Þjóðviljinn - 23.02.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.02.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. febrúar 1964 -------- ----------------------------------------MðÐVIMINN--------------- SÍÐUSTU KEPPNISAFREK S KALDA sem hœffi að keppa á háfindi frœgSarinnar Afmælismót AIK Þegar félag mitt AIK varð 25 ára var efnt til þrggja daga iþróttamóts. Tók ég þátt í míluhlaupi sem fram fór á laugardegin- um. en á mánudeginum átti ég að hlupa 5000 m. Þenn- an laugardag gekk mikil hitabylgja yfir Kaupmanna- höfn og gafst.ég upp í hlaup- inu og margir aðrir en þeir sem komu að marki, gátu að- eins gengið, og hét sá Magn- ússen sem sigraði. Eftir hlaupið fer ég beint heim í rúm og tilkynni rétt- um aðilum að ég geti ekki tekið þátt í 5000 m. hlaupinu á mánudag. Á mánudeginum var ég þó það hress að ég fór út á leikvanginn til að horfa á, en þegar ég kem þangað sé ég mér til mikillar undrunar að um allt eru fest- ar upp auglýsingar um eins- konar einvigi í hlaupinu milli mín og Magnússen. Hafði þá, sá sem fékk að vita að ég gæti ekki hlaupið, ekki látið þá vita sem áttu að augiýsa - mótið. Fólkið flykktist að í þeirri góðu trú að það fengi að sjá okkur í keppni. Allt í einu eru mistökin uppgötvuð, og nú sitja for- ráðamenn félagsins fyrir mér, sem er orðinn ákaflega reiður, og vil ekki tala við þá. Á leið- inni inn á áhorfendasvæðið fylgja þeir mér eftir og lýsa því hvaða „skandali“ það verði 'ef hlaupið fari ekki fram samkvæmt auglýsingu. Þetta endar með því að ég lofa alveg sái-reiður að hlaupa 2 hringi og hætta svo. Eg ríf mig úr fötunum og byrja hlaupið, og þegar ég hafði hlaupið tvo hringi eins og ég lofaði fannst mér ég allur hressari og hugsa sem svo að ég geti þá eins hæ1t eftir 4 hringi. Það sama endurtók sig eftir fjóra hringi, ég var ekk- ert lakari, og hugsa mað mér það er þá bezt að halda á- fram. Hlaupinu lauk þannig að ég vann. Eg fór rakleitt í búningsklefann skipti um föt og fór beint heim og tal- aði ekki við nokkurn mann. Eg jafnaði mig bráðlega, og rann reiðin' Norðurlandaleikir Á þeim árum sem ég var i Danmörku var efnt til svo- kallaðra Norðurlandaleikja og voru það þriggja daga mót. Þar var m.a. keppt í 3000 m hlaupi sem var og flokka- keppni. Þar voru margir góð- ir hlauparar. og minnist ég hlaupara eins og Paul Bram, nýkominn frá Ameríku og mikið umtalaður hlaupari, Laurits Damm o. fl. Þegar við höfðum hlaupið 2—3 hringi var ég fjórði í hlaupinu. Eg vildi ekki sleppa Poul Bram langt frá mér, en til þess þurfti ég að komast fram fyrir, en þegar ég reyndi það, hlupu þeir í veg- inn fyrir mig, Fór ég þá út að grindunum en þeir lokuðu enn, svo að ég hnaut við en féll ekki. Vakti þetta mikinn æsing meðal áhorfenda, sem gerðu sig líklega til að ráð- ast inn á brautina. En ég komst framfyrir þá tvo, og litlu síðar tókst mér að ná forustunni í hlaupinu. og við unnum einnig sveitakeppnina. Eg vildi ekki kæra atvikið sem fyrir kom í keppninni, er ég var að því spurður, en þeir báðust afsökunar. Eftir 3000 m. hlaupið komu for- stöðumenn mótsins til mín og sögðu að þeir mundu draga upp íslenzka fánann ef ég sigraði í 5000 m hlaupinu á mánudaginn. Þótti mér mikið til þess koma ef mér auðnað- ist að verða fyrstur. Á meðan ég var að hita mig upp hljóp ég fram hjá stönginni sem fáninn átti að blakta á ef vel til tækist og sá hann liggja þar samanbrotinn. Hlaupið fór þannig að ég vann hlaupið, en danski fán- inn var dreginn að hún en ekki sá íslenzki, og afsökuðu forstöðumenn mótsins það, og var mér raunar ljóst að það var ekki hægt; ég keppti fvr- ir Dani á mótinu. Olympíuför Eg var valinn til að fara með flokki íþrótamanna Dan- merkur á Olympíuleikana í Antwerpen 1920. Tími minn í keppninni var slakur, og sá versti á árinu. og varð 6. af 14 sem hlupu í riðlinum. Urðu ýms mistök á fram- kvæmd í aðbúnaði fyrir hina dönsku frjálsiþróttamenn, og getur það hafa haft sín áhrif, án þess að ég sé að afsaka frammistöðuna. Þar hreifst ég af Nurmi og landa hans Kolemahinen, og mörgum öðrum íþróttamönnum eins og t.d, .spretthlauparanum Edwards frá Englandi. Þjálfarinn Krigsmann Eg varð fyrir því láni að kynnast sænskum þjálfara, Krigsmann að nafni, sem starfaði í Kaupmannahöfn eitt árið sem ég var þar. Hann er einhver merkilegasta per- sóna sem ég hef kyrnzt. Um hann var sagt að hann væri: harður, stífur og ómögulegt að vera með honum. Eg hafði snuðrað í kringum hann og fylgzt með því hvernig hann kæmi fram við nemendurna. og hvort þetta væri rétt sem um hann væri sagt. Harkan var aðeins sú að hann vildi láta hlýða sér. og mér fannst allt rétt sem hann sagði. Einu sinni sit ég um hann og spurði hvort hann vilji kenna mér að hlaupa. og bætti við: Þú mátt fara með mig eins og þú vilt. Tók hann þessu ákaflega vel, og ákveð- inn dag á ég að koma til hans, og það var alltaf eins Hér kemur lokakafli frá- sagnar Jóns Kaldals um hinn sögulega íþróttaferil hans á erlendri grund. Frí- mann Helgason hefur skráð frásögnina. ,pg enginn mætti sjá og vera viðstaddur. Fyrsta æfingin var dálítið skritin, hann bað mig að taka í höndina á sér, sem ég og gerði, og bað mig að láta hana síðan falla máttlausa niður. Þá segir hann: Þetta var gott, ég finn að þú skilur þetta. Næstu æfing- ar voru mest stuttir sprettir til að æfa framhallann, og lengdi svo sprettina smám- saman. og reyndi að halda framhallanum, og það tók langan tíma. Eg var svolitið útskeifur og það lagaði hann, hann kenndi mér að slappa af hvern vöðva sem ekki var í erfiði, og með því gat ég hvílt þá í sjálfu hlaupinu. Eg vildi hoppa svolitið i hlaup- inu. en hann sýndi mér og skýrði fyrir mér þá orku- e.yðslu að hoppa í stað þess að líða áfram. Fræðsla hans um vöðvastarfsemina var mér ákaflega mikils virði þegar út í hlaunin kom. Hann lagði mikla áherz'u á hlaupalagið. Það tekur lengstan tíma að æfa upp stílinn. þolið er miklu léttara og auðveldara að æfa, meira að seg.ia sjúk- lingar geta æft upp þol.! Þegar maður fer að kynn- ast sjálfum sér, fer maður að geta einbeitt sér að einstök- um hluta hlaupsins, og i þessu var Krigsmann sér- fræðingur. Hann kenndi mér undirbúninginn undir loka- sprettinn, en hann verður að gerast næsta hring á undan endasprettinum. ( Það voru mér mikil von- brigði þegar hann hvarf aft- ur mjög skyndilega frá Dan- mörku og fór til Noregs, ein- mitt þegar mér fannst allt vera að komast í gang, sem hann hafði kennt mér. Síðasta íþróttaverk hans mun hafa verið að útvega okkur hingað hinn ágæta þjálfara Ekberg, sem lyfti frjálsíþróttunum hér, en ég skrifaði honum um það því ég vissi að hann mundi ekki mæla með nema góðum manni. Kriegsmann verður einn þeirra sem ég gleymi aldrei. Þett má geta til gamans að þegar Gunder Hágg var á toppi sejn hlaupari fór hann til Kriegsmann og bað hann að kenna sér að slappa af i hlaupinu og undirbúa enda- sprett, og þá er Krigsman orðinn háaldraður maður, en það sýnir þvílíkt traust hann hafði og álit meðal íþrótta- manna. Aðeins 65% blóð Eg tók yfirleitt nokkuð þátt í víðavangshlaupum, en lagði ekki sérstaka rækt við þau. var með á öllum æfing- um til þess að fá þol og þjálfun. I Limhavn í Svíþjóð fór árlega fram víðavangshlaup með þátttöku frá Danmörku og þá frá mínu félagi. Mér hafði tekizt að sigra í hlaupi þessu árin 1919 og 1920. Bik- ar sá sem keppt var um er mjög stór og myndarlegur gripur, og var svo komið að ég þurfti að vinna hann einu sinni enn til að eignast hann. Árin 1921 og '22 tókst mér ekki að verða fyrstur. Árið 1923 ákvað ég enn að taka þátt í keppninni, þótt ég væri illa fyrir kallaður og eitthvað slappur. Þó hafði ég æft mik- ið og gat ekki kennt því um að ég hefði af þeim ástæðum verið svona illa upplagður. Til hlaupsins fói’u 20—30 piltar, og svo vildi til að ég hitti í járnbrautarvagninum hinn á- gæta hlaupara Svía Axel Svénson, sem vitað var að mundi verða aðalkeppinautur minn i hlaupinu. Eg gaf mig á tal við hann og spurði í gletlni hvort hann sé í góðri æfingu, en hann gerir lítið úr því. Þegar til Limhavn kom víkur sér að mér piltur nokkur og segir: „Þú skalt vara þig á Sven- son í dag“! Eg sagðist hafa talað við hann í vagninum, þar sem hann sagðist ekki vera í góðri þjálfun. Þá sagði ungi maðurinn: Um síðustu helgi sigraði hann í meistara- keppni Suður-Sviþjóðar. Mér féll þetta ekki, og var ekki laust við að það hitnaði svo- lítið í mér. Axel Svenson þessi hafði einnig unnið hlaup Á íþróttaferli sínum vann Jón Kaldal mikinn fj öuia vcglegra verðlaunagripa. Hér sjást vandaðir silfurbiltarar, scm Jón hefur á heimili sínu til m inja um marga skemmtilega og eftirminnilcga keppni á hlaupabrautunum — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). StÐA 5 þetta tvisvar og sigur hans að þessu sinni þýddi að bikar- inn væri hans! Siðan hefst hlaupið. Er far- ið eftir skógargötu til að byrja með. Einn af dönsku strákunum átti að fylgja mér eftir eins og hann gat og á þann hátt örfa mig áfram. En þetta byrjaði ekki vel, þegar hann hafði hlaupið nokkra stund, kemur hann upp að hliðinni á mér og segir mér, að hann hafi misst skóinn. Segi ég honum að setja aftur á sig skóinn en hann gerir það ekki. og dróst hann þá aftur úr og sá ég hann. ekki meir í hlaupinu. Þá er komið svo að við Svenson erum orðnir fyrstir, og hlupum þannig lengi og komum síðan á mel, og var þar brekka þar sem ég ætlaði að taka á rás niður brekk- una. Svíinn aðvaraði mig þá, og hafði ég rétt tíma til að hoppa yfir girðingu og kast- aðist út í sandinn, en hinu- megin var dýki, og hefði ver gelað farið. Höldum við síðan áfram, en mig furðar hvað hlaupið er langt. og lengi-a en mig hafði minnt að það væri. Höfðum við Torustuna til skiptis. Var ég orðinn ákaflega þreyttur og slapnur. Nokkuð framund- an sé ég vörðu og hugsa mér að það sé bezt að gefast upp þegar að henni komi. Þá er Svenson á undan, en þá sé ég að hann er líka mjög þreytt- ur, eða alveg eins þreyttur og ég, og því þá ekki að halda áfram! Allt í einu sé ég hvar hóp- ur manna stendur á veginum þar sem við eigum að hlaupa um. og hafa allir hjól með- ferðis. Þegar við komum til þeirra hjóla þeir í fylkingu við hlið okkar, og var æt'un- in að örva hann til sigurs. enda voru þetta félagar Sven- son. Við nálguðumst Leik- vanginn og ekki eftir nema svo sem 4—500 m. inn á völl- inn. Þegar hér var komið heyri ég mann segja við Svenson: Nfi skalt þú herða á þér. hann er að srefast upp! Þess- ar fréttir hafa vafalaust gef- ið honum sigurvissu sem örv- aði hann til að herða á sér og tók hann sprett, og komst 16—20 m. á undan. Þessi orð áhorfandans, að ég væri að gefast upp urðu mér ekki síð- ur hvalning, og ég skyldi sýna beim að ég væri ekki á beim buxunum "ð gefast upp Við það bættist, og réð ef til vill baggamun, að þegar Svenson kemur inn í trjá- göngin einn sins liðs tekur fólkið að hylla hann sem sig- urvegara. Eg hugsa með mér að hlaupið sé ekki ’búið, og innstilli mig á að nota alla krafta mína til að taka sprett sem dugar inn að markinu. Eg tek því líka sprett, og líður ekki á löngu þar til mér tekst að skjótast framhjá Svíanum, sem ekki hafði bú- izt við svona árás, og þessum sprelti tókst mér að halda í mark og vinna hlaupið og bikarinn. Eg hafði það á til- finningunni, að eftir að ég hafði stigið yfir markið, að ég gæti ekkj komizt skrefi lengra. Svenson hafði gefið eftir um leið jg ég óvænt hafði komizt framhjá honum og kom hann nokkuð langt á eft- ir í mark. Þegar eftir hlaupið fór ég inn í búningsklefann og sett- ist þar og jafnaði mig. og sló þá út urn mig svita miklum, svo hann rann og bogaði. Þá er þar kominn lítill drengur 7—8 ára gama’’ -m ég hafði aldrei séð áður, og segir. Mikið ert þú sveittur, á ég ekki að bleyta handklæði svo þú getir þvegið þér. Mér hafði ekki dottið það í hug, og þakkaði auðvitað þetta vinsaiplega boð, og jafnaði mig fljótlega. Þessi vinsemd litla drengsins sem ekkert þekkti mig hitti mig beint í hjarlastað. á þessu augna- bliki og gleymi ég þvi aldrei. Á leiðinni i járnbrautarvagn- inn fylgdu okkur margir ung- ir drengir, og þá vikur sér einn að mér og segir: Þekkir þú mig? Nei ég kannaðist ekki við hann. Eg kom í bún- ingsklefann til bín. Þá minnt- ist ég velgjörðarmanns míns, þakkaði honum á ný og horfði siðan á eftir honum hlaupa • til félaga sinna með bros á vörum og nokkra aura i krepptri hendinni. Afhending þessa veglega bikars fór fram með mikilli viðhöfn og glöddust hinir dönsku félagar mínir innilega yfir þessum sigri. Gott dæmi um það var er félagi minn Hakon Nilsen að nafni kom að marki, og var svo þreyttur að hann ætlaði varla að kom- ast yfir markið, en það fyrsta sem hann spyr um er það hver hafi sigrað. Þegar hann fréttir það, bráir af honum öll þreyta og hann dansar um af gleði! Þetta var síðasta hlaup mitt. Eg hafði allt vorið og sumarið fundið til einhvers slappleika, sem ég hafði aldrei fundið til áður. Þetta varð til þess að ég ræddi við lækni, og hann gat ekkert fundið. Þá dettur mér í hug að biðja hann að rannsaka blóðið, og þá kemur í ljós að ég hef að- eins 65% blóð! Þá var farið að rannsaka þetta nánar. Kemur þá í ljós að eimur frá ýmsum efnum sem notuð eru í sambandi við ljósmyndagerð og voru í næsta herbergj við vinnustof- una sem ég mann í, hafði komizt inn, og myndað brennisteinseitrun í blóðinu. Þegar ég kom heim frá Limhavn-hlaupinu lá fyrir mér boð um að koma til Gautahorgar og hlaupa þar við vígslu íþróttavallar þar í borg, því miður varð ég að afþakka boðið, þótt mig dauð- langaði til að fara. Eftir þetta keppti ég ekki meira. Skemmtilegum ævi- kafla var lokið, og eftir sitja minningar um skemmtileg at- vik og góða félaga. Heim kom ég svo 1925, og þar hófst annar kafli um afskipti af íþróttum sem ekki verður rifjaður upp að sinni. Frímann. Lóðamál REYKJAVÍK 21/2 — A fundi borgarstjórnar Reykjavíkur s.l. í'immtudag mótmælti annar borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins þvi, að by.ggingarnefnd skyldi fallast á umsókn Landsbanka íslands um leyfi til að sameina lóðirnar Laugaveg 77, 79 og Barónsstíg 14 f eina lóð, er verði alls talin 1177 fermetrar — og jafnframt talin nr. 77 við Lauga- veg. Nefndi Framsóknarmaður- inn þetta „landvinningastefnu Laugavegs á hendur Baróns- stíg”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.