Þjóðviljinn - 23.02.1964, Blaðsíða 6
▼
g SÍÐA
HðÐVILJINN
Snilldarkvikmynd spottar trúna á sprengjuna -
Landvarnaráðherra kvartar yfir listamönnum - Sínov-
éff í Sovétmynd — Píslarsaga Jósefs D. — Heims-
kirkjuráðið tekur málstað trúleysingja - Guðfræði-
prófessor lýsir valdatöku kommúnista guðs vilja
Scllers í hlutvcrki Muffey
Bandaríkjaforscta.
byltingu en Sínovéff taldi það
hið mesta óráð. Að lokum
ljóstraði hann ásamt Kamén-
éff upp um byltingaráformin
við andstaeðingana, en þrátt
fyrir svo alvarlegt trúnaðar-
brot tók Lenín þá aftur í sátt.
Báðir létu svo lífið eftir
Moskvuréttarhöldin miklu
1936.
Bandaríska leikritaskáldið
Paddy Chayefsky er af rúss-
neskum ættum eins og ara-
grúi fremstu leikhúsmanna
vestanhafs, og efni í nýjasta
leikrit sitt sækir hann í rúss-
nesku byltinguna. Verkið
heitir Píslarsaga Jóscfs D.
og aðalpersónumar eru Lenín Aðalleikarar í lcikriti Chaycfsky. Frá vinstri; Kona Stalíns
og Stalín. Leikritið var (Elizabeth Hubbard), Stalín (Peter Falk) og Lenín (Luther
sýnt í New York um miðjan
mánuðinn og fær fremur
slæma dóma. Chayefsky leitar
lykilsins að skilningi á per-
sónu Stalíns í trúarlegt upp-
eldi hans og prestaskólavist
en þykir ekki hafa tekizt að
gera hugmynd sína sérlega
sannfærandi. Ekki bætir úr
skák að hann umgengst sögu-
legar staðreyndir næsta gá-
lauslega, gerir til dæmis trúð
og sprellikarl úr Trotsky.
Adler).
' 'Séliers í hlutverki Muffey
Strangelove.
Gamankvikmynd um kjam-
orkustrið hefur vakið hrifn-
ingu gagnrýnenda og dregur
að sér áhorfendur í stríðum
straumi beggja vegna Atlanz-
hafs. Dr. Strangclove. eða
Hvernig ég lærði að varpa
frá mér áhyggjum og þykja
vænt um sprengjuna nýtur
metaðsóknar í London um
þessar mundir, og hafa vin-
sældir myndarinnar farið svo
i taugarnar á þeim sem trúa
á blessun kjamorkuhervæð-
ingar að þeir ruku í blöðin
með langar útlistanir á því
hversu Stanley Kubrick geri
sprengjunni og haridhöfum
hennar rangt til í verki sínu.
Brezki íhaldsblaðamaður-
inn Peregrine Worshome sak-
ar Bandaríkjamannin Kubr-
ick um að hafa sett á tjald-
ið heiftarlegri andbandarisk-
an áróður en dæmi séu til og
Alastair Buchan, fram-
kvæmdastjóri Brezku her-
fræðistofnunarinnar, harmar
að listamaðurinn skyldi ekki
fara að sínum ráðum og
hætta við myndina, sem vís
sé til að rugla þjóðir Atlanz-
hafsbandalagsins svo í ríminu
að þær missi traustið á
sprengjunni sinni og þeim
sem hafa þann starfa að
hantéra hana.
Hálfgeggjaður hershöfðingi,
Jack D. Ripper, stjómar
bandarískri kjamorkuárásar-
stöð og sendir flugsveií á loft
með skipun um að þurrka út
Sovétríkin til þess að afstýra
flúórblöndun í drykkjarvatn
og öðrum kommúnistískum
vélabrögðum „sem ógna
hreinleik og krafti náttúru-
vessanna i okkur.“ Margþætt-
ar varúðarráðstafanir sem
eiga að hindra kjarnorkuárás
af slysni reynast haldlausar
og Bandaríkjaforseti á ekki
önnur úrræði en hringja í
beina símann til Kreml.
Kubrick samdi myndar-
handritið sjálfur eftir skáld-
sögunni Red Alert ásamt Pet-
er George höfundi hennar og
enska háðmeistaranum Terry
Southem. Annar Englending-
ur á að allra dómi bróður-
partinn af heiðrinum fyrir
myndina. Það er Peter Sell-
ers. sem leikur þrjú af
stærstu hlutverkunum. Hann
er Muffley Bandaríkjaforseti,
uppmáluð góðlátleg meðal-
mennska. „Hér má ekki slást,
þetta er stríðssalurinn," verð-
ur honum að orði þegar her-
ráðsforsetinn ætlar að fljúga
á sovézka sendiherrann í hinu
allrahelgasta í Pentagon. Svo
er Sellers brezkur aðstoðar-
foringi brjálaða hershöfð-
ingjans. Síðast en ekki sízt
leikur hann dr. Strangelove
sjálfan, þýzkan hemaðarsér-
fræðing forsetans, sem lætur
sér hvergi bregða við yfirvof-
andi eyðingu heimsbyggðar-
innar en ræður ekki við ó-
stýriláta hægri hönd sem
ýmist reynir að grípa fyrir
kverkar eiganda sínum eða
sperrist á loft í nazistakveðju.
„Sellers .. slær því föstu svo
ekki verður um villzt að hann
er snjallasti gamanleikari
sem kvikmyndimar eiga.“
segir gagnrýnandi Time.
Meðferð listamanna á efn:
úr hemaði bar nýlega á
góma í Moskvu. Rodion Mal-
ínovski marskálkur og land-
vamaráðherra hélt ræðu yfir
rithöfundum, kvikmynda-
mönnum og öðru listafólki og
kvartaði yfir skorti á hetju-
rómantík í verkum þeirra
Baðst hann undan að sífelb
væri hamrað á ósigrunum
upphafi heimsstyrjaldarinnar
atvikum sem engum úrsliturr
réðu og þjáningum einstak-
linga í stríðinu.
Vafalaust hefur Malínovski
átt sérstaklega við kvikmynd
gerða eftir skáldsögu Símon-
offs Lifendur og dauðlr sem
fjallar um ringulreiðina á
undanhaldi Rauða hersins
fyrstu mánuðina eftir innrás
Þjóðverja, og í heild má segja
að nýlegar styrjaldarkvik-
myndir í Sovétríkjunum séu
blessunarlega lausar við
stríðsrómantík.
Ræða Malínovskís birtist i
Rauðu stjörnunni, málgagni
sovézka hersins, en engu blaði
öðru í Moskvu. Bendir það
til að sjónarmið hans njóti
lítils stuðnings utan marsk-
álksstéttarinnar .
Sovézkir kvikmyndamenn |SB é
láta ekki við það sitja að fást HB-
við ömurlegar siaðrejmdir !
stríðssögunnar, byltingar- HffTÍ • '/i
myndir þeirra gefa einnig
rétlari mynd af atburðunum ' lís£|' fc3||||
en tfðkaðist meðan Persónnn hH j/.-,
var uppi. Fyrir viku var KwS &£
frumsýnd í Moskvu mvndin 0^
Bláa minnisbókin og fjallar rífjfý"
hún um dvöl Leníns í strá- %
kofa í Raslív utan við Lenin- É
grad sumarið 1017. rtnnur að- fejSjcríaffi,....
alpersónnn í myndinni er
Grigorí Sínovéff, en joeir Lcn-
ín lcyndust þarna saman ti’
að komast undan handtöku-
skipun hráðabirgðastjómar
innar. Myndin snýst að veru-
legu leyti um ágreining þeirraBrjálaði hcrshöfðinginn (Sterling Hayden) til hægri. Aðstoðar-
félaganna um stefnu bolsé-
vika. Lcnín vildi stefna að
Konstanin Simonoff hefur
gert Malinovskí gramt í geði
með sögu sinni um undan-
haldið 1941.
Howard Taubman segir í
New York Times að Píslar-
saga Jóscfs D. sé að vísu leik-
rænt verk en ekki drama-
tískt.
Chayefsky hóf rithöfunda-
feril sinn með því að skrifa
fyrir sjónvarp, og úr einu
sjónvarpsleikrita hans varð
hin fræga kvikmynd Marty.
Framkvæmdastjóm Heims-
kirkjuráðsins hefur í fyrsta
skipti haldið fund í Sovét-
ríkjunum, nánar tiltekið í
Odessa. Kirkjuhöfðingjunum
og kommúnistiskum yfir-
völdum staðarins hvað hafa
fallið vel, tveir klerkar fengu
sér að vísu blund undir lof-
ræðu borgarstjórans um Od-
essu í móttöku borgarsovéts-
ins, en ræðumaður lét það
ekki frekar á sig fá en reynd-
ur prestur sem sér kirkju-
gestum renna í brjóst undir
prédikun.
Það þykir tíðindum sæta að
á fundinum í Odessu sló
Heimskirkjitráðið því föstu að
löghelga beri frelsi til trú-
leysis og guðleysis engu síður
en trúfrelsis. Lýsti ráðið sam-
þykki sínu við álitsgerð
Frederic Nolde frá New York,
formanns alþjóðamálanefndar
samtakanna, um þetta efni.
Setur hann fram tvær megin-
reglur. önnur er sú að allir
menn eigi að njóta trúfrelsis
„hvort heldur þeir eru guð-
leysingjar eða aðhyllist ein-
hver trúarbrögð.“ Hin reglan
er á þá lund að mönnum beri
foringjanum (Peter ScIIers) lízt ckki á blikuna.
ekki einungis réttúr til að
aðhyllast- trúarskoðanir eða
trúleysi heldur einnig til að
láta afstöðu sína í ljós og
reka áróður og útbreiðslu-
starfsemi fyrir trú sína eða
trúleysi. Flestar mótmælenda-
kirkjur og rétttrúnaðarkirkj-
ur heims eru aðilar að
Heimsfriðarráðinu.
Á blaðamannafundi i
Moskvu eftir fundinn í Od-
essu minnti Nolde á að sov-
ézka stjómarskráin er ein af
fáum í heimi sem berum
orðum veitir landslýðnum
bæði rétt til trúariðkana og
áróðurs gegn trúarbrögðum.
A alkirkjumóti stúdenta í
Ohio í Bandarikjunum í vet-
ur ræddi guðfræðikennarí frá
Tékkóslóvakíu sambúð krist-
inna manna og kommúnista
í sósíalistísku þjóðfélagi. Mil-
an Opochensky, varaforseti
guðfræðideildar mótmælenda
við háskólann í Prag. skýrði
3000 áheyrendum víðsvegar
að úr heiminum frá þeirri
skoðun sinni að kommúnist-
ar hefðu tekið völdin i
Tékkóslóvakfu með guðs
hjálp. Valdataka þeirra væri
ávöxtur langrar sögulegrar
þróunar sem rekja mætti
beint aftur til siðabótarstarfs
píslarvottsins Jóhanns Húss á
15. öld og baráttu Tékknesku
bræðranna við keisaravaldið
og gagnsiðbótina.
Sem kristinn maður kvaðst
Opochensky fagna félagsleg-
um framförum sem orðið
hefðu síðan tekið var að
framkvæma sósíalisma f
Tékkóslóvakíu. „Ég er sann-
færður um að sósíalistiska
stefnan frá 1048 er lífrænt
skref í sögu lands míns, að
hún er ekki frávik frá* svo-
nefndri söguþróun og að hún
ónýtti ekki ráðsályktun
guðs .... Ösk mín er að
marxistamir megi reynast
sannir marxistar, að smiðir
hins nýja þjóðskipulags megi
vera trúir, dyggir og ábyrgir
menn — Við getum eflt þá
með staðfestu okkar og fast-
heldni við kristna trú okkar,
með samheldni okkar, skiln-
ingi og kærleika," sagði þessi
tékkneski guðfræðingur.
Opochensky kvaðst sjá þess
vott í auknum áhuga komm-
únista á nútíma félagsfræði
og mannfræði og nýjum
heimspekistefnum eins og
existentfalismanum að húm-
anistisks anda gætti í vaxandi
mæli í marxistiskri hugsun.
M.T.Ö.
- Sunnudagur 23. febrúar 1964
Flugvél neydd
til að fíjúga
til Havana
MIAMI 18/2 — Flugmaður 2ja
hreyfla einkaflugvélar sem var á
leið frá Miami til Key West á
Flóridaskaga var í dag neyddur
til að fljúga vélinni til Havana
á Kúbu.
Útvarpsstöð í Miami sem
skýrði frá þessu sagði að flug-
maðurinn hefði skýrt flugtum-
inum í Key West frá því að tveir
vopnaðir farþegar sem töluðu
spænsku höfðu neytt sig til að
breyta um stefnu. Bandarískar
orustuþotur voru sendar á loft
frá flugstöðinni í Boca Chica á
Flórida til að reyna að stöðva
ferð eikaflugvélarinnar til Kúbu,
en tókst það ekki.
Stúdentar í
París í upp-
reisnarhug
PARlS 22/2 — Hörð átök urðu
í gær milli stúdenta við Svarta-
skóla í París og lögreglunnar
sem réðist á mótmælafund
þeirra með kylfur á lofti.
Stúdentamir héldu fundinn til
að mótmæla lélegum aðbúnaði í
skólanum, en þar eru þrengslin
orðin svo mikil, að ekki nema
örlítið brot stúdentanna getur
sótt fyrirlestra. Lögreglan hand-
tók 138 stúdenta, en flestum var
sleppt afbur að lokinni yfir-
heyrslu. Stúdentamir kröfðust
þess að Fouchet menntamála-
ráðherra segði af sér.
Flliheimili
safnaðanna
Árið 1961 afhenti Gísli Sig-
urbjömsson, forstj óri/ BISK-
UPSSTOFU 5.000.00 kr. gjöf
frá Elliheimilinu Grund og
mælti svo fyrir, að sjóður
þessi skyldi afhentur þeim
söfnuði landsins, er fyrstur
hæfist handa til byggingar elli-
heimilis.
Síðan bætti fcrstjórinn kr.
5.000.00 við sjóðinn og nú ný-
verið enn kr. 5.000.00
Hefur Elliheimilið Grund
þannig gefið samtals kr. 15
þúsund í því skyni að vekja
athvaii á nauðsyn þess að bæta
úr skorti á elliheimilum í
landinu og þeirri ágætu hug-
mynd, að söfnuðimir taki for-
ystu í þessum málum, hver
á sínum stað.
Sjóðurinn bíður nú þess
tækifæris að geta orðið til upp-
örfunar þeim söfnuði, er fyrst-
ur sýnir þann stórhug og það
framtak að hefjast .handa í
bessu aðkallandi líknarmáli.
(Frá biskupsstofu).
Kvellhetturnar
fundustí gær
Eins og frá var sagt hér í
blaðinu í gær var stolið um
eða yfír 40 hvellhettum með
sprengiþráðum úr bíl við Iðn-
skólann í fyrradag. Lögreglan
hefur nú haft upp á nokkrum
strákum á fermingaraldri er
eiga heima þarna í nágrenninu
sem höfðu tekið hvellhetturnar
og fundust 25 þeirra í^fórum
þelrra. Hinar voru þeir búnir
að sprengja. Sem betur fer varð
þó ekkert slys af þessum spreng-
ingum.
Sælgætis-
þjófnaður
í fyrrinótt var framið inr
brot í búð Mjólkursamsölunnf
og stolið þaðan dálitlu af sæl-
gseti.
i