Þjóðviljinn - 07.11.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.11.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. nóvember 1964 SIÐA 3 Brésnéf hvetur tiE sam- heldni kommúnistaflokka MOSKVU 6/11 — Hiim ný&kipaði aðalritari Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, Leonid Brésnéf, áréttaði það í dag, að Sovétríkin mirnu fylgja fast fram stefnu friðsamlegrar sambúðar, og setti jafnframt fram ákveðnar áskoranir um aukna samheldni í alþ'jóða'hreyfingu kommúnista. ^Hann sagðí að ríkisstjóm Sovétríkjanna og miðstjórn flokksins teldu það helga skyldu sina að styrkja þessa samheldni. Hann áréttaði tiMogumar um alþjóðafund kommúnista og lagði áherz’lu á sérstöðu hvers kommúnistaflokks. Brésnef hélt ræðu sína í Þinghöllinni f Kreinl á hátíða- fundi í tilefni af þjóðhátíðar- degi Sovétríkjanna. Meðal hirma 6000 gesta í Þinghöllinni voru Sjú Enlæ forsætisráðherra Kína og æðstu menn allra kommún- istaflokka í Austur-Evrópu nema Albaníu. Brésnef vitnaði * * í Eenin og sagði, að hann hefði alltaf vilj- að ástunda friðsamlega sambúð við ríki með ólík efnahagskerfi og jafnframt lagt áherzhi á ein- ingu í röðum kommúnista. 1 sambandi við tillöguna um alþjóðaráðstefna kommúnista lagði Brésnef áherzlu á það, að hver flokfcur hefði sína sérstöðu og eru þessi og fleiri ummæli hans túlkuð á þann veg, að sovézkir kommúnistar vilji nú draga úr deilunum við Kínverja. Rifshöfn Framhald af 12. síðu. heima hafa þeir unnið verk- fræðingamir Guðmundur Gunn- arsson og Jóhann Már Jónas- son á Vitamáiaskrifstofunni. Unnið hefur verið samkvæmt á- ætlun frá því á miðju síðast- liðnu ári og er nú svo komið aðstöðu eins og sýnt er með svörtu línunum á meðfylgjandi mynd. Næstu daga byrjar Sandeyjan að grafa úr höfninni 20 þúsund teningsmetra og verður það bú- ið eftir einn mánuð. Aðstaða fyrir tuttugu báta í höfninni verður þannig tryggð fyrir næstu vetrarvertíð. Á Hellissandi er nokkur að- staða til vinnslu fiskafurða og þarf að aka þangað 4 kílómetra leið með fiskmn. Þar mun vera eitt frystihús og saltfiskverkunarstöð og er þetta engan veginn fullnægjandi aðstaða í fiskvinnslu til þess að taka á móti afla frá tuttugu bát- Þannig er lögð áherzla á að fá vinnslutæki til staðarins, bæði báta og stöðvar í landi. Einn athafnamaður hefur þó hafizt handa um að byggja saltfisk- verkunarstöð i Rifi. Svæði hafn- arinnar er stórt og gott og er til dæmis gert ráð fyrir, að fisk- vinnsiustöðvar séu byggðar frammi á sjálfri hafnarbryggj- unni. Övíða er því betri aðstaða þar sem hægt væri að taka fisk- inn beint inn í fiskvinnslustöð- ina öðrum megin, en útskipun færi fram hinum megin. Stjóm Rifshafnar óskar því eftir, að athafnamenn á sviði fiskiðnaðar kynni sér aðstöðuna á Rifi og veitir alla þá aðstoð, sem í hennar valdi er til að byggja þama upp fiskiðjuver. Hlaupa menn ekki inn í bank- ana og fá fjármagn eins og hver vill til þessara framkvæmda, spurðum við Pétur Pétursson. Bankastjórar ættu að líta þetta hýru auga, sagði Pétur, og ekki er í kot vísað, þar sem stjóm Rifshafnar er. En hér er sem sagt tækifæri fyrir unga athafnamenn að nema nýtt land við höfn, sem ætlað er að rúmi tvö hundruð báta í framtíðinni og þegar hef- ur verið skipulagður kaupstaður fyrir fimm þúsund íbúa. 1 dag búa þarna hinsvegar átt^ fjöl- skyldur og reist hafa verið sjö hús. Kaupstaðarrými er líka næstum ótakmarkað. Með tilliti til síldarsöltunar þarf að byggja yíir söltunar- svæði ve'jia sandfoks í suðaust- an 1 assviðrum. En bátamir ausa upp Silámni á Jökuldjúp- inu. Brésnef sagði að eina trygging fyrir öryggi í Evrópu væri að viðurkenna að tvö þýzk rfld væru til. Hann sagði að Sovétríkin væru andvíg fyrirætlunum um margþjóða kjamorkuflota Nato, sem yrði ekki til annars en fá V-Þjóðverjum umráðarétt yfir kjarnorkuvopnum. • Brésnef fékk mjög góðar und- irtektir er hann skýrði frá því, að samyrkjubændur eigi aftur að fá aukið jarðnæði til per- sónulegra nota og eigin búskap- ar. Brésnef sagði að rfkisstjórn Sovétríkjanna mundi beita sér fyrir bættu samkomulagi við Bandaríkin. Þá fékk Brésnef mjög góðar undirtektir er hann lagði áherzlu á þýðingu þess að sameina kraftana í baráttunni gegn heimsveldissinnum og sagði að ekki væri þolandi að mismun- andi skilningur á vandamálun- um græfi undan samvinnu kommúnistaflokkana. Hann lagði áherzlu á það að‘ kommúnistaflokkamir ættu sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. ættu Marx-Leninismann sam- an og þyrftu allir að verja sie gegn heimsveldissinnum. Kínverjar Aðalmálgagn kínverska komm- únistaflokksins „Alþýðublaðið” birti í dag grein um deilur kommúnista. Blaðið fagnaði því, að Krústjoff hefur verið vikið frá völdum en varaði við óþarflega mikilli bjartsýni um að deilur flokkanna yrðu jafn- aðar á skömmum tíma. Alþýðublaðið segir að al- menningur í þessum tveim stærstu albýðuveldum i heimi beri enga ábyrgð á því, að for- ystumenn þeirra hafi skiptar skoðanir á stjórnmálum, en krefjist þess að deilur þessara bræðraþjóða verði settar niður. A myndinni sést hvcrnig íbúunwm í einu af úthverfum Zagreb í Júgóslavíu er bjargað í bátum úr húsum, sem hafa hrunið saman í flóðunum, sem urðu þar nýlega. Nú sjatnar vatnið f þessum hverfum, en þess í stað berast fregnir af nýjum flóðum annars staðar í Júgóslavíu. Nixon harðorður um fíokksbræður sínu Vestur-þýzkar til- lögur um einingu BONN 6/11 — Vestur-þýzka ríkisstjórnin birti í dag áætlun sem fjallar um frekari þróun í einingu Evrópuríkja bæði í efnar hags- og stjórnmálum. í áætluninni er gert ráð fyrir stofnun ráðgjafarnefndar um nánari samvinnu í utanríkis- og varnarmálum og einnig mennta- málum. 1 efnahagsmálum mælir vest- ur-þýzka stjórnin með því, að hraðað verði starfi við að brjóta niður tollmúra milli aðildar- ríkja efnahagsbandalagsns. 1967 á að vera búið að leggja niður alla tolla á iðnaðarvamingi sem er fluttur út frá einu landi til annars innan EBE. Borgarleikhús Fyrir 1. janúar 1965 á einnig að vera búið að lækka t-olla á viðskiptum innan bandalagsins með iðnaðar- og landbúnaðar- afurðir um 10%, . í júlí í ár er de Gaulle var í heimsókn í Bonn lofaði Lud- wig Erhard forsætisráðherra því, að Vestur-Þýzkaland mundi leggja fram áætlun um víðtæk- ari aðgerðir til að koma á stjórnmálalegri einingu Evrópu. Ef hinar nýju vestur-þýzku tillögur verða framkvæmdar munu innri tollmúrar á iðnað- arvarningi í bandaiaginu lækka úr 40%„ sem upphaflega var ráð fyrir gert. í 20%. Tollar á land- búnaðarafurðum lækka frá 55 til 60% f 35 til 40%, 1 tillögunum er sagt að EBE sé óhugsandi án samræmingar á verðlagi landbúnaðarafurða inn- an þess og í þessu sambandi sé nauðsyn á gagnkvæmri tillits- semi. I yfirlýsingunni er ekki minnzt á vandamálin i sambandi NEW YORK 6/11 Nixon fyrrverandi — Richard I er orðið nóg um blóðsúthelling- varaforseti ar og ég ætla mér ekki að ráð- Framhald af 1. síðu. minnast lýðveldisstofnunarinn- ar með því að reisa minnis. varða, sem ferðamenn gætu full- vissað sig um að risið hefði af þvf tilefni. , Kristján Benediktsson tók til | við samræmt verð á korni. máls og tók undir málflutning Guðmundar Vigfússonar. Sigurður Magnússon taldi að affarasælast yrði í framtíðinni að Leikfélag Reykjavíkur hefði fiumkvæðið í málinu. Alfreð Gíslason lagði til að báðum framkomnum tillögum, tillögu þremenninganna og frá- vísunartillögunni, yrði vísað til borgarráðs og afgreiðslu málsins síðan frestað til næsta fundar. Óskar Hallgrímsson spurði hvort sennilegt væri að Þjóð- leikhúsið hefði risið af grunni, ef árum eða áratugum hefði verið eytt f deilur um hvaða að- ili ætti að hafa frumkvæðið. Þórir Kr. Þórðarson kvaðst mótfallinn tillögu þremenning- anna vegna þess að hann teldi eðlilegt að til væru „frjáls leik- hús”. Það skal tekið fram að ræðu- menn fóru allir miklum viður- kenningarorðum um áratuga- langt og gott starf Leikfélags Reykjavíkur, þó fram kæmi þessi ágreiningur um grund- vallaratriði. Að loknum umræðum var til- laga Alfreðs um frestun á mál- inu felld með 9 atkvæðum gegn 5 og tillaga borgarstjóra síðan samþykkt með 9 atkvæðum fulltrúa gegn 6. Bandaríkjanna réðist í gær harkalega á Nelson Rockefeller ríkisstjóra fyrir að hafa ekki stutt Barry Goldwater í kosn- ingabaráttunni. Ekki er hægt að líta á Rocke- feller sem foringja eftir að hann hefur neitað að taka þátt í bar- áttunni á erfiðu ári, sagði Nixon á blaðamannafundi í New York. Rockefeller ríkisstjóri New York fylkis reyndi sjólfur að ná útnefningu sem forsetaefni flokks síns, en tapaði gjörsam- lega fyrir Goldwater. Nixon gekk vel fram í barátt- unni fyrir Goldwater, en Rocke- feller tók. að vísu einu sinni( á móti honum, en lýsti' því áldrei yfir að hann ætlaði að kjósa hann. Einhverju sinni var hann að því spurður, hvort hann mundi kjóse Goldwater, en svaraði því til að kosningar í Banda- ríkjunum væru leynilegar. Á blaðamannafundinum í gær sagði Nixon að allir forystu- menn í Republikanaflokknum gætu lagt sitt af mörkum til þess að skapa einingu, í röðum hans og gæti Goldwater gengt mikilvægu hlutverki í því. Hann sagði að Goldwater hefði orðið að berjast á tveim víg- stöðvum í kosningabaráttunni, Johnson forseti réðist harkalega að honum og samtímis réðust flokksfélagar í Repúblikana- flokknum aftan að honum. Nú ast að Goldwater sagði Nixon. Rockefeller er staddur í Mad- ríd í fríi og sendi þaðan í gær yfirlýsingu í sambandi við um- mæli Nixons sem hann kvað bæði röng og neikvæð. Bandarísk geimskot takast misjafnlega KENNEDYHÖFÐA 611 — Jack James forstöðumaður tilraunar til þess að senda geimfarið Mar- iner 3. í átt til Marz til þess að taka myndir af plánetunni lýsti því yfir í stöðvum sínum á Kennedyhöfða í morgun að til- raunin hefði gjörsamlega mis- tekizt. Fulltrúar geimferðarannsókn- arstöðvarinnar NASA skýrðu frá því á blaðamannafundi að erf- iðleikarnir hefðu líklega byrjað um fimm mínútum eftir að Mariner var skotið á loft. Sér- stök klæðning á geimfarinu hefði líklega losnað að nokkru leyti frá, þegar þvi var skotið upp og þetta varð m.a. til þess að geimfarið náði ekki nægileg- um hraða. Einnig varð þetta til þess að við venjulega rafhlöður til þess að stjórna ferðinni, en þær voru ekki ætlaðar til svo umfangs- mikilla starfa. Klukkutíma eftir að geimfar- inu hafði verið skotið á loft kom það í ljós að einhver mistök höfðu orðið. Vísindamennirnir gerðu allt hvað í þeirra valdi stóð til þess að bjarga málum, en rétt áður en merki var gefið um að setja varaeldflaug í gang voru raf- hlöðumar tæmdar. Næsta tilraun með Mariner eldflaug á að fara fram eftir tvær vikur, en óvíst er hvort af henni verður vegna þessara óhappa. I dag skutu Bandaríkin á loft gerfihnetti Explorer 23. til að rannsaka geislun í andrúmsloft- inu og gekk það allt að óskum Hsfnarfjörðnr Framhald af 1. síðu. vegamálastjóra til þess að fá hjá Vegasjóði benzínskatt fyrir árið 1965, kr. 1.350.000,00. En sjáan- lega hefði það ekki heldur nægt til þess að bjarga bæjarsjóði eins og atburðurinn í íyrradag ber Ijósast vitni um. Þá spurði Þjóðviljinn Kristj- án, hvort útsvarstekjur Hafnar- fjarðarbæjar hefðu ekki hækkað mikið á þessu ári eins og hjá öðrum bæjarfélögum. Því svar- aði Kristján á þá Ieið að út- svarsálögur í Hafnarfirði hefðu tvöfaldazt ó síðustu tveimur ár- um eða frá því núverandi bæj- arstjórnarmeirihluti tók við stjórn bæjarins en þær hækkan- ir hefðu verið notaðar til ann- arra hluta, t.d. á þann veg að hækka laun bæjarstjóra og hafn- arstjóra fjórfallt miðað við það sem þau voru fyrir rúmum tveimur árum. Og slík er ráðs- mennskan á öllum sviðum hjá núverandi bæjarstjóraarmeiri- hluta í Hafnarfirði, sagði Kristj- án að lokum. útbúnaðurinn sem átti að hlaða Sjálistæðisflokksins | sólorkuhlöðurnar varð óstarf- | og er hnötturinn kominn á rétta hæfur, þannig að notazt varð braut. Frá AHtingi Framhald af 12. síðu. hefði ekkert aðhafzt, sem Al- þingi vissi ekki þegar, og mundi hann bráðlega gefa þinginu ýt- arlega skýrslu um þetta, og því engih þörf á að svo komnu máli að kjósa umrædda milliþinga- nefnd. Arnór Sigurjónsson (Alþ.bl.) stakk upp á því að stjórnarlið- ið og Framsókn hefðu í þessu máli hrossakaup, þannig að stjórnin samþykkti tillögu Fram- sóknarmanna, en Framsóknar- menn létu kyrra liggja tillögu sína um skatta- og útsvarsmál- in þar sem hún var komin í nefnd. Arnór sagði, að það væri rík- isstjórninni til háborinnar skammar að fella þessa tillögu, þvf f henni væri gert ráð fyrir að öllum flokkum gæfist kost- ur á að fylgjast með öllum ^issum mikilvægu málum varð- andi stóriðju og stórvirkjanir. Að lokinni ræðu Arnórs var ’miræðum um þetta mál frest- að, en hin 10 dagskrármálin tek- in út af dagJcrá. BELGRAD 6/11 — Formað- ur utanrikismálanefndar öld- undardeildar Bandaríkja- þings William Fullbrigth kom í dag til Belgrad í 10 daga opinbera heimsókn. Mun hann ræða við júgó- slavneska ráðamenn um sam- vinnu Bandaríkjanna og Júgóslavíu, en aðalerindi hans er að undirrita menn- ingarsáttmála sem Júgóslavía og Bandaríkin hafa gert með i sér. 1 DAR ES SALAM 6/11 — Við- | skiptamálaráðherra Tanganíu Jeremeiah Kasambala lýsti því yfir í morgun, að bann hefði verið sett við út- og innflutningi til Portúgal og portúgalskra yfirráðasvæða. Viðskiptamálaráðherrann sagði, að með aukinni og efldri frelsisbaráttu gegn Portúgal væri ekki lengur hægt að þola nokkra samn- inga við ríkisstjóra Salazar. Helzta innflutningsvara Tanganiu frá Portúgal er vin. NEW York 6/11 — Bandarík- in og Sovétríkin skrifuðu í gær undir samning um það að skiptast á veðurfræðileg- um upplýsingum með nýju beinu sambandi milli Mo.skvu og Washington. Samningurinn er árangur af miklum viðræðum milli þessara aðila um samvinnu í geimrannsóknum. • Sérhvert land, sem þess óskar getur fengið þessar upplýsingar, ef það vill taka að sér að greiða hluta af kostnaðinum. AUOKLAND, NÝJA SJÁ- LANiDI 6/11 — Samtals 127 félög og samtök á Nýja Sjá- landi hafa skrifað undir opið bréf til de Gaulle forseta, þar sem fyrirhuguðum kjarn- orkusprengjutilraunum Frakka á Kyxrahafi er mótmælt. MADRID 6/11 — 1 da*g bár- ust. þær fréttir frá Madrid að fyrrverandi forseti Arg- entínu, Puan Peron, sé á för- um til nágrannalands Arg- entínu, Juan Peron, sé á för- Þaðan ætlar Peron að skír- skota til argentínsku þjóðar- innar, að hún veiti honum fulltingi til þess að komast aftur til valda. Stjórnmálafréttaritarar i Madrid benda á, að Peron hefur opinberlega lýst því yf- ir að hann ætli að snúa aftur heim til föðurlands síns fyr- ir áramót.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.