Þjóðviljinn - 22.11.1964, Síða 3
Sunnudagur 22. nóvember 1964
ÞIÓÐVILJINN
SlÐA 3
Taka verðnr grundvallaratriði lög-
gjafarinnar um skatta og útsvör til
gagngerrar endurskoðunar hið fyrsta
SAGÐI LOÐVIK JYSEPSSON I FRAMSÖGURÆÐU SINNI
FYRIR FRUMVARPINU UM ENDURÁLAGNINGU GJALDA 1964
Frá því var greint í ÞJÓÐVILJANUM á föstudaginn,
að tekið hafi verið til fyrstu umræðu á Alþingi frumvarp
Alþýðubandalagsins um endurálagningu opinberra gjalda
1964. Lúðvík Jósepsson flutti'framsögu fyrir málinu og fer
hér á eftir stutt ágrip af ræðu hans.
Ný bök, sem máli skiptir fyrir sérhvern
einstakling-:
Lúðvík sagði, að frumvarp
þetta gerði ráð fyrir, að tekju-
skattur og útsvör frá árinu
1964 yrðu endurálögð og farið
eftir reglum, sem giltu árið
1960, þó þannig að gjaldstig-
ar þeir verði umreiknaðir sam-
kvæmt breytingum á verðlags-
vísitölu á tímabilinu frá 1960.'
Þá ræddi hann nokkuð
hversvegna lagt er til að stuðst
verði við gjaldstigana frá 1960.
Árið 1960 gerði núverandi rík-
isstjórn umfangsmiklar breyt-
ingar á efnahagsmálum lands-
ins t.d. á skatta og tollainn-
heimtu, söluskattar voru stór-
hækkaðir, tollar hækkaðir
verulega með hinni miklu
gengisbreytingu og svona mætti
lengi telja.
Þá var tekjuskattsstigi hækk-
aður verulega, þá fengu þæj-
ar- og sveitarfélög hluta af
söluskatti, sem átti að vera
til að lækka útsvörin almennt.
Um það hefur ekki verið
deilt, s.agði Lúðvík, að á ár-
inu 1960 urðu verulegar lækk-
anir á tekjuskatti og útsvör-
um einstaklinga. Síðan 1960
hafa ýmsar breytingar verið
gerðar, og því alltaf haldið
fram að þær væru til lækk-
unar. En almenningur hafi
verið á annarri skoðun. Álög-
urnar hafi stöðugt verið að
þyngjast og síðastliðið sumar
hafi keyrt um þverbak.
Þá sagði Lúðvík, að orsökin
til að álögurnar hafa þyngzt
svo verulega væri dýrtíðin.
Hún hefði verið hinn raun-
verulegi hækkunarvaldur.
Tekjur manna hefðu hækkað
í krónum án þess að kaup-
máttur teknanna hefði raun-
verulega hækkað. Þetta hefði
leitt til þess að hinar almennu
launatekjur hefðu færzt ofar
i skattstigann.
Það er talið, að hækkun hafi -
ekki orðið ýkja mikil 1961 og
heldur ekki árið 1962, en að
á árunum 1963 og á yfirstand-
andi ári 1964, hafi hækkunin
af fyrrgreindum ástæðum
orðið allveruleg, sagði ræðu-
maður.
Auðvitað mætti deila um,
hvort gjaldstigarnir frá 1960
hafi verið sanngjarnir í öllum
greinum og þar væru alþing-
ismenn ekki sammála. En ó-
neitanlega væri þessi gjald-
stigi sá hagkvæmasti, sem f
gildi hefði verið hér á landi
í langan tíma og þess vegna
væri full ástæða til að nota
hann til viðmiðunar þar sem
hann væri embættismönnum
skattayfirvaldanna kunnur og
því auðvelt fyrir þá að vinna
eftir.
Ekki sagði ræðumaður á-
stæðu til að rekja ítarlega or-
sakirnar til þess að frumvarp
þetta er flutt. Þær væru öll-
um kunnar. ’ T.d. hefði fram-
sögumaður fyrir frumvarpi
Framsóknar um svipað mál
gert grein fyrir ástandinu hér
í Reykjavík síðastliðið sumar,
er allir gjaldendur hefðu lokið
upp einum munni um hinar
s.vívirðulegu álögur úr hvaða
flokki sem þeir væru. öll þjóð-
in hefði tekið undir þennan
harmagrát.
Meira segja hefði ríkisstjórn-
in látið sér segjast og skipað
nefndir til að hugleiða þessi
mál og hafi þvf almenningur
jafnvel gert sér vonir um það
á þessu þingi, að skattabyrð-
----------------------------------
FOTIN FRÁ
Lúðvík Jósepsson.
arnar á baki þeirra yrðu eitt-
hvað léttar.
Þá fór Lúðvík nokkrum orð-
um um frumvarp það, sem
Framsóknarmenn flytja á Al-
þingi um lækkun skatta. Sagði
hann að Alþýðubandalags-
menn gætu ekki sætt sig við
það frumvarp m.a. vegna þess
að þar er lagt til að öll álögð
útsvör einstaklinga verði lækk-
uð um 20%. Þetta gæti engan
veginn komið rétt út þar sem
ýmis sveitarfélög hefðu gefið
mjög mikinn afslátt á s.l.
sumri.
Þess vegna væri að öllu leyti
eöliltgra að miða við það, sem
Alþingi hefði áður samþykkt
og viðkomandi staðir, sveitar-
félögin, hefðu áður miðað við,
og væri þetta því hentug
bráðabirgðaráðstöfun til þess
að grípa til.
Þá kvaðst hann búast við
þeirri viðbáru frá stjórnarlið-
iriu, að þessi endurálagning
yrði býsna mikið verk. En
við álitum, að það sé fyrir-
sláttur einn. Þegar framtöl
einstaklinga Iiggja fyrir fullaf-^
greidd hjá skattayfirvöldunum,
og aðeins þarf því að end-
urútreikna skattinn samkvæmt
áður ákveðnum skattstiga, er
slík endurálagníng engin frá-
gangssök" sagði ræðumaður.
Reyndar væru framtölin
mörg gölluð en ekki væri unnt
að taka tillit til þess við slíka
bráðabirgðalausn, sem þetta
frumvarp fæli í sér.
Hann minnti þessu næst á
tillögu, sem Alþýðubandalagið
flutti á síðasta Alþingi um
breytingu á eftirliti með fram-
tölum, en slíkt eftirlit hefði
fyrst gildi ef það hefði verið
samþykkt á Alþingi áður en
skattayfirvöld fengju framtölin
í sínar hcndur.
Það væri þvf auðvelt að
framkvæma endurálagninguna,
en aðalatriðið væri náttúrulega,
að um þetta atriði næðist sam-
komulag á hinu háa Alþingi.
Þetta frumvarp mundi hafa
í för með sér verulega lækk-
un á álögðum gjöldum. Lækk-
unin mundi að vísu vera afar
misjöfn eftir því hvar er því
mismunandi útsvarsstigar hafa
verið lagðir til grundvallar.
Þá tók Lúðvík dærrji úr
þeim samanburði, sem er f
greinargerð frumvarpsins og
hefur verið birtur hér í blað-
inu áður. Samkvæmt gildandi
tekjuskattsstiga og útsvarsstig-
anum í Reykjavík mundu t.d.
hjón mcð tvö börn og mcð
180 þús. króna tekjur hafa
skv. frumvarpi Alþýðubanda-
lagsins 29.049 í útsvar cn
3.570 í tekjuskatt. Sama fjöl-
skylda með sömu laun hefur
nú 33.205 kr. í útsvar en
11.009 kr. í tckjuskatt.
Þá sagði ræðumaður orðrétt:
„Hér er því augljóslega um
all verulega lækkun að ræða
frá þeim gjöldum, sem álögð
voru nú á þessu sumri. En
mismunurinn, sem kemur
fram í þessu dæmi, er um leið
vísbending um, hvernig þessi
gjöld hafa hækkað umfram
þann grunvöll, sem lagður var
árið 1960 með lögum frá AI-
þingi um það, hvernig verð-
bólgan hefur verið látin hækka
gjöldin á sambærilegum tekj-
um. Og þá kemur í ljós m.a.
í þessu dæmi, að tekjuskatt-
urinn hefur hækkað miklum
mun meira skv. leið dýrtíðar-
innar heldur en útsvarið,
Tekjuskattur, sem hefði átt að
vera 3570 kr. hefur nú orðið
11.009 kr. Dýrtíðin hefur séð
um þcssa hækkun. En um
nokkra hækkun hefur líka ver-
ið að ræða beint af völdum
dýrtíðarinnar á útsvarinu, en
ekki eins mikla. Á það hefur
verið bent, m.a. í stuðnings-
blöðum ríkisstjórnarinnar að
tillaga okkar Alþýðubandalags-
manna samkvæmt þessu frum-
varpi miði að því að lækka
meira gjöldin á hátekjumönn-
um heldur en á almennum
launþegum og dæmi hafa síð-
an verið tekin um það, hve
mikið gjöldin lækkuðu t.d. á
fjölskylduhjónum með tvö
•börn, sem hafa 220 þús. í tekj
ur og svo afur í hinu tilfell-
inu, hjónum, sem hafa aðeins
90 eða 120 þús. kr. tekjur.
Eg tel, að þessar athuga
semdir, sem fram hafa komið
bæði í Alþýðublaðinu og Vísi,
séu alveg fráleitar. 1 fyrsta
lagi er þess ekki gætt, að hin
ar almennu launátékjúr eru,
sem betur fer ekki orðnar 90
þús. kr. á ári. Þær eru orðnar
allmiklu meiri, og það eru ein
mitt þeir launþegar, sem nú
hafa 150—200 þús. kr. og verða
Framhald á 9. síðu.
Þetta er bók fyrir
kynþroska fólk.
Á meðal undirstöðuhlutverka fjölskyldunnar er að
sjá um endurnýjun og viðhald kynstofnsins og
barnauppeldið. Frjóvgun, barnsfseðing og bama-
uppeldi eru því fyrst og fremst fjölskyldumálefni.
— En hvenær á f jölskvldan að stækka og hversu
stór á hún að verða? Á hverjum degi vaknar sú
spurning hjá miklum hluta þjóðarinnar, hvort
innilegustu samskipti karls og konu eigi að leiða
til þungunar, barnsfæðingar, fiölskvldustækkunar.
Bókin FJÖLSKYLDUÁÆTLANIR OG SIÐFHÆÐI
KYNLÍFS, eftir Hannes Jónsson, félagsfræðing,
fjallar á heilbrigðan hátt um þessi mál, þ.á-m. um
fiölskylduáœtlanir, frjóvgunarvarnir og siðfrœöi
kynlífsins. — í bókinni eru um 60 líffæramyndir
og myndir' af frióvgunarvörnum-
Bókin fæst hiá flestum bóksölum en einnig beint
frá útgefanda.
FÉLAGSMÁLASTOFNTJNIN,
Pósthólf 31, Reykjavík, sími 40624.
PÖNTUNARSEÐILL: Sendi hér með kr. 150,00 til
greiðslu á einu eintaki af bókinni Fjölskylduáætlauir
og siðfræði kynlífs, sem óskast póstlagt strax.
Nafn:
Heimili:
LARK
sígarettan
með
þreíalda
fílternum