Þjóðviljinn - 22.04.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.04.1964, Blaðsíða 10
JO SÍÐA ÞJÖÐVIIJXNN Miðvikudagur 22. apríl 1964 RAYMOND POSTGATE: þess að læknirinn hafði sagt :nér að lóga veikri og heilsu- spillandi kanínu sem hann átti, og auðvitað varð ég að gera eins og læknirinn sagði. Frú van Beer hélt áfram að skýra frá eigin viðhorfi til dauða kanínu Philips. Sir Isam- bard brosti og virtist hæstá- nægður. í>arna var vísbending um hatur og jafnvægisleysi og þetta aetti að fást staðfest. — Segið mér meira um þessa kanínu, sagði hann. — Þetta var stór hlussa. Og þér voruð að spyrja, hvort hann hafi verið undarlegur í fram- komu; þarna fáið þér dæmin. Það er skrítið að ég skyldi ekki muna eftir því fyrr. Það sýnir bara hvað þjálfuð hugsun fær áorkað; þér skiljið hve mikil- Vægt það er og ég veit það all- an tímann án þess að hafa vit á að skilja þýðingu þess. Frú van Beer var nú að ná sér á strik; hún var næstum orðin eins og hún átti að sér. Hann tilbað þessa kanínu. Hann þuldi eitthvað yfir henni og einn daginn kom ég að hon- ■um þar sem hann kraup fyrir framan hana og sönglaði" éins og maður gerir í kirkju. Það var þá sem hann gaf henni þetta undarlega nafn. — Það er ósköp algengt að krakkar séu hrifnir af kaninum, sagði Sir Isambard vonsvikinn. — Hvaða undarlega nafn var það annars? — Ó, ég veit það varla, sagði Rósalía niðurdregin. — Shreddy Vassar eða eitthvað þess háttar. — Hvað þá? sagði Sir Isam- bard. — Ég man það eftir andartak. Ég lagði það á minnið, vesna þess hve skrýtið það var. Frú van HÁRGREIÐSLAN Hárgreíðsln og snyrtlstofa STFTNP og DÓDO Laneavecl 18 ITI h nyftal SfMI 24616. P B R M A Garðsenda 21 SÍMl 33968. Hárgreiðsln- og snyrtistofa. Dðmnrl Hárgreiðsla 'dð allra hæfi. TJARNARSTOFAN TJamargfitu 10 Vonarstrætis- tnegin. — SfMI 14662. HARGREIÐSLDSTOFA ADSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SfMl 14656. — Nuddstofa S sama «tað — Beer hikaði. — Shredni Vashtar. Þarna kemur það. Sir Isambard sýndist djúpt hugsi, en hann sagði ekki neitt. Eftir nokkra stund reis hann á fætur. — Þakka yður fyrir, kæra frú, sagði hann. — Þér hafið veitt okkur ómetanlega aðstoð Og við munum fljótlega heim- sækja yður aftur. Hann rétti fram höndina. 27 ÞRIÐJI HLUTI Réttarhöld og dómar Aðilar: Dómarinn: StringfellO'W dómari (Sir Alan Herbert Lemesurier Stringfellow) Hin ákærða: Rósalía van Beer ekkja. Saksóknari ríkisins: Harold Jahn Proudie, esq. Aðalverjandi: Sir Isambard Al- exander Burns, Bt. Formáður ’ kvlSdomsihs: Á. G. Popesgrove, esq. Aðrir kviðdómendur: Ungfrú V. M. Atkins, frú Morris, Dr. P. Holmes, herrar J. A. Stann- ard, E. Bryan, E. D. George, F A. H. Allen, D. Williston Smith, I. W. Drake, G. Par- ham Groves og H. Wilson. Réttarritari: Hr. P. J. Noble. I. Herra Proudie skýrði að sjálf- sögðu ekki kviðdómendum frá öflum þeim atriðum úr lífi Rósalíu sem við höfum nú lesið. Sumt vissi hann ekki; annað fannst honum ekki skipta máli. Hann skýrði mjög lauslega frá fyrra lífi hennar og alls ekki henni til hnjóðs. Hann minntist varla á hið óhamingjusama hjónaband hennar og herra van Beer og kviðdómendur fengu flestir þá skoðun að hún væri ekki annað en venjuleg höfð- ingjasleikja. Ungfrú Atkins, fyrrverandi þjónustustúlka, og herra Popesgrove, sem eitt sinn var flækingur í Þessalíu, en bæði höfðu unnið sig upp úr engu og tii velmegunar. fenyu fremur andúð á henni en hitt, af þeim upplýsingum; herra Bryan, fyrrum búðanþjónn og ofstækismaður, fékk þann grun staðfestan að Rósalía væri ver- aldleg kona, en honum var smám saman að verða ljóst að allt umhverfis hann var verald- legt og engin manneskja í mál- inu öllu var annarri skárri. Hann stóð einn, aleinn kristinn maður og óvinir á allar hliðar; samt var það ekki Skylda hans að verjast þeim sjálfur — held- ur átti hann að aðskilja úlfana og segja til um hver þeirra væri úlfalegastur, grimmastur og svartastur hið innra. Manns- hjartað bjó yfir einni saman illsku þar til það frelsaðist og það var næstum ógerningur að gera greinarmun á illmennsk- unni. Grá, sviplaus augu hans urðu enn ringlaðri meðan- herra Proudie hélt áfram frásögn sinni; hann hlyti bráðum að fá vitrun. En hann fékk enga vitr- un. Hann fór að líkja eftir for- manninum, herra Popesgrove, sem skrifaði hjá sér athuga- semdir samvizkusamlega, en hann hafði ekkert að skrifa. Hann stóð sjálfan sig að því að teikna andlit og lagði frá sér blýantinn í reiði. Herra Proudie gerði lítið úr fundi úrklippunnar úr East Ess- ex Monitor. Hann nefndi ekki einu sinni nafn kennarans. Það kæmi á daginn við vitnaleiðsl- umar; hann lét nægja að geta þess að lögreglan hefði fundið hana „að fengnum upplýsing- um“. Frásögnin af þessum fundi, var þó hið fyrsta í máli hans sem vakti athygli kviðdómenda. Þeir urðu allir alvarlegir; herra Popesgrove hætti að skrifa og horfði rannsakandi á herra Proudie. Dr. Holmes fann til léttis. Þarna kom loks eitthvað sem hann gat átt við. Fram til þessa hafði atburðarásin verið honum ógeðfélld. Sem háskóla- kennari hafði hann búizt við að verða kosinn formaður, eða verða að minnsta kosti alls ráð- andi í kviðdómnum. Þar virtist ekki vera einn einasti fullþroska maður sem hafði nokkra mennt- un að heitið gat. Þarna sýndust meira að segja vera lágstétta- menn. Og tvær konur voru þarna líka, og Dr. Holmes vissi það af eigin reynslu að gáfna- far þeirra var ekki þess eðlis að þær gætu skilið málið til hlítar. Þær myndu þurfa leið- sögn og hjálp og hver væri bet- ur til þess fallinn en hann að láta slíkt í té? Sennilega var hann eini maðurinn sem hafði einhverja reynslu í því að vega og meta sönnunargögn. Hann tálði sjálfan sig hafa skýra og þjálfaða dómgreind. Hann var menntamaður og hafði gefið út allmarga latneska texta. Til þess þurfti hann að vega og meta. sitja og hugsa. Hann áleit því að hugur sinn væri vel þjálf- aður í að vega og meta fram- burð vitna, málið yrði honum barnaleikur og hann gæti fljót- lega dregið sínar ályktanir og leitt hina kviðdómendur í allan sannleika. En meðan herra Proudie sagði sögu sína og dr. Holmes horfði á hina hversdagslegu, heldur ó- geðfelldu konu í vitnastúkunni, varð honum smám saman Ijóst að hann stóð engu betur að vígi en aðrir kviðdómendur. Það er hægt að spyrja klassísk handrit í eiginlegri merkingu orðsins. Það er hægt að spyrja þau sömu spurningar hvað eftir annað og íhuga svör þeirra mánuðum saman. Og þau breytast aldrei; svarið er alltaf hið sama. En hann skildi nú að ekki var hægt að fara eins að með vitnisburð manna Það var ekki hægt að fá hann endurtekinn að geðþótta. Hann gæti ekki einu sinni far- ið fram á að herra Proudie end- urtæki staðreyndir sínar, þegar honum bauð svo við að horfa. Ennfremur var spurningin allt annars eðlis en han var vanur að fást við. Hún var ekki þannig: „Hvað hefði fremur illa þenkjandi rithöfundur skrifað á dögum Dómitíanusar?“ heldur „Hvernig bregzt venjulegt fólk við þegar á það reynir? Hvað | gerði þessi leiðinlegi kvenmaður I þarna yfir frá sennilega við I dreng sem ég hef aldrei séð?“ Og Dr. Holmes fór að velta því fyrir sér, hvort hann vissi í rauninni nokkuð um viðbrögð venjulegs fólks. Sjálfstraust hans rénaði lítið eitt. Loksins átti hann að fá blað í hendurnar. Blað sem hann gæti gluggað í og spurt. Næstum því handrit. Það var eins og hálm- strá að grípa í. Hann leit með létti á sessunaut sinn, veslings litla manninn með meltingar- truflanirnar, sem virtist biðja alla afsökunar á því að hann skyldi vera til. Kviðdómurinn hlustaði með athygli á næstu vitnaleiðslur, sem voru læknisfræðilegs eðlis. Lamas læknir, Herrington lækn- ir lýstu dánarorsökinni og hvern- ig dauðann bar að. Það virtist enginn vafi leika á því að dreng- urinn Philip hafi dáið vegna eitrunar af bergfléttufrjódufti. Herra Popesgrove einn hafði fyrir því að skrifa hjá sér, og það gerði hann aðeins af skyldu- rækni. Ef til vill myndi kvið- dómandi spyrja hann spurning- ar seinna og þá væri það skylda hans að svara samvizkusamlega upplýstur um allt sem málinu kom við. Sir Isambard Burns, verjandinn, spurði engra spurn- inga, þótt konan 5 vitnastúk- unni liti hvað eftir annað á hann bænaraugum. Þá var kallað á Parkes lækni. Hann sýndist ósköp þreyttur, gamall og taugaóstyrkur. Litli hvíthærði maðurinn í kvið- dómnum, herra Stannard, veit- ingamaðurinn, horfði með sam- úð á þennan litla, hvítklædda mann. Ósköp sýndist hann hræddur. Hann hefði þotið burt eins og hross ef hann hefði get- að, hugsaði herra Stannard. Og þegar Sir Isambard stóð upp í allri sinni lengd til að endur- spyrja, skalf gamli maðurinn sýnilega á beinunum. Herra Stannard var gagntekinn með- aumkun. Hefði Parkes læknir j verið hinn ákærði, hefði hann samstundis greitt atkvæði með sj?knu hans; það var ekki rétt- látt að kvelja gamlan mann. Og honum féll ekki við þennan lög- mann. Þetta voru hans fyrstu, ákveðnu skoðanir. Sir Isambard gaf sér góðan tíma til að rétta úr sér og koma einglyrninu fyrir í auganu. Loks var hann reiðubúinn. — Þér hafið starfað sem læknir á þessum slóðum um árabil, Parkes læknir? — f fjörutíu og fimm ár. — Og hafið þér marga sjúk- linga? — Ég get ekki skilið — ég á við, það fer eftir því hvað þér kallið „marga“. — Á ég að orða þetta þannig: er praksis yðar vaxandi eða minnkandi? — Ég veit það ekki. Ég get ekki sagt um það. Parkes lækn- ir var dálítið snúðugur. — Ég býst við að, hann standi svo sem í stað. — Einmitt það. Þetta er ó- vanaleg fáfræði hjá manni sem á afkomu sína undir fjölda sjúk- linga sinna. Jæja, en þér eruð sennilega í engum vafa um að þér stunduðuð Philip Arkwrigth frá því að hann kom hingað. — Auðvitað gerði ég það. — Og þér voruð nákunnugur heilsufari hans? — Það hef ég þegar sagt. — Samt sem áður létuð þér líða þrjátíu og sex klukkustund- ir, þegar hann þjáðist af eitrun, án þess að gefa honum nein virk vamarlyf. Hvernig stóð á því að þér gerðuð yður ekki ljóst, að ástand hans var óeðlilegt? — Þér hafið heyrt aðra lækna skýra frá því, að þessi eitrun sé mjög sjaldgæf og erfitt að þekkja hana. SKOTTA Auðvitað veit ég hvað þetta er. Af hverju spyrðu? Frost h.f. Vantar menn og stúlkur til flökunar og frysti- húsavinnu. — Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 50165 og 50865. Skrífstofur okkar ERU FLUTTAR í Ingólfsstæti la (hús Félagsprentsmiðj- unnar. Gegnt Gamla bíói). Ólafur Gíslason & Co. hf. Ingólfsstræti 1A — Sími 18370. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAM Húsfagnaverzlun Þórsnötu 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.