Þjóðviljinn - 25.02.1964, Síða 9

Þjóðviljinn - 25.02.1964, Síða 9
Þriðjudagur 25. febrúar 1964 MðDVlLIIM SÍÐA 0 moipgjirii S útvarpið I ! ! i i hádegishitinn skipin ★ Klukkan 11 í gær var austan og suðaustan átt um allt land. Við suður- og aust- urströndina var rigning og sums staðar allhvasst, en á Norður- og Vesturlandi var víðast kaldi og þurrt veður Djúp lægð og hægfara um 1100 km suðvestur af Dyr- hólaey. til minnis ■ £■., fi.-.s ' ★ í dag er þirðjudagur 25. febrúar. Hlaupársdagur. Ar- degisháflæði kl. 4.02. ★ Næturvörzlu í Hafnarfirði í nótt annast Kristján Jó- hannesson læknir, sími 50056. ★ Næturvörzlu í Reykjavik vikuna 22. til 29. febrúar ann- ast Vesturbæjarapótek. Sími 22290. ★ Slysavarðstofan i Heilsu- vemdarstððinni er opin allan sólarhringinn Næturlæknir * sama stað klukkan 18 til 8 SfmJ 2 12 30. ★ SlðkkvIIIðlð ob sjðkrahif reiðin sfmi 11100. ★ tðgreglan sími 11168 ★ Holtsapótek os Garðsapótek eru op!n alla virka daga kl 0-12. taugardaga kl 9-1* oa sunnudaea klukkan 13-16 ★ Neyðarlæknlr vakt «11» daga nema laueardaga fclukk- an 13-12 — Sfmi 11510. ★ Sjúkrabifreiðin Hafnarfirði •ími 51330 ★ Kópavogsapótek ei opið aila virka daga klukkan 0-15- 20. laueardaga dukkan J.15- 16 08 eunnudne* ki 13-16 ★ Eimskipafélag Islands. Bakkafoss fór frá Akureyri í gær til Svalbarðseyrar, Húsa- víkur, Ölafsfjarðar og Norð- urlandshafna. Brúarfoss kom til N.Y. 22 þ.m. frá Dublin. Dettifoss kom til Reykjavík- ur 23. þ.m. frá Hamborg. Fjallfoss fór frá Ventspils 23. þ.m. til Hamborgar og Rvík- ur. Goðafoss fór frá Vest- mannaeyjum i gærkvöld til Keflavíkur. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn í dag til Leith og Reykjavíkur. Lagar- foss fer frá Gautaborg í dag til Kristiansand, Hull ’ og Reykjavíkur. Mánafoss kom til Norðfjarðar í gær, fer það- an í dag til Reyðarfjarðar, Vopnafjarðar, Raufarhafnar, Akureyrar. Hjalteyrar, Stykk- ishólms og ’ Reykjavíkur. Reykjafoss fer frá Seyðisfirði í dag til Norðfjarðar, Eski- fjarðar, Reyðarfjarðar og Fá- krossgáta Þjóðvilians Lárétt: I í Almannagjá 6 vandi 7 fréttast 9 drykkur 10 verkf. II borg 12 titill 14 lengd 15 ker 17 fúnaði. Lóðrétt: 1 mixar 2 sk.st. 3 álpast 4 fluga 5 spillti 8 riss 9 nam 13 vatn 15 sk.st. 16 frumefni. skrúðsfjarðar og þaðan til Gautaborgar og Kaupmanna- hafnar. Selfoss fór frá N.Y. 18. þ.m. til Reykjavíkur. Tröllafoss fer frá Immingham i dag til London og Amster- dam. Tungufoss fór frá Sauð- árkróki í gær til Siglufjarðar, Akureyrar, Hjalteyrar, Rauf- arhafnar, Eskifjarðar og það- an til Hull og Antwerpen. ★ Skipaútgerð ríkisins. Hekla fer frá Reykjavík á hádegi í dag austur um land i hring- ferð. Esja er í Reykjavík. Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum kl. 21.00 í kvöld til R- víkur. Þyrill er á Norður- landshöfnum. Skjaldbreið er í Reykjavík. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. ★ Skipadeild SÍS. Hvassafell er f Grimsby. fer þaðan til Rotterdam. Amarfell er í Middlesborough. Jökulfell er væntanlegt til Camdem 25. þ.m. Dísarfell er í Liverpool, fer þaðan í dag til Cork, Avonmouth, Antwerpen og Hull. Litlafell fór i gær frá Reykjavík til Norðurlands- hafna. Helgafell er i Helsing- fors, fer þaðan til Aabo. Hamrafell fór í gær frá Bat- umi til Reykjavíkur. Stapa- fell kemur til Reykjavíkur í dag. ★ Ilafskip. Laxá er í Ham- borg. Rangá fór frá Gauta- borg 23. febr. til Þrándheims. Selá er í Reykjavík. ★ Jökiar. Drangajökull fór frá Camden í gær til Reykja- víkur. Langjökull fór frá Vestmannaeyjum 23. þ.m. til Póllands, A-Þýzkalands, Hamborgar og London. Vatnajökull er í Grimsby. Fer þaðan til Calais. Antwerpen og Rotterdam. 13.00 Við vinnuna. 14.40 Ragnhildur Ingibergsd. læknir talar um and- legan vanþroska. 15.00 Síðdegisútvarp. 17.05 Endurtekið tón- listarefni. 18.00 Tónlistartími bam- anna (Guðrún Sveins- dóttir). 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Ketill Jensson syngur. Við hljóðfærið: Skúli dórsson. 20.20 Hugleiðing um húsa- gerðarlist; II. erindi (Hörður Ágústsson list- málari). 20.50 Þriðjudagsleikritið „I Múmum“ eftir Gunnar M. Magnúss; 7. og 8. kafli: Grátur í Múmum og Jörundur kemur af hafi. 21.45 Söngmálaþáttur þjóð- kirkjunnar: Dr: Róbert A. Ottósson söngmála- stjóri talar um kirkju- orgel og orgelkaup á íslandi; áttundi þáttur. 22.10 Lesið úr Passíusálmum. 22.20 Kvöldsagan: „Óli frá Skuld“. 22.40 „Blandaðir ávextir." Sinfóníuhl j ómsveitin Bavaria o.fl. hljóm- sveitir leika. 23.25 Dagskrárlok. * \ I \ \ \ \ \ \ \ k ! visan ★ Tileinkuð Baldvin Þ. Kristjánssyni. Gosi sagði eitt sinn eitt: þeir ættu að bera við að fela, sem stela. Nú er mörgu máli breytt — margra hnifur kemst í feitt. Og nú vill framsókn fela það sem frímúrarar stela. Gaui. flugið h i ★ Flugfélag Islands. Skýfaxi er væntanlegur aftur til R- víkur kL 16.00 í dag frá Kaupmannahöfn og Glasgow. Skýfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.15 í fyrramálið. ★ Pan American þota er væntanleg frá N.Y. í fyrra- málið kl. 7.45. Fer til Glasgow og London kl. 8.30. félagslíf ★ Húsmæðrafélag Reykjavík- ur haldur spilakvöld miðviku- daginn 26. þ.m. kl. 8.30 í Breiðfirðingabúð. Mætið vel og stundvíslega. — Stjómin. söfnin ! s ! * Bókasafn Seltjarnamess. Opið: Mánudaga kl. 5.15—7 og 8—10. Miðvikudaga kL í.lð —7. Föstudaga kL 5.15—7 o| 8—10. Bohmer hefur séð mennina þrjá halda á braut. Nú bar vel í veiði, drengurinn er einn um borð. Tækifærið gríptu greitt, gæfu mun það skapa, segir skáldið! Óá- eittir fara þeir um borð. Er þeir opna káetuna tekur •Túlíus skipshundur að urra illilega, og Kidda dylst það ekki, að aðkomumennimir hafa illt í huga. Hvað skyldu þeir vilja? Bara að Þórður væri hér kominn! Júlíus býst til varnar og gnístir tönnum. Þeir kump- ánar höfðu ekki búizt vfð honum. ■«. jHF* Neanderthalsmaðurínn Framhald af 7. síðu. nokkrum framandi tegundum svo sem nashymingi, fíl, vís- undi — og dádýri. Og það er eftirtektarvert, að enn þann dag í dag fyrirhittast miklar dádýrahjarðir í Norðurevrópu. en eins og rauðgrenið em þær aðfluttar. Fyrir síðustu ísöld kom dádýrið af eigin hvötum til Danmerkur, og við vitum með vissu, að það var veitt af dönskum Neanderthalsmanni. Miðdegis- maturinn Fyrir átta árum tók Ulrik Möhl, starfsmaður við Zoolog- isk Museum, til rannsóknar gömul, rykfallin dádýrabein frá síðustu mið-ísöld. Og þá komst hann að því, að hér var komin sönnunin fyrir því, að menn hefðu búið í Danmörk á mið- ísöld. Dádýrabeinin voru nefni- lega mergsogin. Eitt út af fyrir sig er þetta ekki svo athyglis- vert, mergur hefur alla tíð þótt hið mesta hnossgæti og til er urmull af mergsognum beinum frá steinöld. Uppgötvunin ligg- ur i því einu, að hér er um dádýrabein að ræða. Ef frá eru skildir dýragarðar nútímans hafa dádýr nefnilega aðeins lifað hér á miðisöld! Þar með liggur málið ljóst fyrir. mað- urinn hlýtur að hafa verið hér fyrir ísöld, og þá getur tæpast verið um annað að ræða en N eanderthalsmann inn. Uppgötvun hins józka áhuga- jarðfræðings olli því Magnúsi Degerböl ekki undrunar, en hann er sérfræðingur i dýra- lífi og manna á þeim tíma, er hér um ræðir. Prófessor Deger- böl skýrir svo frá, að hann hafi áður haft um það grun, að menn hlytu að hafa lifað í Danmörku fyrir síðustu ísöld, grun sem nú er orðinn að vissu. 1948 fannst nefnilega skammt frá Bremen fíll af teg- und, sem tilheyrir síðustu mið- ísöld, og ffllinn hafði fengið tré- spjót í brjóstið. Og hefði mað- urinn komizt þó þetta norðar- lega var heldur ósennilegt að hann hefði ekki stigið skrefið til fulls og haldið til Dan- merkur. Útlitið Hver var hann svo þessi Ne- anderthalsmaður? Hann var enginn sérstakur Adonis á að líta. Ennið var lágt, augabrúnir miklar og samfastar. augna- tóftimar djúpar og hakan smá. Hann gekk álútur, legg- imir voru stuttir og bognir en hendur og fætur fremur í stærra lagi. Neanderthalsmað- urinn var lágvaxinn, meðal- hæðin einhversstaðar milli 150 og 160 cm. En enda þótt lýs- ingin minni á apa, var Neand- erthalsmaðurinn raunveruleg- ur maður, og dýrafræðilega er hann sömu ættar og nútíma- maðurinn. Hann var síðasta hliðargrein þeirrar ættar, sem liggur til okkar eins og við er- um í dag. Að baki Neander- thalsmannsins liggur þróun hundrað þúsunda ára, þróun, sem hefst með apaforföðumum sem varð að apamanni. Þróun- in tók yfir afríkanska Austral- opithecus-manninn, sem oftast gekk uppréttur og smíðaði fyrstu klunnalegu steinverk- færin. Enn nær þróunin yfir Pit- hecanthropus-manninn. Peking- manninn, sem lifði fyrir 100 til 500 þúsundum ára. Hann gerði verkfæri úr beini og tinnusteini og kunni að nota eld. Neanderthalsmaðurinn ríkti í Evrópu á síðustu miðísöld og í byrjun síðustu ísaldar. Hann var þéttur á velli og vel fallinn til að lifa í köldu loftslagi. 1 fjöllunum leitaði hann inn í hellana og fann þar vemd gegn kulda — og mat. Risavaxinn hellabjöminn hlýtur að hafa verið ógnþrunginn ásýndum, en var i raun og veru klunna- leg og hættulaus jurtaæta, og varð helzta bráð Neanderthals- mannsins. Oft á tlðum hefur hann verið sjálf undirstöðu- máltfðin. Dádýrið var enginn sérstakur Neanderthals-matur. Heili Neanderthalsmannsins hefur ekki verið sérlega mikið notaður — miðað við nútíma- manninn. Að vísu var heili hans eins stór og nútímamanns- ins, og nokkrir Neanderthals- menn höfðu meira að segja heilabú, sem er sýnu stærra. En greindar- og skynjunar- stöðvar heilans eru tengdar enni og hvirfli — einmitt þeim hlutum, sem lítt voru þróaðir í höfuðkúpu Neanderthals- mannsins. Dæmigerður Neand- erthalsmaður hefur naumast gert sér hugmyndir um dauð- ann, og varla hefur hann hald- ið „veizlur góðar“ eða haftauga fyrir annarri lífsgleði. Engir skartgripir hafa fundizt eftir hann og heldur ekki neinar menjar um listsköpun. Álfar og tröll? Þegar Neanderthalsmaðurinn sat í helli sínum £ fjöllum Suð- ur- og Miðevrópu fyrir um það bil áttatíu þúsund árum, kom fram á sjónarsviðið i Suðvest- ur-Asíu maður framtíðarinnar — Cromagnonmaðurinn, „homo, sapiens", eða hinn „vitandi maður“. Frá fæðingarheimili sínu breiddist hann til allia átta og einnig inn í land Ne- anderthalsmannsins. Gromagn- on-maðurinn var Neaderthals- manninum að öllu leyti yfir- sterkari. Hann var greindari, fljótari, og eitt dæmið um yfir- burði hans eru heliamálverkin, hin fyrsta list mannsins. Við vitum ekki. hvað orðið hefur um Neanderthalsmanh- inn. Kom til baráttu milli framtiðarmannsins og fyrir- rennara hans? Var Neander- thaismaðurinn hrakinn á verra og verra land árþúsund eftir árþúsund? Lifði hann í stöðug- um ótta við hinn nýja, öfluga frænda sinn? Menn hafa látið sér til hugar koma, að hér og þar hafi þessar 4rvær mann- gerðir blandazt, en sennilega hefur munurinn verið of mikill til þess að slíkt yrði algengt. Við vitum þetta ekki. Við vitum það eitt, að mergsogin dádýrabein og frumstæðir hand- fleygar eru sterkar líkur þess, að Neanderthalsmaðurinn hafi verið hér. Þegar ísinn hverf- ur og hið nýja land rís, er hann allur á braut. Síðan hef- ur hann aðeins lifað i sögnum og draumum Cromagnon- mannsins — ef til vill er það hann, sem við minnumst óljóst f sögnum um dverga, tröll og álfa. Bent Jörgenscn (Þýtt úr Information) Snæfellingar Snæfellingar ÁRSHÁTÍÐ Félags Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík, verður haldin að Hótel Borg laugardaginn 29. febr. og hefst með borðhaldi kl. 6.30 s.d. — FJÖLBREYTT SKEMMTIATRIÐI — Aðgöngumiðasala í Verzl. Eros (sími 13350), Raf- lampagerðinni (sími 11926) og Klæðaverzlun Þ. Þorgeirssonar Lækjargötu (sími 19276). Sfjóm og skemmtinefnd.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.