Þjóðviljinn - 16.02.1964, Síða 3
Sunnudagur 16. febrúar 1964
ÞlðÐVILIINN
SlÐA 3
A
HVÍLDAR-
DAGINN
STEFNA STEFNULEYSISINS
Með og móti
Það er ríkasta einkennið á
störfum Framsóknarflokksins
að hann hefur ökki ákveðna
afstöðu til neinna þjóðmála,
stefna hans er stefnuleysi.
Enda þótt flokkurinn hafi að
undanförnu verið mjög há-
vær og einbeittur í orðum í
gagnrýni sinni á viðreisnar-
stjó'minni, þarf ekki mikið
langminni til að rifja upp að
flokkurinn hefur sjálfur unn-
ið öll þau verk sem hann for-
dæmir nú hvað ákaflegast.
Framsóknarflokkurinn hefur
hagnýtt sér gengislækkun til
þess að skerða kaupgetu al-
mennings. Það hefur verið
sérgrein hans að beita skatt-
heimtulkerfi ríkisins óvægilega
til þess að klekkja á launþeg-
um. Fordæmingarræður leið-
toganna um kjarabaráttu
verkalýðsfélaganna myndu
fylla margar bækur, og sízt
hefur staðið á þeim að reyna
að banna verkföll með lögum,
þegar þeir gátu stutt sig við
ráðherrastóla. Og þessari
þulu væri hægt að halda lengi
áfram. Enda þótt hugvit við-
reisnarstjórnarinnar hafi ver-
ið mikið. hefur ævinlega sann-
azt að hvert verk hennar hef-
ur áður verið unnið af Fram-
sóknarmönnum. Sé litið yfir
nokkurt árabil verður sú
staðreynd ekki umflúin að
Framsóknarflokkurinn hefur
verið með og móti hverju því
vandamáli sem upp hefur
komið á Islandi.
Engin afstaða
í stórmálum
Ýmsir kun^u. að telja að
það sé óbilgirni að vera í
sífellu að rifja upp syndir
fortíðarinnar, menn eigi leið-
réttingu orða sinna og gerða.
Og verður ekki meiri gleði á
himni yfir einum syndara sem
gjörir iðrun en yfir níutíuog-
níu réttlátum sem ekki þurfa
iðrunar við? En því miður er
þess enginn kostur að festa
trúnað á iðrun Framsóknar-
leiðtoganna. Háreysti þeirra
er fyrst og fremst glymjandi
tómahljóðsins, og bak við yf-
irborðið grillir ævinlega í
kalda undirhyggju, slægð og
hugarhik. Það er til að
mynda athyglisvert að enda
þótt Framsóknarflokkurinn
þykist vera einarður í dæg-
urmálum og hverskyns pexi,
hefur hann yfirleitt enga af-
stöðu í stórmálum. Þannig
sitja fulltrúar hans jafnt í
Varðbergi sem Samtökum
hernámsandstæðinga, auk
þess sem þá er fyrir að hitta
hvar sem skoðun verður
greind milli þeirra skauta. Þeg-
ar Ingvar Gíslason hvarf af
þingi í haust til þess að sækja
fundi hjá Atlanzhafsbanda-
laginu, reyndist varamaður
hans vera hlutleysissinninn
Hjörtur Eldjárn
Skopparakringla
Þegar ný stórmál ber á
góma gætir Framsóknarflokk-
urinn þess ævinlega að taka
enga afstöðu, loka engum
dyrum. setja engar torfærur
á braut hinnar pólitísku
skopparakringlu. Þannig urðu
viðbröeðin begar fyrst var
um það rætt að Island gerðist
aðili að Efnnhagsbandalagi
Evrónu. Leiðtogar Framsókn-
arflokksins héldu málskrúðs-
miklar ræður, eögðu að hér
væri um stórfellt vandamál að
tefla og þyrfti að athuga það
nákvæmlega frá öllum hlið-
um, og því bæri stjórnarlið-
inu að leyfa leiðtogum Fram-
sóknarflokksins að fylgjast
sem bezt með öllum undir-
búningi. Stjórnarflokkamir
tóku þessu tilboði fegins
hendi, og núverandi formaður
og ritari Framsóknarflokksins
störfuðu mánuðum saman
með Gylfa Þ. Gíslasyni og
Gunnari Thoroddsen að því
að undirbúa aðild Islands. Á
meðan skrifaði Tíminn um
málið á jákvæðan hátt og
beitti sér m.a. margsinnis fyr-
ir svokallaðri aukaaðild. Það
var ekki fyrr en í Ijós kom
verða fulltrúar Framsóknar-
flokksins þar þeir hinir sömu
sem áður unnu að aðild Is-
lands að ^Efnahagsbandalagi
Evrópu. Og á meðan mun
Tíminn að sjálfsögðu skrifa
um málið af fullri vinsemd,
eins og hann hefur gert und-
anfama daga.
,Föðurlandssvik'
Það kann að virðast áferð-
arfallegt að vilja „kynna sér“
mál og mynda sér skoðun á
eftir. En til eru mál sem
stjómmálaleiðtogar eigá ekki
að þurfa að kynna sér, heldur
eiga þeir að gerþekkja þau,
þegar um er að ræða gmnd-
ar ekki Framsóknarmaður
neinnar tegundar. Hann hét
Jón Þorláksson, og Sjálfstæð-
isflokkurinn telur sig ekki
hafa átt virðulegri forustu-
mann.
Viðurkenning
Leiðtogar Framsóknar-
flokksins þekkja alla þessa
sögu, og þeir þurfa ekki að
fara í neina nefnd til þess að
mynda sér skoðanir á því
grundvallaratriði hvort við
eigum sjálfir að hagnýta auð-
lindir okkar eða selja þær
öðrum í hendur. Tillaga
Framsóknai-flokksins um
I*að er rétt hiá Timanum, að
iti.iög- irr.kilvægt er að sem víð-
tækust. sanv/inna og samstaða
geti skapazt um þessi mikilvægu
mál. Þéss vegna er sjálfsagt að
leita éftir sem beztu samstarfi
vlð Framsóknarflokkiim um
lausn heirra. Hinsvegar er fmð
ljóst, að engrar samvinnu er að
vænta af kommúnista hálfu."
m
að andstaðan meðal almenn-
ings var orðin ákaflega víð-
tæk að Framsóknarleiðtog-
unum vitraðist sú staðreynd
að hægt myndi að nota málið
sem kosningabeitu. En raunar
snerist flokkurinn ekki til
fullrar andstöðu fyrr en de
GauIIe hafði bundið endi á
áformin um etækkun banda-
lagsins. Þegar hugmyndin var
dauð var talið óhætt að leggj-
ast á náinn.
,Samvinna og
samstaða'
Því er þetta rifjað upp að
nú er sama sagan að endur-
taka sig. Ríkisstiórnin hefur
skýrt frá þeim fyrirætlunum
sínum að veita erlendum auð-
félögum leyfi til stóriðju á
íslandi. Leiðtogar Framsókn-
arflokksins flytja um það sín-
ar venjulegu ræður að hér sé
á ferðinni mikið og fjölþætt
vandamál sem verði að kanna
frá öllum hliðum, og á þingi
leggja þeir til að kosin verði
nefnd til að „kynna sér ....
athuganir stóriðjunefndar á
möguleikum til stóriðju“. Og
ekki stendur á undirtektun-
um; Morgunhlaðið sagði fyrir
nokkrum dögum; „Það er rétt
hjá Tímanum, að mjög mikil-
vægt er að sem víðtækust
samvin”a og ístaða geti
skapa-. u:n bessi mikilvægu
mál. Þess vegna er sjálfsagt
að leita eftir sem beztu sam-
starfi við Framsóknarflokk-
inn um lausn þeirra. Hinsveg-
ar er það Ijóst, að engrar
samvinnu er að vænta af
kommúnista hálfu." Þvi er
vart að efa að brátt verði
komið á laggirnar nýrri stór-
iðjunefnd, og væotanlega
Biðlað til Framsóknarflokksins
vallarsjónarmið sem bera
stefnu flokka uppi. Átökin
um erlent fjármagn á íslandi
ern ekki til komin með
skýrslu Jóhanns Hafsteins
um alúminíumbræðslu og olíu-
hreinsunarstöð; þau hafa •
fylgt þjóðinni alla þessa öld.
Erlendir auðhringar hafa
lengi vitað af fiallorkunni á
íslandi, og fyrir tæpum fjór-
um áratugum höfðu þeir kom-
ið ár sinni svo vel fyrir borð,
að svo til öll stærstu og hag-
kvæmustu fallvötn landsins
voru í höndum útlendinga.
Árið 1919 sótti auðhringurinn
Titan um leyfi til að virkja
Þjórsá, sama fljótið sem nú á
að sjá alúminíumbræðslunni
fyrir raforku. Um þetta var
barizt á þingi ár eftir ár, unz
sett voru lög sem í verki
komu í vesy fvrir erlenda fjár-
festingu hér á Iandi, þau lög
sem nú er ætlunin að breyta.
Röksemdir þær sem þá voru
fluttar eru enn í fullu gildi,
tilfinningarnar sem þá gagn-
sýrðu menn vaka enn. Þann-
ig voru þau orð mælt í neðri
deild alþingis 1923 að nú væri
ætlunin að
„gefa útlendingum allan
þann fmmtíðargróða, sem
vér getum haft af notkun
fallvatnanna. Ég er ekki fyrir
að nota stór orð, en get þó
ekki látið hjá líða að flytja
þessai-i deild þá orðsendingu
frá fyrrverandi forseta efri
deildar, fyrrverandi með-
nefudarmanni mínum, Guð-
mundi Björnssyni landlækni,
eftir beinnm tilmælum hans.
að hann geti ekki skoðað
þetta öðru vísi en föðurlands-
svik.“
Sá sem flutti þessi skilaboð
og tók undir þau var raun-
nefndarskipunina er einmitt
viðuPkenning á sjálfri for-
sendunni: erlendum stórfyrir-
tækjum á Islandi. Leiðtog-
ar Framsóknarflokksins eru
sammála stjórnarflokkunum
mn það, að æskilegt sé að
erlendir auðhringar hreiðri
um sig hér á landi, eina
vandamálið sé hvernig samn-
ingum verði hagað, hvað fá-
ist fyrir rafmagnið, hvar
verksmiðjunni verði valinn
staður — og síðast en ekki
sízt, hverjir geti hagnazt á
framkvæmdunum. Og þessi
viðbrögð Framsóknarfor-
sprakkanna þurfa ekki að
koma á óvart. Fyrir tæpum
áratug höfðu þeir sjálfir for-
ustu um samninga við erlenda
alúminíumhringa. Einn aðal-
leiðtogi ungra Framsóknar-
manna, Steingrímur Her-
mannsson, hafði þá athugun
með höndum, og flokksleið-
togarnir létu hann hafa ærið
fé úr ríkissjóði til hvers kyns
rannsókna og áætlunargerðar.
Var þá fyrirhugað að virkja
og koma upp alúminíum-
bræðslu norðanlands, og um
þær mundir birtust fjölmarg-
ar áróðursgreinar í Tímanum
um þær dásemdir sem hlytust
af eríendum risafyrirtækjum
á íslandi. Ástæðan til þess að
ekkert varð úr framkvæmd-
um er ekki sú, að hik kæmi á
forust'umenn Framsóknar-
flokksins, heldur missti
bandariski alúmíniumhringur-
inn sem við var rætt allt í
einu áhugann og taldi sér bet-
ur henta að festa fé sitt ann-
arstaðar.
Þeii Framsóknarmenn sem
beittu sér fyrir þessum fram-
kvæmdum eru að sjálfsögðu
ákafir hvatamenn þess að nú
verði hafizt handa á nýjan
leik. Sömu afstöðu hefur
gróðadeild Framsóknarflokks-
ins og hermangararnir allir.
,Verulegar
fjárhagsbyrðar'
I Framsóknarflokknum eru
saman komnir mjög ólíkir
menn. Þar ber til að mynda
næsta mikið á þeirri mann-
gerð sem metnr alla hluti
út frá hreppasjónarmiðum,
mönnum sem elska ekki land-
ið en aðeins þennan blett,
eins og ekkjan við ána. Ef
þeir halda að einhver fram-
kvæmd geti orðið efnahags-
lega hagkvæm fyrir heima-
sveitina eru þeir vísir til að
fylgja henni án tillits til þess
hver áhrif hún kann að hafa
á framtíð þjóðarinnar allrar.
Sumir þessara manna munu
meta alúminíumverksmiðju
einvörðungu frá því sjónar-
miði, hvort hún rís norðan
lands eða sunnan. fylgja
henni við Eyjafjö'rð með efna-
hagslegum rökum, en hafna
henni við Faxaflóa með þjóð-
ernislegum rökum. Ekki fer
þessi staðreynd fram hjá
stjórnarflokkunum; þannig
sagði Morgunblaðið í forustu-
grein fyrir nokkrum dögum;
„Ef alúminíumverksmiðja rís
á Akureyri eða í námunda
við hana styrkist höfuðborg
Norðurlands mjög og getur
betur keppt við Reykjavík.
Bygging þessa stórfyrirtækis
á Akureyri mundi verða á-
h'rifaríkasta ráðstöfun til að
stuðla að jafnvægi í byggð
landsins, því að allt Norður-
land myndi njóta góðs af því
ef Akureyri yxi verulega.
Morgunblaðið telur því, að
rétt sé að taka á sig veruleg-
ar fjárhagsbyrðar til þess að
stuðla að því að verksmiðjan
verði byggð á Akureyri, frem-
ur en við Faxaflóa."
Þannig eiga hagkvæmni og
framleiðni, þau fínu orð, ekki
að ráða úrslitum um stór-
framkvæmdir á íslandi, held-
ur telur Morgunblaðið rétt að
láta landafræði ráða, þótt það
kosti „verulegar fjárhags-
byrðar“. Og auðvitað er það
ekki jafnvægi í byggð lands-
ins sem vakir fyrir blaðinu,
heldur jafnvægi í stuðningi
Framsóknarflokksins.
Sigurinn er vís
Enda þótt í forustu Fram-
sóknarflokksins séu bæði á-
kafir hernámssinnar og menn
sem eru gagnsýrðir nesja-
mennsku, gefur háttemi
þeirra engan veginn heil-
steypta mynd af afstöðu
flokksins. Reynslan hefur
margsannað það að óbreytt-
ir stuðningsmenn flokksins
halda fullri tryggð við upp-
runalegar hugsjónir hans og
stefnumið þrátt fyrir tvö-
feldni leictoganna. Þannig
skrifaði mikill meirihluti
Framsóknarmanna í kjördæmi
Eysteins Jónssonar á sínum
tíma undir kröfuna tnn brott-
för hersins og hlutleysi Is-
lands. Þetta Framsóknarfólk
um land allt skilur fnllvel
að með erlendri stóriðju á Is-
landi væri verið að gerbreyta
örlögum þjóðarinnar. fá er-
lendu valdi undirtök í skipt-
um við landsmenn, og hvorki
gróðavonir fjárplógsmanna né
skammsýn hreppasjónarmið
munu villa um fyrir þessu
fólki. Þar birtist enn eitt and-
litið á Framsóknarflokknum
en er því miður oftast falið
af forustu flokksins eins Qg
óhreinu bömin hennar Evu.
Vafalaust mun Framsókn-
arflokkurinn halda áfram
þeirri stefnu stefnuleysisins
að hafa innan sinna vébanda
öll sjónarmið um stóriðju eing
og önnur vandamál íslenzks
þjóðfélags. Og þegar úrslit
fást í þeim átökum sem fram-
undan eru mun Framsóknar-
flokkurinn réttilega geta
haldið þvi fram að skoðun
hans hafi sigrað — hver svo
sem úrslitin verða. — Austri.
<S>-
ÚTSALA - ÚTSALA
100 kr. afsláttur á vatteruðum
nælonúlpum.
100 kr. afsláttur á Helanca
stretch buxum.
200 kr. afsláttur á terylene frökkum.
Dreng-jabuxur á 95 krónur.
Saumlausir perlonsokkar á kr.
17,50 parið.
Hvítar karlmannaskyrtur á 98 kr.
Hvítar drengjaskyrtur, sísléttar 95 kr.
Herra sportskyrtur 125 kr.
Gammosíubuxur 25 kr.
Krepesokkabuxur barna 35 kr.
Vandaðar kuldaúlpur (drengja).
og fjöldi af öðrum ódýrum og
góðum vörum.
MIKLATORGI.