Þjóðviljinn - 07.11.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.11.1964, Blaðsíða 2
SÍÐA ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 7. nóvember 1964 Brýn þörf víðtækra ráðstafana til eflingar atvinnulífinu norðanlands Kjördæmisþing Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra gerði á nýloknu þingi sínu þessa ályktun um at- vinnumál: Kjördæmisþing Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra, haldið á Akureyri 1 nóvember 1964, telur mjög brýnt að unnið verði ötullega að þvi að efla og treysta at- vinnuvegi íbúanna í kjördæm- inu og að atvinna verði svo mikil og samfelld, að hún full- nægi þörfum almennings svo vel, sem nútímasamfélag hlýt- ur að krefjast. Hins mikla góðæris, sem gengið hefur yfir landið síð- ustu ár — vegna óvenjulega mikils fiskafla og hækkandi verðs sjávarafurðanna — hefur ekki gætt á Norðurlandi, þar sem afli hefur farið minnk- andi undanfarin ár úti fyrir öllu Norðurlandi, á það við bæði síldveiðar og aðrar fisk- veiðar. Flest hinna stóru fiski- skipa frá Norðurlandi hafa því stundað veiðar við Suðurland yfir vetrartímann og lagt þar upp afla sinn, og ennfremur lagt upp mikinn hluta síldar- aflans að sumrinu á Austfjörð- um. Af framangreindum á- stæðum hafa vinnslustöðvarn- ar, bæði fyrir síldarvinnslu og aðra fiskvinnslu, flestar búið við stöðugan skort á hráefni til starfsemi sinnar, og því samfara verið stopul og ófull- nægjandi atvinna verkafólks á þessu svæði. Á hinni miklu síldveiðivertíð sl. sumar, sem stóð nærri 5 mánuði, fengu , þggr 5 síldarverksmiðjur sem stariræktar eru í kjördæminu, aðeins síldarafla, sem svarar til 22ja til 23ja sólarhringg vinnu miðað við full viftnslu- afköst þeirra samanlagt. Hinar 2o síldarsöltunarstöðvar á svæðinu fengu þó hlutfallslega miklu minni verkefni á sumr- inu, og sumar fengu enga síld til verkunar. Þetta úrræðaleysi, að möguleikamir til að salta meira af síld á Norðurlandi voru látnir ónotaðir, leiddi til þess, að skorta mun um 80 til 90 þúsund tunnur saltsíldar til að staðið verði við fyrirfram gerða sölusamninga um salt- síldarafla sumarsins. Þorskveiðiútvegurinn, sem stundaður er á um það bil 50 þilfarsbátum (flestum litlum) auk fjölda opinna vélbáta, á í stöðugt vaxandi erfiðleikum og liggur nú við stöðvun vegna minnkandi afla, sérstaklega tvö sl. ár. Á afla þessa báta- flota hefur nær öll fiskvinnsla í kjördæminu byggzt, og er því einn mikilvægasti þáttur atvinnulífsins í sjóplássunum í mikilli hættu staddur, ef ekki verða gerðar nú þegar sérstak- ar ráðstafanir til stuðnings bátaútveginum, sem fiskveiðar stundar við Norðurland. Hvað snertir verksmiðjuiðn- aðinn, sem vaxið hefur upp — sérstaklega á Akureyri — á síðari érum, hefur nú gert vart við sig verulegur sam- dráttur í einstökum greinum hans, sem er afleiðing hins al- frjálsa innflutnings á þeim vörum. sem þessar verksmiðj- ur hafa verið byggðar upp til að framleiða. Er hér óhyggi- lega og í flestu tilliti ómak- lega vegið að hinum unga iðn- aði. Þingið telur eftirgreindar aðgerðir mest aðkallandi nú til að treysta og efla atvinnulífið í Norðurlandskjördæmi eystra: 1. — Að gerðar verði nú þegar ráðstafanir til að hag- nýttar verði svo vel, sem kost-^. ur er, þær síldarvinnslustöðv- ar, sem fyrir eru nú. Verði útveguð svo mörg hentug flutn- ingaskip til flutninga á sild frá aðalsíldveiðisvæðunum til vinnslustöðvanna, sem til eru I og of fjarri liggja fyrir veiði- skipin að sigla til þeirra með j afla sinn. Verði nú hafizt handa um stofnun félags með þátttöku ríkisins, bæja- og sveitafélaga og annarra þeirra aðila sem mikilla hagsmuna eiga að gæta í þessu efni, til kaupa' og reksturs skípastóls til flutninganna. Komið verði því skipulagi á löndun bræðslu- síldar, að hún fari fram und- ir stjórn einnar miðstöðvar, sem hafi samband við veiði- skipin og hagi störfum þann- ig, að afkastageta veiðiskip- anna og vinnslustöðvanna nýt- ist sem bezt. Um leið og afkastageta síld- arvinnslustöðvanna verði með framangreindum hætti nýtt, svo sem kostut er á, telur þingið að draga mætti úr hinni gífurlegu fjárfestingu í síldar- verksmiðjum, sem óhjákvæmi- lega hlýtur, ef henni er fram haldið til lengdar, að lækka stórlega síldarverð og rýra þannig hlut útvegsmanna og sjómanna. Þó telur þingið bygg- ingu síldarverksmiðja á Þórs- höfn, þegar á næsta ári, óhjá- kvæfnilega vegna atvinnuá- standsins þar. 2) — Vei’ttur verði nauð- synlegur stuðningur við fiski- bátaútveginn í Norðurlandi, svo hann ekki stöðvist og vand- ræði hljótist af í mörgum sjó- plássum. Verði í því sambandi athugaðir vel möguleikar á því, að Aflatryggingasjóður verði efldur með auknu fram- lagi ríkissjóðs og regl'um um starfsemi hans breytt með það fyrir augum, að hann geti þjónað þessu hlutverki svo vel, að nægt geti bátaútveginum meðan aflatregðan varir. Enn- fremur verði gerðar ráðstafan- ir til að fiskverð hækki svo sem efni frekast standa til, og sé við verðlagninguna tek- ið fullt tillit til þarfa útgerð- arinnar. Jafnframt verði stór- minnkaður verðmunur á stór- um fiski og smáum frá því, sem nú er. 3. — Unnið verði að því með hagkvæmum lánum að koma upp verksmiðjum til að leggja og sjóða niður síld í stórum stíl. Enda verði með aðstoð þess opinbera unnið kappsam- lega að sölu þeirrar vöru á erlendum mörkuðum. 4. — Aukin verði til mik- illa muna fjárframlög til hafn- arframkvæmda í kjördæminu svo að þær hafnir, sem hafin er bygging á, verði á næstu árum sæmilega öruggar fyrir báta og skip til að athafna sig. 5. — Stofnað verði til ríkis- útgerðar nokkurra togara eða annarra hentugra fiskiskipa í þeim tilgangi að veita þeim hraðfrystihúsum, sem búa við tímabundinn hráefnisskort vinnuskilyrði í samræmi við atvinnuþarfir viðkomandi sjáv- arþorpa. 6. — Iðnaði þeim, sem reynzt hefur vel, hvað vörugæði og verð snertir, verði gert fært að starfa áfram og eflast, m. a. með því að létta tollum af innfluttum hráefnum til fram- leiðslunnar og með nauðsyn- legum lánum með hagkvæmum lánskjörum. Verði þess gætt, að slíkum iðnaði verði ekki of- boðið með hömlulausum inn- flutningi samskonar iðnaðar- vara. SFX NÝJAR BÆK- UR FRÁ ÍSAFOtD □ Greinasafn eftir Snæbjörn Jónsson, ný skáldsaga eftir Jakob Jónasson, önnur útgáfa á Ilmi daganna eftir Guðmund Daníelsson, þýddar skáldsögur eftir Anitru og Jack London og tvær íslenzkar unglingabækur, þetta eru nýjustu út- gáfubækur ísafoldar. Misvindi kalltif Snæbjörn Jónsson greinasafn sitt. Segir hann í formála að bókin flytji nokkur dæmi ádeilugreina sinna — í sumum greinanna sé engu orði haggað, en aðr- ar séu með nýjum viðaukum Rannsóknarkona (Laborant) Rannsóknarkona óskast til staría í rann- sóknarstofu Borgarspítalans í Reykjavík. Umsóknir um starf þetta sendist í skrif- stofu Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur Heilsu- verndarstöðinni Barónsstíg 47. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember n.k. Reykjavík, 6. nóvember 1964. Sjúkrahúsnefitd Reykjavíkur. Trésmiöur óskast til vinnu á verkstæði voru. Upplýsingar í síma 22150 frá kl. 9—5, daglega, nema laugardaga kl. 10—12. Vinnuheimilið að Reykjalundi Guðmundur Danielsson. og stundum nokkrum úrfell- ingum. Víða komið við Snæbjöm Jónsson hefur sem kunnugt er skrifað æði marg- ar blaðagreinar um sína daga og um hin margvíslegustu efni. Elzta greinin í þessu nýja greinasafni hans er frá árinu 1927, sú jmgsta frá þessu ári. Nokkur greinaheiti gefa hug- mynd um efnisval: Undur dul- arheima. Um miðilsstarfsemi. Bókasöfn látinna rithöfunda. fslenzk blaðamennska. Rödd kristinnar kirkju. Allmargar minningargreinar og afmælis- greinar eru og birtar í safn- inu, sem er um 240 blaðsíðna bók, með nokkrum myndasíð- um. Þess má geta í sambandi við útgáfu bókarinnar, að ísafold hefur tekið upp þá nýbreytni að prenta á innaverða hlífðar- kápu bókarinnar skrá yfir all- margar forlagsbækur útgáfu- fyrirtækisins. Segir frá fyrstu rithöfundar- árum sínum Skáldsaga Guðmundar Daní- elssonar Ilmur daganna kemur nú sem fyrr var sagt í 2. út- gáfu. Er þetta önnur bókin sem út kemur hjá Isafold í rit- safni Guðmundar; í fyrra kom fyrsta skáldsaga höfundar,. Bræðurnir í Grashaga, út sem fyrsta hefti ritsafnsins. Hmur daganna kom fyrst út fyrir 28 árum, haustið 1936. í ýtarlegum eftirmála þessar- ar nýju útgáfu bókarinnar rek- ur höfundurinn ritferil sinn og þroskasögu frá því fyrsta bók hans, ljóðabókin Ég heilsa þér, kom út 1933, og þar til Ilmur daganna er komin á prent. Guðmundur segir frá því hvernig fyrstu skáldsög- umar hans tvær urðu til, hvaða menn, innlendir og er- lendir, og bókmenntaverk höfðu mest áhrif á hann um þær mundir sem hann vann að fyrstu verkum sínum og frá ’ margháttuðum ytri að- stæðum sem hann bjó þá við. Ennfremur segir f eftirmálan- um frá þeim viðtökum, sem þessar bækur hlutu hjá ál- menningi og ritdómurum. Bókin er 187 blaðsíður. Fjórða skáldsagan Hin nýja skáldsaga Jakobs Jónassonar nefnist Myllusteinn- inn og er fjórða saga höfund- arins, 223 blaðsíðna bók. Und- irtitill bókarinnar er: Dagbók Sverris Jónssonar Helgustöðum — Blásandi. Á kápusíðu bókarinnar segir Framhald á 9. síðu. Takiðeftir - Takiðeftir Það er ódýrt að leigja bíl. Vetrarverð — Lækkað verð Bílaleiga Magnúsar Skipholti 21 — Sími 21190 — 21190. PIANO SERVICE Píanóstillingar TUNING ^ OTTO RYEL REPAIRING Sími 19354. SOLUBORN ATHUGIÐ: Merkjasala Blindrafélagsins er á morgun. — Góð sölulaun. — Merkin verða afgreidd frá kl. 10 f.h. á sunnudag á eftirtoldum stöðum: Reykjavík: Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17. Holts Ápóteki. Barnaskólum Reykja- • víkur..'**•" .i Kópavogur: Barnaskólum Kópavogs. Hafnarfjörður: Barnaskóla Hafnarfjarðar. Bamaskólanum Öldutúni. Silfurtún: Barnaskóla Garðahrepps* Silfurt. Seld verða tvennskonar merki í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Borðamerki á 25 kr. og borðalaus á kr. 10. HOLMEGAARDS-GLASVÆRK G. B. Silfurbúðin Laugavegi 55. — Sími 11066. S >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.