Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 7
ÞlðSVILIINN SIBA 7 i'oscuaagur l. maí 1964 K þ'essu ári er öld liðin frá því hin fyrs’tu al- þjóðasamtök sósíalista voru stofnuð — 1864 var stofnað Alþjóðasamband verkamanna, sem Marx hafði forystu fyrir. Það er því ekki úr vegi að rifja upp nokkrar sögur um viðureign hinnar Karl Marx. Kóngar skjálfa Byltingin 1848 kom miklu róti á alla Evrópu. Stórir og smáir kóngar voru skelfingu losnir. Allt austur f þokubæl- ið Pétursborg heyrðist berg- mál mikilla atburða. Nikolaj keisari fyrsti var mjög á- hyggjufullur; 14. marz skrifar hann ávarp þar sem eftirfar- andi ummæli er að finna: „I Vestur-Evrópu hafa skyndilega brotizt út uppþot og óeirðir, sem ógna löglegum valdhöfum og allri þjóðfélagsskipan . . . Og nú ógnar uppreisnarandinn í vitfirringu sinni einnig Rúss- landi, því landi sem Guð hef- ur trúað oss fyrir”. Keisarinn gerði sitt bezta til að reynast verður trausts almættisins: um það leyti var hert mjög á rit- skoðun og minnsta óánægja með stjórnarfarið var bæld niður sem snarlegast. Hin fræga þriðja deild kanselariu hans keisaralegu hátignar — en þaðan var pólitísk njósnastarf- semi skipulögð — efldi búskap sinn mjög verulega. Ekki að- eins innan lands heldur og ut- an: áhugi þessarar deildar á byltingarhreyfingu erlendis óx mjög verulega. Ofstopa-félag Einmitt um þetta leyti urðu þeir í þriðju deildinni varir við vofu kommúnismans, sem þá var farm að glettast víð höfðingja þessa heims í vestur- hluta álfunnar. 1 skýrslu frá erlendum erindrekum deildar- innar segir að kommúnista- klúbbar starfi nú f mörgum höfuðborgum og í Berlín einni séu fimmtíu þúsund meðlimir. I plaggi frá 3J50 má finna lista yfir byltingamenn og er þar í fyrsta sæti Karl Marx sem sagður er „áróðursmaður i Lomdon sem reynir að hafa á- hrif á Þýzkaland með aðstoð bóka” Nókkru síðar er einn af agentum deildarinnar kom- inn í kallfæri við Marx sjálf- an. Honum farast svo orð í skýrslu sinni til Pétursborgar: „Einu af hinum þýzku fé- lögum, sem þeir Marx. Wolf, Engels og Seidel stjóma, er skipt i þrjá hluta, þ.e.a.s. ný- liða, reynda félaga, og þá sem „framkvæma í blindni” eins og það er kallað. Þetta félag kemur saman á Great Widmay í húsinu nr. 20. Á bakvegg herbergisins er rauður dúkur með áletrun: Lifi hið lýðræð- islega þjóðveldi! Annað þýzkt félag sem hef- ur bókstafinn B. er ofstopa-fé- lag. 1 því læra menn allar að- ferðir til að drepa þjóðhöfð- ingja”. Agentinn hefur bersýnilega haft nokkurn grun um það hverskonar upplýsingar Pét- ursborg hefði helzt smekk fyr- ir. Þessvegna sveipar hann hina ungu hreyfingu kommún- ista í rauða skikkju hrollvekj- andi leyndardóma og samsær- is, og einkum hamrar hann á þeim bráða lífsháska sem krýndu fólki sé búinn: ,,1 lok fundar sem nýlega var hald- inn í félaginu fullvissaði Marx alla viðstadda um að stundin væri nú að nálgast og ekki ein einasta konungsfjölskylda álfunnar mundi komast und- an”. Vonandi hefur maðurinn hlotið einhvcrja upphefð fyrir djarft ímyndunarafl sitt. Svo mikið er víst, að þessi skýrsla — og aðrar svipaðar — ollu miklu fjaðrafoki í Pétursborg. Nauðung og óstjórn A.F. Orlof greifi var þá yfir- maður Þriðju deildar. Varð- veitzt hefur mjög athyglisverð greinargerð sem hann tók sam- an eftir að hafa kynnt sér nákvæmar skýrslur sem yfir- boðarar lögreglunnar í Hann- over og prússnesku lögreglunn- ar höfðu vinsamlegast sent honum um starf og skipulagn- ingu þýzkra byltingarsamtaka; alþjóðahyggja lögreglunnar hefur því miður alltaf verið jafntraust alþjóðahyggju verka- manna — eða traustari jafn- vel. Þetta skjal er vel þess virði að f það sé vitnað: „Sterkasta vopnið gegn hin- um skaðlegu kenningum kommúnista er fólgið í því að stilla upp gegn kommúnistísk- um áróðri öðrum áróðri — andkommúnistískum: að út- breiða þá skoðun meðal verka- manna að kommúnistar berjist keisaralegu og konunglegu Evrópu við hina ungu hreyfingu og fulltrúa hennar. Hér verður rætt um spaugilegan eltingaleik rússnesku leynilög- reglunnar við Karl Marx, — eða réttara sagt skugga hans. KARL MARX og rússneska lögreglan Sendum öllu starfsfólkinu og öllu vinnandi fólki til lands og sjávar okkar beztu kveðj- ur í tilefni dagsins. Sendum öllu vinnandi fólki til lands og sjávar okkar beztu kveðjur. Bifreiða- og trésmiðja Borgarness h.f. Finnbogi Guðlaugsson. Sendum öllu vinnandi 'fólki beztu kveðjur í tilefni dagsins. — Þökkum viðskiptin. fyrir þvi að nauðung og ó- stjóm taki völd, fyrir útrým- ingu persónulegs frelsis og að eina leiðin fyrir verkamenn til að binda endi á ósjálfstæði sitt sé fólgin í spamaði og vexti auðmagnsins . . tJt- breiðsla heilbrigðra skoðana á hagfræði, einkum meðal verka- lýðsins (eins og gert hefur verið t.d. í Englandi), viður- kenning verkamanna á því að núverandi afstaða milli vinnu og auðmagns sé óhjákvæmileg og eðlileg — í þessu er fólgin sterkasta vöm þjóðfélagsins gegn pest kommúnismans”. Ekki geta þessar hugleiðing- ar lögreglugreifans talizt bein- lfnis frumlegar. En í þeim er ýmislegt sem minnir á það sem við heyrum í borgaralegum áróðri enn þann dag í dag, þótt nú sé að vísu oftast kom- Eftir ÁRNA BERGMANN izt kænlegar að orði: Einmitt þess vegna var nú minnzt á þetta skjal: kenningar Marx eru jafnlifandi nú og fyrir 100 árum; óttinn við þær líka. Voði á ferðum Árið 1871 er ár Parísar- kommúnunnar. sem var fyrsta tilraun til að stofna öreigaríki á jörðunni. Á slíkum tímum tekur keis- araleg og konungleg lögregla álfunnar eðlilega nýjan fjör- kipp: hún brettir upp ermarn- ar hver í sínu landi og s,ver að vofu kommúnismans skuli ekki takast að smjúga inn á sitt umdæmissvæði. Þriðja deild kanselaríu hans keisaralegu hátignar var engin undantekn- ing. Þessa mánuði fékk hún mikinn og uggvænlegan póst. Gendarmeríið í Varsjá fékk til- kynningu þess efnis, að borg- ari Jan Kostecki hafi farið frá London 20. september og sé á leið til Galizíu og Varsjár „sem erindreki Karl Marx til að stofna deildir Alþjóðasam- bandsins f suðursýslum Rúss- lands”. 10. júlí 1871 skrifar lögregluforsetinn í Berlín til Þriðju deildar og segist reiðu- búinn „að láta yður í té nauð- synlegar heimildir um austur- rískan ríkisborgara, Leitner að nafni, sem er á leið til Rúss- lands í áróðursferð fyrir flokk Bebels og Liebknechts”. 5. apríl 1872 berast fregnir af þvi að í Zúrich hafi komið út á rússnesku bæklingur Karls Marx sem sé „upphafin lof- gjörð um Parísarkommúnuna”. Lögreglumenn spila ekki ólsen — ólsen á svo alvarlegum tfm- um. það er augljóst mál. Skakkur Marx handtekinn Þó var aðalhvellurinn eftir. Upp kom sá kvittur, að von væri á sjálfum höfuðpauran- um, Karli Marx. til Rússlands, og eðlilega var ekki búizt við þvf að sú ferð væri farin til gottgjörelsis. Fyrst var þess vænzt, að hann kæmi frá Kon- stantínópel. Gendarmeriið gerði ráðstafanir til að veita honum verðugar móttökur. Og 18. maí 1872 sendir Knopp, þá- verandi lögregluforingi í Ód- essu hraðskeyti til Pétursborg- ar þess efnis, að hann hafi handtekið Marx þá um morg- uninn. Þetta voru mikil tíð- indi. En svo kom það á dag- inn að þetta var ekki sá rétti Marx. Sá handtekni hét Juli- us Alexander Marx, enskur borgari, kaupsýslumaður frá Nottingham með alla pappira í bezta lagi. Knopp taldi samt rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig og setti Julius þennan 1 stofufangelsi í einu af gisti- húsum borgarinnar, leyfði hon- um að vísu að veita innborn- um viðskiptavinum áheym. en setti lögregluþjón við dymar. Juliu&i Marx var fljótlega sleppt úr haldi eftir tilskipun frá Pétursborg og kærði hann bréflega illa meðferð á sér fyr- ir brezka konsúlnum í Ódessu. Það er athyglisvert að kons- úllinn tók ekki upp þykkjuna fyrir Ianda sinn heldur lýsti þvert á móti velþóknun sinni á aðgerðum yfirvaldanna. Hann hefur sjálfsagt hugsað að menn geti aldrei verið of varkárir gagnvart þessum and- skotans kommum. Knopp lögregluforingja þótti samt miður að hafa hlaupið svona á sig. Og í næstu skýrslu sinni til Pétursborgar biður hann undirdánugast að sér verði tilkynnt ef fyrir hendi sé „sérkenni eða önnur nákvæm- ari vitneskju um Marx þann, sem handtekinn skal”. svo að hægt sé að komast hjá nýjum mistökum. Þeir í Péturborg brugðu skjótt við og fundu ljósmynd af þeim rétta Marx: 27. maí var kopia af þessari mynd send til Ódessu. ,„í illu markmiði“ Ekki leið samt á löngu áð- ur en pólitískum öryggisbjöll- um Rússlands yrði hringt á nýjan leik. Þann 10. ágúst sendir Þriðja deildin leynileg fyririnæli til yfirmanna allra gendarmería: „Forseti þýzku deildarinnar í Alþjóðasamband- inu og einn helzti frömuður þess, rithöfundurinn Karl Marx, hefur í hyggju að laum- ast inn í Rússland í illu mark- miði á ensku vegabréfi, stfl- uðu á Wallace”. Það tr ekki Framhald á 10. siðu. Gleðilega hátíð! STEYPUSTÖÐIN H.F. Sendum öllu starfsfólki voru og öðru vinn- andi fólki til lands og sjávar okkar bez'tu kveðjur í tilefni dagsins. NETAGERÐ REYKDALS JÓNSSONAR Auðbrekku 49, Kópavogi. Sendum öllu vinnandi fólki til lands og sjávar okkar beztu kveðjur í tilefni dagsins. (uuntmidí Sendum öllu starfs'fólki okkar og vinnandi fólki til lands og sjávar bezfu kveðjur í tilefni dagsins. SÆNSK-lSLENZKA FRYSTIHOSIÐ H.F. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN óskar til hamingju með daginn. GLEÐILEGA HÁTlÐ! Sendum öllu starfsfólki okkar og öðru vinnandi fólki til lands og sjávar, okkar beztu kveðjur í tilefni dagsins. BERNHARD PETERSEN Hafnarhúsinu. ¥■ ‘ * »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.