Þjóðviljinn - 23.10.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.10.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA ÞJÚÐVILJINN — Föstuaagur 23. oKtóber 1964 Otgelandi: Sameinlngarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guómundsson. Ritstjóri Snnnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjóísson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl. 90,00 á mánuði Hvar er yel má skilja að það geti dálítið bögglazt fyrir Vísi að viðurkenna þá staðreynd sem minnt var á að gefnu tilefni á dögunum og þannig var orð- að: Um alþjóðamál er fjallað í Þjóðviljanum af algeru ofstækisleysi og jafnan leitazt við að auð- velda lesendum yfirsýn og miðla fræðslu eins og tök eru á. Vísi hefur orðið þetta mikið umhugs- unarefni. jgardagaaðferð Vísis og Morgunblaðsins gegn inn- lendum stjórnmálaandstæðingum, og þó eink- um Sósíalistaflokknum og Þjóðviljanum, er mjög einföld, fulleinföld fyrir íslendinga. Búin er til skrípamynd af blaði og afstöðu þess, og sagt: Þetta er Þjóðviljinn. Síðan er ráðizt á þessa skrípamynd sem að sjálfsögðu svipar ekki til Þjóðviljans eins og hann er í raun. Þetta getur tekið á sig spaugi- legustu myndir, eins og þegar Vísir, Morgunblað- ið og jafnvel fleiri blöð taka að fjargviðrast yfir því að viðbrögð Þjóðviljans við einhverju ákveðnú máli skuli ekki vera eins og þau ætlast til! Þessa hefur gætt mjög í skrifum blaðanna undanfarna daga. — ■ — J^eiðarar Þjóðviljans-fjalla langoftast um innlend mál og svo mun enn verða. Um alþjóðamál er fjallað í öðrum greinum, og þá einkum nú um langt árabil í greinum Magnúsar Tor'fa Ólafsson- ar, „erlend tíðindi“. Vísir kallar það íslandsmet í sjálfhælni að leggja slíkar greinar fram til sam- anburðar við greinar Þorsteins Thórarensen og leiðara Vísis um alþjóðamálin. Hann um það. En skyldi mönnum þykja ofmælt að þessar ýfirlits- greinar um alþjóðamál, sem vegna stöðugrar, oft vikulegrar birtingar árum saman, komast næst því að vera kallaðar rödd Þjóðviljans um þau mál, einkennist af ofstækisleysi, yfirsýn og þekkingu, á því að vítt er leitað fanga til heimilda? Það skal enn fullyrt, hvað sem gremju Vísis líður, að með- ferð Þjóðviljans á alþjóðamálum standist fyllilega samanburð við hvaða íslenzkt blað sem er um áreiðanleik og dómgreind og íslenzka, sjálfs'tæða hugsun. Þjóðviljinn hefur leyft sér að kalla það bernsk viðbrögð að blöð fjalla um alþjóðamál þannig, að aðalatriðið virðist vera að finna á þeim einhvern þann flöt sem komi sér illa fyrir stjórn- málaandstæðing innanlands. Hitt er nútímamanni brýn þörf, vegna þess hversu albjóðamál grípa beint inn í líf hans og örlög, að afla .sér staðgóðr- ar þekkingar á beim og skilnings. Allt sem stuðl- ar að eflingu slíkrar þekkingar og skilnings er mikilvægt. og ólíkt mikilvægara eh að miða blaða- skrif við bað hvort fært muni með rét.tu eða röngu að pera lír akrifum nm albióðaTJÍðburÁi pkí+pkögg- ul til að henda í íslenzkan stjórnmálaandstæðing sinn. Hmnihal Valdimarsson endurfíytur stórmerkt frumvarp um vinnuvernd oJI. í fyrradag var útbýtt á Alþingi frumvarpi til laga um vinnuvernd, greiðslu vinnulauna, uppsagnarfresíi, refsi- ákvæði o.fl. frá Hannibal Valdimarssyni, þingmanni Al- þýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi. Frumvarp þetta var flutt á seinasta þingi en fékk eigi afgreiðslu þá. Fyrri hluti frumvarpsins er birtur hér ásamt greinargerð, en síðari hlutinn verður birtur í Þingsjánni á morgun. ÞINGSjÁ Þ|ÓDVIL|ANS I. KAFLI Holl og gó3 vinnuskilyrði 1. gr. Húsakynnum vinnu- staðar skal ávallt haldið vel hreinum Atvinnurekanda ber skylda til að sjá um, að hita- og rakastig andrúmslofts sé hæfilegt og loft án ryks, óþefs, reyks, svo og án óheilnæmra lofttegunda eða gufu. Umferð um vinnustað sé hindrunarfaus og örugg. Lýs- ing skal vera góð og nægilegt loftrými á vinnustað, hvort tveggja þannig, heilbrigðis- kröfum sé örugglega full- nægt Á vinnustað eða í námunda við hann skal ávallt vera heil- næmt og gott drykkjarvatn, einnig nægilegt þvottavatn, svo og hæfileg tala salema. Upphituð og vistleg kaffi- stofa (matstofa) af hæfilegri stærð skal jafnan vera á vinnustað. Þá skal á vinnustað hverjum vera aðstaða til að veita „hjálp í viðlögum", þegar slys eða sjúkdóma ber að höndum. Nú fullnægir vinnustaður eigi skilyrðum laga um hollustu- hætti og öryggisútbúnað og er heilbrigðisyfirvöldum og ör- yggiseftirliti þá heimilit að . ..Ijáta ipjca yinnustaðpum, ef ékki faest úr bætt. Stárfsmenn skulu í hvívetna gæta reglu- semi og vandaðs og góðs hátt- ernis á vinnustað. II. KAFLI Vinnutfmi og vinnutilhögun 2. gr. Almennur vinnutími er á tímabilinu kl. 8 til kl. 17. Vinna milli kl. 17 og 20 telst eftirvinna, nema öðruvísi sé ákveðið í stéttarfélagasamningi, og vinna milli kl. 20 og kl 8 árdegis telst næturvinna, og má l)á ekki vinna nema með Ieyfí viðkomandi stcttarfélags. 3. gr. Maður, sem lokiff hef- ur 8 stunda vinnudegi, er ekki skyldur til að vinna auka- vinnu, Samfelldur hvíldartími verkamanns má alffrei vera skemmri en 9 klst. á sólar- hring, og fjöldi yfirvinnu- og næturvinnutíma má aldrei fara fram úr 24 á viku. Sé um ákvæðisvinnu að ræða, má fjöldi yfirvinnu- og nætur- vinnustunda, eða aukavinnu, ef um vaktavinnu er að ræða, ekki fara fram úr 2 á dag og eigi fram úr 6 á viku. Með samþykkí viðkomandi stéttarfélags má þó vinna i ákvæðisvinnu allt að 24 klst. i yfir- og næturvinnu á viku, ef um er að ræða björgun verðmæta frá skemmdum eða störf, sem almannaheill krefst, að unnin séu. 4 gr. Stéttarfélag getur þó gert kjarasamning um, að unnið skuli að nóttu tU, og e!nnig má f slíkum samning- um ákveða vaktaskipan og setja önnur ákvæði um skipt- ingu vinnutíro&ns í samræmi við eðli starfs og aðstæður. 5. gr Vinnuhvild skal vera 1 ---------------------------^ Fjárdráttarmálið Þjóðviljinn hafði samband við Þórð Björnsson, yfirsakadómara í fyrradag og spurðist fyrir um meintan fjárdrátt hjá Fasteigna- sölunni í Tjarnargotu 14 á dög- unum Hann svaraði: „Bannsókn málsins stendur ennþá yfir og er verið að kanna enn gömul og ný viðskipti sölumannsins". frá kl. 18 daginn fyrir sunnu- eða helgidag og til kl. 22 dag- inn fyrir næsta rúmhelgan dag. Á aðfangadag jóla, gamlárs- dag, laugardaginn fyrir páska og laugardaginn fyrir hvíta- sunnu skal vinnuhvild vera frá kl. 15 til kl. 22 daginn fyrir næsta rúmhelgan dag. 6. gr. Um bráðanauðsynlega vinnu á sunnu- og helgidög- um skal gera samning eða afla unda.nþágu viðkomandi stéttar- félags. 7. gr. Vikulegur fridagur skal jafnan, ef því verður við komið, vera á sunnudegi. Starfsmaður, sem unnið hef-' ur sunnu- eða helgidagavinnu, skal jafnan eiga frí næsta sunnu- eða helgidagssólar- hring. 8 gr. Almennur vinnutími starfsmanna má ekki vera lengri en 8 stundir á sólar- hring og ekki lengri en 48 stundir á viku. 9. gr. Á næstu 5 árum skal almennur vinnutími á viku styttast árlega um eina klukkustund án skerðingar heildartekna, þannig, að al- menn vinnuvika sé eigi lengri en 43 stundir að þessum 5 ár- um liðnum. 10. gr. Almennt deilist vinnutíminn á 6 daga í viku, en leyfilegt skal vera að gera samning við stéttarfélag um skiptingu á færri daga. 11. gr. Við vinnu, sem unn- in er að nóttu til og á sunnu- og helgidögum. skal hin al- menna vinnuvika eigi vera lengri en 45 stundir. 12. gr. Nú er unnið sam- fellt í námu eða jarðgöngum, og má vinnuvika þá ekki lengri vera en 40 stundir Til vinnutíma telst einnig ferða- tími í námu eða jarðgöngum. III. KAFLI Sérstök ákvæði um vinnu kvenna 13. gr. Konu skal vera heim- ilt að vera fjarverandi frá vinnu fyrstu 6 vikur, eftir að hún hefur alið bam. Hún get- ur og krafizt að mega vera fjarverandi allt að sex vik- um í viðbót og þannig, að fjarvera sé að öllu leyti eða að hluta fyrir eða eftir fæð- ingu. 14. gr. Krefjast má vottorðs frá lækni eða Ijósmóður um, hvenær fæðing sé væntanleg. Tilkynna verður atvinnurek- anda um fjarveru fyrir fæð- ingu með eigi skemmri en þriggjai daga fyrirvara. , 15. gr. Ef kona sýnir með læknisvottorði, að hún þjáist af sjúkdómi, sem er afleiðing af þungun eða fæðingu, getur hún krafizt að mega vera fjar- verandi frá vinnu umfram það, sem áður segir, allt að sex vikum fyrir eða eftir fæðingu. 16. gr Konu, sem er fjar- verandi frá vinnu samkv. á- kvæðum 13.—15. gr., má ekki segja Upp starfi. þegar at- vinnurekanda er ljóst, að fjar- vera hennar er af þessúm á- stæðum, eða hún tilkynnir honum án tafar, að þessi er ástæðan fyrir fjarveru hennar. Hafi henni þegar verið sagt upp miðað v:ð dag, er fellur innan ramma þessa tímabils, sem getið er um í 13. gr.. er uppsögnin gild, en uppsagnar- frestur lengist sem tímabilinu nemur. Hanníbal Valdimarsson. Hafi vihnuráðning átt sér stað fyrir ákveðna, tíma- bundna vinnu, skal ákvæði þessarar greinar ekki beitt, þegar vinnunni er lokið, áður en konan mætir aftur til vinnu. 17. gr Kona, sem hefur barn sitt á brjósti, getur kraf- izt frítíma, sem hún þarf vegna þess, og eigi skemur en hálfa stund tvisvar sinn- um á dag. Um III. kafla 1 þessum kafla eru konu tryggð þau réttindi að mega vera fjarverandj frá vinnu 6 vikur, eftir að hún hefur alið barn Þó getur hún krafizt að vera fjarverandi allt að sex vikum í viðbót, og má fjar- vistin vera að öllu leyti eða hluta fyrir eða eftir fæðingu. Nú sannar kona með lækn- isvottorði, að hún þjáist af sjúkdómi, sem sé afleiðing af þungun eða fæðingu, og getur hún þá krafizt að mega vera frá vinnu allt að sex vikum í viðbót. án þess að vistráðn- ing eða réttur til launagreiðslu rofni. Kona, sem hefur barn sitt á brjósti. getur samkvæmt þessum kafla frumvarpsins um vinnuvernd kvenna krafizt þess að fá nausynlegan frí- tíma til þess, allt að hálfri stund tvisvar á dag. ÞESSAR JÁRNSAGIR með rafmótor, eru mjög hen'tugar fyrir stærri og minni vélaverkstæði, einnig þægi- legar þegar unnið er utan verkstæðisins. KOSTA AÐEINS KR. 7.386,00. I»Á ERU ÞESSAR LITLU RAFSTÖÐVAR ekki síður þægi- legar fyrir af- skekkt heimili eða þegar unnið er utan verk- stæðis. Og einn- ig sem vara- og öryggisljós stærri fyrir- tækja. Sisli oJ. %JofínsQn 4/ Túngötu 7 — Símar 12747 og 16647, Marlne Motor# ........■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.