Þjóðviljinn - 23.10.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.10.1964, Blaðsíða 3
¥ Föstudagur 23. október 1964 ÞJÓÐVILJINN Gagnrýni á Krústjoff opinber- lega birt í Sovétríkjunum MOSKVD 22/10 — Málgagn miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna ,,FlokksIíf“ lét að þvi liggja í dag, að Krústjoff hefði gert sjálfan sig að mið- depli porsónudýrkunar. Þó Krústjoff hafi ekki verið nafngreindur fór ekki á milli mála við hvem var átt. ÖSKEIKULL Virðing sú sem leiðtoga flokks- ins ber, á ekkert skylt við þá yfirdrifnu hrifningu og lofgerð- arrullu um leiðtogann, sem þul- in er. þegar hvert orð sem seðsti maðurinn segir, er tekið sem sannleiksopinberun, og allar gerðir hans eru taldar óskeik- ular. Kínverjor koupa CAJSTBERRA OG LONDON 22/10 — Nú er verið aS semja um stórsölu á áströlsku hveiti til al- þýðulýðveldisins Kína og búizt er við að samningar takist á nokkrum vikum. Brezka stórfyrirtækið Rootes sem er rekið í samvinnu við bandaríska Chrysler-fyrirtækið, selur bæði fólksbilreiðir og vöru- bifreiðir til Kínverska alþýðu- lýðveldisins. Forstjóri fyrirtækisins hefur skýrt frá því, að hann vilji auka útflutning sinn til Kína eins mikið og efnahags- og fram- leiðslugeta leyfir. PARÍS 22/10 — Dr. Eugen Ger- stenmaier forseti í vestur-þýzka þinginu mælti í dag fyrir því, að varnarbandalag vesturveld- anna yrði endurskipulagt til að spanna allan hnöttinn og verði höfuðborgirnar Washington,-Par- ís og Tokio miðstöðvar. Forseti vestur-þýzka þingsins sagði, að breyting á vörnum Nato á þennan hátt væri nauð- synleg til þess að koma í veg fyrir að samtökin úreltust, þó enn þá nauðsynlegri vegna þeirra veikleika sem komið hafi svo greinilega fram bæði í Seato bandalaginu og Suðaustur-Asíu Slík afstaöa leiðir ekki til neins góðs, en getur aðeins blás- ið lífsanda aftur í það siðferði sem ríkti á dögum persónudýrk- unarinnar, og það getur flokkur- inn ekki þolað. segir í ritinu. „Flokkslíf" gefur einnig í skyn í forystugrein sinni, að Krúst- joff hafi gert sig sekan um það að halda fram hlut vina sinna og ættingja. LÝÐKÆÐI Tímaritið minnir á alvarleg mistök sem gerð hafi verið í Kákasus og segir, að þá hafi fjölskyldu og vinasambönd vegið þyngra en megin- reglur flokksins og segir fleiri dæmi vera þessa. Ritið segir að gera verði ráð- stafanir til þess að tryggja það. að allar stofnanir flokks og rík- is haldi lýðræði í heiðri. Allir félagar í flokksforystunni verða gera sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart kjósendum, og flokkurinn og þjóðin vérða að fylgjast með því, sem einstakir leiðtogar taka sér fyrir hendur. 1 forystugreininni, sem er snarpasta gagnrýni sem hingað til hefur verið beint gegn Krúst- joff, segir að ekki hafi allir fé- lagar losað sig við þau viðhorf og aðferðir sem mótuðu vinnu- brögð á dögum persónudýrkun- arinnar. SAMVIRK FORYSTA Ritið krefst þess. að megin- reglunni um sameiginlega for- ystu verði mjög nákvæmlega fylgt. Enginn einstakur komm- únisti né hópur flokksfélaga hafi rétt til að láta sér sjást yfir það, að einhver taki ekki til'lit til skoðana flokksbræðra sinna, og láti sér á sama standa um gagnrýni ög jákvæðar; óformleg- ar umræður um vandamálin. Hversu háu embætti. sem maður gegnir, er ekki hægt að láta hann sleppa við yfirsjón samvirkra leiðtoga og flokksins, og láta hann ganga að því vísu, að hann kunni ráð við öllu og reynsla og þekking flokks- bræðranna sé einskis nýt, segir tímaritið .,Flokkslíf“. KOZLOF ! Frol Kozlof, sem einu sinni var talinn líklegur eftirmaður Krústjoffs og var félagi í for- sæti flokksins hefur nú verið vikið úr því. Raunar hefur hann lítið sem ekki komið við sögu síðan hann fékk heilablóðfall í fyrra og hefur síðan ekki getað gegnt störfum. PRAVDA Aðeins aukin framleiðni getur bætt lífskjörin í Sovétríkjunum, segir í grein í Pravda í dag. Kommúnistaflokkurinn æskir þess, að fólk fái betra húsnæði, tryggara líf og meira menning- arlíf með hverju árinu. en það fæst ekki nema ’ með betri vinnubrögðum. Sovézka þjóðin hefur mörgum mikilvægum verkefnum að sinna, segir Pravda. Greinin er skrifuð í tilefni af hagtölum sem sýna. að fram- leiðsluaukningin í iðnaði var ekki nema um 7% á fyrstu þrem fjórðungum þessa árs, en var 8.7% á sama tíma í fyrra. Blaðið ræðir um nauðsyn þess, að gangskör verði gerð að LONDON 22/10 — Hinn nýskip- aði brezki verkamálaráðherra Jay Gunter kallaði í dag stjórn- ir hafnarverkamannasambands- ins- og atvinnurekendasamtaka á sinn fund til nýrra viðræðna í því skyni að komast hjá hafnar- verkfallinu yfirvofandi ,sem á að hefjast 1. desember, ef aðilar hafa ekki komizt að samkomu- lagi fyrir þann tíma. Fulltrúar 65000 brezkra hafn- arverkamanna samþykktu í dag einróma að hefja verkfallið 1. des. og halda fast fram upphaf- legum launakröfum sínum, sem ! því að bæta framleiðslutækni og leggur til að skapandi framtak fjöldans verði betur virkt og framfarir í vísindum og tækni betur nýtt. Kinvergor sprengja PEKING 22/10 — Kínverj ar munu stöðva frekari þróun kjarnorkuvopna sinna, ef Banda- ríkjamenn vilja gera slíkt hið sama, segir Alþýðublaðið í Pek- ing í dag. Þar segir að Kínverjum sé það ekkert sérstaklega mikið í mun að eiga kjarnorkuvopn, en hins vegar verði Kína að eiga sér kjarnorkuvopn jafn lengi og bandarísku heimsvaldasinnarnir eiga þau Japanskir vísindamenn skýrðu frá því í dag, að kjarnorku- sprengja Kínverja hefði verið gerð úr Úran'ium-235, og ekki muni liða á löngu þar til Kin- verjar geta sprengt vetnis- sprengju. vinnuveitendur hafa hingað, til sett sig mjög á móti. Harold Wilson forsætisráð- herra Breta ætlar að gefa brezku þjóðinni hreinskilna skýringu á efnahagsörðugleikum landsins í ræðu í útvarP °g sjónvarp á mánudaginn kemur. í þessari ræðu ætlar Wilson að leggja fram lið fyrir lið þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin á- formar að framkvæma til að leysa vandamálin og gera grein fyrir ráðstöfunum til þess að treysta efnahagslíf Breta, sem eiga að ná lengra fram í tímann. Efnahagsvandræði í Stóra-Bretlandi Jean-Paul Sartre Misvitur blöð hafa að sjálf- sögðu haft um það ýmsar bolla- leggingar slðari vikur. hverjir væru líklegastir til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels í ár og voru ýmsir til nefndir. írsk- franski absúrdistinn Beckett var til nefndur — en hann hef- ur sjálfsagt þótt of nýstárlegur. Hinn máttugi söngvari Suður- Ameríku, Pablo Neruda var til nefndur — en hann hefur sjálf- sagt þótt of róttækur — sænska akademían hefur til þessa enn ekki komizt lengra til vinstri en að Halldóri Laxness. Einhver minntist á Graham Greene — Wann hefur kannski ekki þótt nógu „djúpur“. Hitt burfti engum að koma á óvart. að Jean-Paul Sartre varð fyrir valinu — má reyndar segja með fullum rétti, að það hafi ekki verið vonum fyrr. Svo mik- il og víðæk áhrif hefur þessi maður haft með heimspekirit- um sínum og skáldverkum á menningarlíf eftirstríðsáranna. 1 verkum hans krystallast betur en f öðrum stað sú leit, sem eft- irstríðsmenn hlutu að leggja upp í, menn sem höfðu séð mörg glæsileg orð gerð ómerk og margar ágætar hugsjónir verða fyrir miklum skakkaföllum. 1 þeirri leit hefur Sartre verið í forystusveit, gert miskunnar- lausar kröfur til þess, sem hægt væri að viðurkenna sem gild sannindi. og haft hugrekki til að mæta afleiðingum slíkra krafna, hve ónotalegar sem þær kunna að reynast. Sartre hefur verið kallaður faðir existensíalismans, þótt hann hafi reyndar byggt á ýms- um á ýmsum öðrum heimspek- ingum. Grundvallarsjónarmiðum hans er ákaflega erfitt að lýsa í fáum orðum og reyndar ekki á hvers manns færi (sjálfur er Sartre reyndar margt betur gef- ið en að vera gagnorður — hann hefur skrifað formála að bókum sem eru sýnu lengri en verkin sjálf). En á einum stað segir á þá leið. að hann álíti að maður- inn sé sinn eiginn vilji, óháður í alheimi og hafi ekki æðri máttarvöld að styðjast við í leit sinni. En tilveran skilar honum sífellt á ný vegamót og þvingar hann til að velja sér hlut. Mað- urinn er frjáls. en um leið nauð- beygður *sífellt að velja á eigin ábyrgð. Lífið sjálft þvingar okk- ur til athafnar, athöfn hefur ætíð að forsendu val milli ó- líkra möguleika. valið leggur okkur ábyrgð á herðar. Ábyrgð- in kallar á ótta, ótta við að velja ekki rétt — fyrir okkur sjálf. fyrir mannkynið. Sartre er ekki síður þekktur fyrir skáldverk sín. Hann tók virkan þátt í frönsku mót- spyrnuhreyfingunni á stríðsár- unum og hefur þangað sótt efni- við i skáldsöguna Vegir frels- isins (Les Chemins de la Lib- erté). Leikrit hefur hann skrif- að mörg ög fræg. Huis-Clos lýsir á magnaðan hátt glötuðum sál- um (sýnt hér undir nafninu ! luktar dyr). Miklar deilur vöktu ádeiluleikrit hans La Putain respecteuse — um kynþáttaof- sóknir í Bandaríkjunum og Les Mains sales (Flekkaðar hendur), ógnþrungin lýsing á kommún- 1 istískri valdatöku; en Sartre hef- ur reyndar lýst því yfir síðar. að hann vilji ekki að þetta verk sé sýnt. Og þá er ótalið það verk, sem margir telja hans fremsta — Fangamir í Altona (Les Sequestrés d'Altona) mörg- um þáttum slungið uppgjör við samtímann. sem mörgum mun minnisstætt frá því Leikfélag Reykjavíkur setti það með á- gætum á svið f veur leið. Á sfðari árum hefur Sarere látið töluvert til sín taka í frið- arhreyfingu og samtökum evr- ópskra rithöfunda og hefur þar m.a. reynt mikið til að brúa bilið á milli sjónarmiða menn- ingarfuHtrúa úr austri og vestri Hann hefur tekið mjög róttæka afstöðu f stjórnmálum, ekki sfzt á tímum Alsírstríðsins. Iðnskólinn í Reykjavík Skrifstofustúlka óskast til starfa á skrifstofu skól- ans nú þegar. \ Áskilið: Vélritunarkunnátta og góð rithönd. Launakjör samkvæmt launasamþykkt Reykjavík- urborgar. Eiginhandar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun, sendist skrifstofu skólans. Skólastjórt SlÐA Það er ekki rétt að ræða um sósíalistísku löndin, eins og þar gangi ævinlega allt að óskum. Það koma nefnilega stöðugt upp í öll- um sósíalistískum löndum erfiðleikar, andstæður, ný vandamál sem verður að lýsa undanbragðalaust. Enn verra er að láta sem allt gangi að óskum, þegar við stöndum svo allt í einu frammi fyrir þeirri nauðsyn að þurfa að tala um erfið- leika og gefa skýringu á beim . . . Það hefur stundum skap- ‘ azt ástand sem mönnum hef- ur verið ofviða að skilja. Stundum virðist sem komið hafi upp ágreiningur milli ráðamanna, en þá ekki auð- velt að gera sér grein fyrir, hvort svo sé í raun og veru, og hver sé þá ágreiningur- inn“. Ástæða er til að rifja upp þessi o.rð úr minnisblöð- unum sem Togliatti setti saman skömmu fyrir dauða sinn í sumar, eftir þá atburði sem gerðust í Moskvu í síð- ustu viku, og það því fremur sem arftaki hans í forystu ítalslkra kommúnista Luigi Longo, lét liggja að því orð í um allan heim; „mönnum er ofviða að skilja þau“. Þau hafa þá ei.nnig orðið til þess að hin nýja forysta sovézkra kommúnista hefur sætt gagn- rýni af hálfu kommúnista í öðrum löndum, einkum Vest- ur-Evrópu. Blað ítalskra kommúnista hefur talað um leifar frá stjórnarfari per- sónudýrkunarinnar, franskir kommúnistar hafa boðað komu nefndar til Moskvu til að fá skýringu á þessum at- burðum, blöð kommúnista í Svíþjóð og Noregi hafa verið sérstaklega harðorð. Hér skal tekið undir þessa gagnrýni, en þó með nokkru fororði. Sá sem þetta ritar telur það efnilega fjarri lagi að fara hörðum orðum um þann hátt sem hafður var á þegar Krústjoff var vikið frá, og láta liggja orð að því, eins og gert hefur verið, að þar hafi verið brotnar meginregl- ur lýðræðis og starfsreglur sovézka kommúnistaflokksins. Honum virðist þvert á móti að ástæða sé til að faena bví að mannaskipti í æðstu emb- ættum Sovétríkjanna hafa nú Réttmæt gagnrýni og ástæðulaus ræðu í Mílano á mánudag- inn, að Togliatti hefði þama átt við ágreining sem kom- inn hefði verið upp milli sovézkra ráðamanna, þegar hann skrifaði minnisblöðin. Það er enn frekari vísbending um að hin óvæntu manna- skipti í æðstu embættum Sovétríkjanna hafi átt sér alllangan aðdraganda sem áð- ur var ekki kunnúgt um. Nú hefur borizt frekari vitneskja um fundinn í miðstjórn kommúnistaflokksins' í -síð- ustu viku þegar ’ mannaskipt- in voru ákveðin. Þótt heim- ildir séu ótraustar og enn vanti mikið á að allt sé Ijóst sem þar gerðist, er engum blöðum um það að fletta að hörð átök hafa orðið á fund- inum og Krústjoff hefur ekki látið sinn hlut fyrr en i síð- ustu lög, þegar honum varð ljóst að meirihluti stjórnar- innar var honum andvígur. Tilkynningin sem gefin var út að fundinum loknum, um að hann hefði látið af völd- um sakir aldurs og heilsu- brests, var því ósönn, enda þótt hann kunni að hafa bor- ið þetta fyrir sig í lausnar- beiðnin.ni, sem hann lagði fram, þegar hann átti ekki lengur annars kost. Það liðu heldur ekki nema nokkrir dagar, þar til þetta var stað- fest, þótt á óbeinan hátt væri, í forystugrein „Pravda“ á laugardaginn, þar sem veitzt var að Krústjoff, þótt hann væri sjálfur ekki nefndur á nafn, og hann gagnrýndur fyrir margs konar yfirsjónir í stjómarstörfum sínum. Þessi vinnubrögð, að skýra vísvitandi rangt frá atvik- um þegar um er að ræða slík- an merkisatburð, að tæpa á orsökum þess að maður sem í áratug hefur haft á hönd- um æðstu stjórn eins voldug- asta ríki heims og markað á þeim tíma slík spor { sögu síns eigin lands og reyndar alls mannkyns, að seint mun fyrnast yfir þau, að segja ekki skýrt og skilmerkilega frá því sem ratínverulega gerðist, rekja röksemdir með og móti — þau vinnubrögð eru forkastanleg. Þau eru til þess eins fallin að veikja traust manna á Sovétríkjun- um, á sovézka kommúnista- flokknum sem brautryðjanda í frelsisbaráttu verkalýðsins Brezjnef orðið með skaplegri hætti en verið hefur um langan tima. Æðsti valdamaður flokksins mætir sem jafningi annarra fulltrúa á fundi í æðstu stofnun hans, miðstjórninni. Þar er hann gagnrýndur fyrir mistök i störfum, honum og fylgismönnum hans gefinn kostur á að svara fyrir sig, síðan er gengið til atkvæða og þegar úrslitin gefa til kynna að hann njóti ekki lengur trausts meirihlutans, segir hann af sér en nýir menn kjömi^ í hans stað. All- ar þær fréttir sem borizt hafa af þessum sögulega fundi eru á þessa léið, og af þeim verð- ur ekki annað ráðið en farið hafi verið eftir þeim lýðræð- isreglum sem sjálfsagðastar þykja. Þessi vinnubrögð eru a.m.k. ólíkt lýðræðislegri en þau hrossakaup og baktjalda- makk sem áttu sér stað í Bretlandi fyrir réttu ári, þegar Home lávarður var skipaður fórsætisráðherra í- haldsmanna, án þess að þing- flokkur þeirra eða aðrar stofnanir hefðu fengið að segja álit pitt í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu. Og reyndar þurfum við ekki að leita út fyrir landsteinana að dæm- um þess að menn hafi verið settir í æðstu embætti flokks og rikisstjómar án þess að þeir aðilar væru spurðir á- Iits sem samkvæmt lýðræðis- reglum áttu þó ákvörðunar- valdið. ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.