Þjóðviljinn - 25.02.1964, Page 7
Þriðjudagur 25. febrúar 1964
ÞlðÐVIUINN
SÍÐA ^
B í LAÞÁT T U R
m EFTIRLIT
OG UMHIRÐU
□ Við skulum nú athuga ofurlítið umhirðu og
□ eftirlit sem við getum annazt sjálfir, eða
□ höfum í öllu falli gagn og gaman af að vita
□ eitthvað um. Ef fækifæri gefst verður hald-
Q ið áfram í sama dúr einhverntíma síðar í
□ þessum þættí.
Billinn er ótrúlega marg-
brotið tæki og því er ekkert
undarlegt þó að hann þurfi
mikið eftirlit og varfaemi f
allri meðferð til þess að hann
nýtist sem bezt og við höfum
sem mest gagn og gaman af
honum.
Vélin
Smumingin er eitt veiga-
mesta atriðið í viðhaldi bfls-
ins og þá ekki sízt á og í
vélinni, því að þar má með
sanni segja að bíllinn þurfi
smurning undantekningar-
laust. Það er mjög mikilvægt
að fara eftir leiðbeiningum
bæklingsins sem fylgir bfln-
um, um olíuskipti og viðhald
vélarinnar, einnig hvað
þykktargráðum olíunnar við-
víkur. Það er einnig góð regla
að líta undir bílinn þegar
hann hefur staðið óhreyfður
nokkum tíma, þá getum við
séð hvort á götunni eru nýj-
ir olíublettir, benzínblettir
eða bremsuvökvi og einnig
hvort nokkurt vatn hefur lekið
af bílnum.
Ef olíupannan er heil og
pakningar og þéttingar á vél-
inni eru f lagi, þá á að vera
nóg að mæla olíuna á vél-
inni eftir h. u. b. 400 km
akstur. Ef vélin er orðin slit-
in eða hún brennir olíu af
öðrum orsökum er nauðsyn-
legt að mæla oftar og fylgj-
ast vel með að ávalt sé nóg
olía í pönnunni — (olíubyð-
unni segja þeir sem kenna
bifvélavirkjum).
/
Litur olíunnar á mælstik-
unni gefur nokkuð til kynna
ástand olíunnar þar sem
græni liturinn hverfur smám
saman, olían dökknar og
verður að lokum svört og
missir þá mikið fituinnihald
sitt, sem finnst ef dropi er
tekinn af kvarðanum á milli
fingurgóma vísi- og þumal-
fingurs og gómunum nudd-
að saman. Eftir vissan tíma
eða réttara sagt vissan akst-
urstíma er olían orðin svo
slitin og tærð að nauðsynlegt
er að skipta um hana. Notk-
unartími olíunnar fer mikið
eftir tegund bifreiðarinnar og
stærð pönnunnar og er því
sjálfsagt að fara sem mest
eftir því sem framleiðendur
viðkomandi bifreiðar segja í
þeim efnum. eins og áður
segir.
Það er mikilvægt að nota
tækifærið og tappa olíunni
af vélinni meðan hún er
heit, olían rennur þá betur
af og minna verður eftir i
pönnunni. Margir hafa þann
sið að skola alltaf vélina með
skololíu þegar skipt er um,
og er það að sjálfsögðu ágætt
ef rétt er að farið. Þó er eitt
atriöi, sem er vafalaust ekki
síður hollt fyrir vélina, og
það er að skipta reglulega
um olíusigti og nota þá rétta
gerð og rétta stærð af sigtum
í hylkið. Strákamir á smur-
stöðvunum eru liðlegir og
vanir að eiga við þessa hluti
og hafa líka í flestum til-
fellum réttu lyklana og tæk-
in, og þeir skipta um slgti
fyrir okkur á örskammri
stundu gegn vægu gjaldi um
leið og þeir skipta um olíu,
en munið eftir að gera þetta
reglulega. eftir hverja 5000
kflómetra.
Undirvagninn
Það vill stundum dragast
úr hófi að smyrja undirvagn-
inn í tæka tíð, sérstaklega er
það bagalegt að trassa und-
irvagninn þegar mikið er ekið
í bleytu og krapi, þá skolast
feitin ótrúlega fljótt burtu og
málmfletimir núast saman, og
fyrr en varir er komið slit í
spindla, stýrisenda, hjöruliði
og alla þessa mikilvægu staði,
sem bifreiðaeftirlitsmaðurinn
athugar svo gaumgæfilega
þegar þar að kemur.
Til þess að koma í veg fyr-
ir þetta slit er bráðnauðsyn-
legt að fara eftir leiðbeininga-
bókinni og smyrja á réttum
tíma (frekar of oft en of
sjaldan), með réttri feiti. Ef
leiðbeihingamar mæla svo
fyrir að nota skuli feiti, þá
þýðir auðvitað ekki að nota
smurolíu — og öfugt.
Það er í flestum tilfellum
teikning af undirvagninum í
leiðbeiningabókinni, þar sem
merktir eru allir staðir, sem
þarf að smyrja, og þar get-
ur eigandinn séð nákvæmlega
hvar koppamir eru í undir-
vagninum. Ef bíllinn er
smurður á smurstöð, og hann
er ekki eini bíllinn á landinu
af þessari gerð, þá er alveg
óhætt að treysta starfsmönn-
um stöðvarinnar fyrir verk-
inu, þeir vita alveg hvar
smurkopparnir eru, en það
er gott að nota tækifærið og
athuga bílinn að neðan, ef
hann er hafður í lyftu meðan
smurning fer fram.
• Drif og gírkassa á bein-
skiptum bílum þarf að kíkja
í um leið og smurt er, og
sjálfsagt er að skipta um
feiti á þeim eftir 10.000 km
akstur. Þá er gott að skola
kassa og drif áður en nýja
feitin er sett á og athuga vel
hvort nokkurt svarf er í feit-
inni eða skolinu. örlítið svarf
er ekki neitt hættumerki, en
ef feitih er málmlituð eða
svo stórar málmagnir eru í
feitinni að þær finnist greini-
lega milli fingranna, líkt og
sandkom, þá er vissara að
láta athuga viðkomandi bif-
reiðarhluta. því það er ekk-
ert skemmtilegt að stranda
einhversstaðar úti á þjóðveg-
um með brotinn gírkassa eða
eyðilagt drif.
Benzínsigtin
Það skeður alloft að bíl-
eigendur trassi hreinsun á
benzínsigtum vélarinnar. Það
eru 1 flestum tilfellum tvö
aðskilin sigti á benzínleiðsl-
unum, annað er sambyggt
benzíndælunni, hvort sem
hún er knúin af vélinni sjálfri
eða rafknúin, hitt sigtið er
áfast við eða innbyggt í
blöndunginn. Sigtið í dælunni
stíflast miklu oftar enda er
það fyrsta hreinsunin á
benzíninu á leiðinni frá geim-
inum, en bæði sigtin þarf að
hreinsa öðru hvoru til að
komast hjá benzínstíflum á
óheppilegasta tíma.
Lofthreinsarinn við blönd-
unginn er ákaflega mikilvægt
tæki, ekki sízt hér hjá okkur
með alla okkar moldarvegi og
moldrok. Þessi hreinsari er
oftast þannig útbúinn, að loft-
ið sem vélin þarf til brennsl-
unnar og óhreinindin sem
annars færu inn í blöndung-
inn og settust þar í nálar og
úðara, eða héldu áfram inn
í vélina. Þessi hreinsari þarf
reglubundna umhirðu. það
þarf að þvo hann upp úr
steinolíu og fylla olíuskálina
að merkinu sem á henni er,
með hreinni þunnri smurolíu.
Við hugleiðum það einhvem
daginn í sumar ef við förum
í þurru veðri út fyrir bæinn
og verðum að kafa vegarykið,
að fyrir hvern lítra af benz-
íni sem eyðist í vélinni sog-
ar hún inn í sig 10 rúmmetra
af lofti — og ryki. Er þá ekki
augljóst að lofthreinsarinn
þarf svo sannarlega góða um-
hirðu? — L.
Neanderthaismaðurinn
dvaldist í Danmörk
Merkileg uppgötvun józka áhugajarðfræðings-
ins Eli Jepsen er ekki fyrsta bending þess, að
menn hafi lifað á Danagrund fyrir meir en eitt
hundrað þúsund árum.
Þegar nútímamaðurinn hélt
fyrir um það bil þrettán þús-
und árum inn í hrollkaldan
krapaelginn í henni Danmörk,
og svipaðist um eftir eftirlætis-
bráð sinni. hreindýrinu, kom
hann ekki að ósnortnu landi.
Neanderthalsmaðurinn hafði
verið þar meir en eitt hundrað
þúsund árum áður.
Að vísu kom nútímamaður-
inn ekki að óbreyttu landi. I
sjötíu þúsund ár hafði megin-
landsísinn þakið mestan hluta
landsins — það var aðeins vest-
urhluti Jótlands sem gægðist
undan ísröndinni. Mörg þúsund
ára heimskautaloftslag hafði
breytt þessu landslagi nr ■’-’f
það óþekkjanlegt.
Landslagið
Józki - frístundajarðfræðing-
urinn Eli Jepsen hefur fyrir
ekki alls löngu gert mikilvæga
uppgötvun. Hann fann frum-
stætt verkfæri frumdanans.
handfleyginn, sem hlýtur að
vera frá tímabilinu fyrir síð-
ustu ísöld. En þetta er ekki
fyrsta merki þess, að hér hafi
verið menn á ferli áður en
hreindýraveiðimennimir lögðu
undir sig landið fyrir þrettán
þúsundum ára. Fyrir nokkrum
árum gótu dýrafræðingar sann-
að það, að menn hefðu verið
ó ferli í Danmörk fyrir síðustu
fsöld. Og dý.rafræðingarnir gátn
jafnframt skýrt fró því f*
hverju þessir menn lifðu.
Hvernig var það land, sem
Neanderthalsmaðurinn kom að
fvrir meir en eitt. hundrað þús-
und árum? Mörg hundruð
metra þykkkur ís hafði tvisvar
á síðustu 750 milljónum ára
þakið landið. Þar sem nú er
Slésvík var þá sund, er tengdi
saman það sem nú er Norður-
sjór og mikið innhaf, sem
svarar til Eystrasalts vorra
daga. Siðar þaktist hluti af
Vendilskaga vatni. Þar sem nú
eru aflíðandi heiðar Vestur-
Jótlands, voru þá há giljótt
hæðadrög. Og sennilega fylgja
vestjózkar ámar i dag sama
farvegi og ár Neanderthals-
mannsins.
Á hitatímabilinu, þegar lofts-
lagið var sýnu mildara en það
er í dag. prýddu skógana eik,
beiki, linditré. ýviður og aðrar
þær trjátegundir, er við þekkj-
um í dag. En hér óx einnig
rauðgreni, og það er athyglis-
vert. Hversvegna það — höf-
um við ekki greniskóglnn fyrir
augunum daglega? Rétt er það.
en rauðgrenið hefur komið tii
landsins af sjálfsdáðun, fram
á það hafa skógfræðingarnir
sýnt.
Dýralífið var svipað og það
er enn f dag að viðbættum
Framhald á 9. síðu
Þannig ímynda mannfræðingar
við Náttúrugripasafnið í Chica-
gó sér að hin evrópíska Neand-
erthalskona hafi litið lit. Hún
hcfur verið um hálfan annan
metra á hæð.
LEIKHÚSMÁL
um tímarit
í fyrravor hóf göngu sína
nýtt tímarit um leiklist og
hafði Haraldur Björnsson
gefið því nafn þess tímarits
sem hann gaf út heilan ára-
tug: Leikhúsmál. Þetta var á
margan hátt mjög myndar-
legt íyrirtæki, tiltölulega fjöl-
mennt lið framlagsmanna,
glæsilegur frágangur, hraust-
mannlegt loforð um að menn-
ingarrit ætti að koma út ein-
um átta sinnum á ári. Ég skal
jóta á mig þá synd að hafa
ekki lesið þetta rit síðan
fyrr en nú að á borðinu ligg-
ur 4-5 hefti fyrsta árgangs,
tafið í útkomu af verkföll-
um.
Þetta er fremur aðlaðandi
hefti, skemmtileg uppsetning
Garðars Gíslasonar og Baltas-
ars, fjöldi mynda — verst að
prentvillur eru undarlesa
margar. Lipurlega er saman
sett langt viðtal við Lérus
Ingólfsson, sem gefur nokkurt
tilefni til hugleiðinga um hið
„léttara leikhús“, þeirrar
greinar leikstarfsemi sem
blómgaðist allt í einu mjög
rðsklega fyrir um það bil
tuttugu árum og allir hafa
saknað síðan, að því er bezt
verður séð, líka þeir sem
ekki lifðu þetta tímabit. Það
er raunar merkilegt að slík-
ar leikbókmenntir skuli ekki
aftur hefjast til vegs og virð-
ingar einmitt nú, þegar við
bókstaflega vöðum í stórkost-
legum skrýtlum úr fíármála-
lífinu og „viistinni.
Máske þetta stafi af því, að
við finnum hjá okkur þörf
— ekki fyrir létt skop —
heldur magnaðan kveðskap
og illvrtan — og þorum ekki
að riða á vaðið.
Ólafur Mivn Viallmælir for-
ystumönnum réttilega fyrir
tilviliunarkennt og oft stór-
furðulevt 1":'
þáttur hefst á aldrei of oft
kveðinni hugvekiu um Kefla-
víkursjónvarp: stutt íslenzk
sjónvarosdagskrá bætir lítið
úr skák ef kanar munu (með
aðstoð væntanlegs islenzks
dreifingarkerfis) valsa um
land allt með fimm- til sjö-
falt lengri útsendinsartima.
Þeim er ekki auðvelt að
ræða leikdóma sem ekki
þekkir nm»»tn?r svninsar
nema af afspum. En því
verður ekv; leitað að Leik-
húsmálamenn eru svipaðir
öðrum íslenzkum leikdómur-
um að hví leyti að hnim geng-
ur miklu betur að skrifa um
leikritin sjálf heldur en með-
ferð einstakra leikenda I
hlutverkum.
Pétur Ólafsson sér um
kvikmyndaþátt og hefur uppi
mjög timabæran áróður fyrir
Antonioni. Vernharður Linn-
et hefur tekið að sér jazz
og byrjar á sögulegu yfirliti
— tónlistarþátturinn er að
þessu sinni einnig varla ann-
að en annálsbrot.
Leikrit heftisis er Gísl
Brendans Behans í þýðingu
Jónasar Ámasonar. Af Öðru
þýddu efni myndi greinin
..Hvemig listdans verður til”
teljast réttilegast valin i rit
sem þetta. Þá er „Flúxús-
fólkið" kynnt: „Sýningar
Flúxusfólksins ganga út á.
það, að spinna utan um hið
fráleita. heimskulega líf, að
þess áliti, — fráleitar og
heimskulegar athafnir, hreyf-
ingar, orð og tóna — svo að
lífið verði þolanlegra", stend-
ur þar. Birt er þýtt viðtal
við tvo framámenn í þessari
hreyfingu — og verður ekki
betur séð en þetta séu ákaf-
lega leiðinlegir menn, en lát,-
um það vera. Hitt er svo al-
veg út í hött að þýða slík
viðtöl. Dæmi: „Ameríkaninn
hefur áhuga á tækifæri til að
græða peninga. Hann hefur
tileinkað sér hina efnis-
hyggjulegu hlið Búddismans;
ágæta hlið ef ykkur sýnist
svo. Ameríkaninn fékk sinn
Búddisma að mestu frá Jap-
an. Jananir eru suðlæg þjóð.
Litir þeirra eru fallegir. Þeir
eru tilfinninganæmir. Sem
hernámsvald hafa Amerikan-
ar tileinkað sér betta. Evr-
ópa hefur tekið til sín meg-
inland Austur-Asíu: Kína.
Caspari til dæmis. Hann
rann á rassinn. Austurvíg-
stöðvarnar og allt um það.
Caspari án expressiónisma,
Cage án amerískra éhrifa —
það væri blanda sem segði
sex.“ Ekki er allt svona
slæmt, en margt. Og það er
þvi miður ekki einsdæmí að
svo hráu efni er dembt yfir
lesendur tímarita hér á landi
alsaklausa. Ef mönnum þyk-
ir taka því að kynna flúxus-
menn, sem hafa begar getið
sér allmikla fræeð fyrir að
mölva píanó með helvítleg-
um gauragangi, þá verða þeir
að gjöra svo vel og leggja á
sjálfa sig einhvern skriflegan
undirbúning, mætti þá tina
með einhver spakmæli um-
ræddrar hreyfingar ef þurfa
þætti.
Að öðru leyti má óska
Leikhú«máUim langra lífdaga.
A.b.
A THUGASEMD
VEGNA MÍMIS
Einn af lesendum blaðsins
hefur sent mótmælabréf
gegn ummælum sem und-
irritaður viðhafði um
tímarit nemenda Norrænu-
deildar og er rétt og sjálf-
sagt að birta bað á við-
eiffandi stað. — Á.B.
„Mér þótti Á.B. undarlega
geðillur í greinarstúf sem
hann skrifaði um blað stúd-
enta i islenzkum fræðum,
Mími. Hann sá varla Ijósan
ounkt í þessu riti og nöldr-
aði töluvert um það, að höf-
■mdar greinanna hefðu leið-
'nleg og úrelt áhugamál. Má
vera að eittbvert sannioíka.
kom leynist í þessu nöldri,
*n það er þá i meira lagi
•’inkennile»gt að ekki er
minnzt á bá grein f blaðinu
sem ber ótvíræðast vott um
pktúel áhueo"-'’ Tiér á ég
„ið ^roinargerð Vést.oins Óla-
'nnar fvrir tveim ritum um
nókmenntava vnrýni. Þessi
vreinargerð , stendur einmitt
i nánu svwnbandi við allan
anda ritsins. En hann er, að
mínum dómi, fólginn í því,
að taka bókmenntaverk nýj-
um tökum, beina öllum á-
herzlum pð sjálf-
um í stað þess að dansa í
kring um þau á öiium hugs-
anlegum aukaatriðum, bíó-
grafiskum og sögulegum.
•"•nmitt m’jög ánægju-
leg þróun í deild íslenzkra
fræða. sem hefur verið þekkt
fvrir annað en það, að senda
frá sér lifandi og virka sagn-
rýnendur. Menn sem þaðan
koma hafa lengstum látið
sitja við burrar unntalninear
á æfiatriðum skálda og svo
orðaskýrinear beear beir
bafa reynt að knma nálæst
bókmenntum. Þessi leiðindi
virðpp+ htn«vegar vera á und-
anhaldi og meiri reisn og
meira b’f nnrntermdeild,
pf ekki vfir forvstnmöhnum
bennar. há að mjnnsta kosti
vfir bennar. eins
0„ hojrra ber
vitni um. — H.”