Þjóðviljinn - 08.02.1964, Side 6
g SÍÐA
ÞlðDVILIINN
lÆtjgardagnr 8. febrúar 1964
Við aðalgötur Sjanghajborgar standa aðallega risastórar byggingar í evrópskum stíl, frá því
í síðasta blaði var stikl-
að á stóru í þróunarsögu
kínverska ríkisins og sagt
frá misheppnuðum tilraun-
um stórvelda Evrópu til
þess að opna Kína í því
skyni að verzla við þjóðina.
SfÐARI HLUTI
Við freistumst oft til þess
að álíta, að dekkstu blettimir
á mannikynssögunni verði til,
þegar auðvaldsskipulagið í
Evrópu steypir fornum menn-
ingarþjóðfélögum. Horfin
menning hefur alltaf haft
sterkt aðdráttarafl og oft eru
slík þjóðfélög fegruð svo
mjög, að myndin af þeim
verður alröng. Hvorki Kína
né Indland var neitt fyrir-
myndarþjóðfélag áður en Ev-
rópubúar komu þangað. Það
voru Aztekríkið og Inkaríkið
ekki heldur.
En iþó er ákaflega erfitt að
samræma framkomu Evrópu-
búa í þessum löndum neinum
BÍðferðilögmálum. sem við
eigum. Þetta eru með ljótustu
blettum á mannkynssögunni,
og em þéir þó ófáir. Glæpir
stórveldanna í Evrópu gagn-
vart Kína eru aðeins liður í
langri upptalningu: Mexíkó,
Perú, Java, Kbngó, Armenía
o. s. frv.
Öpíumstríðið
Nafnið á atburðinum. sem
varð upphaf að upplausninni,
eegir til um innihald hans.
Það var ópíumstríðið viðEng-
land, sem stóð yfir frá 1840
—’42. Reglumar, sem kín-
verska stjómin setti til þess
að koma í veg fyrir ópíum-
smyglið frá Kanton, ýttu
Englendingum út í opið stríð
■við Kínverja. Sjaldan hefur
óverðugur tilgangur styrjald-
Fyrirmynd annarra. í enskri
dagbók úr boxaraupprcisninni
má lcsa þessa setningu: „John
T. Wyers hershöfðingi stjórn-
aði árásinni eins og sannri
hetju sæmir og var þjóð sinni
til fyrirmyndar”.
ar verið eins augljós og
þama.
Og allt fór á bezta veg fyr-
ir Englendinga. Kina beið al-
gjöran ósigur og varð að
ganga að auðmýkjandi skil-
málum. Ekki svo að skilja, að
ópíumsalan væri leyfð. Ópí-
umið hafði gegnt sínu hlut-
verki og skipti ekki lengur
máli. Það hafði aðeins verið
notað til þess að opna Kína.
Og þess vegna var hvergi
minnkt á ópíum i friðarsátt-
málanum. Hins vegar varð
Kína að opna Kanton. Amoy,
Futsjá, Nongop og Sjanghaj
fyrir frjálsri verzlun. Eng-
land hreppti Hong-Kongeyna
og Kínverjar urðu að veita
Evrópumönnum sérstaðar
ívilnanir, svo sem friðhelgi í
Iandinu, þannig að ekki mátti
dæma þá samkvæmt kínversk-
um lögum.
Taiping-
uppreisnin
Eftir þennan atburð lék
allt Kina á reiðiskjálfi. Al-
ættarinnar og gamla þjóðfé-
lagsins vöktu óró og fyrst og
fremst meðal bænda. Árið
1853 brauzt út uppreisn í
Kvangsi norðvestur af Kant-
on, svokölluð Taípingupp-
reisn. Þar sem þessi uppreisn
studdist við fylgi næstum
allrar þjóðarinnar. breiddist
hún út eins og eldur í sinu
í allar áttir. I rauninni stofn-
uðu uppreisnarmenn sjálf-
stætt ríki með höfuðborg í
Nankíng. Þetta riki náði yfir
8 austustu héruðin og þar
bjuggu um það bil 200 millj-
ónir manna.
Taípínguppreisnin. sem í
fyrstu hafði afar dularfullan
blæ, varð fljótlega raunveru-
legri. og má líkja henni við
þjóðfrelsisbaráttu. Pekíng-
stjórnin var algjörlega mátt-
laus gagnvart þessari hreyf-
ingu. Meira að segja lá við
um tíma, að T.aípinghreyfing-
in fengi öll völd í Kína. Þetta
hefði rutt brautina fyrir líkri
þróun í Kína og hófst, i Jap-
an rúmum 10 árum siðar.
Dýr hjálp
Mansjú-keisaraættinni var
nú hótað úr tveimur áttum,
innan frá og utan frá. Hún
hafði ekki krafta til þess að
hefja baráttu gegn báðum ó-
vinunxim. Og í viðleitni sinni
til þess að halda völdum
þarfnaðist hún bandamanns.
Og af tvennu illu var sá kost-
urinn betri að leita verndar
hins hataða óvinar. Svo víð-
ur var sjóndeildarhringur
þeirra ekki, að þá grunaði, að
verið væri að kaupa sér líf
til skamms tíma, og því síður.
að þá grunaði að með þessu
væru þeir að draga ai'lt ríkið
niður í svaði'ð. Við þvi var
heldur ekki að búast — þetta
var blint afturhald.
Stórveldin í Evrópu litu
skýrari augum á málið. Þeir
sáu í hendi sér, að veikt og
uppleyst Kína væri auðveld-
ara fómarlamb en Kína und-
ir þjóðfrelsisstjóm. Þess
vegna höfnuðu þeir allri sám-
vinnu við „uppreisnarmenn-
ina“ og létu keisaranum í
staðinn leiguher í té til þess
að berjast við Taípingrikið.
Frá 1860—’63 vom þessi af-
skipti útlendinganna meira og
minna dulbúin, en 1863—’'64
tók fransk-enskur her undir
forystu Charles Gordons
hershöfðingja opinberlega
þátt í stríðinu við Taíping-
ríkið. rak Taípingliðið frá
Sjanghaj og hertók höfuð-
borgina, Nanking.
Herliði keisarans var siðan
falið að gera upp reikningana
við uppreisnarmennina, þar
sem stórveldin vildu ekki, að
of mikið blóð klíndist við
hendur þeirra. Hreinsun Pek-
ingstjómarinnar kostaði um
20 milljónir Kínverja lífið,
svo að ekki verður annað
sagt en gengið hafi verið milli
bols og höfuðs á uppreisninni.
Hálfrar aldar saga
Stórveldi Evrópu höfðu
bjargað keisaraættinni um
hríð, en um leið breytt henni
í þægan hund. Og brátt kom
reikningurinn. Um leið og
hann er lesinn upp er lesin
upp saga Kína næstu hálfu
öldina.
1858: Rússland innlimar
vestnrbakka Amúrfljótsins,
1871 og 1881 fá Rússar enn
fleiri landsidka. 1862: Frakk-
land innlimar Kosjin-Kina og
gerast verndarríki Kambodsja
árið eftir. 1884: Frakkland
innllmar Annam og árið eftir
Tongkin, 1886: England inn-
limar Burma. 1C95: Stríð við
Japani. Kínverjar verða að
Iáta Formósu af hendi og
Kórea varð japanskt áhrifa-
svæði. 1896: Rússar fá sér-
ieyfí til þess að leggja jám-
brautir í Austur-Kína. 1898:
útlcndingar réðu yfír borginni.
Þýzkaland fær einkaleyfi á
Djátsjáhéraðinu á Sjantnng-
skágahúm til 99 ára. Engiand
á Heiwea-nesinu við innsigl-
inguna inn á Gula fóann,
Frakkland á Suan Tsjá I Suð-
ur-Kína og Rússland á Port
Arthur. 1907: Rússar og Jap-
anir koma sér saman um að
skipta Mansjúríu í tvennt,
Þýzkaland tryggir sér Sjan-
túng, England Jangtsedalinn
og Frakkland Junnan-héraðið.
Það væri synd, að segja, að
keisarinn hefði fengið aðstoð-
ina ókeypis.
Bandaríkin
Við fyrstu sýn virðist það
mótsagnakennt, að það var
einmitt þátttaka eins stór-
veldisins enn í bardaganum
um Kina. sem kom í veg fyr-
ir að Kína yrði skipt milli
stórvelda Evrópu. Þetta nýja
stórveldi var Bandaríkin. Eft-
ir að þau náðu Pilippseyjum
á sitt vald óx áhugi þeirra á
Kíng. með hverjum deginum.
Og þar sem Bandaríkin urðu
of sein í kapphlaupinu um
Kína og hðfðu ekki tryggt sér
nein sérleyfi, settu þeir árið
1899 fram kröfuna um að
dyrunum yrði ekki lokað. þ. e.
allir útléndingar hefðu jafn-
an rétt í Kína. Þessu var það
að þakka, að Kina hélt form-
lega ejálfstæði.
Ts-ihi
Meðan á þessu stóð moln-
aði gamla Kína niður og skol-
aðist burt. Keisaraættin og
skriffinnskuvélin urðu að
víkja fyrir hinu nýja. En í
hvert sinn, sem það tók hik-
>ndi skref áfram, hrökklaðist
bað afturábak á ný. Ekkert
skref var tekið til fulls. Hirð-
in og hennar „sterki maður”,
Ts-ihi keisarynja. voru ekki á
bví að láta völdin renna sér
úr greipum. Ts-ihi var raun-
verulegur stjómandi kín-
verska ríkisins frá 1861, frá
þvi maður hennar dó. Hún
var ákaflega framgjöm og á-
kveðin, en algjörlega laus við
hæfileika til þess að stjóma
heilu ríki. Þegar Kúang-sy
keisari, sem hún hafði stjóm-
að fyrir, varð myndugur og
tók að gefa út umbótatilskip-
amir („Hundrað dagar“)
framdi Ts-ihi stjómlagarof,
læsti keisarann inni og dró
allar umbótatilskipanir til
baka. En þá var Kína orðið
eins og sjóðandi haf af óá-
nægju og uppreisn.
Boxarauppreisnin
I boxarauppreisninni, 1899
—1900, reyndi keisaraættin
eftir fremsta megni að láta
óánægjuna bitna á útlending-
unum (útlendu djöflunum),
og það tókst að vissu marki.
Úrslitin urðu þó þau, að út-
lendingamir hertóku Peking
og Kínverjar urðu að ganga
að auðmýkjandi skilmálum.
Keisaradæmið var úrræða-
laust. í rauninni var keisara-
veldið gangandi lik, sem hélt
sér dauðahaldi í grafarbakk-
ann. Það stjómaði vegna þess
að svo hafi verið árþúsund-
um saman og vegna þess. að
mennirnir eru ihaldssamir.
Árið 1911 féll það eing og
visnað blað fyrir fyrsta storm-
sveip haustsins. Nýi keisar-
inn, Sjúng prins, sem kom á
eftir Ts-ihi og stjómaði fyrir
Pu-yi meðan hann var á
barnsaldri, gat ekki einu sinni
komið við vömum. .Byltingin
brauzt út næstum af tilviljun.
Drekinn dauður
„Sonur Himinsins“ var
dottinn úr hásætinu! Engin
fóm var færð á altari Him-
Framhald á 8. síðu.
gjör uppgjöf Mansjú-keisara-
megin við múrinn var evrópskl hluti borgarlnnar, sem hertekinn var í boxarauppreisninni
Nú eru haldnar útisamkomur á þessum stað á öllum stórhátíðum.