Þjóðviljinn - 27.02.1965, Blaðsíða 2
ÞIÖÐVILJINN
Laugardagur 27. febrúar 1965
2 SIÐA
Félag íslenzkra símamanna
50 ára
Stofníunduri nn
Hinn 27. febrúar' 1915 var
haldinn stofnfundur Félags
íslenzkra símamanna. Fundui-
inn var sem vænta mátti fá-
mennur, enda var stéttin sjálf
fámenn og tiltölulega ung. Til
gamans er hér birt fundargerð
stofnfundarins:
„Reykjavík 27. febrúar 1915.
Frk. G. Aðalsteins kosin
fundarstjóri og setur fund kl.
10 e.m. Stofnendur félagsins
eru viðstaddir og voru þeir:
Otto Bjömsson, Brynjólfur
Einarsson og Adolf Guðmunds-
son, frk. G. Aðalsteins og Krist-
jana Blöndahl.
Ástríður og Sigríður Hafsteín
gáfu Ottó Björnssyni umbcð
fyrir sig. Einnig höfðu O.
Björnsson og K. Blöndahl um-
boð fyrir stofnendur þá út
um landið er ekki gátu mætt.
Lagafrumvarp það er O.
Björnsson bar upp er sam-
þykkt með nokkrum breyting-
um. — Skeyti nokkur bárus
oss einnig frá stofnendum út
Myndin er af núverandi stjórn Félags íslenzkra símamanna, talið frá vinstri: Aðalsteinn Norberg
og Hulda Lárusdóttir sem eru í varastjórn, Sigurður Baldvinsson meðstjórnandi, Ágúst Geirsson
formaður, Guðlaugur Guðjónsson varaformaður, B jarni Ólafsson gjaldkeri og Hörður Bjarnason ritari.
• ••
0g verða
r •
sem nyir menn
Vildi ég skora á alla, sem
finna sig eitthvað gallaða:
þjófgefna, illmálga um fólk
einkum á bak, hlaupandi með
millburðarkjaftatíkarháttartittl-
ingaskít á tánum fram og aft-
ur, óhóflega trúaða, pólitíska
og viðskotailla á þann veginn,
án þess að hafa kunnað að
gera sér grein fyrir málefn-
unum, lata, gigtveika og maga-
veika, ónýta að ganga stiga,
teljandi sig hafa vit á öllu og
geta dæmt um allt, rekandi
niður i öðrum, gangandi um
með merkikertislegan svip,
liggjandi oft andvaka og vera
þá að mæðast í mörgu í hug-
anum, sem ekki gefur arð, að
fara nú að taka KlNA LlFS
ELEXÍR Hinn Nýja og verða
sem nýir menn.
(Samkvæmt fyrirmynd úr
Þjóðólfi 1898).
M.E.
★ f dag heldur Félag íslenzkra símamanna há-
tíðlegt hálfrar aldar afmæli sitt, en félagið var
stofnað 27. febrúar 1915. FÍS er elzta félagið inn-
an Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og eitt
elzta stéttarfélag landsins.
★ Félagsblað FÍS, Símablaðið, hefur komið út
nær óslitið frá stofnun félagsins og mun það eins-
dæmi hér á landi að stéttarfélag hafi haldið út
blaði um 50 ára skeið.
★ Þjóðviljinn óskar Félagi íslenzkra símamanna
allra heilla á þessum merku tímamótum.
um landið. L. Petersen, Vest-
mannaeyjum, gaf O. Bjöms-
syni umboð fyrir sig. Frá Seyð-
isfirði barst oss svohljóðandi
skeyti: „Vér sem höfum dag-
lega fyrír augum hin heilla-
drjúgu ahnTfelagsskápar 'sTm-
ritaranna í Stóra Norræna,
leyfum okkur hérmeð eindreg-
ið að skora á væntanlegan
stofnfund í Reykjavík, að ann-
ast um stofnun slíks félags-
skapar meðal íslenzkra síma-
þjóna. Vér getum í öllum höf-
uðatriðum felt oss við frum-
varp það er oss hefur borizt
og göngum út frá því sem
------------------------———§>
Vara-
birgðir
Stöðuveitingar eru sem
kunnugt er það vandamil
sem hæst ber í viðskiptum
stjórnarflokkanna, og er þess
skemmst að minnast þegar
Alþýðuflokkurinn hótaði
stjómarslitum ef Bragi Sig-
urjónsson yrði ekki gerður
bankastjóri á Akureyri. Þrátt
fyrir lausn þess máls virðist
togstreita um embætti eno
standa stjórnarsamvinnunm
fyrir þrifum, að minnsta
kosti fjölgar sífelit eftirsókn-
arverðum stöðum sem standa
auðar og ófylltar. Ekki að-
eins bíður sendiherraembætt-
ið í Washington eftir verð-
ugum manni. heldur hefur
stóll Vilhjálms Þórs í Seðln-
bankanum nú verið ónotaður
mánuðum saman. Og bótt
þess heyrist ekki getið að
þessi samdráttur ( manna
haldi hafi valdið bankanum
samskonar erfiðleikum og
hann vrði fvrir ef hann
missti til dæmis sendil, er
sízt að efa að stóllinn verði
setinn áður en lýkur.
Sumir halda því raunar
fram að ríkisstjómin sé n.ú
að safna sér nokkrum vara-
birgðum af embættum sem
nota eigi sem einskonar agn
handa Framsóknarflokknum.
Sé nú stefnt að því að sam-
vinna Framsóknarflokksins
og stjórnarflokkanna um alú-
miníummálið leiði til alls-
herjar samstarfs og þurfi þá
að sjá liðsoddum Framsókn-
ar fyrir hæfilegri umbun eft-
ir sjö mögur ár. Þannig mun
Hermanni Jónassyni, fyrrver-
andi formanni Framsóknar-
flokksins, nýlega hafa verið
boðið að taka við sendiherra-
embættinu í Kaupmannahöfn.
þar sem Stefán Jóhann Stef
ánsson leggur senn niður
störf fyrir aldurs sakir. Hins
vegar mun Hermann Jónas
son hafa hafnað bessu boði;
sjö mögur ár gera menn
þurftarfreka, aul: þess sem
það hefði auðvitað verið erf-
:'t að gegna formennsku
Sölunefnd vamarliðseigna á-
samt sendiherrastarfinu.
— Austri.
sjálfsögðu, að allir verði með.
Jafnvel þótt talsverðar breyt-
ingar yrðu gerðar á lagafrum-
varpirm, sem ekki kæmu í
bága við tilgang félagsins,
munum vér ekki skerast úr
Iéik, heldúr standa sem einn'
maður og liofum að styrkja
félagið og væntanlegt blað eft-
ir mætti. Álítum þó réttast að
formaður og ritstjóm sæti f
Reykjavík, þar ætbu að vera
nægilegir kraftar og áhugi sem
mættu verða félaginu til heilla.
Með beztu kveðjum fyrir
hönd símafólksins á Sf. og Esk.
Fr. Aðalsteinsson".
Eftir samþykkt lagafrum-
varpsins var kosin stjóm.
Formaður var kosinn Otto
Björnsson, ritari Adolf Guð-
mundsson, gjaldkeri Kristjana
Blöndahl.
Fundi var slitið kl. 12".
Stórmál
Starf Félags íslenzkra síma-
manna hefur fyrst og fremst
beinzt að því að bæta launa-
kjör símamanna og vinna að
ýmsum kjara- og hagsmuna-
málum þeirra. Það varð
snemma að heyja harða bar-
áttu til að koma málefnum^.
sínum fram. Fárra mánaða
gamalt, eða í ágúst 1915 varð
félagið að hóta verkfalli til
að fá fram raunhæfar kjara-
bætur. Kjarabæturnar fengust
áður en til verkfalls kom, en
upp úr því voru sett lög um
bann við verkföllum opinberra
starfsmanna.
Viðfangsefni FlS hafa verið
mörg og margbrotin um dag-
ana. Má þar nefna byggingu
sumarbústaða, en nú eru þrir
sumarbústaðir f eigu félagsins,
á Isafirði, f Vagiaskógi og á
Egilsstcðum: félagið starfrækir
styrktarsjóð sem hefur veitt
mörgum ómetanlega hjálp, —
Menningar- og kynningarsjóð-
ur félagsins veitir styrki til
allskonar menningarstaría inn-
an hinna ýmsu deilda og til
námsferða og dvalar erlendis
Lánasjóður félagsins er öflug-
ur og hafa margir notið góð‘-
af honum. Einn stórfelldasta
sigur í hagsmunamálum félags-
manna vnnn félagið 1935 með
sambvkkt háverandi ráðberra
Haraldar Guðmundssonar á
starfsmannareglum landsímans.
Starfsmannareglumar voru um
margt á undan sínum tíma og
það var fyrst árið 1953 að
gefin voru út lög um réttindi
og skyldur opinberra starfs-
manna og voru starfsmanna-
reglur landssímans frá 1935 þar
hafðar til fyrirmyndar og eru
margar greinar þeirra teknar
svo til oiðréttar upp.
Annað stórmál félagsins var
stofnun Starfsmannaráðsins en
það var stofnað árið 1953. FÍS
er fyrsta íslenzka félagið sem
tók þessa nýbreytni upp í fé-
lagsstarfi sínu. í starfsmanna-
ráði eiga sæti 2 fulltrúar frá
FlS ásamt fulltrúum frá stjórn
landsímans. Ráðinu er fyrst og
fremst ætlað að fjalla um
launakjör, skipulagsmál og
stöðuveitingar.
Blaðið
Nokkrum vikum eftir stofn-
un Félags íslenzkra síma-
manna hóf málgagn félagsins,
Símabláðið, göngu sína. Elek-
tron, en svo nefndist blaðið I
fyrstu, var ekki spáð glæsi-
legri framtíð og mörgum hef-
ur vist fundizt þessi blaða-
útgáfa hið mesta feigðarflan.
En blaðið hélt velli þrátt fyr-
ir allar hrakspár og hefur nú
komið út nær óslitið um hálfr-
ar aldar skeið. Símablaðið, sem
er eitt elzta stéttarblað lands-
ins hefur gegnt miklu og
merku hlutverki. 1 þvf hafa
hugmyndirnar um mörg
stærstu viðfangsefni stéttar-
samtakanna fyrst séð dagsins
ljós, blaðið hefur verið og er
nauðsynlegur tengiliður milli
félagsmanna sem eru dreifðir
um allt land og það hefur
reynzt símamönnum mikils
virði sem baráttu- og hags-
munamálgagn. Um skeið kom
Símablaðið út mánaðarlega, en
kemur nú út fjórum sinnum
á ári. Ritstjóri þess hefur
lengst af verið Andrés G.
Þormar.
★ Bókasafn Kópavogs I Fé-
lagsheimillnu opið á briðjud
miðvikud fimmtud og fðstu-
dögum Fvrir böm klukkar
4.30 til 6 og fyriT fullorðns
klukkan 8.15 tU 10. Barna-
tímaT i Kársnesskóla auglýst-
Ir bar
HYAÐ ÓGNAR NÚ-
TÍMA KRISTNI?
nefnist erindi sem O. J.
I Olsen flytur í Aðvent-
kirkjunni, sunnudaginn
28. febr. kl. 8.30 e.h.
ALLIR VELKOMNIR.
Vélstjóra
vantar á landróðrarbát frá Grindavík.
JÓN GlSLASON s.f.
Sími 50865.
Erindaflokkur Félag'smálastofnunarinnar um
St/órnfræði og íslenzk
stjórnmá/
sem hefst 7. marz er fyrsta hérlenda tilraunin til skipu-
legrar og hlutlausrar stjórnfræðifræðslu. Flutt verða 12
úrvalserindi af 8 þjóðkunnum fyrirlesurum, svo sem
hér segir:
7- marz: NOKKUR STJÓRNFRÆDILEG UNDl
IRSTÖÐUATRIÐI. Hannes Jónsson, M.A.
AÐALEINKENNI ÍSLENZKRAR STJÓRN-
SKIPUNAR. Ólafur Jóhannesson, prófessor.
14. marz: AÐALÞÆTTIR RÍKISVALDSINS OG
HANDHAFAR ÞESS. Ólafur Jóhannesson
prófessor.
VALDIÐ OG LÝÐRÆÐISLEG MEÐ-
FERÐ ÞESS. Hannes Jónsson, M.A. n . .
21. marz: FÉLAGSLEG VIRÐISVIÐHORF OG
HLUTVERK RÍKISINS. Hannes Jónsson, M.A.
MILLIRÍKJASAMSKIPTI OG ALÞJÓÐA-
LÖG. Dr. Gunnar G. Schram, ritstjóri.
28. marz; SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN, SAGA
HANS OG MEGINSTEFNA. Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri. ^
ÍSLENZK FLOKKASKIPUN 1845—1920.
Gils Guðmundsson, rithöfundur.
4. apríl ALÞÝÐUFLOKKURINN, SAGA HANS
OG MEGINSTEFNA. Emil Jónsson, ráð-
herra, formaður Alþýðuflokksins.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN, SAGA
HANS OG MEGINSTEFNA. Eysteinn Jóns-
son f. ráðherra, form. Framsóknarflokksins.
11. apríl: SÓSÍALISTAFLOKKURINN, SAGA
HANS OG MEGINSTEFNA. Einar Olgeirs-
son, alþm., formaður Sósíalistaflokksins.
ÁRÓÐUR, ALMENNINGSÁLIT OG VILJI
RÍKISINS. Hannes Jónsson, M.A.
Innritun í Bókabúð KRON, Bankastræti. Gjald kr. 150,00.
FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN
Reykjavík, sími 40624.
BOKAMARKAÐUR
BÓKSALAFÉLAGS ÍSLANDS —
Stærri og fjölbreyttari en
*£• nokkru sinni fyrr.
+& Opið til kl. 4 í dag.
8ÓKAMARKAÐURINN
LISTAMANNac^íi a N IJ M
v
4
t