Þjóðviljinn - 14.06.1964, Blaðsíða 12
BRÍFIB TU. BAND.
SCNDIHCRRANS
lÉ?
Heiðraði herra.
Tvær meginástæður liggja
til þess, að vér sendum yður
þetta bréf — önnur er sú, að
Bandaríkjaher starfrækir. öfl-
ugt sjónvarp hér á landi, en
hin, að í hönd fer 20 ára af-
mæli íslenzka lýðveldisins.
Óhrekjanlega hefur verið
sannað. að hin mikla stækk-
un sjónvarpsstöðvarinnar
1962 var óþörf að því er
varðar móttökuskilyrði banda-
riska herliðsins á Keflavík-
urvelli, og mátti með ýms-
um öðrum hætti fullkomna
aðstöðu hermanna til að not-
færa sér efni sjónvarpsins,
þótt sendisvið þess hefði ein-
skorðazt við herstöðina, til
dæmis með því að nota til
þess símakerfi.
Af þessu hlýtur hver skyni-
borin Islendingur að draga
þá, ályktun, að sjónvarp
Bandaríkjahers á Islandi sé
fyrst og fremst starfrækt í
þeim tilgangi að hafa áhrif
á hugsunarhátt Islendinga
og móta þjóðlíf þeirra og
menningu í samræmi við
hagsmuni Bandaríkjamanna.
Virðist nú ekki annað sýnna
en áform þetta muni senn ná
tilgangi sínum, þar sem hið
bandaríska sjónvarp er þeg-
ar komið inn á fjórða hvert
heimili í Reykjavík og ná-
grenni,
Vér ætlum ekk:, háttvirt-
ur. sendiherra, að rökræða
við yður stolt smáþjóðar eins
og Islendinga. En það er
sannfæring vor, að innrás
sem þessi sé algjört eins-
dæmi í samskiptum siðaðra
þjöða, og gæti það orðið yður
til nokkurrar glöggvunar í
þessu efni. ef þér hugleidduð
þann möguleika, að Kínverj-
ar. Frakkar eða Kúbumenn
hefðu komið upp á banda-
rískri grund sjónvarpi, sem
næði til mikils hluta banda-
rísku þjóðarirtnar.
Um réttarfarslega hlið
málsins er það að segja, að
enda þótt fyrir liggi heim-
ild til rekstrar sjónvarps-
stöðvarinnar á Keflavikur-
l velli og útvarpsstöðvarinnar
þar virðist mjög hæpið, að
þetta samræmist íslenzkum
lögum, sem kveða svo á, að
íslenzka ríkið hafi einkarétt
til slíkrar starfsemi hér-
lendis.
Það er að sjálfsögðu álit
vort, að sjónvarpssendingar
bandaríska hersins á Islandi
beri umsvifalaust að stöðva
með öllu. Þvi til áréttingar
reisum vér þá kröfu, og telj-
um oss gera það í nafni alls
þorra þjóðarinnar. að ekki
verði sjónvarpað frá Kefla-
víkurvelli á þjóðhátíðardegi
Islendinga, 17. júní næst-
komandi. Væntum vér þess,
að þér sem sendiherra Banda-
ríkjanna á íslandi beitið á-
hrifum yðar til þess, að
þeirri kröfu verði sinnt, enda
væri það að voru áliti lág-
markskurteisi af hálfu þjóð-
ar yðar í tilefni af 20 ára
afmæli íslenzka lýðveldisins.
Reykjavik, 12. júní 1964.
Virðingarfyllst,
Baldur Óskarsson, rith.
Barbara Árnason, listmálari
Bjarni Benediktsson, rith.
Bjöm Th. Bjömsson, listfr.
Bjöm Þorsteinsson, sagnfr.
Bríet Héðinsdóttir, leikkona
Bryndís Schram, leikkona
Drífa Viðar, rith.
Einar Bragi, skáld
Einar Laxness, sagnfræðingur
Eiías Mar, rith.
Friðjón StefánsSon, rith.
Gils Guðmundsson, rith.
Gísii Halldórsson, leikari
Guðmunda Andrésd., listmál.
Guðmundur Böðvarsson skáld
Guðni Jónsson, prófessor
Gunnar M. MagnúsS, rith.
Gunnlaugur Scheving, listm.
Halldór Þorstcinsson, bókav.
Halldóra B. Bjömsson, rith.
Halldór Stefánsson, rith.
Hörður Ágústsson, listmálari
dr. Hallgrímur Helgason tónsk.
Jóhannes Jóhannesson listm.
Jóhanna Kristjónsdóttir, rith.
Jón Múii Árnason, útvarpsþ.
Jóhannes úr Kötlum, skáld
Jón Engilberts, listmálari
Jón Ásgeirsson, tónskáld
Jón Öskar, skáld
Jón Helgason, ritstjóri
Jón úr Vör, skáld
Jón frá Pálmholti, skáld
Jónas Kristjánsson, skjalav.
Jónas Árnason, rith.
Láms Pálsson, leikari
Jökull Jakobsson, rith.
Líney Jóhanncsdóttir rith.
Leifur Þórarinsson, tónskáld
Kjartan Guðjónsson, listm.
Lúðvík Kristjánsson rith.
Kristín Anna Þórarinsd. leikk.
Kristján frá Djúpalæk, skáld
Oddný Guðmundsd. rith.
Magnús Á. Amason, listm.
Ölafur Jóhann Sigurðss, rith.
Oddur Björnsson, rith.
Sigfús Daðason, skáld
Páll Kr. Pálsson, organleikari
Sigurður A. Magnússon, rith.
Sígurður Sigurðsson listm.
Sigurjón Ölafsson, myndh.
Sigurður Róbcrtsson, rith.
Skúli Þórðarson, sagnfr.
Sigursveinn D. Kristinss. tón.
Stefán Hörður Grímss., skáld
Snorri Hjartarson, skáld
Stefán Jónsson, rith.
Stefán Jónsson, fréttamaður
Steinunn Marteinsd., leirksm.
Sverrir Haraldsson, listm.
Sverrir Kristjánsson, sagnfr.
Thor Vilhjálmsson, rith.
Vilborg Dagbjartsd.. skáld
Þórbergur Þórðarson, rith.
Þorgeir Þorgeirsson, kvikmm.
Þóroddur Guðmundss. .skáld
Þorsteinn frá Hamri, skáld
Þorsteinn Ö. Stephensen, leik.
Þorsteinn Valdimarss., skáld.
Þorvaldur Skúlason, listm.
Sunnudagur 14. júní 1964 — 29. árgangur 131. tölublað.
HVAÐ VARÐ
AF LÍKINU?
■ Líflegt hefur verið í lóðahreinsuninni innan borgarmarka
Reykjavíkurborgar undanfarnar þrjár vikur og hefur jafn-
vel jaðrað við þrifnaðaræði að því er sumum borgarbúum
finnst og þeir látið það í ljós við borgaryfirvöldin, sagði
Páll Líndal á fundi með blaðamönnum í gær. Þannig hafa
fimm lóðir verið hreinsaðar á kostnað lóðareigenda á þessu
tímabili, áttatíu bílar fjarlægðir af lóðum og tvö hundruð
skúrar rifnir niður og fjarlægðir.
Mestu lætin hafa orðið út af
skúrunum, og eru að minnsta
kosti 3 skúreigendur komnir í
mál við bæinn. Þeim brá heldur
betur í brún einn daginn á
borgarskrifstofunum, þegar einn
skúreigandinn hélt því fram, að
lík hefði staðið uppi í einum
skúrnum og bæði skúrinn og
líkið væri horfið á vald sorp-
eyðingarinnar.
Sem betur fer reyndust þetta
órökstuddar ásakanir, og þungu
fargi var létt af ábyrgum mönn-
um.
Eldri kynslóðin utan af landi
hefur verið einna hörðust í horn
að taka og heldur ennþá fram
sjónarmiðinu „synd að fleygja
hlutunum” og hefur þannig
sankað að sér allskonar drasli
á lóðunum og verður þetta fólk
sárt og reitt yfir hverjum spýtu-
kubb og talar um nýtingu hlut-
anna. Yngri kynslóðin í bænum
hefur þveröfug sjónarmið og
fleygir jafnvel ónotuðum hlut-
um.
Annars hafa margir látið
hendur standa fram úr ermum
og hafa margir lóðareigendur
hreinsað hjá sér og hafa þann-
ig ekið sjálfir um sex þúsund
bílhlössum á haugana.
Þá lætur bærinn fjóra ungl-
ingaflokka vinna við hreinsun
á opnum svæðum og flugmála-
stjóri hefur gert stórt átak við
að hreinsa svæðið í kringum
Reykjavíkurflugvöll.
Og herferðin heldur áfram
eftir seytjánda júní.
Ný Islandsmet
Á „Jónasarmótinu” í Sund-
laug Vesturbæjar í gær setti
Guðmundur Gíslason IR nýtt
íslandsmet í 200 m fjórsundi, á
2,22,5 mín. Annar varð Jan
Lundin (Svíþjóð) á 2,25,1. Þá
setti Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir ÍR nýtt met í 100 m flug-
sundi, synti vegalengdina á
1,17,0. I þessú sundi sigraði
Kirsten Strange, (Danmörku) á
1,16,4. Hinsvegar sigraði Hrafn-
hildur í 200 m bringusundinu
á 2,59,1 mín.. en Kirsten varð
önnur á 3.04,8. Önnur helztu úr-
slit urðu þau að Lundin vann
400 m skriðsundið á 4.28,0, Hörð-
ur Finnsson 200 m bringusund
á 2,41,3 og Lundin 100 m flug-
sund á 1,03,3. — Útlenda sund-
fólkið og nokkrir í hópi hinna
beztu íslendinga keppa á Sel-
fossi í dag kl. 1 sí
HeimHblegt athvarfsjó-
manna og landverkafólks
Undanfarin sumur hafa
prestshjónin á Raufarhöfn rek-
ið sjómannastofu í gamla
prestshúsinu á staðnum og ut
um gluggana þar biasir við
höfnin spegilslétt, oft alsett
þéttum skógi af siglutrjám
síldarflotans.
Þeir Asjkenazí og Frager
kynntust árið 1958 er Asjken-
azí var á hljómleikaferð *
Bandaríkjunum og hefur verið
með þeim góð vinátta síðan. Sl.
sumar héldu þeir svo saman
tónleika í Moskvu við mikla
aðsókn og fádæma hrifningu.
Er þetta því í annað sinn sem
þeir félagar leika sam01” á tón-
leikum Á efniceVrnnu' verða
verk fyrir t’ ö oíar' efíir Moz-
art, Schumann og Chopin.
Þarna hafa sjómenn af síld-
arbátum og aðkomuverkafólk á
staðmun leitað uppi rólegt at-
hvarf við bóklestur og bréfa-
skriftir eða getað sinnt ýmsu
tómstundagamni.
Það rfkir spennuríkt líf í
síldarverkstöðvum og ekki sízt
Asjkenazi hefur dvalizt hér
á landi um skeið og haldið hér
tónleika, bæði einn og með
Kristni Hallssyni og ennfrem-
ur leikið með sinfóníuhljóm-
sveitinni. Malcolm Frager er
hins vegar væntanlegur hingað
til lands í dag. Mun hann
halda hér sérstaka hljóm-
leika í Háskólabíói mánudaginn
22. júní kl. 9 e.h. og verða á
í samkvæmisheiminum, og eftir
sextíu tíma lotu á vinnustað
eru menn allt í einu komnir í
betri gallann og láta gamminn
geisa viðstöðulaust á d*ansi-
balli og það fer ekki á milli
mála, að margur góður dreng-
ur kemst í þrot á köflum með
þrek sitt og laumast þá margir
úteftir í sjómannastofuna og
hafa hægt um sig meðan verið
er að safna kröftum og kjarki
á nýjan leik í nýjan darrað-
ardans á hinum breiða vegi
lystisemdanna.
1 sjómannastofunni eru til
staðar þrjár setusfofur og er
hægt að kaupa þarna veitingar
við vægu verði eins og heitar
pönnukökur og kaffi og annað
sem andinn inngefur prests-
madömunni og á staðnum ríkir
ákaflega viðfelldin heimilis-
blær.
Þar njóta menn þeirrar heim-
ilishlýju er oft skortir í sukk-
sömu líferni verstöðvanna.
Síldarsaltendum er þvi miður
ekki lagið að skapa slíkt and-
rúmsloft í verbúðum sínum og
hafa þeir í öðru að snúast en
koma þar sér til dæmis upp
merku bókasafni og aldrei er
gert ráð fyrir setustofu í ver-
búðarbröggum.
Við náðum tali af sr. Sig-
urvin Eliassyni á dögunum og
eru þau hjónin nú önnum kaf-
in við að undirbúa opnun sjó-
efnisskránni verk eftir Haydn,
■,<gAbiwwa.nnJ Brahms og Bartok. msannastofuxmar og verður hún
Hljómkikar Fragers
og Asjkenazís þ. 18.
N.k. fimmtudag, 18. júní, mun píanósnillingurinn Vladi-
mír Asjkenazí frá Sovétríkjunum og Malcolm Frager frá
Bandaríkjunum halda hljómleika í Háskólabíói og leika
þar saman á tvö píanó. Er hér um einstæðan tónlistar-
viðburð að ræða þar sem báðir þessir ungu menn eru
meðal allra fremstu píanósnillinga heims.
Hér standa prestshjónin fyrir framan sjómannastofuna á Itaufarhöfn. Þau heita Sr. Sigurvin
Eliasson og frú Jóhanna Björgvinsdóttir. Þar verður margt um manninn í sumar,
líklega opnuð um næstu mán-
aðamót.
Sr. Sigurvin var einn vetur
í Danmörku og kynnti sér sér-
staklega rekstur á sjómanna-
stofum. Þörfin var mikil fyrir
sjómannastofu á Raufarhöfn
og hafa fjárstyrkir þó verið
svo naumir, að presturinn hef-
ur unnið kauplaust undanfarin
sumur. Síldaraaltendur h*afa
hver um sig látið af hendi kr.
tvö þúsund og fimm hundruð
og hreppurinn kr. fimm þús-
und og annað eins frá sí’ldar-
verksmiðjunni og einhver pen-
ingalús hefur komið líka frá
biskupsskrifstofunni.
Mér er ekki launung á því,
sagði klerkur, að þessi re’—^ur
er tilraun til þess að honili á
móti sukksömu líferni í ver-
stöðvum og skapa heimilislegt
afchvarf sjómönnum og að-
komuverkafólki og sýnist fólk-
ið h*afa kunnað að meta þetta.
Það er hinsvegar erfitt að
viðhalda svona rekstri með
svona naumum fjárútlátum og
raunar höimulegt að geta ekki
úlfæ'rt ýmsar hugmyndir vegna
peninv''~korts, sagði prestur að
lokum.
í