga — en aðeins fáir útvaldir áttu að vita um Hana samdi dr. Ágúst Valfells, forstjóri „al- mannavarna“ á íslandi. Hana mátti dómsmálaráð- herra og 19 aðrir útvaldir sjá. Fyrir „óheppni" færð þú, lesandi góður, að kynn- ast henni líka. Þú áttir ekki að sjá þessa skýrslu, vegna þess að hún sýnir hvílík fjarstæða það er að segja að okkur sé ein- hver „vöm“ í setu hins bandaríska herliðs. Hún sýnir glöggt að okkur staf- ar mikil hœtta af henni. Hún segir okkur frá því hvað gerast mundi hér á íslandi ef kjamorkustyrj- öld brytist út. 60—70% ís- lendinga munu þá láta líf- ið vegna setu hins banda- ríska hers. í Reykjavík munu aðeins hinir útvöldu geta lifað öruggir áfram í sérstöku kjamorkulbyrgi. — Það eru þeir, sem aÖeins dttu að sjá skýrshina. Við birtum hér nokkrar glefsur úr skýrslunni. Þjóðviljinn og Frjáls þjóð hafa undanfarið birt mikil- vægustu hluta hennar. Ef þú hefur áhuga á að kynn- ast meiru um efni skýrsl- unnar og hefur ekki haft tækifæri til þess áður get- ur þú kynnt þér það í þess- um blöðum. „Vernd“ her- námsliðsins Um hana segir dr. Ágúst Valfells meðal_ annars: „t»ar sem íslendingar hafa ekki her og yrðu því ekki beinir bátttakendur í styr.i- öld, myndi það ekki vejk.ia hernaðarmátt nokkurs striðs- aðila í einn né neinu, bðtt ís- lendingar væru drepnir. I»ar sem hernaðaraðgerðir miða fyTst og fremst að hví að veikja hernaðarmátt óvinar- ins, jafnvel heaar öbreyttir borgarar hernaðaraðila eru drepnir, þá er það álit höf- undar, að bað væru algerlega óratmsæjar hernaðaraðgerðir, sem miðuðu að bví einu að út- rýma íslendingum. Af bessum ástæðum má ætla, að í al- gerri styrjöld myndu mciguleg- ar hernaðaraðgerðir á íslandi fyrst og fremst beinast að heim stöðum, er hefðu eitt- hvert hernaðargi’di. . . ÞEIM HERNAÐARMANNVIRK.TUM sem væru til taks i upphafi striðs“. Sem sagt, höfundur skýrsl- unnar telur augljóst mál, að hernaðaraðgerðir á íslandi „muni fyrst og fremst beinast að heim hernaðarmannvirkj- um sem væru til taks í upp- hafi stríðs“. En hver eru svo þessi hemaðarmannvirki? Um það segir höfundur eft- irfarandi: „Eftir þvi sem að framan greinir má ætla, að Keflavik- ursvæðið hafi einna mest skot- marksgildi af mögulegum skot- mörkum hér á landi; ef til vill eina verulega skotmarlts- gildið“. Og baetir siðan við annars staðar: „Um líkumar fyrir eyði- leggingu Keflavíkurf'ugvallar í mögulegri styrjöld er erfitt að segja. Með tilliti til beirra atriða er rætt var um í sambandi við skotmarksgildi hans, mætti ætla, að kæmi til a’gers stríðs eða takmarkaðs striðs um Evrópu, bá væri árás á flugvöllinn líklegri en ckki, Gerum bví ráð fyrir 75 prósent likum fyrir eyðilegg- ingu flugvallarins við bessar aðstæður“ Og hvernig gæli „varnarlið- ið“ svo varizt árásum á her- stöðvar sínar? Um það segjr höfundurinn eftirfarandi: „Gera má ráð fyrir, ef völl- urinn yrði fyrir árás. að b:‘ð yrði eldflaugaárás. Þessa álykt- un má draga af bví, að bar sem völlurinn hefur bæði gildi sem varnarstöð gegn flugvél- um og mögu’egt gildi sem ann- ars höggs stöð, myndi rcynt að eyðileggja hann í fyrsta höggi. En áður en fyrsta högg- ið hefur verið greitt, eru eld- flaugar flugvélum langtum fremri i að tryggja eyðilegg- ingu skotmrka, VEGNA ÞESS. AÐ VARNIR GEGN ELD- FLAUGUM ERU LITLAR (ENGAR EINS OG ER).“ Og ennfremur: „Minnsta fjarlægð til Sovét- ríkjanna sjálfra er 2150 km, en bað samsvarar aftur 14 minútna flugtíma eldflaugar). Eldflaug skotið úr kafbát hefði styttri flugtíma“. Og ennfremur: „Af framangreindu má sjá, að búast má við að lengsti að- vörunartimi. sem gæti gefizt, yrði 14 mínútur, og raunveru- legur aðvörunartími minni en bað“. Ættu þessi orð dr. Ágústs Valfells ekki að nægja um „vemdina“, sem bandaríska setuliðið véitir okkur? Einu almanna- varnirnar Einhver helzta „röksemd" hernámssinna hefur verið sú, að hlutleysi sé orðið úrelt. Síðasta heimsstyrjöld hafi sýnt það. Þá hafi margar hlut- lausar þjóðir orðið fyrir árás. En þessir menn gleyma einu: að á rúmum 20 árum hefur hernaðartæknin gjör- breytzt. í pkýrslu dr, Ágústs Valfells segir m.a.: „Að áliti Kahns (bandarisk- ur sérfræðingur Ath. Þjóðv.) myndi algert stríð milli stór- veldanna. við núverandi að- stæður. vara 2—30 daga. Báð- ir aðilar gætu líklega flutt meginið af sprengjuforða sin- um yfir á svæði andstæðings- ins á fyrstu tveim dögunum. Fyrsta hryðjan yrði. er skipzt yrði á eldflaugaskotum á fyrstu minútunum og klukku- stundunum eftir að strið væri liafið. Á meðan fyrsta högg- ið (þ.e. cldflaugaárásin) stæði vfir og að þvi afstöðnu yrði síðan annað höggið greitt með flugvé?um“. Yrði tími til að reisa hernaðarmannviriki, sem eitthvert hemaðargildí hefði, í herteknu landi á 2—30 dögum? Er ekki orðið ljóst a1 því sem á undan er komið að aðeins hemaðarmann- virki bjóða árásum heim? Er þá ekki orðið ljóst. lesandi góður, að núna, ár- ið 1963, er hlutleysi ein- vörnin? Einu almannavara- ir okkar íslendinga éru að láta herinn hverfa úr landi. Einu fiokkarnir, sem berj- ast fyrir þessum almanna- vörnum em Alþýðubanda- lagið og Þjóðvarnarflokk- urinn. Og nú verður þú að spyrja sjálfan þig: Vil ég stuðla að brottflutningi bandaríska hersins eða ekki? Þegar kjamorkustríð getur brotizt út hvénaer sem er má enginn ábyrgur maður segja: „Mér er sama. Herinn hefur aldrei gert mér neitt!!“ Þetta er að stinga höfðinu í sand- inn. Ef þú hefur ekki þegar tekið afstöðu, verður þú að taka hana nú þegar. Vilt þú áframhaldandi hersetu? Kjóstu þá hernámsflokk- ana, A, B eða D. Vilt þú fá herinn burt? ÞÁ MERK- IR ÞÚ ATKVÆÐASEÐIL ^INN ALÞÝÐU IÐANDAIAGIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.