Þjóðviljinn - 27.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.05.1964, Blaðsíða 10
JQ SlÐA -------- Þið stúdentsárin æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG MðÐVIIJINN BSiðvtkudagur 27. maí 1964 SKOTTA Hvert í hoppandi, — kemur ekki þarna fyrrverandi vinur pabba míns, — við erum glötuð! Friðjón Stefánsson: Athugasemd legan. Og inni í regnslánni er hann útaf fyrir sig, rétt eins og í eigin húsi. Það eru svo margir heima hjá Mogensen og hann hefur aldrei neitt fyrir sig. En regnsláið er eins og hellir. Og hann leikur riddara í skikkju sinni eða dularfullan að- komumann í kufli. Hinn leynd- ardómsfulla gest með miklar á- ætlanir og undrunarefni undir regnsláinu. Þeir fara gegnum Grasgarðinn. Stóra króka eftir krókóttum stígum. Gegnum furuskóga og yfir brýr. Yfir hinar miklu steinhæðir með fjallagróðri. Inn í frumskóg pálmahússins. Það synda gullfiskar undir fljótandi risablöðum Victoria regias. Vafningsviðir hanga nið- ur úr trjákrónunum. Banana- pálminn er með græna klasa og háu döðlupálmarnir eru með löng rauð blóm í toppnum. Syk- urreyr og bambus og burknar teygja sig upp í ljósið og stór, dökkgræn, gljáandi blöð hanga niður í hálfrökkrið. Og loftið er heitt og kryddað og eins og í frumskógi. Það er svo heitt að gúmmíregnslá Mog- ensens er að bráðna. Hann er ekki lengur riddari í skikkju. Nú er hann Hom kaupmaður og- Amsted er Stanley. — Við eigum enn eftir nokkr- ar vistir. — segir Stanley og tek- ur þurrt brauð upp úr vasa sín- um. Hann hefur ekki mátt vera að því að borða það í skólanum og móðir hans verður reið þeg- ar hún finnur gamlan mat í vös- um hans og segir að hann eigi að hugsa um öll fátæku bömin sem fái engan mat og yrðu glöð og þakklát ef þau fengju skorpnu eggjasneiðamar hans. Og frumskógarleiðangurinn tekur sér hvíld undir pálmunum og nýtur máltíðarinnar. Og hinir innfæddu — menn- HÁRGRFIÐSIAN Hárgreiðslu og : snyrtlstofa STETNTJ oe nónG Laneavecn 18 ITI h. Oyftal i RfMT 2461« P B B M A Garðsenda 21 ' 8ÍM1 83968. Hárgreiðslu- oe snyrtistofa. ■ nðmur' Hárgreiðsla rið { allra haefl TJARN ARSTOFAN : TJamareStn 16 Vonarstrætis- meein - 8fMi I4BR2 hArgretosldstofa AUSTURBÆJAR ÍMaria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SfMi 14656 __ Nuddstofa á sama stað - imir sem vinna í gróðurhúsinu — eru friðsamlegir og ráðast ekki á hvíta menn. — Ég skal fara til Afríku, þegar ég er búinn í skólanum, segir Amsted. — Ég verð líka að komast þangað einhvern tíma. Mig lang- ar líka til Suðurameríku. Þar eru til einhver skordýr sem eru á stærð við spörfugla. Það gæti verið gaman að ná í nokkur stykki. — Þá gætirðu gefið þau skóla- 13 safninu, svo að. þín yrði getið í skýrslunni. — Nei, svei mér þá. Ég ætla að hafa þau í minu eigin safni og þegar ég er dauður á Nátt- úrufræðistofnunin að fá þau. En þú getur fengið þau sem ég á aukalega. En skólinn skal ekki fá neitt, sú skítastofnun! — Já, þara hann brynni til ösku! — Það væri lafhægt að kveikja í honum án þess að nokkur kæmist að því. Það væri hægt |ð stela fosfór í efnafræðitíma og fara með þ.að upp i náttúru- fræðistöfúi "þár "söftT' öll glösin með spíritus standa. Þar gæti logað glatt. lagsmaður. Það er sætur iJmur í frum- skóginum. Þar eru blómstrandi brönugrös og mímósumar loka blöðum sínum þegar þau eru snert. í stóra, kringlótta pálma- húsinu skilja þeir og fara hvor sína leið eftir krákustígum. Og þegar þeir hittast aftur, segir Amsted: — Herra Livingstone, geri ég ráð fyrir? — Yes, sir, — segir Mogensen. Og herra Livingstone er með regnslá og gleraugu og matrósa- húfu og spóalappir. Fyrir utan pálmahúsið er rign- ing. Þokan liggur þétt að alpa- hæðum sieinhæðanna. Og það þarf að ganga upp eftir þeim einu sinni enn. Eftir litlum, grýttum stígum, sem eru undnir og snúnir. Grenigreinar hafa verið lagðar yfir kaktusana og safaplöntumar. en litlu, harð- gerðu alpajurnirnar blómstra ennþá á þessum undarlega árs- tíma. Og steinhæðimar eru Himalaya. Mount Everest. Maður er kom- inn upp á tindinn fyrstur af öll- um. Og maður horfir yfir hálfa Asíu. Þarna er Indland, og þama er Tíbet og það er hægt að greina grænt hvolfþak Borgar- sjúkrahússins og verksmiðjureyk- háf gegnum þokuna. Og bak- poki Amsteds og skólataska Mogens.ens eru súrefnistæki, sem gera fjallgöngumönnunum kleift að anda héma uppi þunna lofti. — Hvað erum við hátt uppi? — Ég man ekki nákvæmlega hve há Himalayafjöllin eru. en eru meira en míla. — Fjallgöngur eru mjög spennandi, — segir Mogensen. — Þegar ég er búinn í skólanum, ætla ég að reyna að komast upp á Mount Everest í alvöru. Af hverju ætti það að vera ómögu- legt? Það er svo margt sem á að gera að skóianámi loknu. Heim- urinn er svo geysistór og það þarf að sjá allt og reyna allt. Amsted efast ekkert um að hann komist til Afríku, og jafn sjálf- sagt þykir Mogensen að hann safni risabjöllum í Suðurafríku og gangi á Mount Everest. Maður hefur tímann fyrir sér. Það eru engin takmörk fyrir því sem hægt er að koma í verk. Og Teodor Amsted getur ekki vitað að hann muni aldrei kom- ast lengra en til Norðursjálands. Þeir fara útúr grasgarðinum. En hinum megin við götuna er Austurgarður, sem hægt er að gleyma sér i. Og hann er stór og villugjam með þéttkjarri og hættulegum garðvörðum sem elta þá sem ganga ekki eftir stígun- um. Mogensen trúir Amsted fyrir ýmsu í sambandi við Svörtu höndina. En Amsted verður að sverja að þegja. Þetta er algert leyndarmál, en kannski getur Mogensen komið því í kring að Amsted geti orðið félagi. — En segðu ekki orð við nokkum mann! Það verður hér í Austur- garði sem leynifélagið hefur að- setur. Við höfum rætt þetta allt saman í frímínútum. Eftir nokkra daga getum við hafizt handa. Þetta verður spennandi. Amsted vill óður og uppvægur vera með. — En þú verður að sverja að þegja! — segir Mogensen. — Amar! — segir Amsted og rennir vísifingrinum yfir hálsinn. Amsted á heima í Uppsalagötu. Og það er tími til kominn að hann fari að flýta sér heim. Klukkan er meira en fjögur. Þar bíður hans hafragrautur og mjólk og lýsi. svo að hann geti eyðiiagt matariystina fyrir mið- degismatinn, sem ekki er étinn fyrr en eftir tvo klukkutíma, þegar faðir hans kemur heim af skrifstofunrrf. Og þar bíða hans inniskór og þurrir sokkar. Og heima heitir hann ekki lengur Amsted, heldur Teodor. Og móð- ir hans styttir það í Teo, þótt hann hafi beðið hana og sár- bænt og gera það ekki, sérstak- lega ekki svo að félagamir heyri. Mogensen á heima innar á Austurbrú. 1 Willemoesgötu. Hans bíður líka hafragrautur og lýsi. En foreldrar Mogensens eru trúaðir og það má ekki borða grautinn og lýsið fyrr en búið er að þakka góðum guði fyrir gjafir hans. Og hér heitir Mog- ensen Mikael. Hann á mörg systkyni og þau erfa fötin hvert af öðru. Það er ekki sérlega auðvelt fyrir föður þeirra að út- vega gjafir guðs á borðið. Og póstfulltrúinn er veikur og taugaóstyrkur. Og heima er grát- ur og gnístran tanna og rifrildi milli allra barnanna. Eftir matinn þarf að lesa lexí- ur. Teodor Amstad hefur sitt eigið herbergi með skrifborði og bókaskáp. Og þar situr hann á kvöldin og les og reiknar og flettir upp í orðabókum og skrif- ar glósur. Og mamma hans lítur inn öðru hverju og athugar hvort hann sé að vinna. Og fað- ir hans hlýðir honum yfir og lít- ur yfir stílana og athugar hvort dæmin eru rétt reiknuð og rifj- ar upp þegar hann gekk sjálfur í skóla og var alltaf efstur í sín- um bekk. Og einhvem tíma verður Teodor eins duglegur og faðir hans. Mikael les við matarborð fjöl- skyldunnar. Hann heldur hönd- unum fyrir eyrun til þess að verða ekki truflaður. Litlu bræð- umir eru í járnbrautarleik á gólfinu og blása í eimpípur og taka rykki. Stóra systir saumar á saumavél, og eldri bróðir les latínu og tautar hexameter-takt- inn, meðan hann les. Og faðir þeirra situr með dagblaðið og pípuna í gamla, rauða sófanum. Hann er á pósthúsinu frá klukk- an 9—6. Og á kvöldin hefur hann eftiriit með því að synir hans geri eitthvað að gagni og stelist ekki til að lesa Rocamb- ole bakvið skólabókahrúguna á matborðinu. Og hann verður að ávíta og skammast og siða og halda reglu. Og ekki kryppla borðdúkinn! Og ekki rispa gólf- dúkinn með þessari lest! Og bor- aðu ekki i nefið á þér. Mikael! Og réttu úr bakinu! Ofaná veggnum horfir þymi- krýndur Kristur niður á fjöl- skylduna, sárþjáður með stóra blóðdropa í hárinu. 22. KAFLI. Hópur drengja hefur farið inn til frúarinnar i Landamerkinu. Horn og Thygesen og Hemild. Og seinna bætast Nörregaard- Olsen og Rold við. Það er lítil veitingastofa í Landamerkinu, þar sem fram- reiddur er ís á sumrin og gulir búðingar með Ijósrauðri sósu á veturna. Konan sem framreiðir hnossgætið er ljóshærð og mjög digur. Það veit enginn hvað hún heitir. Drengirnir kalla hana bara frúna. Og hún er góð og alúðleg og hlær oft, þegar ungu piltamir segja sögur úr skólan- um og herma eftir kennurunum. — Þorpari! Þrjótur, seztu! Þú færð lægstu einkunn! — hrópar Hom með rödd Apans. Og frúin hlær innilega, þótt hún hafi heyrt Apann tala ótal sinnum og þekki hann orðið út og inn. — Pú, sá var vitlaus í dag, — segir Nörregaard-Olsen. — Já, drottinn minn dýri, — segir Thygesen. — Svei mér þá, hann var alveg kolbrjálaður. Það var ekki að vita hverju hann tæki uppá. Ég var alveg logandi hræddur. Og ég er enn með kúlur eftir þessa and- styggðar hnúa hans. Finnið bara sjálfir. — Og frúin má þreifa líka, svo að hún trúi því að þetta sé satt. — Svei mér þá alla daga, segir hún. — Þetta gengur fulllangt. Þetta er skrýtinn skóli. Maður má þakka fyrir að hafa ekki verið settur til mennta. — Og hann reif istunguna úr veggnum, — segir Hemild. — Þetta villidýr. Við héldum að hann ætlaði að kála þér. — Já, fjandinn sjálfur, — tautar Thygesen. — Heyrið mig, frú. haldið þér að það væri hægt að fá annan skrifaðan þangað til á laugardaginn? — Ætli það ekki, — segir frú- in. Þú verður að hressa þig á einhverju eftir þennan apa. — Og hún setur feiknastóran skammt af búðingi á diskinn hans. í veitingastofunni er alvöru api, Dálítill, geðstirður bavian. Það er húsdýr frúarinnar. Og drengirnir eru fyndnir og kalla hann Duemose Iektor, sem er hið borgaralega nafn apans þeirra. Og frúin hlær og huggar baví- anann: — Jæja, eru þeir að kalla þig Duemose? Elskan hennar Það er hvimleitt tiltæki, þeg- ar menn taka sér fyrir hendur að gera öðrum upp orð eða meiningar, ásaka þá síðan fyrir á grundvelli þess tilbúnings. Ég tel mig vera mann óáreit- inn og því geðjast mér illa að því að vera borið á biýn að rægja samborgara mína. En það gera þeir nafnarnir Jón úr Vör og Jón Óskar í ummælum sínum um greinargerð. sem fylgdi tillögu, framborinni á fundi í Rithöfundafélagi Is- lands. Tillagan er harðorð á- deila á meiri hluta úthlutunar- nefndar listamannalauna fyrir svívirðilega, pólitíska hlut- drægni hennar. Tilfæri ég í greinargerðinni nokkur nöfn listamanna, sem afskiptir eru af pólitískum ástæðum. Allir dómbærir menn um þessa hluti eru mér samdóma um þetta. Máli mínu til frekari stuðnings tók ég dæmi um höf- und, sem áðúr hafði verið of- sóttur af pólitískum ástæðum, en virtist nú ekki lengur verð- ur þeirrar ofsóknar af meiri- hluta nefndarinnar. Þessi höf- undur er Jón Óskar, sem þeir nafnar vilja nú ástæðulausu gera að píslarvotti. Ég sagði ekki með einu ein- asta orði að Jón Óskar hefði skrifað ívitnaða ferðabók til þess að koma sér í mjúkinn hjá meiri hluta úthiutunamefndar, eins og hver og einn getur sannfært sig um með því að lesa greinargerð mína. Þar er það hvorki sagt ná meint. Hins vegar er sú ónákvæmni í grein- argerð minni, að Jón Óskar hefði ýmist engin listamanna- laun hlotið fram að þessu eða í lægsta flokki. En nú er mér tjáð, að hann hafi einhvern tíma hlotið þessa úthlutun í næstlægsta flokki. Önákvæmni mín stafar af því að ég hafði ekki við höndina úthlutunar- lista, nema fjögurra síðustu ára. og bið ég velvirðingar á þeirri ónákvæmmni. En árin 1963, ’62 og ’61 hlýtur hann enga úthlutun. Það er meiri fjarstæða en um þurfi að ræða, að sá meiri hluti nefndarinnar. sem ekki sá bókmenntaleg verðmæti á verkum Jóns Ósk- ars árin 1961—1963, hafi skyndilega upptendrazt af hon- um árið 1964. Ég veit ekki betur en að ég hafi rækilega bent á gildi Jóns Óskars sem rithöfundar í títt- nefndri greinargerð — leyfi mér að álykta að hann risi ekki undir öllu meira lofi, þótt svo megi vera — enda þótt ég væri svo „bíræfinn“ að láta í Ijósi sem mína skoðun, að ívitnuð ferðabók hefði ekki bókmennta- legt gildi. Ég segi ennfremur orðrétt: „Nú má ekki skilja orð mín svo, að ég sé að deila á þessa tvo ágætu höfunda, sem ég hef nefnt, fyrir skrif sín um Sovétríkin. Þau eru vissu- lega þeirra mál“. Ég fullyrði, að í greinargerð minni deili ég aðeins á einn aðila, það er meiri hluta út- hlutunarnefndar — en rægi engan. Ádeilan er aftur á móti hörð og þvi miður sönn. Annað er svo það, sem ég veit mæta vel og allir þeir, sem kynnt hafa sér þessi mál, að annar háttur ætti að vera á úthlutun- armálunum. svo og að úthlut- unarupphæðin er svo lág, að hún skiptir listamenn fjárhags- lega litlu máli. En það er eng- in afsökun fyrir meiri hluta nefndarinnar. Þeir nafnar, svo og greinar- höfundur í Alþýðublaðinu, sem minnast á mig í sambandi við þetta mál, virðast ekki sjá á- stæðu til að fara einu orði um þá hörðu ádeilu í greinum sín- um. Hvers vegna? Ljóst er þó, að enda þótt ég hefði komið ó- viðurkvæmilega fram við Jón Óskar í margnefndri grein- argerð — sem þó er alrangt eins og ég hef bent á — þá væru það smámunir einir sam- anborið við það ranglæti, sem felst í óhugnanlegri viðleitni meiri hluta úthlutunarnefndar listamannalauna til þess að of- sækja pólitíska andstæðinga sína. RITARI Stúlka óskast til ritarastarfa við Borgarspítalann nú þegar. Vélritunar- og málakunnátta nauðsyn- leg. — Upplýsingar gefur yfirlæknir. Reykjavík, 25. maí 1964. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. í hinu t «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.