Þjóðviljinn - 21.08.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 21.08.1964, Page 10
10 SÍÐA HÖÐVILIINN Föstudagur 21. ágúst 1964 það var óhapp. Hann tæmdi glasið sitt og hellti aftur i það, barmafullt, vínið var rautt og ungt. Hendur hans skulfu og rauður flöskuhálsinn með skjaldarmerki Rómarborgar glamraði við glasið. Ég er ör- vílnaður, sagði hann. Og þér verðið að vita það. — Róbert, sagði Max mildum rómi. Það er áliðið. Það er tími til kominn að við förum heim. — Ef Veronica er þar ekki sagði Bresach. þá á ég ekkert heimili. Án hennar er ég eins og núll, þá er ég mínus fjórar- fimm-níu komma sjö gráður á celsíus, þegar prótónumar hætta hreyfingum sínum í atóminu. Æ, guð minn góður, hver hefði gert sér í hugarlund að annað eins gæti gerzt í Róm? Veronica . . . Hann dró djúpt andann. Hvar er hún? spurði hann ólundar- lega. Ég þarfnast hennar. Kannski situr hún við borð í veitingahúsinu við hliðina. Það getur gert mann vitlausan. Við ættum að æða um götumar og snuðra eins og blóðhundar eftir ilmvatninu hennar. Ég laug að yður um kvöldið. Jack. Ég sagði að til væru tiu þúsund stúik- ur sem væru fallegri en Veron- ica. Það var svívirðileg og ó- smekkleg lygi og ég sagði það vegna þess að ég þráði hana svo óskaplega. Það er ekki til .fal- legri stúlka en Veronica. Hann stakk hendinni í úlpuvasann og dró upp hníf, sem hann lagði á blettóttan dúkinn milli Jacks og sín. Þama er hann á milli okkar, óþokkinn þinn, sagði hann hálfkæfðri röddu. — Róbert, sagði Max hljóð- lega. Þetta gagnar ekkert. Settu hnífinn niður. Bresaeh snerti hnífinn og brosti undirfurðulega til Jacks. En svo setti hannn hnífinn í vasann. Þetta er tákn hins nakta og reista penis í þeim draumum sem %mig dreymir. sagði hann rólega. Þér sjáið að ég hef ekki sóað tímanum hjá dr. Gildermeister. — Verið varkár í næsta skipti sem þér hittið mig, sagði Jack Það gæti hugsazt að ég hefði skotvopn á mér. — Jæja? Bresach kinkaði kolli HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snvrtistofu STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SÍMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SÍMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. með velþóknun. Já, það væri það eina skynsamlega. Hann reis allt í einu á fætur. Nú fer ég, sagði hann og strammaði sig upp og stóð teinréttur og örugg- ur. Borgið reikninginn, Jack. Ég hringi til yðar á morgun útaf samtalinu við Delaney . . Hann snerist á hæli og etikaði útúr veitingastofunni. Max reis á fætur og fitlaði við trefilinn sinn. Það er fram- orðið, sagði hann. Hafið engar áhyggjur. Ég skal koma með handritið hans til yðar. Kærar þakkir fyrir þennan góða mat. Og ef þér viljið nú hafa mig afsakaðan . . . Hann tók græn- an, lúðan hattinn ofanaf snag- anum. keyrði hann niður á höf- uðið og flýtti sér burtu. 18. KAFLI. Svefntaflan, dásamleg, glær plastkúla, uppleysanleg, jaði- græn i birtunni frá náttlamp- aniim, með sitt lastafulla inni- hald, þrjú kom af friði gegnum hinar hættulegu stundir myrkurs- ins. Til þess að létta ferðina frá kvöldi til morguns fyrir mann tuttugustu aldarinnar. En hvílík- ir draumar fæðast af svefni svefnlyfjanna . . . Frekari ráð- stafanir þarf að gera. Flaskan. Haig. Dewer Black and White, Johnny Walker. tryggir gamlir vinir sem fást í öllum bömm í Róm eða fyrir utan Róm. Stökk- ið niður í gleymskuna með þunga limi. Alkóhól að viðbættu natríum- ethyl- methyl, bytyl- barbiturati jafngildir sex tíma gleymsku og hvað er betra en gleymska, þegar allt kemur til alls? Sofið nú, borgið seinna. Aðeins stundarkom eftir að Ijósið hefur verið slökkt, áður en svefnlyfið hefur gengið eft- ir kröfum sínum til máttvana líkamans, er stuttur kafli minn- inga sem verður að umbera, meðvitund um missi, þrá, sekt . . Og um morguninn ofsaleg og mglingsleg benda drauma og síminn sem hringir og stúlkan sem bíður eftir tækifæri til að segja samkvæmt fyrirmælum: „Sono le sette. herra Andms,” til þess að koma honum af stað í tíma. Og benzedrínið til að af- má verkanir svefntöflunnar og sódavatnið til að milda verkanir whiskýsins og svarta kaffið til að fá hugrekki og koma í veg fyrir að hendumar titri jafn ofsalega meðan verið er að raka sig. Sofið nú, borgar síðar. Sunnudagsmorgunn. Jack kom seint niður i and- dyrið. Bresach beið eftir honum, magur. fölur, vel rakaður og horfði fyrirlitningaraugum á skrautbúnar konumar sem vom á leið fram anddyrið og ætluðu í kirkju. Jack hofði á hann og í hjarta hans vottaði fyrir ein- hverju sem jaðraði við hatur. Max hafði haldið loforð sitt. Hann hafði komið með handrit Bresachs. Og það var frábært. Það fjallaði um þrjá ungverska flóttamenn og ungan bandarísk- an stúdent, sem bjwggu í einu herbergi i Róm sem gömul, brjáluð. ensk piparmey bauð þeim, en hún hafði dvalizt í Rómaborg frá bamsaldri. Lifs- reynsla Max hafði bersýnilega verið höfð til hliðsjónar að ein- hverju leyti. Þetta var dapur- legt og fyndið og ofsalegt. og það var, fráleit og átakanleg ást- arsaga eins flóttamannsins og bandarískra stúlku sem var á ferðalagi í Evrópu með móður sinni og allt var þetta einfalt og afdráttariaust, mótað af ör- yggi og snilld, svo að það virt- ist næstum ótrúlegt að það væri gert af ungum manni sem hefði sáralítil afskipti haft af kyik- myndum. Jack horfði á Bresach yfir anddyrið og var að hugsa um handritið, sem hann hafði ekki ennþá talað um við unga mann- inn, og honum fannst hæfileik- ar hans hvila á sér eins og byrði. Nú var hann ábyrgur — næstum án eigin aðgerða — fyr- ir óláni Bresach í sambandi við Veronicu, og auk þess bar hann ábyrgð á snilli hans, hæfileik- um, framtíð. Honum fannst hann hafa ver- ið veiddur í gildru þegar hann sá Bresach koma gangandi yfix anddyrið til móts við hann, van- nærðan, viðkvæman, kröfuharð- an, leitandi. — Ég kom stundvíslega, sagði Bresach. Það var ásökun. — Já, ég sé það. sagði Jack. Hann gekk að afgreiðsluborðinu og lagði lykilinn sinn þar. Vörð- urinn rétti honum tvö umslög. 50 Jack opnaði hið fyrra. Það var tilkynning frá Ritsíma Ítalíu þess efnis að símskeyti hans til móður Veronicu hefði ekki verið afhent, þar sem viðkomandi fyr- irfyndist ekki í þessu heimilis- fangi. Það var þá morgunglaðning, hugsaði Jack. Það lífgar upp á hinn rómverska hvíldardag. Um leið og hann og Bresach gengu út á götuna, þar sem Quido beið með bílinn, rétti Jack Bresach tilkynninguna án þess að mæla orð. Bresach stanzaði og las haná og hristi höfuðið. Jack opnaði hitt umslagið. Það var símskeyti. Hafðu engar áhyggjur, glskan, stóð þar. Kveðjur. Veronica. Það var sent frá Ziirich klukkan hálfellefu kvöldið áður. Jack las það tvívegis og leitaði að duldu innihaldi. Þetta táknar, hugsaði hann, að í gær klukkan hálfellefu var hún á lífi og í Zíirich. Um leið og Bresach kom til hans, stakk hann skeyt- inu í vasann. — Ég botna ekkert í þessu, sagði Bresach og braut saman tilkynninguna frá ritsímanum. Þetta er heimilisfangið sem hún lét mig fá. — Hafið þér nokkum tíma fyrr sent þangað símskeyti eða bréf? — Nei, sagði Bresach. Ég átti ekki að snúa mér þangað nema mikið lægi við. Og það hefur aldrei verið um neitt slíkt að ræða. Fyrr en nú. Hvemig var með hitt símskeytið? Var nokk- uð minnzt á þetta í því? — Nei, sagði Jack. Þeir stigu inn í bílinn og settust, og Quido ók niður sól- bakað strætið sem var fullt af sunnudagsglöðum fjölskyldum. jafnvel svona árla dags. Ég sýni honum kannski sim- skeytið seinna, hugsaði Jack. Þegar ég hef haft tíma til að hugsa málið. Zurich? Hver fer til Ziirich? Af hverju fer yfir- leitt nokkur maður til Zurich? Bresach hím<fi í úlpu sinni 1 hinu horninu og horfði útum gluggann. Þeir óku framhjá ný- byggðri kirkju og fölur steinn- inn í henni var hrár og óbak- aður milli veðraðra veggjanna á báða vegu. Síðbúnir kirkju- gestir flýttu sér upp tröppumar og Bresach horfði á þá eins og þeir hefðu sármóðgað hann. Það er einmitt þetta sem borgina vantar, sagði hann. Fleiri kirkj- ur. Hann tók af sér gleraugun og þurrkaði þau með treflinum sínum og setti þau upp aftur. Það er tímasóun, sagði hann, að fara að tala við Delaney. Það er hyldjúp gjá á milli okkar. — Af hverju sjáið þér ekki hvað setur? sagði Jack, — Létuð þér Delaney hafa handritið mitt? — Já. — Er hann búinn að lesa það? — Það veit ég ekki. — Eruð þér búnir að leysa það? — Já. sagði Jack. Hann beið eftir að Bresach spyrði um álit hans á því. En hann saug bara upp í nefið í sætishominu og sagði bamalega: Ég skil ekki hvers vegna ég er að láta yður hafa áhrif á mig. — Ætlið þér þá útúr bflnum hér? spurði Jack þreytulega, þótt hann vissi vel að þetta var ekki annað en marklaust hjal og hann myndi aldrei sleppa Bresach útúr bflnum, hvorki þar né annars staðar. Bresach hikaði. O, jæja, sagði hann. Fyrst ég er kominn svona langt. Hann leit út á götuna. Sögðuð þér ekki að Deleney ætti heima beint á móti Cirkus Maximus? — Það er líka rétt, sagði Jack. — En bflstjórinn er á leið til Parioli. Bresach baðaði út hönd- unum í átt til Guidos í fram- sætinu. — Takið þetta rólega, sagði Jack. Það er ekki verið að ræna yður. Delaney er þama núna. Hann er á reiðskóla. Hann hafði ekki annan tíma aflögu handa yður. — Reiðskóla? hreytti Bresach útúr sér. Hveð hefur hann í hyggju — að flengríða aftur í aldir? Hann þagði ólundarlega stundarkorn. Getið þér sofið á nóttunni? spurði hann. — Já. Jack minntist ekki á töflumar eða whiskýið. — Það get ég ekki, sagði Bresach þungbúinn. Ég ligg í rúminu og hlusta á draumfarir Max og vek hann þegar allt er að lenda í ósköpum. Nú skal ég segja yður eitt. Ef ég heyri ekki frá henni í þessari viku. þá fer KRYDDRASPJÐ FÆST | NÆSTU BÚÐ Veitingamenn Veitingamaður getur fengið aðstöðu til að reka matsölu á Gamla stúdentagarðinum næsta vetur. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Andrew ráðs- maður stúdentagarðanna í síma 16037 kl. 12—2 daglega. Tilboð sendist skrifstofu stúdentagarð- anna fyrir 1. september n.k. Stjóm stúdentagarðanna. SKOTTA ,,Hvar getur tennisspaðinn minn eiginlega verið mamma, ég lét hann hérna í fyrrasumar". Skrá yfir umboðsmenn Þjóðviljans útiá landi AKRANES: Arnmundur Gíslason Háholti 12. Sími 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 —• 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI: Pétur Gíslasod GRINDAVÍK: Kiartan Kristófersson Tröð HAFNARF.TÖRÐUR- Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sími 51369. HNÍFSDALUR: .Helgi Biömsson. HÓLMAVÍK: Ámi E Jónsson, Klukkufelli. HÚSAVtK’ Amór Kristiánsson. HVERAGERÐT- Verzlunin Reykiafoss h/f. HÖFN. HORNAFIRÐP Þorsteinn Þorsteinsson. tSAF.TÖRDUR- Bókhlaðan h/f. KEFLAVtK- Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÖPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRT-NJARÐVtK• -Tóhann Guðmundsson. OLAFSF.TÖRÐUR' Sæmundur Ólafsson. ÓLAFSVtK: Gréta Jóhannsdóttir RATTEARHÖFN- Guðmundur Lúðvíksson. REYÐAR.F.TÖRÐUR: Biöm Jónsson, Reyðarfirði. SANDGERÐT: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKRÓKUR- Hulda Sigurbiömsdóttir, Skagfirðingabraut 37 Sími 189. SELFOSS: Magnús Aðalbiamarson, Kirk]uvegi 26. SEYÐISF.IÖRÐUR- Sigurður Gíslason. , SIGLUFJÖRÐUR- Koibeinn Friðbiarnarson, Suðurgötu 10 Simi 194. SILFURTÚN, Garðahr: Sigurlaug Gísladóttir, Hof- túni við Vífilsstaðaveg. SKAGASTRÖND: Guðm. Kr Guðnason. Ægissíðu. STOKKSEYRT- Frimann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR• Erl. Viggósson. VESTMANN AEY.TAR Jón Gunnarsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. — Sími 17-500. Auglýsið i Þjóðviljanum Síminn er 17500 f

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.