Þjóðviljinn - 25.01.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.01.1964, Blaðsíða 3
ÞJðÐVILIINN SlÐA 3 Laugardagur 25. janúar 1964 Hermannauppreysn í Úganda Brefar senda herliS til Kenya KKAMPALA, Úganda og NAIROBI 24/1 — Óljósar frétt- ir hafa borizt. af óeirðum í Úganda, en þar mun hafa verið gerð uppreisn í hernum. Uppreisn þessi er af líkum toga spunnin og uppreisnin, sem gerð var í Tanganíka á dögunum. Hermennirnir krefjast hærra kaups og vilja að allir brezkir yfirmenn séu settir af. Bretar hafa sent herlið frá Kenya til Úganda, og í dag var aftur bætt við herliðið 1 Kenya með því að senda þangað 700 brezka her- menn. Allt er nú með kyrrum kjörum í Úganda. í dag fóru fram miklir flutn- ingar frá Bretlandi til Kenya og sendu Bretar þangað 700 hermenn. Þessir hermenn komu í staðmn fyrir þá, sem sendir vegna uppþots, sem varð í hern- um. Voru það 400 menn, sem sendir voru til Úganda. Það var i gaer, að hermenn í Úgandahernum, „Úgandariffl- voru i gærkvöldi til Úganda4>arnir“, gerðu uppreisn gegn yf- Alsír vill eignast eigið olíufélag ALGEIRSBORG 24/1 — Alsír hyggst koma á fót eigin olíufélagi í staðinn fyrir að láta erlend félög hirða gróð- ann af auðlindum landsins. Þetta olíufélag á að annast olíuleit, vinnslu og sölu olíunnar. irboðurum sínum, sem eru flest- ir brezkir, og kröfðust þess að allir Bretar væru látnir fara. Einnig heimtuðu þeir hærri laun. Þegar í gærkv. var kom- in á ró í hernum, en brezkir hermenn fluttir frá Kenya til vonar og vara. í dag hefur allt verið með kyrrum kjörum í Úganda, en óttazt er að samskonar atburðir kunni að ske í Kenya. Brezka stjómin hefur heitið Kenyatta hernaðaraðstoð ef með þarf. ACCRA 24/1 — f dag fara fram kosningar í Gana og verður kosið um tiilögru Nkrumah for- seta um, að einn flokkur starfi í landinu, sósialistaflokkurinn. Talið er að kosningarnar muni taka viku, þar sem kjósendur eru 3 milljónir og dreifðir. um iandið. Búizt er við, að tillagan verði samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta. Árangurinn af viðræðum Sukamos, forseta Indónesíu, og Róberts Kennedys, um Malasyusamband- ið er, að vopnahlé hefur verið tryggt og ákveðið að fundur verði haldinn í Bankok á næstunni Samkvæmt Evían-samningnum milli Frakka og Alsírbúa sitja frönsk olíufélög fyrir olíu- vinnslu i Sahara. Þó útilokar þessi samningur ekki möguleik- ana á að koma á fót alsírsku olíufélagi og samkwmt upplýs- ingum Reuters og NTB ætla Alsírbúar að stofna slíkt félag innan skamms. Nýja félagið á að koma í stað fyrir annað félag, sem stofnað var í vikunni sem leið, og átti að annast flutning og sölu á olíu. Bachir Baoumaza, atvinnu- málaráðherra Alsír, er á förum til ítalíu til þess að semja við ítalska félagið ENI, sem sagt er munu taka þátt í stofnun nýja félagsins í Alsír. Hluti stiórnarllakksins leggur til, ai hernaiarútaiöld verii lækkuð STOKKHÓLMI 24/1 — í dag var borin fram tillaga í báðum deildum sænska þingsins, sem vakið hefur svo mikla athygli, að talað er um uppreisn í sænska sósíal- demókrataflokknum o.s.frv. Það var hluti af þingflokki sósíaldemókrata, sem bar fram tillöguna. Leggja þeir til, að dregið verði úr hernaðarútgjöldum ríkisins. Þessi til- laga hefur vakið bæði hneykslan og gremju borgarablað- anna, sem kalla þetta ævintýramennsku og ábyrgðarleysi. HÖFUM FLUTT VERKFÆRA- OG BÚSÁHALDADEILD vora úr Austurstrœti 10 í Hafnarstrœti 23 (húsnœði Samvinnusparisjóðsins).— Þar verður til sölu fjölbreytt úrval af verkfœrum, búsóhöldum, smœrri bygg- ingavörum, hreinlœtistœkjum og sportvörum. — GERIÐ SVO VEL og lítið inn í nýju búðina. 31 af 193 Þingflokkur sósíaldemókrata felldi fyrir nokkru á þingflokks- fundi sem Erlander stjómaði tillögu nokkurra manna um að flokkurinn beitti sér fyrir því, að útgjöld til hemaðar yrðu minnkuð. Voru 162 þingmenn á móti tillögunni, en 31 með. Alls eiga 193 sósíaldemókratar sæti á þingi. Þessir 31 þingmenn stóðu fast á sfnu máli og lögðu tillög- una fyrir þingið í trássi við mótmæli meirihlutans. þeirra á meðal Erlanders form. flokks- ins. Friðarhorfur Tillagan var flutt á þeim for- sendum, að friðarhorfur færu mjög batnandi og þar að auki hefðu bæði Bandaríkin og Sov- étríkin skorið niður hemaðar- útgjöld sín. Benda flytjendur til- lögunnar á, að hemaðarútgjöldin séu nú komin upp í 4,5% af brúttótekjum þjóðarinnar, eða upp í 4,2 milljarða sænskra kr. 4 ára áætlun Eftir langvarandi samninga komu allir flokkar, nema komm- únistaflokkurinn sér saman um 4 ára áætlun um hemaðarút- gjöldin í fyrra. Segja flytjendur tillögunnar, að ekki megi láta þennan samning gera það að verkum, að ekkert tillit sé tek- ið til aðstæðna og breytinga. sem kunna að verða á þessum 4 árum. Ýmislegt hafi gerzt í millitfðinni. sem geri óhjákvæmi iegt að taka áætlunina frá því f fyrra til rækilegrar endurskoð- unar. Til dæmis sé líklegt. að árangur afvopnunarráðstefnunn- ar í Genf verði sá, að útgiöld til hemaðarframkvæmda krefjist alls staðar endurskoðunar. Borgarablöðin „Liberala Expressen" segir i dag, að þessi tillaga beri vott um ótrúlegt ábyrgðarleysi. Njósn- ari hafi undanfarin ár flutt út öll hemaðarleyndarmál sænska ríkisins og stjómarandstaðan bú- ist nú við einhverjum aðgerðum af hálfu stjómarinnar til þess að þetta tjón verði bætt. Til þess þurfi mikið fé. en þá komi bara hluti stjómarflokksins með til- lögu um að lækka hemaðarút- gjöldin. Þetta geti ekki kallazt annað en ævintýramennska. Eimreiðin Framhald af 4. síðu. því líður þá er varla hægt annað en fallast á sjónarmið greinarinnar að það sé óþol- andi að hafa aðeins erlent sjónvarp f landinu, vissulega yrði það íslenzka miklu skárra. 1 heftinu eru auk þess ferða- saga eftir ritstjórann, Ingólf Kristjánsson, Leikhúspistill eft- ir Loft Guðmundsson, þýtt efni og ýmislegt fleira. A. B. Umferðarslys í gær varð umferðarslys á Suðurlandsbrautinni fyrir innan Múla. Maður að nafni Guð- mundur Gunnarsson varð þar fyrir bíl og meiddist illa á vinstra fæti. Guðmundur var þegar fluttur á Slysavarðstof- una og þaðan á sjúkrahús. AUSTURSTRÆTI SÍMAR: 13041 - 11258 mm 1. til 10. marz 1964 KAUPSTEFNAN I LEIPZIG Tækni- og neyzluvörusýning. Upplýsingar og kaupstefnuskírteini, sem jafngilda vega- bréfsáritun veita: Kaupstefnan - Reyk.iavík og landamærastöðvar þýzka Alþýðulýðveld- isins. Miðstöð frjálsra alþjóðlegra viðskipta. Sérstakt yfirlit nvtírkuiðnað- ar. 9000 sýningarfyrirtæki fi., 65 löndum vænta heimsóknar yðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.