Þjóðviljinn - 25.01.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.01.1964, Blaðsíða 8
3 SlÐA ÞIÓÐVILIIHN Laugardagur 25. jam'iar 1964 Námsflokkur um fjuU skyldu og hjánubund Á næstunni, eða nánar tiltekið sunnudaginn 9. febmar, hefst á ný fræðslustarfsemi Félagsmálastofnunarinnar um fjölskyldu og hjúskaparmálefni. Mun kennslan að þessu sinni fara fram í fyrirlestrum, með kvikmyndasýningum og í samtölum. Kennt verður á sunnudögum kl. 4—6 e.h. Fyrirlesarar verða Hannes Jónsson, félagsfræðingur, og Pétur H. J. Jakobsson, forstöðu- maður fæðingardeildar Lands- spítalans. Mun Pétur m-a. ræða um erfðir, frjóvgun, fósturþró- un, barneignir og frjóvgunar- vamir og sýna litskuggamyndir til skýringa, en Hannes mun m.a. ræða um fjölskylduna, ást- ina, siðfræði kynlífsins, hjóna- bandið, hjónaskiinaði og ham- ingjuna. Auk fyrirlestranna verða sýndar 6 kvikmyndir, sem gerð- ar eru í samráði við nokkra frægustu félagsfræðinga og fé- lagssálfræðinga heims, eins og próf. Lemo D. Rockwood við Cornellháskóla, prófessor Reu- ben Hill við ríkisháskólann í Norður-Karólína og prófessor A. R. Lauer við ríkisbáskólann í Iova. Þá verður einnig sýnd kvikmynd þar sem einn fræg- asti heimspekingur nútímans, Bertrand Russell, ræðir um hamingjuna við rithöfundinn og stjórnmálamanninn Woodrow Wyatt. Auk þess verður sýnd kvikmyndin FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR, sem sýnir m.a. frjóvgun eggsins, fósturþró- un og fæðingu. Allar kvikmyndirnar em þann- ig gerðar, dð auðvelt á að vera að efna til umræðna um þser eftir sýninguna og er hugmynd- in að gera það á námskeiðinu. Á fundi með fréttamönnum í gærjtsagði Hannes Jónsson, for- Stjóri Félagsmálastofnunarinnar. að í Ijós hefði komið, að mikil þörf væri fyrir fræðslustarf- semi um fjölskyldu- og hjú- skaparmálefni hér á landi ekki síður en annars staðar. Hefðu t.d. 302 þátttakendur innritað sig í erindaflokkinn um fjölskyld- una og hjónabandið í fyrravor. Hannes gat þess einnig, að eins og í fyrra mundu nemend- ur framhaldsskólanna nú fá þátttökuskírteinin með verúleg- um afslætti og sama gilti um hjón. Þátttökugjaldið væri á- kveðið kr. 200,00 fyrir nám- er t>ezti hvildar- stollizin a, heims- markaðnum; þaö má stilla, hann i þá stöðu,sem hverjum hentarbezt,en auk þess nota sem venjulegan , ruggustól skeiðið, hjónamiðarnir mundu seldir fyrir kr. 300.00 en nem- endurnir í framhaldsskólunumi mundu fá miðann fyrir kr^, 100.00 Innritun fer fram í Bókabúð KRON í Bankastræti og í fram- haldsskólunum. Hannes gat þess einnig, að aðgang að námsflokki þessum fengju ekki yngri en 17 ára staklega bráðþroska fólk. Sagð- ist hann vona, að sem mest af ungum hjónum og nýtrúlofuðu fólki kæmi á námskeiðið, þar sem það væri fyrst og fremst hugsað fyrir unga fólkið í gift- ingarhugleiðingum eða nýgifta fólkið. Að lokum gat Hannes þess, að fræðslu- og leiðbeiningar- starfsemi Félagsmálastofnunar- innar um fiölskyldu- og hjú- skaparmálefni væri að komast í fast form. Mundi hún fram- vegis verða í þremur megin- þáttum. í fyrsta lagi almenn fræðslustarfsemi eins og náms- flokkurinn, sem nú væri að byrja. í öðru lagi útgáfa fræðslurita fyrir almenning eins og FJÖLSKYLDAN OG H.IÓNA- BANDIÐ. Og í þriðja lagi mundi leiðbeiningarskrifstofa um fjöl- skylduáætlanir og hjúskapar- vandamál taka til starfa að ÍLindargötu 9 seinni hluta febr- úarmánaðar eða í byrjun marz, en trésmiðaverkfallið hefði vald- ?ið því, að sú startsemi væri unglingar, nema í hlut ætti sér- ækki þegar byrjuð. Eldorado Framhald af 7. síðu. ur til vörukaupa en frændur ykkar í Noregi? Nei, íslenzki „viðreisnarmaður“, en svona er þessu háttað hjá frænda þín- um. En láttu ekki hugfallast, trúðu því að enginn hafi það betra en þú. Þú fréttir að stöðunautur þinn í Noregi geti fengið tvo ísskápa fyrir sitt mánaðarkaup, en þú ekki einn, þá trúðu því ekki, þú mátt það ekki, ef þú lifir í sönnum við- reisnaranda ríkisstjómarinnar. Já þannig er nú ástandið í dag í „velferðarríkinu" Islandi. Hér fiskar íslenzkur sjómaður ávið 8—9 Norðmenn og unnin er 50—60 stunda vika og ekk- ert dugir. Við vitum að blaðið sem gef- ið er út frá óðalssetri kapítal- ista, Morgunblaðið, hefur tönglazt á allri þessari „vel- megun og viðreisn" um langan tíma. Það vantar heldur ekki að hjáleigubændur íhaldsins í Alþýðuflokknum hafi reynt að dásama þetta allt. Nú vita menn að „Alþýðuflokksmenn“ eiga ráðherra og hagfræðing slyngan. Vildi hann nú ekki upplýsa „viðreisnarmenn" dá- lítið um kaup og kjör frænd- þjóða okkar. Ég dreg ekki í efa að hann þekki eitthvað inn í kaup og kjör þessara þjóða. En ef svo skyldi nú ekki vera, þá ætti honum að vera það í lófa lagið að fá upplýsingar hjá „dúsbræðrum" sínum í Skandi- navíu. Það væri þá ef til vill gott að hann segði þeim eitthvað frá sinu „viðreisnarlandi“. Þannig gætu þeir skipzt á upp- lýsingum. Eitt skal þó hér sagt. Gylfi verður að segja mér og þér sannleikann, en ekki fara að eins og Alþýðu- blaðið segir að Rússar geri, Ijúgi í tölum. Að endingu vil ég segja: Allar menningarþjóðir eru að komast á þá skoðun að með hagnýtum vinnuaðferðum og hagræðingu vinnuafls sé hægt að stytta vinnutíma einstak- lingsins og þar með uppskera meiri afköst af velhvíldum verkamönnum. Þetta þurfa stjómendur þessa lands að nema og vita, geti þeir það ekki ættu þeir að viðurkenna lærdómstregðu sína (og víkja úr sessi). Skrifað 10. dag. janúar 1964, Hans Arreboe Clausen. P.S. Eftir að þetta er skrif- að hefur borizt sú fregn að menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, haldi fyrírlestra í Noregi. Mun hann ræða um verðbólgu og vamir gegn henni. Er sagt í norskum blöð- um að hann sé henni kunnur bæði í „teori og praksis“. Óska ég Norðmönnum til hamingju með trúboðann. Til þess eru vítin að varast þau. Hans Clauscn. Maugham Framhald af 6. síðu. hafið, La Mauresque, einn með einkaritara sínum síðustu 35 árin, Alan Searle, sem nú er 59 ára gamall. Skömmu fyrir 89. afmælis- dag sinn tilkynnti Maugham að hann ætlaði að ættleiða Searle. jafnframt myndi hann gera arflausa konu þá sem allir höfðu talið dóttur hans, hann sjálfur líka, lafði Eliza- beth Hope, sem gift er fyrr- verandi ráðherra í brezku stjórninni Gamli maðurinn reiddist lafði Elizabeth þegar hún leit- aði á náðir dómstólanna árið 1962 til að koma í veg fyrir að hann fengi til umráða um 30 milljónir króna sem fyrr á árinu höfðu verið greiddar á uppboði fyrir níu málverk úr safni hans. Fyrir rétti neitaði Maugham að lafðin væri dóttir hans. Hún mótmælti hins vegar fyr- ir frönskum dómstól tilraun Maughams til að ættleiða Searle og vann málið. — Ég leit alltaf á hana sem dóttur mína, en hún er reynd- ar dóttir Henry Wellcome. Wellcome hefur aldrei neitað faðerninu, sagði Marfham sem kvæntist fyrrverandi konu Wellcomes, Syrie, og segir nú að hún hafi þá verið vanfær. laugavegi 26 simi 20970 H- ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði eftirtalinna skólahúsgagna: 1. Skólaborð og stólar úr stáli og tré. 2. Kennaraborð úr stáli og tré. 3. Kennaraborð úr tré. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8, gegn 500 króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. ^ 15. í málinu er upplýst, að | $ 10.000,00 eru skuldfærðir á w reikningi nr. 4138 í nóvem- 8 ber 1958, og er færsla þessi k bókfærð 14. nóvember 1958 ( ^ hjá Esso Export Corporation. \ k Sama dag er opnaður reikn- ^ ingur með þessari innboxg- k un hjá fyrirtækinu General Jl American & Dominion Export 1 Corporation, New York. J Ákærður Haukur hefur i fyrir dómi 14 desember 1959 J skýrt svo frá, að Hið is- ■ lenzka steinoliuhlutafélag w hafi ákveðið að eiga viðskipti J við General American & ^ Dominion Export Corporation. k Þess vegna var opnaður þessi Q reikningur hjá fyrirtækinu k með $ 10.000,00 innleggi. Á- | kærður Haukur vildi ekki k skýra nánar í hverju þessi " viðskipti áttu að vera fólg- I in- J Fyrir dómi 17. desember H 1959 lýsti ákærður Haukur J því yfir, að enginn af starfs- I mönnum Hins íslenzka stein- ^ olíuhlutafélags, nema hann, q hafi vitað um opnun reikn- k ings félagsins hjá General * American & Dominion Export k Corporation. Stjórn félagsins I vissi heldur ekki um opnun k þessa reiknings. N Ákærður Haukur er aftur k fyrir dómi 27. júlí 1960 spurð- | ur um þessa greiðslu á $ k 10.000,00 til General Ameri- ^ can & Dominion Corporation. b Hélt hann þá fast við fyrri ® framburð. Fyrir mistök hafi m reikningurinn hljóðað á nafn N ákærðs Hauks, en hefði átt ■ að vera á nafni HÍS. k Skv. upplýsingum forráða- I manns General American & gj Dominion Export Corporati- ’ on j bréfi til utanríkisráðu- | neytisins, dags. 23. nóvember J 1959, opnaði fyrirtækið reikn- ■ ing 14. nóvember 1958 á J nafni Hauks Hvannbergs. Er tekið fram í bréfinu að k fyrirtæki þetta hafi aldrei ^ haft nein viðskipti við Hið k íslenzka steinolíuhlutafélag ^ eða Olíufélagið h.f. Ennfrem- U ur staðfestir forráðamaður ^ þessa sama fyrirtækis það í bréfi til Hins íslenzka stein- N olíuhlutafélags, dags. 11. febr. ■ 1960, að umræddur reikn- I ingur hjá General American H & Dominion Export Corpor- J ation hafi verið opnaður 14. I nóvember 1958 í nafni á- w kærðs Hauks, en ekki í nafni I Hins íslenzka steinolíuhluta- g| félags. Reiknings þessa er 1} ekki getið í bókhaldi HÍS eða k Olíufélagsins hf. Með skírskotun til þess, b sem áður segir í kafla V um J reikning ákærðs Hauks | Hvannbergs hjá General J Ameriean & Dominion Export I Corporation og skv. þeim ^ upplýsingum, sem raktar eru hér að framan þykir nægilega sannað, að ákærður Haukur hafi dregið sér fyrmefnda $ k 10.000,00. Varðar það við I 247. gr. hegningarlaga. 16. Eins og fram kemur i k kafla V hér að framan, hafði ^ Oliufélagið h.f. reikning hjá k skrifstofu Sambands íslenzkra I samvinnufélaga í New York. | 10. júní 1955 eru $ 15.000,00 J skuldfærðir á reikningi þess- I um, og upphæðin greidd til J General American & Domin- I ion Export Corporation. New J York, skv. bréfi dags. 6. , júní 1955, frá ákærðum Hauki til skrifstofu Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga, New York. , , , Ákærður Haukur hefur fyrir dómi 11. desember 1959 skýrt svo frá, að hann hafi verið einn af stofnendum flugfélagsins Vængir hf. Auk framlags síns í félaginu hafi hann útvegað félaginu skyndilán, að upphæð $ 15.000,00 frá Federation of Iceland Cooperative Societies (Samband islenzkra samvinnu- félaga). Var engin trygging á- skilin fyrir láninu og engir vextir greiddir. Endurgreiðsla lánsins átti að fara fram eft- ir hentugleikum Vængja. Björn Pálsson, flugmaður, yfirtók lánið og endurgreiddi það smámsaman. Fræddi ákærður Haukur dóminn á því, að sér væri kunnugt um þessa yfir- töku Björns á láninu og jafn- framt, að Börn hefði endur- greitt allt lánið til skrifstofu Sambands íslenzkra samvinnu- félaga í New York. Karl Eiríksson, forstöðumað- ur Flugskólans Þyts, staðfesti fyrir dómi 2. desember 1959, að ákærður Haukur Hvann- berg hefði útvegað lán, að fjárhæð $ 15.000,00 í sambandi við flugvélakaup Vængja h.f. í Bandaríkjunum. Lán þetta en hinar 3 afhenti hann ákærð- um Hauki Bjöm upplýsti enn- fremur, að hann hafi vitað, að ákærður Haukur hafi út- vegað lánið á $ 15.000,00, og því hafi sér borið að endur- greiða ákærðum Hauki lánið. Ekki hafði hann hugmynd um, hvað ákærður Haukur gerði við þessa dollara. Fyrir dómi 29 júlí 1960 hélt ákærður Haukur fast við það, að þessa $ 15.000,00 hefði hann notað sem hagsmunafé fyrir Hið íslenzka steinolíuhlutafé- !ag og Olíufélagið h.f. Hann endurgreiddi þessa $ 15.000,00 á árinu 1956 með þeim dollurum, sem teknir voru af geymaleigureikningi Olíufélagsins h.f. nr. 6078 hjá Esso Export Corporation, og eru þessir $ 15.000,00 innifald- ir í $ 37.461,54. sem skuld- færðir eru á nefndum reikn- ingi í október 1956, en af þess- ari upphæð voru $ 18.657,72 eignfærðir á reikningi Olíufé- lagsins h.f. hjá skrifstofu Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga, New York í nóvember s.á. Þessi framburður ákærðs Hauks kemur heim við gögn málsins og framburð fyrir- Enn er fjallað um f járhæðir, sem skipta þúsundum Bandaríkjadollara og fyrrver- andi framkvæmdastjóri OlíufélaErsins hf. dró sér á ólögmætan og refsiverðan hátt. hefði Björn Pálsson yfirtekið árið 1956, og allar greiðslur af láni þessu hefðu farið um hendur fyrirtækisins General Amerícan & Dominion Export Corporation með yfirfærslum gegnum gjaldeyrisbanka hér og allar slíkar greiðslur hefðu nú þegar verið inntar af hendi. Bjöm Pálsson staðfesti fvrir rétti 7. desember 1959, að hann hefði keypt Cessna flugvél af Vængjum h.f. árið 3 956 og yf- irtekið þá lán, að fjárhæð $ 15.000,00 er hann smóm sam- an greiddi til General Americ- an & Dominion Export Corp- oration með gjaldeyrisyfir- færslum gegnum Landsbank- ann út á gjaldeyrisleyfi, er hann hafði fengið árið 1955 og látið renna til Vængja h.f., en við kaup sín á Cessna vélinni frá Vængjum h.f. fékk hann Ieyfi þetta aftur. Björn lauk við endurgreiðslu lánsins, að upphæð $ 15.000,00, fyrri hluta ársins 1958. Björn vissi ekki hver var raunverulegur eig- andi lánsins á þessum $ 15.000,00. Ákærður Haukur lýsti því yfir fyrir dómi 21. desember 1959, að hann gæti ekki skýrt neitt frekar frá endurgreiðslu á fimmtán þúsund dojlara lán- inu til skrifstofu Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga í New York. Fyrir dómi 12. janúar 1960 lýsti ákærður Haukur því yf- ir, að þessir $ 15.000,00 sem Bjöm Pálsson yfirtók og greiddi smám saman hafi all- ir farið í kostnað vegna samn- ingsgerðarinnar út af olíuvið- skiptunum á Keflavíkurflug- velli, sbr. það, sem segir um notkun á hagsmunafé undir lið 10 hér að framan. I sama réttarhaldi hélt á- kærður Haukur því fram, að hann hefði tekið út þessa $ 15.000,00, sem Björn Pálsson fékk lánaða árið 1956 í einu lági hjá General American & Dominion Export Corporation. Hann mundi ekki hvenær hann tók út þessa peninga, en hélt að það hefði verið vorið 1958. Bjöm Pálsson hefur fyrir dómi 22. janúar 1960 upplýst, að endurgreiðsla sín á þessum $ 15.000,00 hafi farið þannig fram, að hann hafi fengið keyptar^ ávísanir hjá Lands- banka íslands og þær allar verið stílaðar á General Ameri- can & Dominion Export Corp- oration. Alls voru ávísanir þessar 5, 2 þeirra sendi Bjöm Pálsson sjálfur véstur um haf, svarsmanna Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga fyrir dómi 14 desember 1959. Upplýst er i mólinu, að Björn Pálsson hefur keypt dollaraávísanir hjá Landsbanka Islands til endurgreiðslu á lán- inu þessum (5 15.000,00 em hér segir: 9. júlí 1957 ávísun að upp- hæð $ 2.000,00 16. sept. 1957 ávísun að upp- hæð $ 2000,00. 27. nóv. 1957 ávísun að upp- hæð $ 2.000,00. 20. jan 1958 ávísun að upp- hæð $ 5.971,75. 1. apríl 1958 ávísun að upp- hæð $ 3 029,00. Samtals $ 15.000,75. Eins og fyrr er tekið fram voru allar þessar ávísanir stíl- aðar á General American & Dominion Export Corporation. Fyrirsvarsmaður fyrirtækis- ins hefur upplýst, að hann hafi af þessari fjárhæð lagt í janú- ar 1958 $ 6.000,00 inn á banka- reikning ákærðs Hauks hjá Morgan Guaranty Trust Comp- any, New York. Fyrir dómi 7. október 1960 eru innborganir á árinu 1958 á bankareikning ákærðs Hauks hjá Morgan Guaranty Trust Company að fjárhæð $ 5.971,75 $ 6,000,00 og $ 3.029,00 bomar undir ákærðan Hauk, sem upplýsti bá, að hér væri um að ræða greiðslur frá Birni Pálssyni vegna flugvélakaupa hans. Hér að framan hefur verið rakin saga þessa láns á $ 15.000,00 af reikningi Olíufé- lagsins h.f. hjá skrifstofu Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga í New York, hvemig end- urgreiðslunni var hagað og hvernig upphæð þessi hefur verið færð ' á milli reikninga. Með skírskotun til alls þessa er sannað, að ákærður Hauk- ur hafi dregið sér $ 15.000,00 ur sjóðum félaeanna og verð- ur að fallast á það með ákæru- valdinu, að fjárdrátturinn hafi verið framinn þegar árið 1955. Þessu til styrktar má benda á, að ekki var því haldið fram af hálfu ákærðs Hauks, að hann hefði haft heimild yfir- manna sinna til „lánveitingar- innar” 1955, enda var ekkert bókað um þetta hér heima í bókum félaganna. Athæfið, sem að framan greinir, varðar ákærðan Hauk refsingu samkvæmt 247. gr. hegningarlaga. ’á dSSZS'’HP1 jtJSggy’ ÆBP' JSSTá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.