Þjóðviljinn - 22.11.1964, Síða 6

Þjóðviljinn - 22.11.1964, Síða 6
§ SlÐA ÞIÓÐVILJINN Sunnudagur 22. nóvember 1964 □ Féð, sern varið er til að framleiða eitt sýn- ishorn af nýrri gerð sprengjuflugvéla, mundi nægja til að greiða 250.000 kennurum árslaun eða setja á stofn 30 vísindastofnanir, sem hver um sig gæti veitt 1000 stúdentum upptöku. Fyrir þá peninga, sem lagðir eim í að framleiða einn stóran kjamorkukafbát, væri hægt að búa 50 borgir fullkomnum nýtízku sjúkrahúsum. Og upphæðimar, sem varið er til að framleiða nýja gerð af þotum, eru svo himinháar, að fyrir þær væri hægt að reisa 600.000 íbúðir fyrir meira en þrjár miljónir manna. Pólaris-eldflaug skotið á loft frá kafbáti. KRÓNUR á hverrí klukkustund til hervæðingar Þarna sjást þeir a fieribandi eidflaugahreyflarnir, sem knýja flaugarnar af gcrðinni Thor og Jupiter. Myndin er tekin fyrir nokkr- um árum í Douglasverksmiðjunum í Bandaríkjunum, þar sem verkamennirnir skipta tugum þúsunda. 130 miljarðar dollara Sameinuðu þjóðirnar lögðu fram skýrslu árið 1962 um efnahagslegar og félagslegar afleiðingar afvopnunar. I þeirri skýrslu reiknaðist samtökun- um til, að samanlegð útgjöld til hernaðarframkvæmda í heiminum næmu 120 miljörð- um dollara árlega (5160 milj- arðar ísl. króna), en talið er að þessi upphæð nemi nú 130— 140 miljörðum dollara. Upp- hæðin 1962 nam 8—9 af hundr- aði allrar vöruframleiðslu og þjónustu í heiminum eða a.m.k. tveimur þriðju hlutum af þjóðartekjum allra hinna van- þróuðu landa í heiminum. Um 20 miljónir manna gegna þjón- ustu í herafla heimsins, og séu teknir með í reikninginn allir, sem beint eða óbeint starfa að hermálum í heiminum, fer talan yfir 50 miljónir. , 130 miljarðar dollara árlega, !4 miljónir dollara (um 600 'niljónir ísl. króna) á klukku- lund til vopnaframleiðslu — fjármagn sem í staðinn hefði mátt verja til íbúða, sjúkra- húsa, skóla, rannsóknarstofn- ana, landbúnaðartækja og til að bæta lífskjör alls mann- kynsins. Vandamál umskiptanna Umskiptin frá vopnafram- leiðslu til framleiðslu í þágu friðarins munu án efa sums staðar valda alvarlegustu trufl- unum og krefjast vandlegs undirbúnings og áætlana, bæði í háþróuðum og vanþróuðum löndum. „Courier“ bendir hins vegar á, að breytingin eftir seinni heimsstyrjöld hafi verið miklu umfangsmeiri og tekið mun skemmri tíma en nú mundi verða þörf á til að koma á allsherjarafvopnun. En þá greiddi það fyrir breyting- unni, að fyrir hendi var brýn þörf almennra borgara á neyzluvörum og verulegur kaupmáttur, sem fólginn var í fjáreignum er sparazt höfðu á stríðsárunum. Eins og stendur er tiltölu- lega lítið um ófullnægðar þarf- ir í hinum þróuðu löndum, en vega mætti upp á móti þessu ástandi með því að leggja meira fjármagn í ’skóla og íbúðir, og með aukinni að- stoð við vanþróuð lönd. , / ... .............................................................................................................................................■. ^//v//////////7//////////z>7//////////^^//y//////////////////////v////////////////////////////^ Bókasafn Siglufjarðar flyzt í ný húsakynni Sl. laugardag var Bókasafn Síglufjarðar opnað í nýjum húsakynnum. Er það neðsta hæð væntanlegs ráðhúss bæj- arins, nokkuð á fjórða hundr- að fermetrar að flatarmáli. Eru þetta hin veglegustu húsa- kynni og búnaður ágætur. Bæjarstjóri, Sigurjón Sæ- mundsson, flutti ávarp við opnunina og afhenti stjórn safnsins húsakynnin til fullra umráða og afnota. Óli G. Blöndal, varaformaður safn- stjórnarinnar, þakkaði í stuttri ræðu. Því næst hélt Gísli Sig- urðsson bókavörður mjög fróð- lega ræðu þar sem hann rakti sögu safnsins. Þá tilkynnti Baldur Eiríksson, formaður stjórnar Skeiðfossvirkjunarinn- ar, gjöf til safnsins frá fyrir- tækinu. Er það brezka alfræði- orðabókin, Encyelopædia Brit- annica. Ennfremur afhenti hann við sama tækifæri fyrir hönd Beinteins Bjarnasonar útgerðarmanns í Reykjavík handskrifaða bók, ritaða af sr. Bjarna Þorsteinssyni, með fundargerðum, dagskrá og lýs- ingu á hátíðahöldum á hundr- að ára afmæli bæjarins 1918. — Þá voru við opnunina af- hentar tvær aðrar gjafir til safnsins, 10 þúsund króna a- vísun frá Síldarverksmiðjunni Rauðk-u, er varið skal til kaupa á litprentunum af íslenzkum málverkum til að skreyta safn- ið með, og börn Aðalbjörns Björnssonar frá Steinaflötum gáfu safninu bókasafn föður síns, alis um 140 bindi af á- gætum bókum, þar á meðai bækur, sem orðnar eru sjald- gæfar og fágætar. Mun safn þetta vera a.m.k. 10—15 þús. kr. virði með bókahlöðuverði. Arkitekt hinnar nýju bygg- ingar er Sigurjón Sveinsson, en verkfræðilegur ráðunautur Rík- harður Steinbergsson. Húsa- meistaramir Þórarinn Vilbergs- son óg Birgir Guðlaugsson byggðu húsið. Múrverk önnuð- ’ust múrarameistararnir Baldur Ólafsson og Sigurður Magnús- son. Málningu önnuðust Jón- as Jónsson og Reynir Árna- son málarameistarar, raflagnir Sverrir Sveinsson og Þórír Björnsson rafvirkjameistarar. Hitunarkerfi er frá blikksmiðj- unni Vogi í Kópavogi. Krist- ján Sigtryggsson trésmíða- meistari smíðaði og setti upp innréttingar, 'þ.á.m. hillubúnað allan. Húsgögn eru frá Val- björk á Akureyri. Fyrsti hvatamaður að stofn- un Lestrarfélags í Siglufirði var séra Bjarni Þorsteinsson. Á miðsvetrarfundi 1911 lagii hann fram tillögu um að stofn- að yrði lestrarfélag, kaus fundurinn þrjá menn til að hrinda málinu í framkvæmd. Eitthvað mun þó hafa gengið erfiðlega að fá menn til að gerast meðlimir, og það er ekki, fyrr en 1915 sem farið er að innheimta meðlimagjöld, og kom sú vinna öll á sr Bjarna. í febrúar 1916, er málið komið það áleiðis að ákveðið er að hefja útlán frá safninu, sem þá er orðið 100 bindi, og var Jens B. Stær fenginn til að annast þau. Hinn eiginlegi stofnfundur er þó ekki haldinn fyrr en vorið 1916. Höfðu þá 80 manns skráð sig sem meðlimi með þriggja króna árgjaldi. Stóð svo félagið með nokkrum blóm 1916 til 1918, og var Hannes Jónasson bókavörður frá hausti 1916. 1919 virðist hafa gengið erfiðlega að halda félaginu saman, því í ársbyrj- un 1920 kom lestrarfélags- stjórnin saman á fund, og upplýstist þá, að enginn hafði greitt meðlimagjald sitt fyrir árið 1919. og var þá samkv. félagslögum enginn löglegur meðlimur. Á þessum stjórnar- fundi lá fyrir tilboð frá bæj- arstjórn um að yfirtaka bóka- kost og eignir félagsins, og að bærinn ræki það framveg- is sem eigin eign. Sá stjórn- in sér ekki annað fært en taka þessu tilboði, og var lestrarfélagið formlega lagt niður 24. janúar 1920. Síðan hefur bærinn rekið það með styrk úr ríkissjóði. Hannes Jónasson var bókavörður frá 1916—1932, og í stjórn lestrar- félagsins og bókasafnsins allt tímabilið enda hvíldu störfin að mestu á hans herðum. Á öðrum stjómarmeðlimum voru stöðug skipti. 1932 voru í safn- inu 1000 bindi. 1932—1937 var safnið sama og ekkert starf- rækt, og gekk þá bókakostur bess nokkuð saman. I árs- byrjun 1938 var kosin ný stjórn fyrir bókasafnið, Pétur Björns- son, kaupmaður sem formaður, og , hefur hann verið það til bessa dags. Sigurður Björg- ólfsson, kennari, sem starfaði ’ stjórninni til 1946. og Ang- antýr Guðmundsson. málari, sem starfaði til 1942. og var jafnframt bókbindari safns- ins. Stjómin vann að undir- búningi við kaup á safni Guð- mundar Davíðssonar á Hraun- um, hátt á sjötta þúsund binda, sem bæjarstjórn Siglu- fjarðar samþykkti kaup á 2. júní 1938, og er traust undir- staða núverar.di safns. Jafn- framt kom hún skipulagi á safnið, sem nokkuð hafði far- ið úr skorðum eftir að Hannes hætti störfum. Aðrir, sem lengst hafa starf- að í stjóminni, eru: Benedikt Sigurðsson, kennari, sem ver- ið hefur ritari síðan 1946, og Kristján Sturlaugsson, kennari sem starfað hefur síðan 1949. Um aðra stjórnarmenn hefur verið skipt af og til. Þeir Pét- ur og Benedikt hafa verið aðalráðgefendur varðandi upp- byggingu safnsins. Jafnframt hefur Pétur verið reiknings- haldari og gjaldkeri safnsins. Rekstrarfé safnsins hefur ver- ið frá ríki og bæ og smáupp- hæðir, sem komið hafa inn fyrir útlánaðar . bækur. Til ársloka 1963 hefur hvor aðil- inn um sig lagt fram eftir- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.