Þjóðviljinn - 25.02.1964, Side 1
Þriðjudagur 25. febrúar 1964 — 29. árgangur — 46. tölublað.
SKÝRSLA DÓMARANS KOMIN
■ f gær sendi rannsóknardómarinn í fjársvikamálinu á Keflavikurflugvelli, Ólafur
Þorláksson, bloðunum skýrslu um helztu atriði þess sem þegar hefur komið fram við
rannsókn málsins en hún er enn aðeins á byrjunarstigi og hefur einvörðungu beinzt að
fjórnm ákveðnum atriðum. Er skýrslan í heild birt á 12. síðu.
■ í skýrslunni segir að svið rannsóknarinnar muni nú fært út og mun þá 4n
efa fleira misjafnt koma í ljós en fram kemur í þessari fyrstu skýrslu dómarans.
Yfírlýsing SHdarverksmiBja ríkisins um niðurlagningaverksmiðjumálið:
VÍSVITANDI LYGI í 6LEKKINGAR-
SKYNI
□ í gærdag barst Þjóðviljanum „leiðrétting“
frá stjóm S.R. vegna blaðaskrifa að undanfömu
um mál Niðurlagningarverksmiðjunnar í Siglu-
firði og segir þar meðal annars, að Austur-Þýzka-
land neiti að kaupa afurðir verksmiðjunnar að
svo komnu máli.
er
□ Hér eru hrein ósannindi á ferðinni og
ennþá hægt að selja afurðir verksmiðjunnar með
því skilyrði að með fylgi í kaupunum fimm
hundruð tonn af síldarmjöli.
☆ Sigurður Einarsson lék í
☆ fyrsta sinn í landsliðinu í
☆ handknattleik í leikjunum
☆ við Bandaríkjamenn um helg-
■jír ina. Myndin sýnir eitt æsi-
☆ Iegt augnablik í síðari Iands-
☆ leiknum. Sigurður er að skora
•fr án þess að Bandaríkjamenn
it fái nokkrum vörnum við
☆ komið. Bak við Sigurð sést
☆ í Ragnar Jónsson, fyrirliða
it íslenzka landsliðsins. Banda-
•jír rísku leikmennirnir á mynd-
☆ inni eru: Ronny B. Rollat,
☆ Renc Landis, Vincent Drake
☆ og dr. Buehning, fyrirliði
☆ bandaríska landsliðsins. —
☆ (Ljósm. Bj. Bj.).
Afstaða forustumanna allra flokka á Siglufirði:
Einróma fordæming á af-
stöðu ríkisstjórnarinnar
■ Fulltrúum Austur-Þýzka-
lands og föðurlandssvikurun-
um fjölgar jafnt og þétt í
Oldruð hjón slasast
í hifreiðaárekstrí
Síðdcgis á laugardaginn varð
harður árekstur á Þrengslaveg-
inum og slösuðust öldruð hjón
héðan úr Reykjavík allmikíð og
auk þess rotaðist ökumaður
bifreiðarinnar sem þau hjónin
voru með.
Áreksturinn varð um kl. 3 e.h.
Bar hann að með þeim hætti að
Volkswagenbifreið sem var á
leið austur yfir fjall var ekið á
kyrrstæðan jeppa. Við árekstui’-
inn kastaðist jeppinn um 6 m.
ökumaður Volkswagenbifreið-
arinnar rotaðist eins og áður
Begir, en gömul hión sem vo'u
farþegar í bílnum hlutu bæði
talsverða áverka í andliti og
meiddust auk þess eitthvað inn-
vortis. Voru þau bæði flutt á
slysavarðstofuna og konan síðar
í sjúkrahús. Hjónin heita Guðný
Pálsdóttir og Sigurður Sæmunds-
son til heimilis að Nesveg 62.
Er pilturinn sem ók bamabarn
þeirra og hafði hann fengið bíl-
inn lánaðan hjá bílaleigu. Segist
hann ekki hafa séð jeppann á
veginum fyrr en of seint vegna
þess að skyggni hafi verið slæmt
og framrúða bílsins ötuð auri.
Jeppinn hafði fengið benzín-
stíflu og var ökumaður hans
rétt kominn inn í bílinn frá því
að athuga vélina og slapp hann
ómeiddur
Siglufirði samkvæmt skoð-
unum Alþýðublaðsins og
Morgunblaðsins. Var haldinn
þar fjölmennur fundur síð-
astliðinn sunnudag á vegum
verkalýðsfélaganna og mættu
sem gestir fundarins for-
ystumenn allra stjórnmála-
flokkanna og fordæmdu ein-
róma afstöðu ríkisstjórnar-
innar til mála Niðurlagning-
arverksmiðjunnar.
Þóroddur Guðmundsson hafði
framsögu í málinu og líka tóku
til máls forystumenn allra
stjómmálaflokkanna á Siglufirði
og fluttu hvassyrtar ræður um
málið. Voru þeir gestir fundar-
ins og voru allir á einu máli um
að fordæma þá afstöðu ríkis-
stjómarinnar að vilja ekki selja
síldarmjöl til þess að greiða fyr-
ir sölu á afurðum Niðurlagning-
arverksmiðjunnar.
Þarna fluttu ræður til dæmis
Bjarni Jóhannesson, útibússtjóri
Áfengis- og tóbaksverzlunar rík-
isins og Ragnar Jóhannesson,
skattstjóri sem íulltrúar Fram-
sóknarflokksins. Þá má geta Jó-
hanns Möllers, bæjarfulltrúa Al-
þýðuflokksins og varaformanns
stjómar S.R., og fordæmdi hann
sérstaklega skrif Alþýðublaðsins.
Framhald á 2. síðu.
Hér fer á eftir „Leiðrétting“
stjómar S.R.
„Vegna ummæla, sem fram
hafa komið á Alþingi og hafa
verið endurtekin í Ríkisútvarp-
inu og sumum dagblaðanna,
varðandi sölu niðurlagðrar síld-
ar til Austur-Þýzkalands, vilja
Síldarverksmiðjur ríkisins taka
fram, að ekkert tilboð hefur
komið frá Austur-Þýzkalandi um
kaup á birgðum Niðursuðuverk-
smiðju ríkisins á Siglufirði af
niðurlagðri síld
Hinsvegar hafa Síldarverk-
smiðjur ríkisins gert tilraun til
þess að selja umræddar birgðir
þangað fyrir milligöngu verzlun-
arfulltrúa Austur-Þýzkalands í
Reykjavík. Taldi verzlunarfull-
trúinn, að sala á síldarmjöli
jafnframt niðurlögðu síldinni
myndi greiða fyrir kaupunum.
Báðu sfldarverksmiðjur ríksins
fulltrúann því að athuga hvc>rt
sölumöguleikar á umræddum
birgðum væru fyrir hendi á
þeim grundvelli að tengja þess-
ar sölur saman, en s.l. laugar-
dag barst það svar frá fulltrú-
anum, að hann gæti ekki tekið
tilboði Síldarverksmiðja ríkisins,
sem sett hafði verið fram í fyr-
irspumarformi í s.l. janúarmán-
uði.
Sfldarverksmiðjur ríkisins".
Þjóðviljinn hafði samband í
gærdag við Þórodd Guðmunds-
son, en hann er einn af stjóm-
armeðlimum S.R. og gerir hann
eftirfarandi athugasemd við
þessa leiðréttingu:
„Hér er aðeins um hálfan
sannleik að ræða eða vísvitandi
tilraun til blekkinga á þessu
stigi málsins. Sveinn Benedikts-
son, formáður stjómar S.R.
Framhald á 2. síðu.
Strandaði við
Aknrey í blíð-
skaparveðri
Aðfaranótt sl. sunnu-
dags strandaði vélskipið
Sæúlfur, BA 75 við Akur-
ey. Dráttarbáturinn Magni
náði bátnum á flot á flóð-
inu á sunnudag. Var Sse-
úlfur tekinn í slipp í gær
til athugunar og viðgerðar.
Mun botnstykki bátsins
haf skemmzt.
Þegar báturinn strandaði
var gott veður og ofurlítil
austangola. Er því ekki
hægt að kenna veðrinu um
hve slysalega tókst til. Bát-
urinn var á leið út til þess
að vitja um net þegar ó-
happið vildi til og var vél-
stjórinn í brúnni en skip-
stjórinn nýgenginn inn í
„bestikk”.
Sæúlfur er frá Tálkna-
firði. Hann er 150 tonn
að stærð og kom til lands-
ins í fyrra.
Stórsigur vinstri manna
í Trésmðafélagi Rvíkur
■ Trésmiðir svöruðu í kosningunum um helgina hinum
rætnu árásum íhaldsins á forvígismenn Trésmiðafélags
Reykj avíkur. Urðu kosningarnar stórsigur fyrir vinstri
menn og eftirminnileg traustsyfirlýsing á stjórn Jóns Snorra
Þorleifssonar og félaga hans.
■ A-listi, listi vinsj;ri manna hlaut 316 atkvæði og alla
stjórnina kosna. íhaldslistinn, B-listinn, hlaut 216 at-
kvæði. Alls neyttu,539 atkvæðisréttar, en auðir seðlar voru
7. Á kjörskrá voru 629.
+ í stjórnarkosningumim í fyrra
hlaut A-listi vinstri manna
290 atkvæði, en B-listi í-
haldslns 227 atkvæði. Hafa
vinstri menii hlotið 100
atkvæði fram yfir og er það
meirihluti allra félagsmanna,
og unnið verulega á, en í-
haldið tapað atkvæðum.
★ Það vantaði þó ekki að í-
haldið gerði ekki það sem
það gat. Hefur líklega aldrei
verið beitt í Trésmiðafélaginu
jafn óvönduðum og óþokka-
legum áróðri og íhaldið lét
sér sæma að þessu sinni, og
reynt var sérstaklega að nota
hina erfiðu samningabaráttu í
vetur til árása á stjóm fé-
lagsins.
Framhald á 2. síðu.