Þjóðviljinn - 12.11.1964, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.11.1964, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. nóvember 1964 Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir FLJÓT AFGREIÐSLA SYLGJA Laufásveg:l 19 (bakhús) sími 12656. Mánacafé ÞÓRSGÖTE 1 Hádegisverður og kvöld- verður frá kr. 30.00. ★ Kaffi, kökur og smnrt brauð allan daginn. ★ Opnum kl. 8 á morgnana. Mánacafé Istorg AUGLÝSIR! P í A N Ó , ódýrust allra nýrra píanóa sem hér fást. GÍTARAR, ódýrir, en úrvals hljóðfæri. Ábyrgð tekin á hverju einasta stykki. ÍSTORG H.F. Hallveigarstig 10. Rvík. Sími: 22961. 3 HERB. tBÖÐ ÓSKAST. Við höfum verið beðnir að útvega góða 3 herb. fbúð. Þeir sem vildu sinna þessu, geri svo vel og hringja í síma 22790. Tökum allar stærðir af í- búðum og húsum í um- boðssölu. Málfiutnlnjsskrlfílofíi : % Þorvaríur K. Þorsieínsson MlklubrauJ 74, \ Faitelgnavltsklpfli Guðniundur Tryggvason $lml 22790. " .v I Til sölu í Kópavogi 2ja herb íbúð við Hlíðar- veg og Víðihvamm. 3ja herb. fbúð við Lindar- veg og Álfabrekku og Hlíðarveg. 4ra herb. íbúð við Álfhóls- veg. 5 herb. raðhús við Álf- hólsveg. 2ja herb. einbýlishús við Álfhólsveg útb. 150 bús- und. 3ja herb. einbýlishús við Urðarbraut. Einbýlishús við Hlíðarveg, Hlíðarhvamm, Hraunbr.. 1 Melgerði,v Þinghólabr. Fokheldar hæðir og ein- býlishús. .. í REYKJAVÍK 2ja herb. íbúð við Ljós- heima. 4ra herb íbúðir við Grett- isgötu og Silfurteig. 5 herb. hseð við Háaleitis- braut. Einbýlshús við Mosgerði og Suðurlandsbraut. Fastei^nasala Kópavogs Skjólbraut . 1. — Sími 4-12-30. — Kvöldsími 40647. ÞJðÐVHJINN Fréttabréf frá Tel Aviv Framhald af 4 síðu. Gæti ég bezt trúað að meðal- aldur sveitar okkar sé lægri en nokkurrar annarrar á vett- vangi hér. Bardagabræður okkar í 6. riðli eru frá fjórum Ameríku- ríkjum, Argentínu, Uruguay, Ekvador og Kanada, — og svo frá tveim öðrum Evrópu- ríkjum, Austur-Þýzkalandi og Mónakó. Telja má öldungis víst að þrjár fjölmennustu þjóðimar verði ok-kur oíjarl- ar, en um röð hinna veltur meira á heppni og óheppni. Setningarathöfn mótsins fór fram í stóru leikhúsi að kvöldi 2. nóv., og voru forsæt- isráðherrahjónin íslenzku þar viðstödd sem heiðursgestir. Þar voru haldnar nokkrar ræður í byrjun en síðan flutt ýmis þjóðleg skemmtiatriði. Þeirra fyrst var söngur 70 skólabarna, sem gengu syngj- andi milli áhorfendabekkja og upp á sviðið, öll klædd Ijósbláum j>eysum og hvítum pilsum og buxum og báru rauðan nellikuvönd í hendi. I>au sungu allmörg lög, og voru þar í hópnum eigi fáir ágætir einsöngvarar. Þekkt söngkona af yngri kynslðð- inni söng fáein lög, samleik- ur var á tvö austurlenzk strengjahljóðfæri, og sýnd voru tvö afbragðs skemmti- leg og þjóðleg dansatriði, annað um Salómon konung og ástkonu hans drottninguna af Saba. Daginn eftir hófst svo tafl- mennskan kl. 4 siðdegis. Er aðallega teflt frá 4—9 dag hvern og biðskákir kl. 9—1 árdegis, en frá þessu eru nokkur vik, einkum vegna þess hve sabbatsdagurinn er , helgur haldinn. íslendingar og Mónakó- mepp lentu. saman, í, fyrstu umferð, og fór vel á því að láta tvær smáþjóðir reyna hesta sína, áður en gengið yrði til móts við óvígari heri. Bjöm Þorsteinsson hafði svart gegn Casa á fyrsta borði og beitti Sikileyjarvörn. Taflið hallaðist kannski heldur á hann í fyrstu en jafnaðist svo, unz Bimi varð á í mess- unni og tapaði manni. Tókst honum þó siðar að beita leik. sem gaf honum mjög sterk miðborðspeð, frí og samstæð, svo að Casa þótti ráðlegra að tuaiificús «ðHBmaiaaR$aii Minnmgarspjöld fást í bókabpð Máls ofí menn- láta manninn aftur fyrir tvö peð, og var þá orðinn jöfn- uður með þeim görpum á ný. Skákin fór í bið, og virtist öllu vandtefldari fyrir Bjöm, enda fór svo að honum yfir- sást í seinni setunni o-g tap- aði. Eftir á kom á daginn möguleiki til að halda jafn- teflinu. Trausti Björnsson var maður dagsins, því að hann sigraði andstæðing sinn, Weiss að nafni, í 22 leikjum og varð þar með alfyrstur til að ljúka skák með sigri á þessu Olympíumóti. Stóð skákin um það bil sjö stund- arfjórðunga einungis. Mjög var fallegur endir á skákinni. þvi að Trausti lét drottningu sína standa óvaldaða í dauð- anum og hótaði riddaramáti, ef tekin væri. Jónas Þorvalds- son tefldi við Rometti og fékk bægilegri stöðu nokkuð fljótt. f 21. leik fórnaði hann ridd- ara fy.rir peð og hugðist fá mann í staðinn innan stund- ar, en Rqmetti átti bá völ á snotmm riddaraleik, sem breytti útreikningum Jónas- ar þannig að hann Iét skipta- mun fyrir peðið, sem hann tók. Tíu leikjum síðar fór nú svo, að Jónas náði skiptamun- inum aftur og hafði áfram peð umfram hinn, en engin leið var að gera sér mat úr því, þar éð biskupar . voru mislitir. Jafntefli var samið eftir 52 leiki, án þess að skák- in færi í bið. Hjá Jóni Krist- inssyni varð heldur hagstæð- ara tafl upp úr byrjuninni heldur en hjá mótherjanum Des Lauriges, en honum gekk samt erfiðlega að gera vinn- ingsáætlun, og virtist helzt sem þar yrði jafntefli, þeg- ar ekki voru eftir nertia tveir menn hjá hvorum. Fór skákin í bið, og við rannsókn kom á daginn að Jón haíði leikið bezta biðleiknum og átti völ á öðrum leik, sem leyndi mik- ið á sér Má telja vist, að andstæðingurinn hafi ekki gert ráð fyrir honum. Varð hann að gefa annan manna sinna til að forða máti og mátti leggja niður' vopn nokkru síðar. Höfðum við bá unnið Mónakómenn með 2W gegn 1%. Önnur úrslit í riðl- inum: Argentína 3 Ekvador 1, Kanada 2 Vi Austur-Þýzkaland IV2, Uruguay sat yfir. Svo kQm önnur umferð, og þá fengum við Ekvadorbúa andspænis okkur. Björn tefldj við annan Yepez-bræðranna, sem þátt tóku í alþjóðamóti stúdenta heima í Reykjavík 1957, og heitir þessi Osvaldo að fornafni. Og það á ekki úr að aka fyrir okkur gagn- vart Ekvadormönnum, því að nú tapaði Bjöm á 1. borði eins og Friðrik Ólafsson gerði fyrir Munoz 1957. Björn tefidi ekki sem réttast gegn Pirc-vörn andstæðingsins, neyddist til að láta skipta- mun, en er skákin fór í bið, var nokkuð einsýnt að hverju .nundi draga. Bjöm gerði þó Yepez eins erfitt fyrir og unnt ii var og gafst ekki upp fyrr I en eftir 63 leiki. — Á öðru roskinn maður hvatskeytleg- ur, Martinez að nafni, og er skemmst af því að segja að honum tókst með ágætri tafl- mennsku að brjóta svarta lið- ið á bak aftur á fremur skömmum tíma, og telur Trausti þó að hann hafi ekki leikið neina beina afleiki. — Magnús. Sðlmundarson hafði hvítt gegn Garces, og var byrjunin b«gið drottn- ingarbragð. Var skákin í jafnvægi lengstum en þó of- urlítið hagstæðari Magnúsi, að því er virtist. Eftir að kóngsstaða hans hafði orðið fyrir nokkru skakkafalli stakk Magnús upp á jafntefli, en hinn vildi fá að sjá næsta leik, áður en hann tæki boð- inu. Brá Garce sér að því búnu til fyrirliða sveitar sinn- ar, sem féllst á jafntefli, en á meðan tók Magnús að hugsa sitt ráð og sýndist hann ná sóknarfærum, svo að hann var ekki lengur til viðtals um jafnteflið. Þvi miður reyndist þetta þó vera ofmat á stöð- unni, sem þróaðist smám saman hinum í vil. Skákin fór í bið en tapaðist Magnúsi í seinni setunni. — Bragi j Kristjánsson beitti hollenzkri j vöm gegn Ottati og fékk brátt góð sóknarfæri, enda tefldi hinn veikt í upphafi. Náði hann skiptamun og peði, gaf hinum kost á biskupi en hótaði um leið mjög fallegu tveggja riddara máti, og varð upp úr þessu óstöðvandi sókn. Hvítur gafst upp eftir 38 leiki. — Úrslit í okkar riðli: Ekvador 3 fsland 1, Uruguay 2 Mónakó 2, Argentína og Austur-Þýzkaland er enn óút- kljáð, þvi að tvær skákir fóru aftur í bið. Argentína hefur unnið eina skák, en jafntefli varð hjá einustu stórmeist- urum okkar riðils, þeim Elisk- ases og Uhlmanni. Gegn A-Þjóðverjum gekk okkur hörmulega illa í 3. um- ferð. Þremur skákum lauk í fyrstu setu og öllurn méð tapi. Hin fjórða fór í bið, en er að heita má vonlaus fyrir okk- ur. Bjöm fékk frí, og lenti því Trausti á móti Uhlmanhi, sem náði betri tökum strax í byrjun að segja má. Svo tap- aðist honum maður og staða hans féll saman. Uppgjöf eft- ir 30 leiki — Jónas hafði hvit gegn Malich og lét ekki sinn hlut eftir liggja fram- an af. Svo tók 'hann sig til og fómaði manni til að ná kóngssókn, og mátti Malich gæta sín, en hann fann bezta svar. Jónas var ekki að sama skapi fundvís á góða fram- haldsleiki, enda tímalítill orð- inn, og svo fór að klukkuvísir hans féll í vonlítilli stöðu. f nótt sem leið dreymdi svo Jónas, hvemig hann hefði getað unnið eða náð þráskák a.m.k. svo að fómin átti þá rétt á sér þrátt fyrir allt! — Skák Jóns og Fuih var mikil þæfingsskák lengst af, en það háði Jóni óneitanlega að þurfa að binda drottningu og hrðk við að valda einstætt peð. Hann reyndi þá að sprengja upp á kóngsvæng, og var það sjálfsagt rétt eins og á stóð, því að báðir voru tírnalitlir orðnir, en síðasta le’iknum fyrir biðina lék Jón ekki sem nákvæmast, svo að útlitið er slæmt um framhald- ið síðdegis í dag. — Bragi, sem er vel að Sér um byrjan- ir, tefldi bókleiki framan af, en þar kom að andstæðingur- inn, Möhring, sá sér færi á að fórna skiptamun og láta síðan fylgja svo þrumandi riddaraleik, að eftir það varð engri vöm við komið. Eftirtekjan verður því rýr úr þriðju umferð, líklega hringur með gati. Hjá hinum sve(itum riðilsins fór talsvert af skákum í bið, crg því verða úrslit þriðju umferðar ekki rakin í þessu bréfi. Það er sólskin og sunnan- vindur í fsrael þessa dagana, og andrúmsloftið á Ólympíu- skákmótinu ér lika með ágæt- ’im undir kjörorði alþjóða- sambands skákmanna „Gens na sumus'*: yið erum allir •^itt Föstud. 6. nðv., 1964. Baldur Pálmason. ingar Laugavegi 18. borði var einnig um Pirce- vörn að ræða, en nú af Trausta hálfu. Við hann tefldi Einbýlishús, tvíbýlishús, íbúðir af ýmsum gerðum, í smíðum, fokheld og fullgerð í Rvík, Kópavogi og nágrenni. Ennfremur eldrí einbýlishús í Kópavogi með litlum útb., en lóðarréttindum fyrir nýjum húsum. Einbýlishús í Kópavogi í skiptum fyrir íbúðir í Reykjavík. HÚSA.s SALAN Skjólbraut 10 Simar 40440 oc 40863. SÍÐA 0 Iðja 30 ára Framhald af 7. síðu. ardómur sem staðfesti þennan skilning Iðjustjómar, og orkaði sá dómur aftur fyrir sig þann- ig að menn gátu innheimt veikindadaga sem menn höfðu ekki fengið greidda. En þetta atriði í samningunum frá 1944 bakaði mér óvild félagsmanna ýmissa og var óspart notað til ádeilu á stjórnina, enda þótt fram kæmi að skilningur henn- ar var réttur, að Iðjumenn ættu heimtingu á greiðslu fyr- ir veikindadaga samkvæmt landslögum. + — Þú minntist á að Iðja væri orðið þriðja stærsta verkalýðsfélagað á landinu. Hvað telurðu að framundan sá í skipulagsmálum iðnverka- fólksins í landinu? — Ég tel líklegt, að eins og þau mál hafa þróazt með til- komu fleiri og fleiri sérgreina- sambanda komi að því að Iðju- félögin í landinu myndi með sér sérstakt landssamband. En þar með er ekki sagt að ég telji það æskilegasta skipulags- formið, það skipulagsform sem átt hefði að stefna að. Ég hygg, að stjórn Iðju hér í Reykjavík og Iðja á Akureyri hafi nú begar rætt þetta mál lausleaa. Slíkt samband yrði að sjálf- sögðu aldrei til bess að veikia samtökin. en hugsanlegt er aó bað tefji fyrir heilbrigðasfa skipulagsforminu sem er að mínu áliti. Líklega er það þó eina leiðin sem fær er eins og stendur. fyrir félagsmálunum dofni, ef mönnum finnst þeir hafi til hnífs og skeiðar. Og margt af yngra fólkinu núna hefur ekki hugmynd um þá baráttu sem raunverulega hefur knúið fram lífskjörin sem alþýðufólk á Is- landi býr nú við. Og það er ekki einungis al- þýðufólk sem hefur vnotið góðs af baráttu verkalýðshreyfing- arinnar, heldur hefur sú har- átta knúið fram framfarir í atvinnurekstri á Islandi, at- vinnurekendur hafa verið knúðir til að bæta tæki sín og rekstrarskipulag, ef þeir vildu halda gróða sínum og það vilja þeir í lengstu lög! Það hefur reynzt hér eins og annars staðar að sterk verka- lýðshreyfing er eitt mesta afl- ið til framfara í atvinnulífi landsmanna. Ttf — Hvers vildirðu óska Iðju helzt á þessum tímamótum? — Xðju er langmest þörf á þvi að félagsmennirnir sjálfir létu sig meira skipta málefni félagsins. Ósk um það er tví- mælalaust bezta óskin í garð félagsins nú og ætíð. Um leið og meðlimir félagsins láta mál- in til sín taka, knýja þeir stjórn sína og trúnaðarmenn til þess að vera betur á verði um hagsmunamál félaganna. I vakandi verkalýðsfélagi getur ekki setið dáðlaus stjórn. S. G. * — Það er ekki fátt sem verka- lýðshreyfingin hefur áorkað þessi þrjátíu ár, sem liðin eru frá stofnun Iðju, og margt hef- ur breytzt. — Já, það má sannarlega segja. Mig langar að minna á einn mikilvægasta sigurinn á þessu tímabili, vegna þess að of sjaldan er á hann minnzt. Það var að verkalýðshreyfing- unni skyldi takast að knýja fram atvinnuleysistryggingarn- ar. Sem betur fer hefur Htið þurft að reyna á þann sjóð enn til hins eiginlega mark- miðs. en hann er jafnþýðingar- mikill fyrir því. Þar er helzt enn sá ágalli að atvinnuleysis- tryggingasjóðurinn skuli enn ekki vera alveg undir stjórn sjálfrar verkalýðshreyfingar- innar. sem er þó ótvírætt eig- andi hans. Þá hafa sjúkrasjóðir verka- lýðsfélaganna sem myndazt hafa geysimikla þýðingu fyrir meðlimi verkalýðsfélaganna, en meðlimimir njóta fleiri og fleiri góðs af þeim. 1 sumum félögunum er við þá enn sama veilan, að atvinnurekendur hafa hönd í hagga um stjórn þeirra, sem er í alla staði <> eðlilegt og óviðkunnanlegt. + — Og kjörin sjálf hafa batn- að? — Já, sjálf kjörin hafa stór- kostlega batnað. Og eitt er það sem hefur hjálpað verkalýðs- hreyfingunni að sækja á, og það er atvinnuástandið á land- inu. — Hins vegar hefur þessi svokallaða velmegun líka sín- ar dökku hliðar frá sjónarmiði verkalýðshrejrfingarinnar. Það er alltaf hætta á að áhuginn Framhald af 6. síðu. Hann sagði skattayfirvöldunum að_ það væru um 4 miljónir dollara. Þetta kom öðrum glæpa- mönnum af stað og spilavíti þutu upp eins og gorkúlur. Greenhaum fðr sömu leið og forveri hans. 3. desember 1958 eftir rifrildi við yfirmennina fannst lík hans á sveitabæ. Fjármunir sem glæpamenn- imir hafa fest í spilavítunum hafa gert þá að hinum raun- verulegu yfirvöldum í Las Veg- as. Einhverju sinni var lög- reglustjórinn Ralph Lamb spurður hvers vegna Las Veg- as gerði ekkert til þess að koma glæpamönnunum á burt. Vörður laganna svaraði: ..Borg- in okkar er þakklát hessum mönnum, án heirra væri engin Las Vegas íil. Þessu skyldi ekki gleymt." Uppgötvanir Framhald af 6. síðu. siðferðileg vandamál sem rísa í sambandi við þær hafa orð- ið til þess, aö vísindamennimir leggja ekki eingöngu áherzlu á jákveeðan árangur af til- raunastarfseminni. Erfðafræðingurinn Ove Fryd- enberg dr. phil. orðaði þetta nýlega í viðtali við blaðið „In- formation” þannig: — Það er ekki nóg að geta gert það, sem mann langar til að gera, menn verða líka að gera sér grein fyrir hvort þeir vilja taka árangrinum. Og jafnvel notfæra sér ekki það, sem fundizt hefur. Þróunin verður ekki stöðvuð, en alltaf skiptir mestu, að við tökum þátt í að sveigja hana í þá átt sem við raunverulega viljum. Húsmæður athugið \ Kreinsum teppi og húsgögn i heimahúsum. Vanir menn — vönduð vinna. Teppa- og húsgagnahreinsunin. Síxni 18283. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.