Þjóðviljinn - 27.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.05.1964, Blaðsíða 2
SfÐA HODTILIINN lönnám Nemar geta komizt að í rennismíði. Góð vinnuskilyrði. VELSMIÐJAN HEÐINN Sími 24260. I. DEILD ÍSLANDSMOTIÐ Laugardalsvöllur miðvikudag kl. 20,30. ÞRÓTTUR - VALUR MOTANEFND. Frá Barnaskóla Ísafjarðar: Smíði f yrri áfanga nýs skóla- húss verður hafin á næstunni SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsgagna verzlun VÖNDUÐ F ii U R Sýptýárjórtsson &co Jfafmæfarti h Barnaskóla IsafjarOar var slitið 20. þ.m. í Templarahús- inu. Björgvin Sighvatsson, sem gegnt hefur skólastjórastarfinu í vetur vegna árs orlofs skóla- stjórans, gerði grein fyrir skólastarfinu á vetrinum og af- henti nemendum prófskírteini, og bókaverðlaun frá skólanum til þeirra, sem hlotið höfðu yf- ir 9,00 í aðaleinkunn, Börnin sungu nokkur lög undir stjórn söngkennara skól- ans, Ragnars H. Ragnar. I skólanum voru alls 352 börn. Börn á aldrinum 7—9 ára voru samtals 184. þar af 108 drengir. Böm á aldrinum 10—13 ára voru samtals 168, þar af 92 drengir. Alls voru 200 drengir í skólanum, en 152 stúlkur. Undir barnapróf gengu 57 böm, og luku 55 þeirra próf- inu, en tvö börn náðu ekki til- skilinni lágmarkseinkunn. Á barnaprófinu hlutu átta börn ágætiseinkunn, I. eink. hlutu 26 börn, II. eink. hlutu 20 böm og III. eink. eitt barn. Hæstu þrjár einkunnir á barnaprófinu hlutu: Sigríður Jónsdóttir 9,28. Guðlaug K. Leifsdóttir 9.26 og Guðríður Sigurðardóttir 9,18. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Hjálmar H Ragnarsson, 9,33, en hann er nemandi f V. bekk. Skólastjórinn gat um gjafir, sem skólanum höfðu borizt á skólaárinu. Lions-klúbbur ísa- fjarðar gaf skólanum vandað sjónprófunartæki á s.l. hausti. Gideonsfélagið í Reykjavík sendi öllum 12 ára börnum Nýjatestamentið eins og á undanförnum árum. Bömin sem nú brautskráðust frá skólanum tilkynntu við skóla- uppsögnina, að þau hefðu á- kveðið að færa skólanum að gjöf Ijósmynd af skólahúsinu. Skólastjórinn þakkaði fyrir þessar góðu gjafir. Heilsufar var gott og kom ekki til neinna tafa á skóla- starfinu sökum veikinda, Dag- legar lýsisgjafir eru í skól- anum, og hefir skólahjúkrun- arkonan, Una Thoroddsen. þær með höndum. Skólabömunum er séð fyrir ókeypis tannlækn- ingum á vegum skólans. Sýning á handavinnu nem- enda skólans var annan hvíta- sunnudag, og voru sýningar- gestir nær 1000. Auk skólastjórans kenndu við skólann 14 kennarar. Byggingaframkvæmdir á næst- unni. I ræðu sinni gat skólastjór- inn þess, að á nætunni yrðu hafnar framkvæmdir við fyrri áfanga nýs barnaskólahúss, sem byggt verður meðfram Austurvegi, s.amkvæmt teikn- ingu Gunnlaugs Pálssonar, arkitekts. í þeim hluta byggingarinnar, sem nú er verið að byrja á. verða m. a. átta rúmgóðar kennslustofur, 4 á hvorri hæð. kennarastofa, ásamt vinnuher- bergi og bókageymslu, skrif- stofa skólastjóra, tvö stór - níiftvikudagur 27. maí 1964 hreinlætisherbergi fyrir nem- endur. Gangar eru rúmgóðir og er þar komið fyrir fata- geymslum nemenda. Nýbygg- ingin verður tengd gamla skólanum. enda verður hann e'nnig notaður næstu árin. Sameiginleg kynding verður fyrir bæði húsin. Tilheyrandi þeim áfanga, sem nú er verið að byrja á, er stór samkomusalur, ásamt með leiksviði og geymslum. Innan- gengt er úr nýja skólanum i samkomusalinn, einnig er inn- gangur í salinn utan frá, enda er til þess ætlazt að salurinn verði einnig til afnota fyrir gagnfræðaskólann og æsku- Íýðsstarf í bænum. Þetta nýja bamaskólahús verður hin vandaðasta bvgg- ing. enda kapp lagt, á að það fullnægi öllum þeim kröfum, sem nú eru gerðar til nýtízku skólahúsa. (Frá skólanum). Bækur frá Prentice-Hall Sölusýning stendur nú yfir í verzlun okkar á úrvalsbókum frá Prentice-Hall Inc., (eitt afitærstu bókaútgáfufyrirtækjum Bandaríkjanna). Bækur þessar fjalla um hin margvíslegustu efni. Lítið inn meðan úrvalið er nóg. Smrfajörn?ótis5(m&úxh.f THE ENGLISH B00KSH0P Haínarstræti 9 — Símar 11936, 10103. : to)WRÍ3rcíÓ!TW PER50NNA u tó, 08 oieS »158- VQum tílrovnum hefur nvHÓknariiSI PERSONNA t®kh» a8 0m 4 flogbaB 9101« otn PBtSONNA MBShv Hin frúbcaru nýju PERSONNA rakblðS úr .ataiiv Itu Uhí* *fu nú loktint fóonlog Mr ó kmdL Stœnto tkrriiS i þróun rokbloSo fró þvf ofl bmm U«tle Þ*irr» MHf. PERSONNA rakblo8B tmUm flvgbnf M fyr*** * ti8a«1o = 15. rakmira. 'téWY'f' /£•’' HfllDSAlUBIRGDIR BLOÐIIM Spirit of America. hraðskreiðasti bíllinn SPIRIT OF AMERICA kalla Kanar þennan bíl scm sagður er sá hraðskreiðasti í hcimi — náði í fyrraraust 655 km hraða miðað við klukkustund á akbraut í Utha í Bandaríkjunúm. Tókst að koma bifreiðinni á þessa miklu ferð með því að gangsetja þrýstiloftshreyfla. SPIRIT OF AMERICA var sá gripurinn, sem einna mesta athygli vakti á A1 þjóðlegri bíiasýningu í New York fyrir skömmu. Malcolm Frager mun halda hér tónleika mei Asjkenasí Bandaríski píanóicikarinn Malcolm Frager er væntanleg- ur til Islands til hljómleika- halds á vegum Skrifstofu skemmtikrafta. Kemur hann til Reykjavíkur í júnímánuði og heldur sjálfstæða hljóm- leika ásamt vihi sínum, sov- ézka píanóleikaranum Vladi- mir Asjkenasy. sem þá verður staddur hcr á Iandi. Malcolm Frager er maður ungur að árum, aðeins 28 ára, en hefur á síðustu árum getið sér orð sem frábær píanósnill- ingur. Hann er fæddur og uppalinn í St. Louis, en nam píanóleik að mestu hjá Carl Friedberg, þýzkum píanóleik- ara, þúsettum í New York. Friedberg lézt árið 1955, en þá var Frager rétt um tvítugt og hefur hann að mestu unn- ið sjálfstætt síðan og miðað að auknum þros.ka í listinni. Þeg- ar árið ‘55 vann hann 1. verð- laun f Leventhritt-samkeppn- inni og ári síðar 1. verðlaun í Queen Elisabeth-samkeppn- inni í Brussel í apríl 1963 lagði Frager upp í sex vikna hljómle'kaferðalag um Sovétríkin. Hélt hann hljómleika i 22 borgum. þar á meðal Moskvu, Leningrad, Minsk, Kiev, Lvov og Odessa. Hvarvetna hlaut hann fádæma viðtökur og óskorað lof sov- ézkra gagnrýnenda, Frager kynntist íbúum Sov- étríkjanna því betur í þessari ferð sinni sem hann kann rússnesku ágætlega. Tók hann próf í málinu frá Columbia- háskólanum með ágætiseink- unn fyrir nokkrum árum. Er Frager kom heim til Bandaríkjanna úr Rússlands- ferðinni hélt hann tónleika þar, m.a. i New York og í Tanglewood, er sumartónlist- arskólinn stóð þar yfir. Þar lék hann píanókonserta Pro- kofieffs nr. 1 og 2 með Roston Symfoníuhljómsveitinni undir stjóm Charíes Munch og Erics ' ^insdorff. Ummæli gagnrýn- enda voru á einn veg — að barna væri á ferðinni frábær snillingur. Fóru þeir mörgum Malcolm Fragcr orðum um það, hve þéssar erfiðu tónsmíðar Prokofieffs hefðu virzt auðveldar í með- förum Fragers. Um fyrri tón- leikana í Tanglewood, sem fram fóru utan húss í 30 stíga hita og þar sem áhorfendur voru sex þúsund talsins. sagði Harald Schonberg, einn hinn helzti tónlistargagnrýnandi ,,New York Times”: Píanóleik- arinn hlýtur að hafa verið orðinn eins og blautur svamp- ur í hitanum enda var aug- ljóst, að honum leið ekki sér- lega vel. Engu að síður vann hann mikinn sigur. Það er næstum „ómóralskt” að nokk- ur píanóleikari skuli hafa slíkt vald á þessari erfiðu tónsmíð Prokofieffs. að hún virðist næsta auðveld”. SINFÓNÍUHLJ ÓMSVEIT ÍSLANDS RÍKISÚTV ARPIÐ Rússneski píanósnillingurinn Vladimir Ashkenazy leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands á aukatón- leikum í Háskólabíói, fimmtud. 4. júní, kl. 21,00 Stjórnandi: IGOR BUKETOFF. EFNISSKRÁ: MOZART: Sinfónía nr. 35 „Haffner* BEETHOVEN: Píanókonsert nr. 1, C-dur RACHMANINOFF' Pianókonsert nr. 3 d-moll. Áskriftarskírteini gilda ekki að tónleikunum, en föstum ásVrifendum er kostur á h'rkaups- rétti aðpöngumiða til fösPi'.- 29 inoí -- gegn fram- vísun áskriftarskírteina í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2 og Vesturveri. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.