Þjóðviljinn - 01.05.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 01.05.1964, Page 10
10 SlÐA ÞJðÐVILIINN Föstudagur 1. maí 1964 Myndirnar eru frá sömu árum og atburðir greinarinnar gerðust, t.v. fundur verkamanna í Þýzkalandi, t.h. stofnun þýzka keisaradæmisins í Versöluin 1871. KarI Marx og rússaeska lögreglan Framhald af 7. síðu. von á góðu enda var skipað svo fyrir að þessi Marx-Wall- ace skyldi handtekinn um leið og í hann naeðist. Viti menn. Ári síðar berast þau tíðindi frá landamæra- stöðinni Skúljani, að kafteinn Sazonof hafi handtekið Daniel nokkum Wallace. Wallace þessi tók handtökunni með mikilli vandlsetingu og kvaðst Framhald af 5. síðu. eru í Prag, spurði leiðsögu- maðurinn hvert skyldi halda og hvað ég vildi sjá um kvöld- ið. Nú hef ég heimsótt stórt félag og séð það sem þar er að gerast, nú langar mig tii að sjá lítið félag. hvernig það berst fyrir tilveru sinni. Það er þá bezt að fara með þig til félags sem heitir Tatran- Stresovige og er aðeins 7 ára gamalt, og hefur m.a. fang- brögð á stefnuskrá sinni. Þú segir að þið iðkið ekki slíka íþrótt á íslandi, og þá getur verið gaman fyrir þ'g að sjá þetta, og hvernig æfingarnar ganga til. Þetta varð að ráði og fórum við langa leið í útjaðar borg- arinnar, og komum þar að all- stórum byggingum, en þar hafði félagið bækistöð sína. Fórum við rakleitt inn í einn salinn sem ekki var stór, en þar var mikið að gera. Marg:r ungir menn klæddir íþrótta- búningi voru þar og áttust sumir við á mikiili mottu sem næstum var horn í hom i þessum litla sal. Voru það hörð átök, og sann- arlega til að stæla líkama þeirra og þá ekki síður skap- gerð. Þegar þeir tóku á í við- ----------------------------<S> SjálfsæSishetja látin í Afríku FREETOWN 29/4 — Forsætis- ráðherrann í Sierra Leone, Sir Milton Margain, dó í nótt eftir langa sjúkralegu. Sir Milton varð 68 ára gamail og er sjálf- stæði Sierra Leone talið honum mikið ag þakka. aldrei fyrr hafa orðið var við þvílíkt virðingarleysi fyrir ensku vegabréfi. Það var ekki nema von að maðurinn reidd- ist: mistökin í Odessu höfðu endurtekið sig. Og í annað sinn var klagað til sendifull- trúa Breta, og í annað sinn lögðu sendifulltrúar blessun sína yfir aðgerðir rússnesku lögreglunnar: þeir kváðust vel geta skilið áhyggjur hennar á þessum erfiðu tímum. ureignum sínum mátti sjá skemmtilegt vöðvaspil, og þeg- ar þeir slepptu tökum og stóðu í réttstöíðu var hér greinilega um vel byggða pilta að ræða, sem höfðu fengið góða þjálf- un. Til hliðar við æfinga- svæðið sat æruverðugur full- orðinn maður milli 60 og 70 ára gamall, og hafði öll ein- kenni þess að vera gamall glímukappi, og reyndist vera það við nánari kynni. Það var formaður glímudeildarinnar. og fylgdist með öllu sem fram fór. Hafði hann flutzt til þessa borgarhluta og hafði stöðugt áhuga fyrir fangbrögð- um, og hafði gaman af að vera innan um þessa ungu glímu- menn. Hvað eru margir í deildinni? Skráðir eru alls 50 félagar. sagði hnn þrekvaxni formað- ur, 30 þeirra eru virkir og starfandi, og er mikill áhugi meðal piltanna. Hefur þetta unga félag náð góðum árangri í fangbrögðum? Já, já, við eigum þegar unga menn sem fara á meistaramót- ið núna bráðum. og það í tveim flokkum, en þangað komast ekki nema góðir menn. Ég er því bjartsýnn á fram- tíðina. Þjálfarar? Yfirleitt höfum við á að skipa áhugaþjálfurum. aðal- þjálfarinn fær þó smáþóknun fyrir kennsluna. Hver leggur ykkur til hús- næði? Þetta húsnæði sem við er- um í, voru áður skemmur frá búgarði, og fengum við leyfi til að laga þetta til fyrir okk- ur í þessu félagi. Söfnuðum við liði og gerðum allar þess- ar breytingar í sjálfboðavinnu og var það mikið verk, og Fáir munu lesa og enn færri skilja Karl Marx hafði mikinn á- huga á málefnum Rússlands: hann kunni málið, las rússn- esk skáld og hagfræðinga. En hann kom aldrei til Rússlands í eigin persónu. Hann heim- sótti það land með öðrum hætti: í bókum. Um þá heim- sókn er einnig til saga engu hefur það þjappað piltunum saman á þessum byrjunarár- um. Við erum ánægðir með þetta, og erum alltaf að bæta og laga til. Eigið þið í fjárhagsörðug- leikum? Við innheimtum auðvitað ársgjöld. og reynum fjáraflan- ir, og ef það dugar ekki þá leitum við til Iþróttasam- bandsins um aðstoð. Nú þetta gengur ágætlega. Við söfnum unga fólkinu hér saman, það fær hér líkamlegan þroska og félagslega útrás. Við hinir eldri megum ekki skilja við íþrótt okkar, þótt við hætt- um að geta nokkuð í sjálfum íþróttunum. Við verðum að koma hinum yngri í kynni við íþróttimar og gildi þeirra fyr- ir þá sjálfa og þjóðfélagið. Ég hef góðan tíma. Ég er kominn á eftirlaun, og mér er ánægja í að eyða tíma mínum í þetta. Ég hef trú á því að ég sé að gera gagn, sagði þessi þrek- vaxni öldungur að lokum. I hliðarsal við glímusalinn mátti heyra mikinn klið frá borðtennisleik, en félagið hef- ur þá íþrótt á stefnuskrá sinni, og er hún ákaflega mikið iðk- uð í Tékkóslóvakíu. Voru bar mörg ungmenni að leik. Ýms- ar fleiri greinar hafði þetta unga félag á stefnuskrá sinni. en ekki vannst tími til að kynnast því nánar að þes&u sinni. Eftir að hafa horft á æfing- ar í fangbrögðum, vaknaði sú spuming í huga mínum: Hversvegna hafa fangbrögð ekki verið tekin upp sem i- þróttagrein á Isiandi, þvi vafa- laust mundu íslendingar ná góðum árangri í þeirri grein. ef þeir hefðu lagt áherzlu á hana. Má í þvi sambandi minnast á árangur Sigurjóns Péturssonar á OL í Stokk- hólmi 1912, og raunar fleiri manna, en það er eins og fangbrögð hafi ekki náð fót- festu hér, hvemig sem á því stendur. Það var gaman og eftir- minnilegt að heimsækja þetta imga félag, og sjá þann áhuga sem þama ríkti. sjá hina vel- vöxnu menn í karlmannlegum átökum, og sjá hvað hinir ungu og gömlu héldust í hend- ur um að leiða þetta áhuga- mál sitt fram til meiri árang- urs, meiri þroska. Frímann. síður lærdómsrík en sú saga sem nú var sögð um viður- eign lögreglunnar v'ð þennan ágæta hugsuð — eða réttara sagt: skugga hans. Skömmu eftir að fyrsta bind- ið af Au'ðmagninu kom út barst ritskoðuninni í Péturs- borg eintak af bókinni á þýzku. Svo fór að leyft var að selja bókina í Rússlandi. Skút- arof hét sá maður sem um þetta mál fjallaði. Hann segir svo í ályktun sinni: ,,Eins og við mátti búast eru í bókinni ófá dæmi um sósíal- istískar og guðlausar til- hneigingar hins illræmda for- seta Alþjóðasambandsins. En hve hvassyrtur sem Marx er um afstöðu kapitalista til verkamanna, þá álítur ritskoð- arinn samt vafasamt að þau ummæli geti valdið verulegu tjóni þar eð þau drukkna, ef svo mætti segja, í geysimiklu hafi myrkra pólitískra og hag- fræðilegra rökfærslna, sem eru innihald þessarar bókar. Það má fullyrða að fáir muni lesa þessa bók og enn færri skilja hana.” Lögreglan sór að hleypa Karli Marx ekki inn í Rúss- land: hún óttaðist þann mann sem átti víst að kunna allar hugsanlegar aðferðir til að drepa þjóðhöfðingja. En rit- skoðunin hleypti höfuðriti hans inn í landið á þeim forsendum að fáir myndu lesa það og enn færri skilja. Og þessi ákvörð- un var tekin einmitt í því landi þar sem fyrst var hafizt handa um að leysa vandamál þjóðarbúskapar á grundvelli þeirra kenninga sem fram voru settar í Auðmagninu. Svona glottir sagan af mikilli mein- fýsni að öllum þeim sem ekki þekkja lögmál hennar. „A/drei um seinan" Neskaupstað, 24/4 — Leikfélag Neskaupstaðar frumsýndi síðasta vetrardag gamanleikinn „Það er aldrei um seinan“ eftir enska konu, Felisity Douglas. Aðalper- sónan í leiknum er líka kona, húsmóðir sem hneigist til rit- starfa og lendir í ýmsum á- rekstrum á heimilinu fyrir bragð- ið. Leikrit þetta hefur ekki verið fært upp áður hérlendis, en hins- vegar hefur gengið hér kvik- mynd, „Fjölhæf húsmóðir," sem gerð er eftir því. Leikstjóri er Stefán Þorleifs- son spítalaráðsmaður, en hann er hér að góðu kunnur bæði sem leikari og leikstjóri, og bregzt heldur ekki bogalistin í þetta sinn. Hina pennaglöðu húsmóð- ur leikur Hrafnhildur Sigurðar- dóttir og bónda hennar Aðal- steinn Halldórsson. Alls eru níu hlutverk í þessum leik, sem var vel tekið af áhorfendum. Á nasst- unni mun hann verða sýndur á fleiri stöðum hér eystra Það er aldrei um seinan, þótt komið sé vor, segir formaður leikfélags- ins Birgir Stefánsson. — H. G. VörnskiptÍH í Marzmánaði Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Hagstofunnar um verðmæti út- og innflutnings í marz sl. var vöruskiptajöfnuðurinn í mánuð- inum hagstæður um 45.7 milj. króna en í sama mánuði í fyrra var hann óhagstæður um 18.1 milj. króna. Ot voru fluttar vörur fyrir 359.6 milj. (282.7 í fyrra) en inn fyrir 313.9 milj. kr. (300.9). IÐJA, félag verksmiðjufólks Hafnarfirði Sendum öllum verkalýð landsins hug- heilar stéttarkveðjur 1. maí. GLEÐILEGA HÁTÍÐ! I tilefni af 1. maí sendum við íslenzkum verkalýð okkar beztu heillaóskir. Skipaafgreiðsla JES ZIMSEN Sendum öllu starfsfólkinu og vinnandi fólki til lands og sjávar okkar beztu kveðjur í til- efni 1. maí. MARS TRADING COMPANY h/f Sendum viðskiptavinum og öllu vinnandi fólki til lands og sjávar okkar beztu kveðjur í tilefni dagsins. WREVF/LZ. ______________________________________________________<s> Stórt íþróttafélag og annað lítið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.