Þjóðviljinn - 22.11.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 22.11.1964, Síða 10
( 10 SÍÐA ÞJðÐVILIINN Sunnudagur 22. nóvember 1964 Jonathan Goodman GLÆPA vel þegar hann var alvarlegur héldust broshrukkurnar við aug- un. í samanburði við gullin- brúnt hörundið á andliti hans, hafði húðin umhverfis augun verið varin með dökkum gler- augum fyrir sólinni — eða Ijósa- lampanum, hugsaði Alex með kaldhæðni — og þar var hún skjallahvít. Eins og máluð augu á trúði. — Hvernig gengur leikbisness- inn? spurði Bernard. Nokkuð verið í sjónvarpinu? Mér skilst að aurarnir liggi þar. — Þeir borga ágætlega. Svo gerði hann tilraun til að skipta um umræðuefni: Hvernig geng- ur þér? — Þarf ekki :að kvarta. Tíni upp bita hér og þar, eins og maðurinn sagði sem elti fílinn. Hvað er það sem þú ert að drekka? — Red Barrel. — Fáðu þér eitthvað annað. Lögg af sterku? — Nei, þökk fyrir. — Svona.' Slepptu fram af þér beizlinu. Alex hristi höfuðið. — Alveg viss? — Alveg viss. — Fáðu þér bjór. Bemard bjóst til að fara. • Alex greip í handlegginn á honum um leið. Hann roðnaði að engu tilefni. Hann fann hit- ann stíga upp í vanga sér og breiðast um hálsinn. Bemard, ég held það sé varla tími fyrir ahnan umgang? Klukkuna vant- ar bara eina mínútu í ellefu. Bemard hallaði sér yfir borð- i8. Það vottaði fyrir yfirlæti i rödd hans. Þú skalt aldrei taka mark á klukkum á krám, gamli vinur. Þær eru alltaf tíu mínút- um á undan — vissirðu það ekki? Atvinnutrikk, rétt eins og að setja nokkra dropa af eim- uðu vatni í ginið. Sjáðu .... Hann ýtti upp jakkaerminni og sýndi Alex rándýrt gullúr. Greenwich meðaltími, nú sérðu hver hann er. Upp á sekúndu. Mánaðardagurinn meira að segja líka. ef þú ert ekki of viss á honum. Hann hló, virtist njóta sín vel í svipinn. Ekki fara. Og hann þokaðist i áttina að af- greiðsluborðinu, olnbogaði sig áfram milli hinna viðskiptavin- anna. Alex leit á skó Bernards. Já, svart rúskinn. Fyrsta flokks svart rúskinn að sjálfsögðu; ekkert billegt við þá. nema lag- ið, Alex var allt í einu orðinn mjög þreyttur. Óvæntur fundur hans og manns sem hann mundi ekki einu sinni hvað hét, nokkr- ar hversdagslegar setningar, til- boð um drykk (það bezta sem húsið hefur að bjóða, verðið skiptir engu máli). og hann gat HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STETNU og DÓDÓ Laugavegi 18 m hæð (lvfta) SÍMl 2 4616 P E R M A Garðsenda 21 — SlMl: 83 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R i Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN - Tiamar götu 10 — Vonarstrætismegin - SlMT: 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — Maria Guðmunds- dóttiT Laugavegi 13. — SlMl 14 6 56 - NUDDSTOFAN EF 4 SAMA STAÐ. varla haldið augunum opnum. Umhugsunin um Bernard sem kæmi til baka með pela af Red Barrel (skyldi hann ekki færa mér brauðsneiðar líka; veslings soltni leikarinn); tilhugsunin um að verða að tala, fylla upp í eyður í samræðunum, svara spurningum, setja upp áhuga- svip — drottinn minn góður, ég endist aldrei fram að lokun.... Hann hafði hitt Bernard fýrst í boði, og eins og stundum kem- ur fyrir hafði hann rekizt á hann aftur í öðrum boðum, á götunni, einu sinni meira að segja á Waterloo stöðinni. Leið- ir þeirra höfðu svo oft legið saman, að fyrir Alex að minnsta kosti var tilviljunin orðin næsta hvimleið. Bemard .... maður af því taginu sem kaliar þig skímarnafni, áður en hann hef- ur einu sinni verið kynntur, Bernard .... maður af því tag- inu sem alltaf virðist hafa nóga peninga, án þess að gera nokk- urn tíma nokkuð. Alex hafði einhvem tíma heyrt — hann vissi ekki hvort það var satt eða ekki, hann hafði aldrei hirt um að kynna. sér það — að Bernard hefði verið í fangelsi um tíma; fyrir skjalafölsun eða eitthvað þess háttar. Alex sá hann núna þar sem hann stóð við borðið, tók vöndul af fimm punda seðlum uppúr bakvasan- um, bauð barþjóninum drykk, tók við skiptimyntinni, stakk hálfkrónu í Blindrahjálparbauk- inn og affeanginum — seðlum. silfri og kopar — stakk hann aftur í buxnavasann og kom frá borðinu með drykkina. (Engar brauðsneiðar, guði sé lof)...... — Jæja þá — indæll og freyð- andi hálfpottur af Watneys úr- vals öli, og dropi af lífsins vatni handa mér. Bemard settist á móti Alex og lyfti glasi sínu. Blessi þig. Það var gaman að sjá þig aftur. Það var eins og hann talaði frá hjartanu. — Skál. Bernard dreypti á drykk sín- um og hallaði sér afturábak meðan hann íhugaði af honum bragðið. Já, ekki afleitt, alls ekki afleitt. Mætti vera ögn kaldara, en .... hann yppti öxl- um og andvarpaði .... þetta er ekki meginlandið, það er nú það. Já, þar kunna þeir að framreiða vín. Á meginlandinu. Hvergi annars staðar. Þar kann fólk — að meta .... fínan keim. Hann dreypti aftur á glas- inu, gældi við glasið. ATex horfði á bjórkrukkuna sína. Um hvaða meginland ertu að tala? langaði hann til að segja; þau eru býsna mörg — meginland Afríku, er það kannski þar sem vínunnendur njóta sín? En hann þagði. Bemard setti glasið næstum lotningarfullur á borðið, studdi olnbogunum sitt hvorum megin við það. Hvemig líður vinkon- unni? Eða ertu kannski búinn að skipta? Þessari litlu Ijós- hærðu. Mjög .... héma .... þú veizt .... Hamn hreyfði til hendurnar eins og til að mynda sköpulag kvenna. — Önnu? — Já, einmitt. Fín svefnher- bergismubla það, svo sannarlega. Eruð þið ennþá saman? Alex kinkaði kolli. Við erum — eiginlega — leynilega trúlof- uð. Og værum það opinberlega, hugsaði hann. ef ég hefði efni á að kaupa trúlofunarhring. — Þú átt við að þið .......... misskildu mig ekki, vinur .. áttu við að þið búið saman eða hvað? Ekki reiðast. Ekki reiðast. Nei, alls ekki. Ef þú hefur áhuga, þá höfum við ekki svo mikið sem sofið saman. Þú ræður hvort þú trúir því eða ekki. En það er sannleikurinn. Bernard hristi höfuðið eins og af undrun. Þetta er næstum eins og það væri alvara. Hvað er það kallað — andlegur skyld- leiki, eða hvað? — Eitthvað í þá áttina. — Vildi óska ég gæti náð mér í kvenmann af því taginu. Svei mér þá, þær liggja ekki á lausu. Veiztu hvað ég segi, vinur? Sýndu mér jómfrú, og ég skal sýna þér undrandi mann að nafni Bernard. Mér finnst þær flestar byrja á barnsprófsaldrin- um. Fáránlegt. En veiztu hvað mér þykir verst? Það nístir mig gegnum merg og bein. Hann tók um kviðinn. Þegar ég sé mynd- arlega hvíta stúlku — senni- lega stúlku sem hefur fengið gott uppeldi — þegar ég sé hana leiða einn af þessum svörtu drjólum. Svei mér þá, mér hitn- ar og kólnar á víxl. Ég get ekki skýrt það. Mér líður illa, reglu- lega illa. Mér finnst ég hafa snert á einhverjum óþverra. Mig langar til að skella saman á 2 þeim hausunum. Mig langar til að ógna djöfuls negrakvikindinu svo að hann taki á rás og hlaupi og linni ekki á sprettinum fyrr en í Kingston á Jamaica. Skil- urðu hvað ég á við? Alex kinkaði kolli. Hann hafði horft á Bemard meðán hann tal- aði, hafði fylgzt með svipbrigð- unum á andliti hans og séð hatr- ið í augum hans. Hatur er sterkt orð, en þama var hatur. Honum liggur svei mér sitt af hverju á hjarta, hugsaði Alex. Bernard tók upp glasið sitt. Nú var það enginn smásopi. Hann lauk úr glasi sínu í einum teyg. Hann hélt enn á glasinu og hnúarnir hvítnuðu þegar hann leit á Alex og reyndi að dylja ofsasvipinn með brosi og tókst það smám saman. Ha .... Ég læt þetta bara koma mér í uppnám, tautaði hann. Hvar átt þú heima núna, Alex? Það var greinileg tilraun til að beina samræðunum aftur að hlutlausu umræðuefni. En það tókst ekki mjög vel, því að Alex sagði:ÍEarls Court Bernard varð á svipinn eins og hann hefði verið svikinn í tryggðum. Og ég sem hélt þú værir vinur minn. mátti lesa úr svip hans. Earls Court .......... Ótrúlegt. Sambreyskjan? Enn furðulegra. Og ert þú þá einn af hvítu landnemunum? Hann sætti sig við hið óumflýjanlega, reyndi að hæðast að því. — Það er ekki auðvelt að finna húsnæði nú til dags, sagði Alex. Maður verður að taka það sem býðst. Bernard bandaði hendinni. Ég veit það. Ég veit aUt um það. En — en Earls Court .... þar er allt morandi í niggurum. Að- alstrælið í Ghana, hvorki meira né minna. Hann skellti glasinu á borðið og rótaði í vösunum eftir sígarettum og kveikjara. Þú hlýtur að vera — hvað segir maður — eins og framandi mað- ur í framandi landi. Á ég að segja þér eitt? Ég myndi ekki vilja búa í Earls Court eða á- líka hverfi þótt mér væri borgað fyrir það. Ekki til að tala um. Heldur myndi ég kaupa gamalt tjald og setja það upp í gömlum sprengjugíg. Sem ég er lifandi, það er dagsatt. Hann tróð sígar- ettu upp í sig, kveikti í henni, tottaði hana nokkrum sinnum í ofboði. Vertu ekkert að bjóða mér, hugsaði Alex með kaldhæðni. Ekki svo að skilja að ég myndi þiggja hana. Gullsígarettuveski — og það var rétt hjá mér að eftimafnið byrjaði á G.. fanga- markið hans er á því — Flam- inaire kveikjari i gráu rúskinns- hylki. Gráu í stíl við fötin, auð- vitað — mismunandi kveikjari PIANO 'Q. SERVICE^vp Píanóstillingar TUNING J OTTO RYEL repairing Sími 19354. Brunatryggingar Slysa Ábyrgðar Vöru & Heimílis Innbús Skipa Affla Veiðarfæra Glertryggingar Heimlstrygglng hentar yður ITRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" INDARGATA 9 REYK3AVÍK SlMI 21260 SlMNEFNl , SURETY Húsmæður athugið Hreinsum teppi og húsgögn 1 heimahúsum. Vanir menn — vönduð vinna. Teppa- og húsgagnahreinsunin. Sími 18283. HREINSUM rússkinsjakka rússkinskápur sérstttk meðhöndlun EFNALAUGIN BJÖRG Sólvallagötu 74. Slmi 13237 BarmahllO 6. Slmi 23337 VÖRUR Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. KROJN - BÚÐIRNAR. CONSUL CORTÍNA bflaleiga magnúsar slcipholfl 21 símar: 21190-21185 ^íaukur GjuÖmundéáon HEIMASÍMI 21037 FERÐiZT MEÐ LANDSÝN # Sefjum farseðla með flugvéfum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: # FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR # Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN Lf\ N □ S VN TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOfTLEIÐA. \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.