Þjóðviljinn - 09.02.1965, Page 7
Þriðjudagur 9. febrúar 1965
HÓÐVILJINN
SlÐA J
MILJON DÁLA MENNING
\
i
!
Bandaríkjamenn hafa, eins
og allir vita, átt marga
ágasta listamenn og framúr-
skarandj rithöfunda; hins
vegar hafa þeir verið þekkt-
ir fyrir flest annað en að
sýna listum og bókmenntum
virkan áhuga og stuðning.
Menntuðum Bandaríkja-
mönnum hefur að sjálfsögðu
leiðst þetta ástand og þeir
hafa horft með talsverðri öf-
und til Evrópu, evrópísks for-
dæmis á þessu sviði. Feiffer,
hugvitssamur skopteiknari,
sýnirþetta hugarfar skemmti-
lega í stuttri myndasögu: gler-
augnaglámur í menntaðri
peysu situr við kaffiborð með
vinkonu sinni, liklega fram-
sækinni stúdínu, og það hef-
ur eitthvað voðalegt gerzt. Er
það nokkur glæpur? segir
hann. Ég á svo erfitt með að
trúa þessu, segir hún. £>að er
ekki eins og ég hafi gert
eitthvað rangt? spyr hann ör-
væntingarfullur. Það er bara
svo erfitt að trúa því, segir
hún hnuggin. Og þannig held-
ur þessi litli sorgarleikur á-
fram, þar til hinn ungi gáfu-
maður verður að játa glæp
sinn aftur, niðurbrotinn mað-
ur; — Ég hef aldrei verið i
Evrópu ...
En á síðari árum hefur ým-
islegt gerzt, sem bendir til
þess að forráðamenn banda-
rísks þjóðfélags, handhafar
valds og auðs, vilji snúa við
blaðinu. Og semja frið í lang-
varandi styrjöld sem harð-
duglegt bandarískt þjóðfélag
hefur átt i. við menn, „sem
ekki nenntu að vinna fyrir
sér og þóttust vera skáld“,
svo vitnað sé til þekktrar ís-
lenzkrar bókar.
Og Hvíta húsið hefur látið
töluvert að sér kveða í þess-
um málum. Kennedy sálugi
lagði á það töluvert kapp
að tengja nöfn listamanna og
bókmennta við forsetaferil
sinn. Johnson ætlar að halda
áfram — hann kallaði á fimm-
tíu rithöfunda, tónskáld, mál-
ara og söngvara að þeir væru
viðstaddir er hann var við
hátíðlega athöfn settur inn i
embætti. Hvíta húsið hefur
sérstakan ráðgjafa í listum,
lofað er listastofnun ríkis-
ins, forsetinn leggur land
undir fót alltaf þegar einhverj-
ar borgir hafa komið sér upp
menningarmiðstöð og blessar
fyrirtækið. Og flytur hátíð-
legar ræður: „Listin getur
komið boðum yfir þau sund
sem skilja að mann frá
manni, þjóð frá þjóð, öld frá
öld.“ . .. Það er sagt að Ed-
gar Allan Poe, Herman MeJ-
wille og Walt Whitman væru
ekki smáðir og sveltir ef
þeir lifðu á vorum dögum.
Og eftir höfðinu dansa lim-
imir — og öfugt. The Chase
Manhattan Bank hrósar sér
af safni nútíma listar upp á
hálfa miljón dollara. Basic-
Witz húsgagnafabrikkan í
Waynesboro, Virginia, pantaði
konsert hjá Robert Evett
fyrir 75 ára afmæli sitt.
Standard Oil kaupir kvæða-
lestur inn á sjónvarpsdag-
skrár. General Motors sendi
starfsfólki sinu nýlega tvær
smábækur í 600 þúsund ein-
tökum — „Franski impres-
sjónisminn“ og „Snilldarverk
í Louvre-safni“.
Fjármálamenn segja að
„menningarmarkaðurinn" hafi
verið upp á þrjá miljarða
dollara árið 1964 og spá því,
að hann verði upp á sjö
miljarða 1970. Menningin er
orðin efnilegur vettvangur
fjárfestingar.
Karl E. Meyer skrifar fyrir
skömmu um þessi tíðindi
í New Statesman. Nú er far-
ið að íóðra þakherbergi list-
anna með minkaskinnum.
segir hann og þykir lítið til
koma. Hann talar um það
merkilega athæfi Bandaríkja-
manna að hafa endaskipti á
höfuðvandamálum sínum:
heila öld hafi þeir brotið und-
ir sig villta náttúru landsins
og nú þurfa þeir að leggja á
sig töluvert erfiði til að varð-
veita síðustu leifar ósnort-
innar náttúru. Eins virðist
þeir nú, eftir fyrri fyrirlitn-
ingu sína á menningu, ætla
sér að drepa hana í miklum
og óvarlegum faðmlögum.
Meyer getur þess, að nú
séu ýmsir góðir höfundar
komnir mjög ofarlega á vin-
sældalista, metsölulista í
landinu; Saul Bellow, Kather-
ine Ann Porter og James
Baldwin geta allt að því skot-
ið skapara James Bonds ref
fyrir rass. Enginn muni að
sjálfsögðu verða til þess að
harma velgengni þessara höf-
unda. Hitt sé verra, hvílíkt
oflof sé borið á bækur þeirra.
Hann nefnir bók Bellows,
Herzog, og kallar hana út-
blásna skrýtlu um nokkurs-
konar Oblomof nútímans,
antihetju af gyðingaættum,
menntamann sem engu getur
hrundið í framkvæmd, og er
varla sérlega hrifinn af hug-
arheimum þessarar söguper-
sónu sögunnar né heldur af
tjáningaraðferð höfundarins.
Samt er þessi bók hyllt með
orðum, sem virðast of sterk
f.vrir jafnvel „Stríð og frið“.
Chicago Tribune líkir sögu
Bellows við „hinn mikla stíl
Tolstojs". New York Times
segir: „Bókin er ný og klass-
ísk, og útkoma hennar nú eft-
ir það hræðilega ár sem nú
er liðið, er vísbending um að
nú horfir betur fyrir Amer-
íku og hennar menningu."
Ritdómari í Book Week seg-
ir: „Að mínum dómf... er
hann fínasti stilisti þeirra er
nú skrifa skáldsögur í Banda-
ríkjunum.“
Við þetta gerir greinarhöf-
undur svofellda athugasemd:
„Slíkar stórýkjur eru þ.ióðar-
bölvun. Stjörnukerfið hefur
náð afdrifariku töfravaldi yf-
ir Bandaríkjamönnum. Það
er ekki nóg að rithöfundur
sé dæmdur góður; hann verð-
ur að vera allra höfunda
mestur. f landi þar sem rieyt-
endur menningar eru tauga-
óstyrkir og fullir efa um
sína eigin dómgreind, krefj-
ast þeir þess að sérfræðingar
fullvissi þá án afláts um
það, að bað sem þeir eru að
lesa sé áreiðanlega eins nýtt
og örugglega eins mikið í
tízku og þær sem útskrifast
úr Vassar-skólanum í ár“.
Johnson; Listin brúar sund
milli þjóða . . .
' r'
Ymsir riiunu sjálfsagt yppta
öxlum yfir ummælum sem
þessum og segja sem svo:
Aldrei geta þeir hrokafullu
Evrópumenn litið aumingja
Kanana réttu auga; svelti
þeir sina listamenn er þeim
formælt: ausi þeir þá lofi og
dollurum þá er dembt yfir þá
háði og spéi. Já, það er vandi
að lifa. En það verður fróð-
legt að fylgjast með viðskipt-
um voldugasta auðvaldsþjóð-
félags heims við sína lista-
menn; verður umgengni við
listir annað og meira en leit
að því sem Bandarikjamenn
kalla „status", getur orðið
verulegur munur á frægð
Millers og Albees og kvik-
myndastjörnunnar Baker eða
sportstjörnunnar dj Maggio?
Á.B.
Einarína CiuðmuntSsdóttir
Minningarorð
Laugardaginn 30. janúar sl.
lézt að Ellihéimilinu Grund 1
Reykjavík Einarína Guðmunds-
dóttir fyrrverandi kennslukona,
áttræð að aldri.
Hún fæddist á Þórkötlustöð-
um í Grindavík 6. janúar 1885.
Voru foreldrar hennár hjónin
Guðmundur Jónsson útgerðar-
maður og Guðlaug Einarsdótt-
ir. Kennaraprófi lauk Einarína
vorið 1911 og hóf þegar
kennslustörf í Hafnarfirði sama
haust. Næstu árin var hún við
bamakennslu á Snæfellsnesi, (
Biskupstungum og á Kjalar-
nesi, og um skeið var hún við
Ríkisstjórn Frakklands býður
fram tvo styrki handa Islend-
ingum til háskólanáms í Frakk-
landi námsárið 1965—’6o.
Styrkirnir nema hvor um sia
460 frönkum á mánuði. Skil-
yrði til styrkveitingar er, að
umsækjandi hafi til að bera
góða kunnáttu i frönsku.
Umsóknum um styrki þessa
verzlunarstörf f Vestmanna-
eyjum. 1919 sigldi hún til
Kaupmannahafnar, þar sem
hún starfaði næsta áratug við
húshald og kjólasaum. Á þeim
árum sótti hún einnig nám-
skeið, m.a. i smábarnakennslu
og handavinnu. Eftir heim-
komu sína fékk hún kennara-
stöðu við Barnaskóla Eski-
fjarðar 1930, þar sem hún starf-
aði síðan nærfellt aldarfjórð-
ung. Síðustu æviárin dvaldi
hún í Reykjavík og sinnti þar
kennslu smábarna á heimili
sfnu meðan henni entist þrek.
Minningar mínar um Einar-
skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Stjórnarráðshús-
inu við Lækjartorg, eigi síðar
en 10. marz n.k., og fylgi stað-
fest afrit prófskírteina úsamt
meðmælum. Umsóknareyðublöð
fást í menntamálaráðuneytinu
og hjá sendiráðum Islands er-
lendis.
(Frá menntamálaráðuneytinul.
ínu Guðmundsdóttur eru fyrst
og fremst mótaðar af bernsku-
kynnum. 1 Bamaskóla Eski-
fjarðar naut ég kennslu henn-
ar fyrstu árin, og hún var
tíður gestur á heimili foreldra
minna. Jafnan síðan er mynd
hennar með nokkrum glæsi-
ljóma í huga mínum. Fannst
mér jafnan fylgja henni and-
rúmsloft, sem með vissum
hætti var í senn bæði fram-
andi og heillandi; fas hennar
var slíkt; teinrétt og létt í
spori bar hún með sér þenna
geðblæ fram á efri ár. Hún
var bókhneigð kona, einkum
ljóðelsk; þá þótti mér hátíð,
er ég sem drengur fékk að
skoða á skrautlega kilina í
bókahillum hennar og taxa
sfðan með mér heim einhverja
þá bók, sem hún hrósaði sér-
staklega. Hún hafði næmt
auga fyrir allri prýði og kunni
vel að sameina höfðingsbras
og tilgerðarleysi.
Um langt árabil var Einar-
ína Guðmundsdóttir meðal
helztu máttarstólpanna í fé-
lags- og skemmtanalífi Eski-
fjarðarkauptúns. Hún var f
stjóm ungmennafélagsins
Austra í nokkur ár og kosin
heiðursfélagi þess. I stjórn
Ríkisstjérn Frakklands býður
fram styrki til héskólanáms
kvenfélagsins Daggarinnar var
hún lengi. Hún kenndi að jafn-
aði við Barnaskóla Eskifjarð-
ar og stjómaði danssýningum.
Hún lék í leikritum þar á
staðnum; er mér einkum
minnisstæður leikur hennar í
hlutverki Kristrúnar í Hamra-
vík í leikriti eftir samnefndri
sögu Guðmundar Hagalíns.
Eftir að Einarína fluttist til
höfuðborgarinnar bar fundum
okkar sjaldnar saman og
skemur en skyldi. Þó er síð-
asta minning mín um hana
óvenju innihaldsrík; þá sagði
hún mér brot úr ævisögu sinni
frá löngu liðnum dögum op
mælti 'ijóð af munni fram. Op
bannig kýs ég endanlega mynd
hennar greypta í huga mér.
Baldur Ragnarsson.
Fjölsótt Noregs-
vaka í Kópavogi
Einn þáttur í starfsemi Nor-
ræna félagsins £ Kópavogi er
að gangast árlega fyrir sam-
komum sem tileinkaðar eru
einni bræðraþjóðanna sérstak-
lega. Á liðnum árum hefur fé-
Iagið gengizt fyrir Færeyinga-
vöku og Finnavöku, og nú 31.
janúar sl. var haldin Noregs-
vaka.
Formaður félagsins, Hjálmar
Ólafsson bæjarstjóri, setti
vökuna með ræðu. Hann
minntist á vinabæjarmót, sem
háð var í Þrándheimi á sl.
hausti og Kópavogur átti í
fyrsta sinni fulltrúa á. Rómaði
hann mjög undirbúning og
móttökur allar.
Þá vék hann að skyldleika
Norðmanna og íslendinga.
Norðmenn hafa gefið okkur
tunguna, en við þeim aftur
fortíð sína £ staðinn. Harmaði
hann of lítil lífræn menningar-
tengsl milli þjóðanna. Nýjustu
bókmenntir norskar væru ó-
þýddar og ekki nógu kunnar
hérlendis. Eitt væri þó það
skáld norskt á seinni tímum,
sem Islendingum gleymdist
seint Nordahl Grieg, ím>md
norskrar þjóðsálar á þrenginga-
tímum. Rakti formaður nokkuð
skáldskap hans og lauk miklu
lofsorði á þær eigindir sem
skáldið sýndi fegurstar ogbezt-
ar búa með Norðmönnum og
krystölluðust i ljóðum þess og
í lífi norsku þjóðarinnar á
sty r j aldarárunum.
Þá flutti Odd Didriksen
sendikennari sjallt erindi á fs-
lenzku um verðlaunaskáldið
Terje Vesás, sem hann kvað
verðan Nóbelsverðlauna. Hann
gat þess, að ein bóka hans,
Issletten, væri væntanleg í £s-
lenzkri þýðingu á næstunnL
Hann rakti rithöfundaferil
skáldsins £ stuttu en hnitmið-
uðu máli.
Vakti það athygli fundar-
manna, hve gott vald sendi-
kennarinn hafði á fslenzku
máli og fagran og réttan fram-
burð.
★
Þá las skáldið sjálft af seg-
ulbandi nokkur Ijóð eftir sig.
Var gerður mjög góður róm-
ur að þessari kynningu á Ves-
ás, sem sjálfsagt mun verða
hvöt til frekari kynna af skáld-
skap hans.
Ingvar Jónasson fiðluleikari
og Þorkell Sigurbjörnsson tón-
skáld léku nokkur norsk lög
við ágætar undirtektir. Þá var
.almennur söngur — sungnir
\cunnir norskir söngvar við
Framhald á 9. síðu.
Lítil athugasemd
um .Höfu&lausn'
Við skýringamar á Höfuð-
lausn í útgáfu Fomritafélags-
fns á Egils sögu stendur, þetta
um tvær síðustu línur fyrsta
erindis: „lofkvæðið (mærð)
um konunginn er helzti farm-
ur eða afli (hlutur) skips
míns, þ.e.a.s. aðalerindi mitt
hingað var að flytja konungi
kvæði“.
Þama hefur skýrandinn
fundið líkingamál, þar sem ég
held ekkert muni vera nema
einföld frásaga af atburðum,
sem gerðust; að fyrst segist
Egill hafa farið vestur um ver
(haf), (en mun ekki vera hér
„prentvilla" og átt að standa
„vestan"), og haft með sér
skáldskap, „svo er háttað ferð
minni“, dregið skip sitt á flot
þegar ísa leysti, og — hlaðið
mærðar hliit (skáldskap) skut
knarrar síns.
Þorgerður dóttir Egils bauðst
til að rista Sonatorrek á kefli
þegar það var nýort, og ekki
allsendis ólíklegt að af því hafi
orðið. Egill kunni að rista rún-
ir og mun hafa kennt það dótt-
ur sinni. Og þá er hann dró
eik á flot og fermdi hana,
hafði hann með sér til skips
kefli með rúnaristum, og það
var Höfuðlausn, sem á keflin
(eða keflið) var skráð. Hann
kom þeim fyrir í skutnum.
Svona einfalt er þetta mál, Eg-
ill hefur ekki treyst minni
sínu. að muna þetta langa
kvæði alla leiðina, heldur
skráð það og fermt með þvi
skutinn, mér er sem ég sjái
hann þegar hann kastar þang-
að keflunum með þessu góðá
kvæði, sem hollvættir leyfa
okkur að eiga enn.
Samt má minnast þess, að
seint er um langan tíma að
spyrja sönn tíðindi. Gullvæg-
ustu setningu, sem ég kann,
lærði ég af írafellsmóra
<draug): Það er ekki vert að
fortaka neitt. Ég geri nú aðra
ekki síðri: Fátt er það sem
fullyrða má. — M.E.
15 luku kandídats-
prófum á dögunum
■ í janúar og febrúar
hafa 15 stúdentar lokið
embættis- og kandídatspróf-
um við Háskóla íslands, 9
f læknisfræði, 2 í tannlækn-
;ngum, einn í lögfræði, 2
viðskiptafræðum og einn
RA-deild.
Stúdentarnir sem prófunum
'ku eru þessir:
nbættispróf í læknisfræði:
Bjami Arngrfmsson.
Bjarni Hannesson.
Eggert Þ. Briem.
Eiríkur P. Sveinsson.
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur J. Skúlason.
Ingimar S. Hjálmarsson.
Isak G. Hallgrímsson.
Sigurgeir Kjartansson.
Kandídatspróf
í tannlækningum
Ólafur Björgúlfsson.
Sigurgeir Steingrfmsson.
Embættispróf í lögfræði:
Ingi Hilmar Ingimundarson.
Kandidatspróf
’ vi'ðskiptafræðum:
Sigurður Jónsson.
Þorvarður Eliasson.
B.A.-próf:
Elin Jafesdóttir.