Þjóðviljinn - 08.02.1964, Side 5

Þjóðviljinn - 08.02.1964, Side 5
t Laugardagur 8. febrúar 1964 MÓDVILJINN SlÐA g Frá síðasa leik háskólakcppninnar í handknattleik í fyrradag milli pilta i'ir Heimspekideild og Læknafræðideildar — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). ■ Blómlegt íþróttalíf í Háskólanum STÚDENTAR ERU ÁHUGA- SAMIR UM ÍÞRÓTTIR Íþróttasíðan hafði spurnir af því að yfir stæði mikið handknattleiksmót innan íþróttafélags Háskólans þar sem hinar ýmsu námsdeildir tefldu fram allharðsnúnum liðum til keppni. Varð það úr að undirritaður fór í íþróttahús Há- skólans til að sjá lokaþátt keppninnar sem var síðdegis á fimmtudag í íþróttahúsi Háskólans. Var greinilegt að kapp var í mönnum, og hvergi eftir gef- ið, en þar átrtust ið lið læknadeildar og heimspeki- deildar. Utan vallar iétu laga- nemar mikið til sin taka, og eggjuðu heimspekideildarmenn sem þeir máttu. Sagt var, að bæði dómarar og markaverð- ir væru úr lagadeild. Við eft- irgrenslan kom það í ljós að áhugi þeirra laganema stafaði af því að tækist heimspeki- deildarmönnum að sigra voru þeir orðnir sigurvegarar, en annars urðu þeir að keppa við læknadeildina. og leit út fyr- ir að þeir væru ekkert spennt- ir fyrir því! En hvað um það, leikurinn var skemmtilegur, og fjörlega leikinn, og mátti lengstaf engu muna, 14:14 og fáeinar mínútur eftir. Enda- sprettur heimspekideildar var betri og ieiknum lauk með sigri þeirra 17:15. Þarna léku aðeins 5 í liði og minnti það mann á árdaga handknattleiksins í húsi Jóns Þorsteinssonar, en þá var leik- ið með sömu tölu leikmanna. í liðum þessum mátti sjá marga sem leika í meistara- flokki fyrstudeildarliðanna hér, og ef íþróttafélag Hóskólans kæmi með úrval sinna manna til keppni í fyrstu deild, mættu liðin þar vara sig. Nöfn sigurvegaranna: Kristj- án Stefánsson, Bergur Guðna- son, Þórður Ásgeirsson, Jón H. Magnússon, Jakob R. Möll- er, Pétur Axelsson og Ámi Þór Eymundsson, og munu menn kannast við sum nöfnin úr félögunum úr fyrstu deild handknattleikskeppninnar sem nú stendur yfir. Þarna var Páll Eiriksson úr Hafnarfirði, Sigurður Einars- spn úr Fram, svo nokkrir séu nefndir. Eftir leikinn náði ég tah af formanni félagsins, Páli Eiríks- syni, og bað hann að greina svolítið frá starfsemi félagsins. og var það auðsótt, enda frá ýmsu að segja. Þrekleikfimi vex fylgi meðal þeirra scm iðka íþróttir Þetta er annað mótið sem við höldum af þessu tagi; það fyrsta fór fram í fyrra. Virðist almennur áhugi fyrir þvi að mótum þessum sé komið á, enda voru sex sveitir í móti þessu og varð röð þeirra þessi: 1. Lagadeild 7 stig 2. Viðskiptadeild 6 stig 3. Læknadeild 5 stig 4. Lagadeild B 4 stig 5. Heimspekideild 4 stig 6. Verkfræðideild 4 stig f fyrra var það Verkfræði- deild sem sigraði. Fyrr í vetur höfðum við körfuknattleiksmót, oj var það mjög skemmtilegt og mikill á- hugi fyrir því, og var sama flokkatala. Viðskiptadeild og lagadeild voru þó saman, en tannlæknadeild kom með lið. Þá æfum við knattspymu hér innanhúss og á morgun, föstudag, er ákveðið að koma á hraðkeppnimóti innanhúss, ir Bandaríski þungavigtar- hnefaleíkarinn Doug Jones hefur tekið tilboði um að keppa við Floyd Patterson, fyrrv. heimsmeistara, á úti- Ieikvagni í Stokkhólmi í mai eða júní n.k. Jones er 36 ára gamall, og er númer 3 á áskorendalistanum um heimsmeistartitilinn, næstur á eftiir Cassiusi Clay, en Patterson er 8. á listanum nú. Jones hefur unnið 32 sigra sem atvinnumaður, tap- að f.iórum sinnum og gert eitt .jafntefli. Cassius Clay vann nauman sigur yfir honum á stigum á sl. ári. + Heimsmeista 1 ’ "npni í skautahlaupi ’........a fer fram 15. og 16 ’■ : Kvisti- enhamn. Þátttak"" ' verða 34 frá 14 löndum- \anada. Kína. Finnlandi, Hnllandi. Japan, Mongólínu, Noregi. Norður-Kóreu, Sovétríkjun- um, Bandaríkjunum, Austur- Þýzkalandi og Ungverjalandi. ir Helmut Schön, landsþjálf- ari Vestur-Þýzkalands í knattspyrnu, verður látinn velja úrvalslið Evrópu, sem keppa á við landslið Júgó- slafa í Belgrad hinn 8. apríl ii.k. Leikurinn verður háður til ágóða fyrir þá sem verst urðu úti í landskjálftunum í Skoplje á dögunum. „Evr- ópuliðið keppir líka við úr- valslið Norðurlanda í Kaup- mannahöfn 20. maí n.k, •Jr Fimm ný heimsmet inn- anhúss voru sett á frjáls- íþróttamóti í Toronto um síðustu helgi. Hayes Jones hljóp 50 jarda grindahlaup á 5,7 sek. 16 ára gömu! stúlka, Abibail Hoffman. b.Ijóp 880 jarda á 2.12,9 min. I kúluvarpi kvenna sigraði Nancy McCredie með 16,41 m. John Thomas vann há- stökkið — 2.13 m. Stickan Petterson, Svíþjóð, og Erik Hallcn, Finnlandi, stukku 2,08 metra. Helmut Schön utan úr heimi og getur það orðið skemmti- legt. Munu 6 lið képpa, og er það lið úr sem tapar tveim leikjum. Badmi'nton er mikið æft Qg munu um 30—40 stúdentar æfa þá íþrótt en ekki er nein keppni í henni enn. Myndu margir fleiri æfa þá grein ef húsnæði væri meira, og má það raunar segja um flestar aðrar greinar sem iðkaðar eru innan félagsins. Tvisvar í viku er þrekleik- fimi, og það skemmtilega heí- ur skeð að hún er ágætlega sótt, og það nær eingöngu af þeim sem ekki iðka aðrar íþróttir yfirleitt, og þeir sýna engin merki þess að heltast úr lestinni. Mér finnst, hélt Páll áfram, að stúdentar séu að skilja það að líkamsæfingar séu nauðsyn- legar þeim sem sitja langtím- um á skólabekk. Mér finnst líka að ekki sé hægt að byggja upp þjóðfélag með likamlega veilum mönnum og því skyldu mennta- og vísindamenn ekki þurfa að hafa góða líkamlega þjálfun við störf sín? Það er of algengt að menn nenna ekki að leggja ’.ð sér; vilja gefa eftir þar sem tek- ur til áreynslu, en þeir eru í rauninni að svíkja sjálfa sig. Ef menn lenda í erfiði og vök- um, er líkamsþjálfun þýðingar- mikil, meira að segja i erfið- um prófum getur líkamsþjálf- un verið æði mikils virði. Mér virðist þetta vera mjög i rétta átt hér í íþróttafélagi stúdenta þó ýmsir séu enn. sem líta þetta ekki réttu auga. Á- huginn er mikiil og vaxandi meðal stúdentanna, og satt að segja er það komið svo að okk- ur veitir ekki af að hafa í- þróttahúsið fyrir okkur. Við hér í Háskólanum eigum því láni að fagna að hafa mjög góðan kennara, Benedikt Jak- obsson, sem er hér meðal okk- ar alla daga, tllbúinn til kennslu og að spjalla um mál- in, fullur af áhuga, og um þekkingu hans efast enginn. Utanferð með körfu- og handboltaliðið 1965 Undanfarið hefur verið unn- ið nokkuð að því að senda flokk manna í handknattleik og körfuknattleik til keppni við háskóla í Svíþjóð, og var ætlunin að fara á sl. ári. Úr því gat þó ekki orðið, þar sem Svíamir gátu ekki tekið á móti flokknum með þeim skil- yrðum sem við óskuðum. En sú vitneskja kom svo seint að málinu var frestað til árs- ins 1965 eða næsta árs, og vonum við að þá geti orðið úr ferðinni, enda finnst okkur að við höfum nú lið í báðum þessum greinum sem gætu staðið sig forsvaranlega í keppni við háskólalið á Norð- urlöndum. Hvernig skipuleggia þið starfið? Við kjósum stjórnir í fjöl- mennustu greinarnar, og sjá þær um framkvæmdir á mót- um viðkomandi greina og ann- að sem að þeim lýtur. Stórn handknattleiksins er þannig skipuð: Form. Jón H. Magn- ússon, Sigurður Einarsson Qg Ingvar Viktorsson. Knatt- spyrnudeild: Björn Guðmunds- son, Ámi Sigurbjörnsson og Gunnar Gunnarsson. Körfu- knattleikur: Jón Eysteinsson, Ólafur Geirsson og Sigurgeir Ingvarsson. f öðrum greinum, eins og frjálsum íþróttum, sem ekki j eru mikið stundaðar m.a. af því að við fáum ekki heppi- lega tíma, er ekki kosin stjórn, og heldur ekki í nýrri. grein, sem nefnd er „blak“, og nýtur vfirleitt mikilla vinsælda þeirra sem hana stunda. Aðalstjórnin er svo skipuð, auk mín þeim: Jóni H. Magn- ússyni, varaform., Sigurgeir Ingvarssyni gjaldkera, Gunn- laugi Sigurðssyni ritara og Kristjáni Eyjólfssyni spjald- skrárritara, sagði hinn áhuga- sami ungi maður að lokum. Er ánægjulegt til þess að vita að í Háskóla fslands skuli vera vaxandi Qg blómlegt í- Framhald á 12. síðu. Skíðaboðganga kvenna Sovézkar unnu 3x5 km.göngu Sovézku stúlkurnar sigruðu i 3x5 km skíðagöngu kvenna á olympíuleikunum í gær Sænsku stúlkurnar urðu í öðru sæti, en alls tóku 8 sveitir þátt i keppninni. Sigur sovézku göngukvenn- anna kom ekki á óvart, því þær hafa borið af í einstak- lingsgöngukeppninni. Röð sveitanna varð sem hér seg- ir: mín. 1) Sovétríkin 59.30 2) Svíþjóð 1.01,27 3) Finnland 1.02,45 4) Þýzkaland 1.04,30 5) Búlgaría 1.06,40 6) Tékkóslóvakía 7) Pólland 8) Ungverjaland í sovézku sveitinni voru Claud- ia Bojarskin, Alvetina Kaltjina^ og Edokia Meksjilo. Sú síðast- nefnda náði langbezta tíma 4 R U C>:' í keppninni — 18.53,8 mín. 2) Koltjina 19.09,4 og 3) Mirja Lehtonen, Finnlandi, 19,19,4. Bojarskin, sem sigraði bæði í 10 km og 5 km. skíðagöngu kvenna, náði í boðgöngunni aðeins 21.17,0 mín. Mikið sólskin og nokkurt snjódrif var meðan gangan fór fram, og fengu sumar stúlk- urnar snert af snjóblindu, sem háði þeim mjög. Claudia Bojarskin fékk sem sagt þriðju gullverðlaun sín á olympiuleikunurh fyrir þessa keppni. 0/ympíu- dagskráin Olympíuleikunum i Inns- bruck lýkur á morgun. Dag- skráin síðustu tvo dagana verður sem hér segir: Laugardagur: 4x10 km skíða- boðganga — Svig karla — ís- hokkí, úrslit i A- flokki. Sunnudagur: Skíðastökk á stærri stökkbrautinni — fs- hokkí, úrslit í B-flokki. Júdó-deild Ármanns JudonámskeiS byrja endur eru nú að hefjast á veg- um júdó-deildar Ármanns. Sú MWPi 1|| breyting er á orðin, að júdo- deildin er flutt í nýtt hús- næði, sem er á íþróttasvæði Ármanns við Sigtún. Skilyrði til æfinga eru nú miklu betri en áður, og verða æfingar framvegis á hverju kvöldi, nema laugardaga og sunnudaga. Kennslunni verður hagað þannig, að byrjendur mæta kl. 8 síðdegis og æfa til kl. 9. Þeim verða kennd undirstöðu- atriði í júdó og nauðsynlegar líkamsæfingar. í æfingatímanum eftir kl. 9, sem eru fyrir þá er lokið hafa undirbúningsnámskeiði, verða kennd einstök tæknileg atriði, auk þess sem kennd verður þrekþjálfun fyrir júdó. 11* Allir sem Ijúka byrjunar- námskeiði, eiga kost á að fara m-- ‘. \ . ! . í framhaldsæfingar. Drengir 13 ára og yngri íiPP\. Handknatt- leiksmótið er í kvöld Á judoæfingu hjá Glímufélag- inu Ármanni. 1 mæti aðeins á þriðjudögum og 1 kvöld fara fram eftirtaldir föstudögum kl. 8—9. knattleik: 3. fl. karla (a-riðill): ÍBK—Þróttur 2. deild: IÁ— Valur. Haukar—Þróttur. Engra sérstakra búninga er þörf fyrir byrjendanámskeið- ið. en sterkar vinnuskyrtur henta vel.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.