Þjóðviljinn - 30.05.1964, Side 5

Þjóðviljinn - 30.05.1964, Side 5
Laugardagur 30. mai 1964 ÞTðÐVILIlNN SlÐA 5 Kíkarður skallar knöttiini í netið, og skorar þar með annað mark Akurnesinga í lciknum gegn Fram á fimmtudagskvöldið. (Ljósm. Bj. Bj.). AKRANES VANN FRAM 3:2 EFTIR JAFNA VIÐUREKN Það leit lengi svo út sem Fram ætlaði að gera Skagamönnum lífið heldur erfit-t í þessum leik, því hann hafði ekki staðið nema 7 mín., þegar Fram skorar fyrsta markið. Voru það útherjarn- ir, „Schevingarnir“, sem voru þar síðast að verki, og var það Hallgrímur sem skoraði laglega eftir sendingu frá Baldri. Næstu 20 mínúturnar er leik- urinn heldur tilþrifalítill. Geng- ur fram og aftur án þess að verulega kveði að eða ógnað sé. Akranes kemst ekki í gang. Framarar eru kvikir og nokkuð ágengir, án þess að þeim takist að skapa sér veruleg tækifæri. Það er ekki fyrr en á 25. mín- útu að Akranes tekst að ná á- hlaupi sem var gaman að horfa á, en þá gekk knötturinn frá manni til manns fram allan völlinn og endar með því að Eyleifur sendir knöttinn fyrir til Þórðar Jónssonar sem skaut nokkuð fyrir utan mark. Það var eins og þarna hefðu þeir fundið tóninn því á næstu mín- útu er Eyleifur kominn inn fyr- ir alla og skýtur heldur laust framhjá markmanni sem var kominn langt út úr markinu, en Jóhannes Atlason var fljót- ur í vömina og nær að bjarga^ á línu. Það er etns og Fram gefi heldur eftir og það liggur í loftinu að Akranes jafni. og það skeði loks á 33. mínútu Eyleifur var kominn inn á markteig og þangað sendir Halldór Sigurbjörnsson knött- inn, sem Eyleifur stýrir mjög fimlega og óvænt í markið. Fjórum mínútum síðar er Eyleifur kominn aðeins inn á vítateiginn en er brugðið þar illa, og þótt brotið sé framið innan vítateigs, færir dómarinn það, útfyrir (?) og dæmir frákast í stað vítaspymu. Skúli Hákonarson tekur spym- una mjög laglega og skallar Hikarður mjög vel í markið ó- verjandi fyrir Geir i markinu. Höfðu Akumesingar þar með tekið forustuna og lauk fyrri hálfleik þannig 2:1. Fram jafnar Framarar býrja seinni hálf- leik með sömu ágengni og þann fyrri og verður Helgi oft að grípa inní. Á 15. mínútu mátti ekki miklu muna, en Helgi kom út á réttu augnabliki. Eftir sóknarlotu Skagamanna í lok síðari hálfleiks var almennt búizt við því, að nú myndu þeir taka leikinn í sínar hendur og skora nokkur mörk, en sú varð ekki raunin. Þeir áttu sem sagt í vök að verjast. og náðu ekki verulega saman, og hraði Framara ruglaði þá í ríminu. Þar kemur, að Framarar jafna eftir nokkra sókn og ágengni og var það Grétar sem skoraði það mark. Eins og leikúrinn hafði gengið hingað til, mátti ekki á milli sjá hvor myndi skora sigurmarkið. Var mikið kapp í mönnum. og má vera að það hafi gengið út fyrir skipu- lega knattspyrnu. Skiptast liðin á um að sækja. Á 34. mínútu er Rikharður kominn út til hægri og fær þangað knöttinn frá Sveini Teits, og sendir Rik- harður síðan vel fyrir til Donna I OLYMPÍUFRÉTTIR Norski spjótkastarinn Terje Pedersen notar fljúgandi kasthreyf- ingar, eins og Bandaríkjamaðurinn A1 Cantello, og hafnar á maganum að loknu kasti. — Jim Worrall, forseti kanadísku olympíunefndarinnar, hefur hleypt af stokkunum fjársöfnun, nokkurskonar krónuveltu, í því skyni að afla 100 þús. dollara til að kosta þátttöku Kanada i OL. Kanadamenn hyggjast senda 103 íþróttmenn og konur til Tokíó og auk þess 17 þjálfara og leiðtoga. — Porto Rica sendir 25 þátttakendur til olympíuleikanna í Tók- íó. Það verða 5 frjálsíþróttamenn, 5 lyftingamenn og auk þess sundmenn og köriuknattleikslið. — Ríkisstjórnin í Norður Rhodesíu hefur ákveðið að leggja ol- ympíunefnd landsins til fé að upphæð 600 þús. krónur til að kosta þátttöku íþróttamanna landsins til þátttöku í OL. Olympíunefnd landsins hefur sjálf aflað jafnhárrar upphæðar. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta land sendir þátttakendur til olympíuleikjanna. Norður Rhodesía verður sjálfstætt lýðveldi undir nafninu Gambia um svipað leyti og OL fara fram í haust. sem viðstððulaust spymir og skorar. Var þetta laglega gert. Hélt baráttan svo áfram þvf allt gat skeð i þessum jafna leik, sem eins hefði getað end- að sem jafntefli. Akrancs lakara á móti Reykjavík Á liði Akraness voru nokkr- ar breytingar frá því í leiknum á móti Reykjavfk, og virðist sem breytingamar hafi ekki verið til batnaðar. Þórður Jóns- son er nú aftur með. en er greinilega ekki enn kominn i æfingu. Hann var óvenjulega ó- nákvæmur í spymum og send- ingum. Kristinn Gunnlaugsson er einnig með, en það er sama sagan — hann er ekki enn kominn í æfingu og virkaði seinn og þungur, en sótti sig er á leikinn leið. Rikarður gerði ýmislegt vel, en aldurinn segir til sín sér- staklega ef mótherjinn er kvik- ur. 1 heild féll liðið ekki eins vel saman og í leiknum móti Reykjavík. Það var rétt við og við sem brá fyrir leik eins og það þá sýndi. Vöm Skaga- manna virtist svolítið þung í viðureign sinni við hina kviku Framara. Þó slapp Sveinn Teitsson vel, og þó sérstaklega Jón Leosson, sem var bezti maður vamar- innar. Helgi var miklu betri en í úrvalsleiknum móti KR um daginn. Bogi nýtur sín vafa- laust betur sem miðvörður en bakvörður, en skilaði því þó allvel. Skemmtilegasti maður fram- línunnar var Eyleifur. sem þó til að byrja með náði sér ekki upp, eins og fleiri. Skúli Há- konarson var fluttur út á „kantinn" og slapp allvel frá þeirri nýju stöðu sinni. Donni er meistari með knöttinn en hann einleik um of upp við markið í stað þess að greiða úr flækjunni. Framliðið vaxandi Þetta Framlið er gjöróh'kt iiði því sem lék f fyrstu leikj- um Reykjavíkurmótsins. Það hefur fengið meira sjálfstraust, meiri baráttuvilja og hraða og getur verið hættulegt hvaða liði ■ sem er. Það reynir að leita að samleik, en þeir eiga eftir að Framhald á 3. síðu. Loftfimleikar - knattspyrna Grikkir eru sagðir liðugir á knattspyrnuvellinum og gjamir á að sýna þar hinar furðulegustu kúnstir. f síðustu bikarkeppni þar í landi kepptu til úrslita félögin Proodeytik og Panegialios, og sigruðu beir fyrrnefndu — 1:0 eftir líflegan leik. — Myndin sý»* ir markvörð Panegialios gera tilbrifamikla tilraun til varaar begar andstæðingarnir skoruðu eina mark leiksins. Þá er aA- eins eftir að vita hvcrsvegna hinn fimi markvörðnr reynir ekki að hafa hönd á knettinum. Stangaveiðimenn halda LANDSMÓT Í KASTKEPPNI Landssamband íslenzkra stangveiðimanna hélt landsmót í kastkeppni síðastliðinn sunnudag. Hófst það kl. 9,30 árdegis á túni Gunnarshólma og var þar keppt í beitu-lengdarköstum, kast- greinar 7, 8 og 10. Effir hádegið fór keppnin fram að Rauðavatni. Var þá keppt í flugu-lengdarköstum, einhendis og tvíhendis, kast- greinar 3 og 4, ásamt ná- kvæmnis-beituköstum, kast- greinar 5 og 6. Árangur var mjög góður, einkum í flugu- lengdarköstunum og sennilega sá jafnþezti, sem hér hefur náðst, en hér kemur árangur- inn: Úrslitin urðu þessi: (Til fróð- leiks er heimsmet í hverri kastgrein sett innan sviga. Gr. nr. 3: — Einhendisflugu- lengdarköst: 1. Jón Erlendsson, meðaltal 51,34 lengsta kast 52,5 1500,0 stig. 2. Þórir Guðmundsson meðal- tal 48,34 lengsta kast 50,0 1314,4 stig. 3. Halldór Erlendsson, meðal- tal 47,50 lengsta kast 47,5 1260,0 stig. (Heimsmet: Tarantino, USA, 52,40 m.). Gr. nr. 4: — Tvíhendislcngdar- fluguköst: 1. Þórir Guðmundsson, meðal- tal 60,50 lengsta kast 61,5 1500,0 stig. 2. Halldór Erlendsson, meðal- tal 59,34 lengsta kast 61,0 1439,2 stig. 3. Jón Erlendsson, meðaltal 57,17 iéngsta kast 62,0 1324,0 stig. (Heimsmet: Kolseth, Nor- egi, 65,62 m.). Gr. nr. 5: Kasthittiköst, 5/8 oz. 1. Halldór Erlendsson, 26 ein- ingar 1500,0 stig. 2. Jón Erlendsson 16 einingar 492,0 stig. 3. —4. Hrafn Einarsson, 12 ein. ingar 254,4 stig. 3-—4. Þórir Guðmundsson 12 einingar 254,4 stig. 5. Analíus Hagvaag 10 eining- ar 168,0 stig. Gr. nr. 6: Spinnhittiköst, 3/8 oz, 1. Halldór Erlendsson, 32 ein- ingar 1500,0 stig. 2. Edward Ólafsson, 24 eining- ar 780.0 stig. 3. Analíus Hagvaag 14 eining- ar 225,6 stig. Gr. nr. 7: Kastlengdarköst, 5/8 oz. 17,72 g. 1. Halldór Erlendsson, meðal- tal 91,0 lengsta kast 69,52 1500,0 stig. 2. Analíus Hagvaag, meðaltal 83.32 lengsta kast 85,38 1231,2 stig. 3. Jón Erlendsson meðaltal 78.32 lengsta kast 79,00 1(V70,8 stig. (Heimsmet: Frederiksen, Sviþjóð, 102,45 m.). Gr. nr. 8: Spinn lengdarköst, 3/8 oz. (10,63 gr.): 1. Halldór Erlendsson, meðal- tal 80,25 lengsta kast 85,04 1500,0 stig. 2. Jón Erlendsson, meðaltal 75,02 lengstw kast 79,75 1292,0 stig. 3. Aanalíus Hagvaag, meðaltal 74,03 lengsta kast 78,20 1250,4 stig. (Heimsmet; Fontaine, USA 88,03 m.). Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.