Þjóðviljinn - 16.02.1964, Side 12

Þjóðviljinn - 16.02.1964, Side 12
g|g mm, m Ti.T.TTrm'.Trnnwr ... ! Þessi mynd er tekin í vinnustofu Asgríms, en henni hefur nú verið breytt í lítinn en vistlegan sýningarsal. Fyrir ofan . _ stigaganginn er sjálfsmynd Asgríms. \ ~<u X . ' Sýning opnuð í Ásgrímssafni í dag verður opnuð sýning í Asgrímsafni, að Bergstaða- strasti 74. Sýning þessi er einkum aetluð skólafólki og er þetta nýmæli af hálfu safnsins. Asgrímssafn var opnað fyr- jr. hálfu fjórða ári, og hefur margt af ungu fólki skoðað sýningar þess. enda ým’-r skólar sent þangað hópa nem- enda sinna undanfarin ár. Sem kunnugt er er lista- verkagjöf Asgríms bundin því skilyrði, að málverkin verði geymd f húsi hans unz rís Listaverkasafn ríkisins — hvenær sem það kann nú að verða. Húsið er að mestu eins og það var við lát rhálarans, utan hvað vinnustofu hans hefur verið breytt í sýning- arsal, og í kjallara hefur verið komið fyrir mjög traustri og vandaðri geymslu. Bæði er það, að húsrými er ekki mikið og gjöfin rausn- arleg, svo að aðeins er unnt að sýna lítinn hluta lista- verkanna í einu. Að jafnaði heldur safnið þrjár sýningar árlega, og tekur þrjú ár eða fjögur að sýna gjöfina alla. Sýningu þá. er nú hefst, hefur safnið leitast við að hafa sem fjölþættasta. As- grímur var mikill unnandi þjóðlegra fræða. Hafði hann t.d. mikið dálæti á þjóðsög- um, og skapaði fjölda lista- verka úr heimi þeirra. Á he'mili listamannsins eru nú sýndar þjóðsagnamyndir, bæði teikningar og vatnslita- myndir. í vinnustofunni hef- ur verið komið fyrir bæði olíumálverkum og vatnslita- myndum, og viðfangsefnin margþætt. Má þar nefna mynd af Ásgríms-herberginu á Húsafelli og Kóngaliljur. sem Jóhannes Kjarval sendi Ásgrími á sjötugsafmæli hans. Dáðist Ásgrfnaur mjög að þessum fagra blómvendi, og málaði af honum tvær stór- ar myndir. Ungir jafnt og gamlir eru eindregið hvattir til þess að skoða sýningu þessa, það verðum öllum ógleymanlegt, sem í Ásgrímssafn kemur. Sýningin verður opin al- menningi þriðjudaga, fimmtu- daga og sunnudaga frá kl. 1.30—4. Skólar geta pantað sértíma hjá forstöðukonu safnsins, frú Bjamveigu Bjamadóttur, í síma 1-40-90. Hðggmynd Slgurjóns ólafs- sonar af Asgrími. Þessi mynd er af herbergi Asgrlms á Húsafelli. Sunnudagur 10. febrúar 1904 — 29. árgangur — 39. tölublað. BARÁTTAN GEGN ERLENDU AUÐNÁMIHAFIN Verðmæti alúminíumverksmiðju af meðalstærð nemur um þrjú þúsund miljónum íslen2ikra króna eða jafn- hárri upphæð og öll atvinnutæki okkar í sjávarútveg- inum (bátar, frystihús, togarar o.s.frv.) eru metin á. í Noregi nemur erlend fjárfesting 15—20% af saman- lögðu verðmæti stórfyrirtækja einna saman. Af þessum samanburði má mönnum vera Ijóst að það auðnám sem erlendir aðilar hyggja nú á hér á landi hlýtur að bera okkur ofurliði á skömmum tíma og skapa þeim drottnunarvald í íslenzkum efnahagsmálum. Þetta m.a. sýndi Einar Ol- geirsson fram á í framsögu á fundi Sósíalistafélags Reykja- víkur í fyrrakvöld þar, sem rætt var um innrás erlends auðmagns í íslenzkt efnahags- kerfi en mál sitt hóf Einar á því að minna á tilraunir þess frá upphafi til að ná hér að- stöðu og hvemig og hvers vegna íslendingar hafa hingað. til bor- ið gæfu til að koma í veg fyrir þær. Hann rakti sögu ,,Fossa- málsins í þessu sambandi og benti á hvað lögin frá 1923, um einkaleyfi ríkisins til virkj- unar vatnsfalla á Islandi, hefðu verið mikilvægur sigur og gerði samanburð á borgarastétt Islands þá og þeirri sem nú ræður Is- landi til að sýna fram á að í dag á íslenzk alþýða við purk- unarlausari öfl að etja en nokkru sinni fyrr í baráttunni um efnahagslegt sjálfstæði fslands. Tvær Ieiðir. Einar talaði síðan um þær á- ætlanir sem nú eru uppi um byiggingu alúminíumbræðslu og olíuhreinsunafstöðvar og benti á hvaða öfl innlend og erlend stæðu að baki því ráðabruggi þ.e. harðsvíraðasta klíka gróða- manna íhaldsims og fyrirtæki í nánum tengslum við voldugustu auðsamsteypur Bandaríkjanna. Sagði Einar að gegn þessum áformum yTðu íslenzkir Sósíal- istar að hefja baráttu og fylkja til hennar öllum þeim sem gera sér grein fyrir hættunni og vilja afstýra henni. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er, sagði hann, að endurvekja trú þjóðarinnar á að þessu landi verði stjómað sem efnahagslega sjálfstæðu ríki. óðaverðbólga seinustu ára hefur veikt þessa trú og höfuðverk- efni verkalýðsstéttarinnar er að hún verði stöðvuð með þeim ráðum sem til mestra heilla yrðu fyrir alþýðu þessa lands og tryggja efnahagslegt sjálfstæði okkar. Það er í raun og veru aðeins um 2 leiðir að velja og á næstu mánuðum verður gert út um það hvor valin verður: leið Islands eða íslenzkrar auð- mannastéttar. Aðalfundur Sjómannafé- lagsins Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn í dag, sunnudag, í Iðnó niðri og hefst kl. 1.30 e.h. Fara þar fram venjuleg aðal- fundarstörf og önnur mál rædd sem upp kunna að verða borin. 2,6 millj. króna í fölskum ávísunum | | Stórfellt misferli er unni á Keflavíkurflugvelli viljanum í gær og hefur símamálastjóra. nú komið í ljós hjá póststof- eins og skýrt var frá í Þjóð- nú verið staðfest af Póst- og póstmanni ber skylda til þess að kynna sér og grennslast fyrir um, hvort innistæða er fyrir hendi. Póstafgreiðslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Þórður Hall- dórsson, sagði stöðu sinni lausri Ármannsson, póstfulltrúi í Rvik, Fulltrúi frá ríkisendurskoð- anda frá pósti og síma unnu að athugun á þessu máli með póst- meistaranum í Reykjavík. □ Innstæðulausir tékkar frá Jósafati Amgrímssyni vegna ísfélags Keflavíkur h.f. liggja nú á póststofunni á Vellinum og nemur heildarupphæð 2,1 milljón króna. Innstæðulausum ávísunum frá póststofunni á Vellinum hefur líka verið framvísað í Sparisjóði Keflavíkur og nemur upphæð þeirra um hálfri milljón króna. Heildar- upphæðin er þannig kr. 2,6 Þjóðviljinn hafði samband f gær við Gunnlaug Briem, póst- og símamálastjóra og staðfesti hann alvarlegt misferli í póst- stofunni á Keflavíkurflugvelli. Hér er um að ræða símaávísanir, sem sendar h^fa verið til R- víkur vegna innlagðra tékka, sem innstæðulausir voru. Fyrir nokkrum dögum vaknaði grunur um þetta misferli, en póststofan á Vellinum heyrir undir póst- stofuna í Reykjavík. Skyndiat- hugun aðalendurskoðenda stofn- unarinnar leiddi í ljós, að í póststofunni á Vellinum lágu á- milljónir króna. vísanir að upphæð 21, milljón króna, sem ekki hefur verið hægt að innleysa og að þessar ávísanir höfðu verið mótteknar í þessum mánuði. Síðan hefur komið í ljós. að um 500.000.00 kr. liggja f Sparisjóði Keflavíkur f innistæðulausum ávísunum. — Heildarupphæð er þannig 2,C milljónir. Varðandi hálfu milljónina í Sparisjóði Keflavíkur var rokið til í gær og hún greidd af við- komandi aðilum. Starfsreglur póststofunnar hafa þannig verið brotnar, þar sem í sl. október með sex mánaða fyrirvara og áitti að fá lausn frá embætti 1. mai næstkomandi. Þórður hefur nú beðið um að fá lausn strax og er hann hættur í embættinu. Við tekur Reynir Ríkisendurskoðunin vinnur að frekari rannsókn fyrsta kastið og fær sakadómaraembættið sennilega málið í hendur eftir helgi, sagði póst- og símamála- stjóri að lokum. Múrararl KjósiB B’listann! Stjómarkosning í Múrarafélagi Reykjavíkur stendur yfir nú um helgina. Er kosið á skrifstofu félagsins, Freyjugötu 27, og hefst kosning í dag klukkan 1 e.h. og stendur til klukkan 10 og er þá lokið. Kosið er um tvo lista, íhaldslistann með Einari Jónssyni sem formannsefni og B-lista, lista vinstri manna, og er hann skipaður þessum mönnum: Formaður Ragnar Hansen, varaformaður Halldór Asmundsson, ritari Bergsteinn Jónsson, gjaldkeri félagssjóða, Anton Gunnarsson, gjaldkeri styrktarsjóða Ilafsteinn Sigurjónsson. Múrarar! Takið þáít í kcsningunni. Kjósið B-Iistann!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.