Þjóðviljinn - 25.02.1964, Qupperneq 12
Þriðjudagur 25. febrúar 1964 — 29. árgangur — 46. tölublað.
Stærsta skákmót ársins:
Sveitakeppni stofn-
ana hefst í kvöld
■ Skákkeppni stofnana 1964 hefst í Lídó í kvöld kl.
7,30 og er þetta í fimmta sinn sem mót þetta er hald-
ið. Að þessu sinni senda 30 fyrirtæki og stofnanir sveit-
ir til kep^pninnar og eru sveitirnar alls 42 að tölu þar sem
Þrjú innbrot
um heigina
UM HELGINA var brotizt inn
í verzlunina Radióver að
Skólavörðustíg 8 og stol ð
þaðan 9 transitorviðtækjum
en samanlagt verðmaeti þeirra
mun vera nálægt 30 þúsund
krónum.
TVÖ ÖNNUR innþrot voru einn-
ig framin um helgina. Brot-
izt var inn í Hressingarskál-
ann og stolið þaðan einhverju
af sælgæti og um 300 krón-
um í peningum. Einnig var
brotizt inn í skrifstofu að
Sk'pholti 35 en ekki er vitað
til þess að neinu hafi ver-
ið stolið þaðan.
Bruni í Skúlatúni
í gærkvöld
1 gærkvöld um klukkan sjö
varð allmikill eldur laus í Vél-
smiðju Sigurðar Sveinbjömsson-
ar að Skúlatúni 6. Kom eldurinn
upp í norð-vestur homi smiðj-
unnar, brauzt upp i gegnum
þakið og hlutust af miklar
skemmdir áður en slökkviliðinu
tókst að slökkva hann. Þegar
Þjóðviljinn hafði tal af slökkvi-
liðinu seinna í gærkvöld var enn
ekki kunnugt um upptök eldsins.
1 smiðjunni var mikið af
hlöðnum gashylkjum og má telja
lán að eldurinn komst ekki að
þeim. Slökkvistarfið gekk fljótt
og vel og engin slys urðu á
mönnum.
Blaðamannaklúbbur
inn í kvöld:
I þessum húsum eru íbúðirnar 48. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.)
MÁNUÐER LÍÐA ÁN
SAMNINGSAÐGERÐA
□ Hugsanleg kaup Reykjavíkurborgar á 48 fullgerðum íbúðum í tveim
sambýlishúsum, sem íslenzkir aðalv erktakar eiga í smíðum við Kapla-
skjólsveg, komu til umræðu á síðasta borgarstjórnarfundi, sl. fimmtu-
dag, er húsnæðismál voru rædd þar sem oftar, m.a. í tilefni fyrirspuma
sem Adda Bára Sigfúsdóttir óg Óskar Hallgrímsson báru fram.
sum fyrirtæki senda allt upp í 4 sveitir. Keppt verður í
6 flokkum og eru 7 sveitir í hverjum flokki skipaðar
4 aðalmönnum og 2—4 varamönnum. Eru alls skráðir til
keppninnar 296 keppendur.
Adda Bára spurði þá m.a.:
„Hvað líður samningum þeim
um kaup á 48 fullgerðum íbúð-
um við Kapplaskjólsveg, sem
voru að hefjast fyrir 4% mán-
uði. sbr. frávisunartillögu borg-
arstjóra á borgarstjórnarfundi 3.
okt. sl..?” Borgarstjóri svaraði
því til, eins og greint hefur ver-
ið frá hér 1 blaðinu, að grein-
argerð verktakanna varðandi
verð húsanna myndi væntanlega
bráðlega lögð fyrir borgarráð, en
gert væri ráð fyrir að húsin yrðu
tilbúin í apríl eða maí n.k.
Að loknum svörum borgar-
stjóra vakti Adda Bára athygli
á hversu sleifarlagið hjá borg-
Féll sf 2. hæð
Laust upp úr hádegi í gær féll
drengur á þriðja ári út um
glugga á annarri hæð á húsinu
númer 66 við Bólstaðahlíð; mun
bamið hafa verið þama í fylgd
með gestkomandi fólki. Kom
drengurinn niður á sendna flöt
og virtist, er síðast fréttist, hafa
meiðst éitthvað innvortis. Var
hann þá enn til rannsóknar á
sjúkrahúsi.
aryfirvöldunum einkenndi þetta
mál allt. Benti hún á að borg-
arstjómin hefði einróma sam-
þykkt fyrir nær ári ályktun um
ráðstafanir í byggingamálum
borgarinnar, m.a. að leitað yrði
forkaupsréttar á þessum 48 í-
búðum við Kapplakjólsveg hjá
Islenzkum aðalverktökum eða
gera aðrar ráðstafanir sem sam-
bærilegar teldust. Þegar ekkert
hefði bólað á framkvæmd þess-
ara borgarstjómarsamþykktar
hálfu ári síðar, eða í október
s.l., hefði Guðmundur Vigfússon
borið fram tillögu, þar sem
þetta aðgerðarleysi hefði verið á-
talið, sleifarlagið talið óafsakan-
legt og borgarráði og borgar-
stjórn falið að gera tafarlausar
ráðstafanir til að hrinda um-
ræddri samþykkt í framkvæmd.
Þessari tillögu Guðmundar hefði
borgarstjómarmeirihlutinn vísað
frá á þeim forsendum m.a. að
samningar borgarsjóðs við Is-
ienzka aðalverktaka um Kapla-
skjólshúsin væru í þann veginn
að hefjast. Nú — þegar enn
væru liðnir 4% mánuðir frá
umræddum borgarstjómarfundi
— væri allt í óvissu um kaup-
in á íbúðunum 48. Vítti Adda
Bára þessi vinnubrögð borgar-
yfirvaldanna harðlega og taldi
þau . hin ískyggilegustu, ekki
hvað sízt vegna þess að nú væri
Reykjavíkurborg komin í þá að-
stöðu að þurfa að sæta í raun-
inni hverjum þeim kostum sem
húsbyggjendumir settu fram um
kaupverð og greiðsluskilmála á
byggingunum.
Skipting skáksveitanna í flokka
er sem hér segir:
A-flokkur:
Alm. byggingafélagið, Stjóm-
arráðið, 1. sv., Útvegsbankinn,
Pósturinn, Búnaðarbankinn, 1.
sv., Veðurstofan, Landsbankinn,
I. sv.
B-flokkur:
Raforkumálaskrifstofan, Hót-
el á Keflavíkurflugvelli, Sam-
vinnutryggingar, Hreyfill, 1. sv.,
Miðbæjarskólinn, Ríkisútvarpið,
Gutenberg.
C-flokkur:
Eimskip, 1. sv„ Stjómarráðið,
II. sv., Hreyfill, II. sv„ Borgar-
bílastöðin, 1. sv„ Verðgæzlan,
Rafmagnsveita Rvíkur, 1. sv.
Landssíminn, 1. sv.
D-flokkur:
Héðinn, Morgunblaðið, Lands-
bankinn, II. sv., Búnaðarbank-
inn, II. sv„ Þjóðviljinn, Hreyfill,
Framhald á 2. síðu.
Syngja annað
kvöld.
Hér er frú María Markan
óperusöngkona með nemendum
sínum átta er syngja á fyrstu
opinberu tónleikum söngskóla
hennar í Gamla Bíói annað
kvöld kl. sjö. Þeir eru talið frá
vinstri: Jónas Magnússon ('hár
barryton), Inga María Eyjólfs-
dóttir (sópran), Sæmundur
Nikulásson (tenór), (frú María
Markan), Áslaug Sigurgeirsdótt-
ir (sópran), Jónas Eggertsson
(bassi), Bjarnheiður Davíðsdótt-
ir (sópran), Guðrún Hulda Guð-
mundsdóttir (sópran coloratura),
og Unnur Eyfells (sópran). Við
píanóið er Ásgeir Beinteinsson
en hann leikur undir á tónleik-
unum, og hefur verið til aðstoð-.
ar við udirbúning þeirra.
HARALDUR
Haraldur Björns-
son ræðir leik-
húsmál
Blaðamannaklúbburinn kemur
saman í Þjóðleikhúskjallaranum !
í kvöld. Haraldur Björnsson
rabbar við blaðamenn um leik-
húsmál Qg hefjast umræður
klukkan 9,30.
Réttur blaðamanna verður
framreiddur að venju. Mætið
vel og stundvíslega. — Stjórnin. :
\
I
!
»
*
!
I
!
I
\
\
\
\
\
\
Skýrsla rannsóknardómarans í Flugvallarmálinu
SVIKU ÚT560 ÞÚSUND KR.Í
SAMBANDI VIÐ FJÖGUR VERK
I gær barst Þjóðviljanum
skýrsla frá Ólafi Þorlákssyni
rannsóknardómara um rann-
sókn á verktakastarfsemi á
Keflavíkurflugvelli. 1 skýrsl-
unni kemur fram að rann-
sóknin er enn á frumstigi og
hefur til þessa aðcins beinzt
að fjórum tilteknum verkum
þar sem fölsuð hafa verið
nöfn í sambandi við tilboð
og samninga. Nemur upp-
hæð þeirra tékka sem grcidtl-
ir hafa verið í sambandi við
þessi verk samtals kr. 560
þús. ísl. kr.
1 skýrslunni segir að rann-
sóknin muni síðar bcinast að
því hvort fle:ri verk hafi
verið unn’n á flugvellinum
mcð svipuðu fyrirkomulagi og
er því sýnt að enn eru ekki
öll kurl komin til grafar í
sambandi við þetta fjársvika-
mál. Rannsóknin er þó þegar
orðin allumfangsmikil og eru
málsskjölin komin á níunda
tuginn og þingað bcfur verið
í fimm lögsagnarumdæmum.
„Með umboðsskrá dóms-
málaráðherra, dags. 14. jan.
s.l. var undirrituðum falin
rannsókn verktakastarfsemi
íslenzks aðila á Keflavíkur-
flugvelli. Lá þá fyrir úrdrátt-
ur bandarískrar rannsóknar,
varðandi fjögur tilgreind
verk, er íslenzkir aðjlar höfðu
framkvæmt fyrir Bandaríkja-
menn á flugvpllinum. Rarrn-
sókn Bandaríkjamanna var
gerð vegna grunsemdar þeirra
um að allt væri ekki með
felldu um skjalagerð vegna
verkanna.
Hin íslenzka dómsrannsókn
hefur í fyrstu beinzt að verk-
um þessum. I ljós hefur kom-
ið að tilboð og samningar
hafa verið undirritaðir í
þrem tilvikum tilbúnum
nöfnum cg einu tilviki í nafni
íslenzks iðnaðarmanns, án
heimildar hans. Greiðslutékk-
ar allir vegna verkanna hafa
verið útgefnir á hin tilbúnu
nöfn annarsvegar og á nafn
íslenzka iðnaðarmannsins
hinsvegar. Tékkarnir eru
framseldir í öllum tilvikum
utan tveim. af öðrum aðilum
en þeir eru stílaðir á. Upp-
hæð tékkanna, vegna verka
þessara. er um 560 þúsund
íslenzkar krónur.
Hin umgetnu verk hafa öll
verið unnin án athugasemda
hins bandaríska aðila. M.a.
var eitt af verkunum unnið
af íslenzkum aðila frá Rvík.
Aðili sá fékk greiðslu fyrir
verk sitt samkv. reikningi frá
öðrum íslenzkum aðila í þjón-
ustu Bandaríkjanna. Banda-
ríkjamönnum var síðan gerð-
ur annar reikningur, tilbúnu
nafni, mun hærri upphæðar,
en Reykvíkingmánn fékk
greitt fyrir verkið. Banda-
ríkjamenn greiddu hinn síð-
ar framkomna reikning án at-
hugasemda. Greiðslan fór
fram í tékka, stíluðum á hið
tilbúna nafn. Tékkinn var
síðan framseldur með þvf
nafni. Þá var tékkinn fram-
seldur að nýju af íslenzkum
starfsmanni Bandaríkja-
manna.
Rannsóknin mun síðar
beinast að því, hvort fleiri
verk hafa verið unnin á flug-
vellinum með svipuðu fyrir-
komulagi.
Rannsóknin, sem enn er á
frumstigi, hefur verið all-um-
fangsmikil. Þingað hefur ver-
ið í fimm lögsagnarumdæm-
dæmum. Málsskjöl eru þegar
kominn á níunda tuginn og
hafa bandarísk yfirvöld á
Keflavíkurflugvelli fúslega
veit alla aðstoð sína vegna
gagnaöflunar þar.
Þrír íslendingar hafa setið
í gæzluvarðhaldi vegna rann-
sóknarinnar, þar af eru nú
tveir lausir úr gæzluvist.
Fram skal tekið, að réttar-
höld í málinu hafa farið fram
fyrir luktum dyrum. svo sem
títt er, þegar sakamál eru á
byrjunarstigi rannsóknar og
eru fréttir um efnishlið máls-
ins fram að þessu, undirrituð-
um óviðkomandi.
Ólafur Þorláksson."
*
I
\
\
\
I
I
\
\
\
\
\
4