Þjóðviljinn - 16.12.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.12.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞIÖÐVILIINN Miðvikudagur 16. desember 1964 í ókunnri borg í útvarpinu var á laugar- dagskvöld birtur ræðustúfur sem Dean Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, flutti á Reykjavíkurflugvelli þegar hann var nýstiginn út úr flugvélinni. Hann sagði m.a.: „Eg þakka yður fyrir, það er mér mikil ánægja, forsætis- ráðherra að endurgjalda nú að nokkru heimsókn yðar til Washington. Það var okkur sönn ánægia að taka á móti yður þar. Ég hef lengi hlakk- að til a_ð geta vottað bessari borg, fslandi og íslenzku þjóðinni virðingu mína. John- son forseti bað mig fyrir kveðju sína til yðar.” Áður en ráðherrann mælti orðin „þessari borg” kom nokkurt hik á hann; hann hafði greinilega gleymt . því hvað Reykjavík hét. Svo sem til að bæta fyrir gleymskuna hnykkti ráðherr- ann nú á og mælti: „Rödd íslands er skír og á hana er hlustað með virðingu um allan heim.” Mun nú ráð fyrir Bjama Benediktsson aðvanda sig næst þegar hann hefur upp þessa skíru rödd sína í bréfum þeim sem kennd eru við hina ónefndu höfuðborg lslands. Um hvað var talað? Alþýðublaðið sagði i for- ustugrein á sunnudaginn var um heimsókn bandaríska ut- anríkisráðherrans: „Ýmsar bollaleggingar hafa verið á lofti um erindi Rusks hingað til lands í skammdeginu. Hafa stjómarandstæðingar reynt að gera úlfalda úr mý- fiugu og tengja komu hans samningunum um Hvalfjörð. Sannleikurinn er sá, að hér er eingöngu um kurteisisheim- sókn að ræða. Dean Rusk er ekki kominn til íslands til að ræða sérstök málefni, og mun engan viðræðufund halda með íslenzkum ráðamönnum þær stundir sem hann dvelst ■ hér.” Vísir birti hins vegar á mánudag stóra fyrirsögn á forsíðu um komu Rusks og hafði svofelld ummæli eftir utanríkisráðherranum um til- ganginn með komunni: „Kvað hann bæði ánægjulegt og nyt- samlegt að fá þetta tækifæri til þess að ræða við íslenzku ríkisstjómina um sameiginleg málefni, þá ekki sízt samstarf- ið innan Atlanzhafsbandalags- ins.” Spumingin er þá hvaða náttúrufræðilegt undur hafi ■ gerzt, hvort úlfalda hafi ver-, ið breytt í mýflugu eða mý- fluga í úlfalda. — Austri. Þarna eru Samvinnutryggingar nú til húsa. Mikil skipulags- breytiug ástarfsemi Sam vinnutrygginga Samvinnutryggingar hafa nýlega flutt starfsemi sína í tvær efstu hæðir hússins núm- er 3 við Ármúla, þar sem Véla- deild S.l.S. hefur verzlanir á 1. hæð, en skrifstofur sínar á 2. hæð. Strax og ákveðið var, að Samvinnutryggingar flyttu skrifstofur sínar í nýtt hús- næði ákváðu forráðamenn fé- lagsins, að rétt væri að nota það tækifæri til að gera um leið þær skipulagsbreytingar á -------------------------------§ SPARIÐ SPORIN Kaupið í KJÖRGARÐI NEÐSTA HÆÐ Fjölbreytt húsgagna- úrval á 700 fm. gólffleti Borðstofuhúsgögn 8 gerðir Sófasett — mjög glæsilegt úrval 80 gerðir af áklæðum Svefnherbergishús- gögn, 10 gerðir Svefnsófar eins og tveggja manna Sófaborð og smáhorð í mjög fjölbreyttu úrvali. Seljum frá flestum húsgagr*« f m I eið- endum landsins. I. HÆÐ Karlmannaföt Drengjaföt Frakkar Skyrtur Bindi Nærfatnaður Peysur Sportfatnaður Vinnufatnaður Sportvörur Jólaskraut Ritföng Leikföng Búsáhöld Glervörur ,■ :ínngangur og bílasta'ði , . Hverfisgöfumegin. - : II. HÆÐ Kvenkápur Kvenhattar Regnhlífar Kventöskur Kvenhanzkar Kvenskófatnaður Inniskófatnaður Kjólar Kjólasaumur Undirfatnaður Lífstykkjavörur Sokkar Peysur Blússur Greiðslusloppar Snyrtivörur Hárgreiðslustofa Gam og smávörur Ungbamafatnaður Telpnafatnaður Tækifæriskjólar Vefnaðarvara Gluggatjöld. KJÖRGARÐUR starfseminni, sem nauðsynleg- ar og eðlilegar gætu talizt að gaumgæfilega1 athuguðu máli. Framkvæmdastjóri félagsins setti þess vegna á laggirnar sér til aðstoðar sérstaka nefnd starfsmanna félagsins, skipu- lagsnefnd, til að ahuga þessi mál. Nefndin skilaði mjög ft- arlegu áliti og á því er í megjjiatriðum byggt það skipu- lag félagsins, sem stjórn þess nú hefur ákveðið að starfað skuli eftir, þegar félagið er flutt í Ármúla 3. Það má segja, að það hafi verið og sé víða enn hefðbund- in regla, að deildaskipting tryggingafélaga fari eftir tryggingagreinum, þ.e. bruna- bifreiða- sjótryggingum o.s.frv. A síðari árum hefur ný deildaskipting rutt sér til rúms, einkum á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, þar sem deildaskiptingin er byggð á starfsþáttum tryggingafélags- ins þ.e. sölu, uppgjöri tjónp, áhættu, rekstri o. s. frv. Þetta skipulág hafa Samvinnutrygg- ingar nú tekið upp. Það stefn- ir að skýrari verkaskiptingu og setur .nákvæmari línur um valdsvið og ábyrgð starfs- manna. Hin nýja deildarskipting verður þannig, að annars veg- ar eru framkvæmdadeildir og hins vegar þjónustudeildir: Framkvæmdadeildir skiptast þannig: A. Söludeild: deildin sér um sölu á öllum trygg- ingum, hefur á hendi yfirstjórn og eftirlit með umboðum íé- laganna, auglýsingar, funda- höld og önnur tengsl við al- menning. B. Tjónadeild: deild- in sér um uppgjör allra tjóna, nema tjón af endurtrygging- um, gerir tjónaáætlanir, sér um endurkröfur á önnur trygg- ingafélög o. fl. C. /hættudeild. Deildin sér um öll endurtrygg- ingarviðskipti félaganna, tjóna- vamir og áhættueftirlit. Auk þess falla undir þessa deild afgreiðsla sjótrygginga, flug- vélatryggingar og sjaldgæfra og afbrigðilegra trygginga, sem háðar eru beinum endur- tryggingum o.fl. Stjóm Samvinnutrygginga og Andvöku skipa nú: Erlendur Einarsson, forstjóri, formaður, ísleifur Högnason, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík, Ja- kob Frímannsson, kaupfélags- stjóri, Akureyri, Karvel ög- mundsson, útgerðarmaður, Ytri-Njarðvík og Ragnar Guð- leifsson, kennari, Keflavík. ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á 4000 tonnum af asfalti til gatnagerðar. — Útboðsskilmála skal vitja í skrif- stofu vora, Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Einkunnarorð bókasafns Félagsmálastofn- unarinnar. eru: BÆKUR SEM MALI SKIPTA Eftirtaldar bækur eru samdar 1 samræmi við þessi einkunnarorð: FJÖLSKYLDU- ÁÆTLANIR 0G SIDFRÆDI KYNLÍFS .V -v y' !. • kí ' HANHCC 5óN>5ÓN ‘ Þetta verður uppáhalds- bókin þín FJÖLSKYLDAN OG HJÓNABANDIÐ Fróðleg og athyglisverð bók um flesta þætti fjöl- skyldu- og hjúskaparmála. Höfundar: Hannes Jóns- son, Pétur H. J. Jakobsson, Sigurjón Bjömsson og dr. Þórður Eyjólfsson. EFNIÐ, ANDINN OG EILÍFÐARMÁLIN í bok þessari ræða átta þjóðkunnir fræði- og kenni- menn ýmsa þætti trúmála, þ.á.m. hugmyndir manna um Guð og ögranir kjamorkualdar við okkar hefð- bundnu trú, *wh *f myt yxntot ol Ma l . ■•■■■■. FJÖLSKYLDUÁÆTLANIR, OG SIÐFRÆÐI KYNLÍFS eftir Hannes Jónsson félagsfræðing, fjallar á heil- brigðan og hispurslausan hátt um nokkur innileg- ustu samskipti karls og konu, þ.á.m. um fjölskyidu- áætlanir, frjóvgunarvamir og siðfræði kynlífs. FÉLAGSSTÖRF OG MÆLSKA Úrvals handbók um félags- og fundarstörf, fundar- sköp og mælsku. Samin af Hannesi Jónssyni, félags- fræðingi. VERKALÝÐURINN OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ Úrvalsbók um verkalýðs-, vinnu- og félagsmál laun- þega. Höfundar; dr. Benjamin Eiríksson, Hannibal Valdimarsson, Hákon Guðmundsson og Hannes Jónss. Aðeins örlítið er til af sumnm bókunum. Tryggið ykkur þetta úrvals lestrarefni meðan fáanlegt er. Bækurnar fást enn hjá flestum bóksölum og beint frá útgefanda. æ Félagsmálastofnimin Ifcl Pósthólf 31, Reykjavík, sími 40624. PÖNTUNARSEÐILl (Póstsent um land allt). Sendi hér með kr.......... til greiðslu á eftirtaldri bókapöntun, sem óskast póstlögð Strax. — Verkalýðurinn og þ.ióðfélagið. Verð kr. .150,00 — Fjölskyldan og hjónabandið. Verð kr. 150,00 — Félagsstörf og mælska. Verð kr 150,00 — Efnið, andinn o% eilifðarmálin Verð kr. 200,00 — Fjölskylduáætlanir og siðfræði kynlífs. Kr. 150,00 Nafn Heimili (SILANUSKORT GUÐBRANDS biskups. Kœrkomin gólagjöf fil vino heima og erlendis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.