Þjóðviljinn - 25.11.1964, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 25.11.1964, Qupperneq 2
 2 SÍÐA ÞJ6ÐVILJ1NN Miðvikudagur 25. nóvember 1984 5 I HERBERGI ÓSKAST STRAX! Uppl. í síma 17-500 l l v/////y/////////////////////////s/////////œw//^^^^ Lausar stöður Störf innheimtustjóra og bókara við sakadóm Reykjavíkur eru laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um ménntun og fyrri störf sendist fyrir 1. desember n k. til skrif- stofu sakadóms að Borgartúni 7, þar sém géfnar eru, nánari upplýsingar um störfin. Yfirsakadómari. Kona óskast til starfa í kaffistofu starfsfólks Þjóðvilj- ans .— Upplýsingar á skrifstofu blaðsins, DiomnuiNN Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500. Verzlunarfólk Verzlunarmannafélag Reykjavíkur efnir til félagsfundar í Lídó fimmtudagiiin 26. nóv. n.k. kl. 20.30, vegna nýrra viðhorfa í af- greiðslutíma verzlana. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. vandlátir velja Westinghouse CP sa =3 CTQ tn CD (§) f t o 3e grillofn » @Westinghouse@Westinghouse@ Nauðungaruppboð verður haldið í skrifstofu borgarfógetaembættisins að Skólavörðustíg 12, hér í borg, eftir kröfu Sig- urgeirs Sigurjónssonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík, föstudaginn 27. nóv. n.k. kl. 3-30 e.h. Selt verð'ur skuldabréf, tryggt með 4. veðrétti í II. hæð hússins nr. 45 við Bergstaðastræti, hér í borg, að fjárhæð kr 90 þús. talinn eigandi Hafsteinn Hjartarson, Hlíðarvegi 36, Kópavogi, og óveðtryggt skuldabréf útf. af Helenu Zoéga, að eftirstöðvum kr. 48.000,00 talinn eigandi Ólafur Guttormsson, Stýrimannastíg 3, hér í borg. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Heiftarlegir árekstrar innan bæjar- stjórnarmeirihlutans á Siglufirdi I desember í fyrra fóru fram samningar milli Starfsmanna- félags bæjarins og bæjar- stjórnar Siglufjarðar. Þeir samningar urðu tilefni þess, að bæjarráð og bæjarstjórn tók að hugleiða, hvort ekki mætti spara í starfsmanna- haldi, þar sem í ljós kom, að starfsmannahald hafði fremur aukizt en dregizt saman, á sama tíma og íbúum bæjarins hafði fækkað verulega. Var samþykkt í bæjarráði og bæj- arstjóm tillaga um að láta fara fram allsherjarathugun á starfsmannahaldi og skipan starfa með vinnuhagræðingu og sparnað fyrir augum. Þá kom í Ijós, að erfitt og í sum- um tilfellum er ómögulegt að gera breytingar nema segja starfsmönnum upp, þar sem þeir höfðu allir erindisbréf, sem takmarka rétt bæjaryfir- valdanna til að færa þá til í störfum, og var þvl horfið að því ráði að segja þeim öllum upp. Var samþykkt um það gerð í febrúar s.l., og skömmu síðar kosin fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um breytingar. Starf skipulags- nefndarinnar Af sterfi þessarar nefndar, sem bæjarstjórinn var formaður fyrir, er það að segja, að starf hennar gekk bæði seint og illa. Álit, sem hún átti að skila fyrir 1. júlí, lá ekki fyrir fyrr en seint f október. Á meðan gerðist það, að bæjarstjóri tók að senda uppsagnarbréf til starfsmanna, og fórst það með eindæmum klaufalega úr hendi, m. a. sendi hann upp- sagnarbréf ýmsum mönn- um, sem bæjarstjórrí hefur alls ekkert vald til að segja upp störfum. Gekk sú sagá hér í bænum um tíma, að hann hefði m.a, sent presti og bæjarfógeta staðarins slík bréf, sem þó mun vera rang- hermi. En hitt er staðreynd, að hann sendi umsjónarmanni Gagnfræðaskólans, sem ráð- inn er af skólastjóra, og lög- regluþjónunum, þ. á m. ein- um ríkislögregluþjóni, upp- sagnarbréf. Mun bæjarfógeti hafa tekið þetta tiltæki bæi- arstjóra óstinnt upp, sem von- legt var, þar sem hann mun hafa talið sig húsbónda lög- reglunnar. Þá vanrækti bæjar- stjóri að hafa samráð við yf- irmenn bæjarstofnana, sem ekki heyrðu beint undir hann, m. a. átti fræðsluráð og skóla- stjóri Bamaskólans í langvar- andi útistöðum við hann út af starfsfólki skólans, leiddu þær deilur til þess, að umsjón- armaður skólans lét af starfi hér, en tók að sér samskon- ar starf, en mun betur launað, suður á landi. Ennfremur hlauzt af þessu stöðvun á starfi skólans um nokkurt skeið í september. Álit skipulags- nefndarinnar Seint í október lágu þó fyr- ir, eins og áður segir, tillögur skipulagsnefndarinnar. Hafði hún klofnað og skilað tvenns- konar tillögum. Skylt er að geta þess, að þrír nefndar- manna lögðu sig mjög í líma til að ná samstöðu og fórnuðu í þeim tilgangi ýmsum sér- sjónarmiðum, en bæjarstjór- inn spillti þeim tillögum jafn- harðan og kúgaði miskunar- laust ihaldsfulltrúann í nefnd- inni, Einar Hauk Ásgrímsson. Bæði tillögur meirihlutans og minnihlutans gerðu ráð fyt- ir sparnaði í sumum greinum með samfærslu og hagræðingu, og studdust báðar við tillögur á ábendingar hr. Hjálmars Blöndals hagsýslustjóra Rvík- ur, sem fenginn hafði verið nefndinni til ráðuneytis um þessi mál. Aðalmismunurinn á tillögum meirihlutafulltrúanna og minni- hlutafulltrúanna í skipulags- í minnlngu Ólafs Friðríkssonar Þögnuð er rödd, sem fór með eld í orðum, ólgandi róti kom á djarfra hug og ýtti við þeim íhaldssömu forðum með,yljandi. raustjog skáldlegt hugarflug. Þögnuð er rödd er þráði sannleik meira en þýsins smánarlaun. Nær fáum við svo ákveðna rödd um réttlætið að heyra, að rótarslitið skjálfi auðvaldslið. Rödd er svo fast gegn ránglætinu snerist, að rakin skál um aldir minning þess? Enn er þörf, að boðskapur sá berist böðlum þeim, er skipa háan sess. Enn geymir varglynd veröld nóg af harmi, við söknum manns, er kunni á rökum skil og skynjaði innst í sínum eigin barmi andvarp sérhvers /lífs, er finnur til. Jón frá Pálmholti. nefndinni lá í því, að minni- hlutinn vildi láta flytja einn af starfsmönnum rafveituskrif- stofunnar til starfa á bæjar- skrifstofunni ásamt bókhaldi rafveitunnar, sem gert var ráð fyrir að færi fram í bókhalds- vélum bæjarins, en tillögur bæjarstjóra og íhaldsmanns- ins f nefndinni gerðu ráð fyr- ir, að rafveituskrifstofan með öllu starfsfólki yrði flutt inn á bæjarskrifstofuna og sett undir stjóm bæjarstjóra. Ferðin sem aldri var farin Hinn 3. nóvember var boðað til bæjarstjórnarfundar, og skyldi nú gert út um þessar tillögur. Gerðu flestir ráð fyrir, að tillögur meirihlutans yrðu samþykktar óbreyttar, samkv. venju, en það hefur verið föst regla meirihl. að taka aldrei til áthugunar, hvað þá til greina breytingártillögur minni- hlutans við tillögur, sem meirihlutinn hefur verið búinn að koma sér saman um, og hefur bæjarstjórinn haft for- göngu um þessa afstöðu. En nú brá svo viö, að þegar full- trúar minnihlutans mættu til fundar í bæjarþingsalnum á boðuðum fundartíma, var eng- inn meirihlutamaður mættur þar, en meirihlutinn sat þá á klíkufundi í skrifstofu bæjar- stjóra. Leystist sá fundur fljót- lega upp sökum óeiningar, og mun ástæðan hafa verið sú, að nú voru komnir tveir tígul- kóngar í spilin, þar sem áður hafði aðeins verið einn. Mun forseti bæjarstjórnar, sém einnig er formaður rafveitu- nefndar, hafa dregið 1 efa getu sfns elskulega vinar bæjar- stjórans til að bæta á sig stjóm rafveitunnar að ein- hverju leyti, og e.t.v. óttazt að rafveitusjóðsins kynnu að bíða sömu örlög og hafnarsjóðs, sem bæjarstjóri hefur gert að rekstrarfé bæjarsjóðs. Lauk klíkufundi þessum á því, að forseti bæjarstjórnar rauk í burt í fússi, en minnihlutafull- trúarnir yfirgáfu fundarstað eftir hálftíma árangurslausa bið eftir honum og meirihluta- fulltrúunum. Nýjar tillögur Fyrra föstudag var svo aft- ur boðað til bæjarstjómar- fundar. Á þeim fundi báru fjórir meirihlutafulltrúarnir, sem mættir voru, fram nýjar tillögur um skipulagsmálin, sem voru árangurinn af næst- um hálfs mánaðar samfelldum klíkufundum og meirihluta- fundum. Báru þessar tillögur þess ljósan vott, að hinn nýi tígulkóngur á spilaborði meiri- Framrald á 9. síðu. Móðgun við verklýðssamtökin Skrif þau sem birzt hafa f blöðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um störf Alþýðusambandsþings eru mjög lærdómsrík. Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa haldið því fram að leiðtog- ar Framsóknarflokksins hafi ráðið einu og öðru á því þingi og jafnvel nafngreint formann flokksins og ritara eins og þeir séu innstu kopp- ar í búri verklýðssamtak- anna. Tíminn hefur látið sér þetta vel líka og talað mjög drýgindalega um sama efni. Jafnframt kvartar Morgun- blaðið sáran undan því að ekki skyldu teknar upp hlut- fallskosningar til stjómar Alþýðusambandsins, svo að stjómmálaflokkarnir í land- inu gætu boðið þar fram lista sína og dreglð fulltrú- ana í pólitíska dilka. öll eru þessi skrif ótvíræð móðgun við verkiýðssamtök- in; fulltrúum launþega er lýst sem ófullveðja mönnum sem engar sjálfstæðar á- kvarðanir geti tekið; þeir séu aðeins lömb í refskák hinna æfðu stjórmálaleiðtoga. Nítjándu aldar draumur Jón Skaftason alþingis- maður skrifar í gær grein f Tímann um nauðsyn þess að tekið verði upp bandarískt stjórnarfar á Islandi; hann segir að á vettvangi þjóð- málanna sé aðeins rúm fyrir tvo borgaralega flokka sem skipti kjósendum á milli sín. Heldur hann því fram að slíkt tvíflokkakerfi tíðkist í öllum löndum umhverfis okk- ur, og stafar sá málflutning- ur annaðtveggja af fáfræði eða ósvífni, nema hvort- tveggja sé. Það er rétt að f Bandaríkjunum bítast tveir borgaraflokkar um völdin án þess að um nokkurn veiga- mikinn málefnaágreining sé að ræða þeirra á milli, en f Evrópuríkjum erj átökin milli borgaraflokka annars- vegar og hinsvegar sósíalist- ískra flokka, sósialdemókrata og kommúnista. sem víða em nú að taka unp samvinnu á ýmsum sviðum Rorearalegt tvíflokkakerfi var í Evrópu- löndum, til að mynda f Bret- landi, á 19. öld, en þróun þjóðfélagsins og vöxtur verklýðshreyfingarinnar hef- ur fyrir löngu dæmt þá stjómarhætti úrelta með öllu. Og auðvitað verður þróunin einnig sú f Bandaríkjunum, þótt þróun verklýðshreyfing- arinnar hafi enn sem komið er orðið mun ósjálfstæðari þar en í Evrópuríkjum. Draumur Framsóknar- flokksins um það að unnt verði að hverfa aftur til úr- elts 19du aldar kerfis á Is- landi er dauðadæmdur með öllu; verklýðshreyfingin hér á landi er þvílíkt vald að hún gerist ekki handbendi borgaralegra valdastreitu- manna. Hins vegar eru þess- ar hugrenningar Framsókn- armanna ótvíræð sönnun þess að verklýðshreyfingin þarf að finna leiðir til að tryggja sér ríkari fhlutun um bróun þióðmála. á fslandj en hún hefur nú; hún þarf að öðlast samskonar vald á =tiórnmá1asviðimi o« hún '«■»{- ur, þegar gengið er frá samn- ingum um kaup og kiör. — Austri,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.