Þjóðviljinn - 07.07.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.07.1964, Blaðsíða 2
9 SlÐA Höömnm Þriðjudagor 7. Júll 1964 FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kuld Er stefnt ai afnámi togara- útgerðarinnar á íslandi? AF INNLENDUM VETTVANCI Sjaldan eða aldrei mun nokkur fiskútgerð hafa beðið slíkt afhroð á Islandi sem tog- araútgerðin undir þeirri rík- isstjóm sem kennir sig við við- reisn. Þvi miður* eru þetta ekki slagorð, heldur staðreyndin bláber. Hópur togara ryðgar og grotnar niður í höfnum inni i staðirin fyrir að vera gerður út til sköpunar verðmæta. Þrír ágætir togarar hafa verið seld- ir úr landi fyrir lítinn pen- ing vegna þess að eigendur þeirra urðu að gefast upp fyr- ir erfiðleikunum. Þær togara- útgerðir sem ennþá halda velli, glíma flestar eða allar við tap- rekstörinn. Það er því ekki nema eðlilegt að spurt sé: Er virkilega vísvitandi og af ráðn- um hug stefnt að afnámi tog- araútgerðar á Islandi? Það var fyrirfram vitað mál, að út- færsla fiskveiðilandhelginnar hér við ströndina myndi fyrst í stað í það minnsta þyngja hag togaraútgerðarinnar og af þeim sökum, hefði verið eðli- legt frá opinberri hálfu, að létta undir með útgerðinni á meðan þeir erfiðleikar voru yfirunnir, sem beinlínis voru tilkomnir vegna þessara nauð- synlegu aðgerða í landhelgis- málinu. í stað slíkrar stefnu ‘ sem var rökrétt eins og á stóð, þá eru auknar álögur á tog- araútgerðina með hækkuðum vöxtum og okurútflutnings- tolli af fiskafurðum. Þessar tvær aðgerðir, vaxtahækkunin og margföldun útflutnings- tollsins hafa orðið allri fisk- útgerð þungar í skauti. En gagnvart togaraútgerðinni voru þessar ráðstafanir ríkisvalds- ins eins og á stóð beint til- ræði. í þessu sambandi má líka benda á þá staðreynd. að tog- araútgerðin hefur lítils stuðn- ings notið af því fé sem t:l fiskveiðasjóðs hefur gengið af útflutningstollinum, því að hver hefur áhuga fyrir að láta smíða nýja togara, þegar búið er að eyðileggja rekstrargrund- völl þeirra skipa sem fyrir eru? Getum við komizt af án togaraút- gerðar? Áður en búið verður að ganga af þeirri togaraútgerð dauðri, sem ennþá heldur velli f baráttunni við tapreksturinn. þá er nauðsynlegt, að þessari spumingu verði svarað: Get- um við komizt af án togaraút- gerðar? Ég efast um, að til séu menn, sem segja, að auk- inn og stækkaður vélbátafloti geti leyst togarana af hólmi. Maður hefur svo sem heyrt slíkar raddir áður, og þetta getur sjálfsagt gengið þau ár sem mikill afli er á grunn- miðum. En bregðist hann, hvar erum við þá staddir með okk- Skortur á háttvísi Maðurínn drottningarinnar í Bretlandi mátti ekki aðeins þola það að ritstjórar íhalds- blaðanna eltu hann hvert fótmál sem hann fór, skriðu í kringum hann í kjarri og grasi, styggðu fyrir honum endur og fældu laxa, held- ur hafa þessi blöð og sjálf- ur forsætisráðherra Islands reynt að gera hann að póli- tískri fígúru og misnota skemmtiferð hans i stjóm- málaskyni, enda þótt Filipus prins sé einn þeirra fáu Breta sem öldungis ekki má vera pólitískur. Þannig seg- ir Bjami Benediktsson í Reykjavíkurbréfi í fyrradag og beitir verðlaunastíl sfn- um: „Innileiki móttökunnar stafaði þó ekki eingöngu af því, hversu vel Filip prins féll mönnum sjálfur í geð, heldur er hann einnig órækt vitni þess, hvern hug íslend- ingar bera til brezku þjóðar- innar. Menn vildu í verki sýna skilning sinn á gildi þes.s, að nú skuli landhelgis- deilunni við Breta vera lok- ið“. Víst hafa íslendingar alltaf borið góðan hug til brezku þjóðarinnar. en reynslan af framkomu brezkra stjóm- arvaida í landhelgismálinu er geymd en ekki gleymd. ls- lendngar minnast þess sð þegar landhelgin var stækk- uð um eina mílu 1952, svör- uðu Bretar með löndunar- banni og gerðu þannig til- raun til þess að svelta Is- lendinga til að falla frá landsréttindum sínum; það féll þá einmitt í hlut Bjama *Benediktssonar að tryggja sjálfsákvörðunarrétt okkar með því að biðja Sovétríkin um stórfelld viðskipti sem síðan hafa haldizt. íslending- ar munu ekki gleyma því að 1958 sendu Bretar herskipa- flota sinn á Islandsmið til þess að reyna að kúga !s- lendinga með vopnuðu of- beldi til að falla frá 12 mílna landhelgi, og sízt voru það brezkir verðleikar að ekki hlauzt manntjón af. Ekki mun það heldur fyrnast landsmönnum að stjómar- flokkamir réttlættu samning- inn um afsal landgrunnsins 1961 með þvf að hann væri nauðungarsamningur; ef hann hefði ekki verið gerð- ur hefðu Bretar hafið vopn- aða árás á okkur á nýjan leik. Meðan þeim samningi hefur ekki verið hnekkt er landhelgisdeilunni við Breta engan veginn lokið. Tilraunir Bjarna Benedikts- sonar til þess að gera Filipus prins að einskonar heiðurs- félaga í Sjálfstæðisflokknum og verndara landhelgissamn- inganna eru makalaus skort- ur á háttvísi. Þess væri brýn þörf að kenna honum dipló- matískar umgengnisreglur áð- ur en forsetmn býður næsta manni heim. — Austri, ar stóra frystihúsakerfi, án togara sem geta aflað hráefn- isins á djúpmiðum? 1 þessu sambandi væri okk- ur hol-t að staldra við og hug- leiða örlítið, þá niðurstöðu, sem norskir útgerðarsérfræð- ingar fengu þegar þeir rann- sökuðu á hvern hátt, aðstreymi nægjanlegs hráefnis yrði tryggt til frystihúsanna þar í landi, þar sem þau eru stærst í snið- um. Niðurstaða þessara rekstr- arsérfræðinga var sú, að bezta tryggingin væri uppbygging togaraútgerðar, á annan hátt yrði varla nægjanlegt að- streymi hráefnis tryggt hvern- ig sem áraði á grunnmiðum! Og þrátt fyrir rótgróna andúð á togaraútgerð viðast í Noregi, allt fram á síðustu ár, þá hafa nú Norðmenn byggt upp nokkra útgerð togara, og á þann hátt tryggt frystihúsum sínum hráefni á þeim lélegu aflaárum sem gengið hafa yfir norsk grunnmið nú mörg ár í röð. Fyrst norskir rekstrarsér- fræðingar fengu svo rökrétta nðurstöðu án þess að hafa mikla reynslu norskrar togara- útgerðar til að byggja sína út- reikninga á, þá ætti það að vera auðvelt fyrir íslendinga með sína miklu reynslu af út- gerð togara, að vita að hér þarf líka togaraútgerð t l að tryggja fiskiðnaðinum hráefni á ýmsum tímum, á annan hátt verður það tæpast gert svo fullnægjandi sé. Fiskiðnaður á Islandi mundi verða fyrir þungu áfalli ef / togaraútgerð’n yrði afnumin, og lífskjör fólks hér í togara- bæjunum mundu bíða við það þungan skaða. Það er þetta sem almenning- ur hér í Reykjavík og Hafnar- firði þarf að átta sig á, með- an ennþá er tími til. Það er of seint fyrir fólkið að rísa upp til andsvars þegar stjórn- arvöldin hafa gengið af togara- útgerðinni dauðri. En að þvf er nú stefnt. annað hvort vís- vitandi, eða af þekkingarskorti á bessum hlutum, nema hvoru- tveggja sé. Hver væri hlutur Reykja- víkur og Hafnarfjarðar í þjóð- arbúskapnum í dag, ef hér hefði aldrei togaraútgerð kom- ið? Það væri holt fyrir Reyk- víkinga og Hafnfirðinga að hugleiða það, því ennþá er tími til bjargar þó hann sé að verða naumur. Vísiterar Strandir Birikup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, visiterar Strandaprófastsdæmi og áætl- un hans sem hér segir: Þriðjud. 7. júlí kl. 2 Árnes Miðvikud. 8. júlí kl. 2 Kald- rananes. Sama dag kl. 8,30 Drangsnes. Fimmtud. 9. júlí kl. 2 Staður í Steingrímsfirði. Sama dag kl. 8,30 Hólmavík. Föstudag. 10. júlí kl. 1 Kolla- fjarðarnes. Sama dag kl. 5 Öspakseyri. Laugard 11. júlí kl. 2 Staður í Hrútafirði. Sunnudg. 12. júlí kl. 2 Prests- bakki. Þess er vænzt að sóknar- nefndir og annað safnaðar- fólk komi til viðtals við bisk- up. Sérstaklega óskar biskup að fá feriningarbörn ársins og önnur ungmennj sóknanna til viðtals. (Frá biskupsstofu). Unnið að uppskípun úr togara. Hér er ekkert náttúrulögmál að verki Þegar blöð ríkisstjórnarinnar ræða hag togaraútgerðarinnar, þá er því hald ð fram að út- færsla .fiskveiðilandhelginnar eigi ein sök á hinni slæmu af- komu. Hér er mjög hallað réttu máli. Sannle kurinn er sá að aðeins lítinn hluta af hinni slæmu afkomu er hægt að færa á reikning útfærstu landhelginnar. En stærsta hlutann má rekja beint til allt- of hárra vaxta af rekstrarlán- um, ásamt því að útflutriings- tollurinn var margfaldaður og er nú 7,5% af öllum fiskafurð- um. Það getur engin fiskút- gerð í heiminum í dag staðið undir þvílíkum álögum. eins og.lagðar -hafa .verið á.aslenzku útgerðna síðustu árin af rík- isvaldinu. íslenzki vélbátaflotinn meði heimsmet í afla á þessu tíma- bili, heldur að vísu velli á meðan hann býr við netaveiði, en strax og eitthvað dregur úr afla sem alltaf má búast við, þá er einnig rekstrargrund- völlur hans brostinn. Við sjáum, að í þessu er Kt- ið vit. og engin fyrirhyggja. Einu sinni var sagt, að bank- amir ættu að þjóna útgerðinni og stuðla að hagkvæmum rekstri hennar. Nú hefur þessu hlutverki verið snúið við. Bt- gerðin er látin þjóna bönkun- um, svo að gróði þeirra geti verið sem mestur. án tillits til afkomu þess atvinnuvegar sem þe'm var aetlað að styðja. Hér hefur orðið slæm og hættuleg öfugþróun sem þarf að stöðva. Hinar síendurteknu gengis- lækkanir síðustu ára hafa síður en svo bjargað útgerð- inni, enda sjálfsagt aldrei til þeirra stofnað í því augnamiði. En þessar gengislækkanir, þær hafa hinsvegar orð'ð til þess, að hópur verðbólgubrask- ara hefur með aðstoð ríkis- valds og banka sífellt sölsað undir sig stærri og stærri hluta af þjóðarauðnum við hverja gengislækkun. Slík þróun sem þessi mun á sama tíma hvergi rinnast í löndum á norðurhveli jarðar, en minnir hins vegar á hliðs.tæða þróun í leppríkj- um Suður-Ameríku. Ef samningur sá heldur velli, sem nýlega var gerður milli Alþýðusambandsins og ríkis- stjórnarinnar, um stöðvun verðbólgu og geng:slækkana þá getur hann orðið m'kilsvert upphaf til þess að sú æfintýra- mennska verði stöðvuð sem fengið hefur að leika lausum hala í skjóli viðreisnarinnar að undanförnu til mikils tjóns fyrir allan almenning. En því aðeins getur orðið um varanlegan árangur að ræða, að verkalýðshreyfingin verði svo samstillt og þrótt- mikil, að ekki teljist annað fært lengur en að afhenda sjáv- arútveginum heilbrigðan rekstursgrundvöll, í stað þess sjúka ástands sem þar hefur ríkt undir viðreisninni. því í gegnum þetta ástand hefur verðbólgubröskurum tekizt að rýra hlut þess fólks, sem að framleiðslunni vinnur. ótrúlega mikið. eztu hjólbariakaupin Hinir ódýru en sterku jupönsku NITTO HJÓLBARDAR Allar hjólbarðaviðgerðir unnar með fullkomn- um tækjum. — Verkstæðið opið kl. 7.30—22 alla daga vikunnar, einnig laugardaga og sunnudaga. CÚMMlVINNUSTOFAN hf. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955. r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.