Þjóðviljinn - 27.02.1965, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 27.02.1965, Qupperneq 5
Laugardagur 27. febrúar 1965 HðÐmnNN SfÐA STRlDSFÁKAR OC FRBARDÚRM „ i uðvitað halda margir því •t*-fram,” segir í forustugrein New York Times á mánudag- inn, „að Bandaríkin megi hvort sem er til með að heyja kjarnorkustyrjöld við Kína áður en lýkur, og bézt sé að láta skerast í odda nú, meðan yfirburðir okkar í vopnabún- aði og árásartækjum eru eins miklir og raun ber vitni. Þetta eru sömu mennirnir og leiddu fyrir áratug nákvæmlega sömu rökin að því að Bandaríkin ættú ekki að draga stundinni lengur að varpa kjarnorku- sprengjunni á Moskvu. Sú hug- mynd að allir kommúnistar séu eins og þeim verði öllum að tortíma er beinasta leiðin til gereyðingar heimsbyggðarinn- |arna er í fáum orðum gerð grein fyrir kjama deiln- anna sem nú eru háðar í Bandaríkjunum um hvað til bragðs skuli taka í Suöur-Viet- nam. Á þingi og í blöðum skipt- ir í tvö hom, annarsvegar eru þeir sem vilja að saminn sé friður í Vietnam, hinsvegar málsvarar aukinnar bandarískr- ar hernaðaríhlutunar í Suð- austur-Asíu. Afstaða hinna fyrrnefndu er túlkuð á þessa leið í niðurlagsorðum rit- stjórnargreinarinnar sem áður var nefnd: „Það eina sem vit er í er að kanna hvaða mögu- leikar eru á að fylgja eftir frumkvæði U Thants aðalfram- kvæmdastjóra og de Gaulle hershöfðingja um að koma á samningaviðræðum í því skyni að gera Vietnam og alla Suð- austur-Asíu að hlutlausu svæði. Mótbáran undanfarið ár hefur verið sú að hernaðaraðstaða okkar sé of veik til að samn- ingaviðræður séu reynandi. Að- staðan hefur versnað með hverri viku, og síðustu koll- steypur í her- og stjórnmála- kerfi Vietnam gefa til kynna að algert hrun kunni að vera á næsta ieiti. Að senda hundmð þúsunda Bandaríkja- manna út í endalaust fmm- skógast.ríð eða að jafna iðnað- -$> ínn bætíst í hóp /s- fenzkra skeldýra itn.pif f nýjasta hefti Náttúrufræð- ingsins. timariti Hins íslcnzkn náttúrufræðifélags, segir Ingi- mar Óskarsson frá því að tvær tegundir skeldýra. sem ekki var vitað um áður hér við Iand, hafi komið fram á sjón- arsviðið. Um þetta segir Ingimar: „önnur þeirra er kuðungur. er á vísindamáli nefnist Trosc- helia bernicensis (King) og telst til ættarinnar Fasciolar- iidae, er hingað til hefur eng- an fulltrúa átt í íslenzkum sjó Á íslenzku kalla ég ætt þessa netaætt og kuðunginn bylgju- nata. Tegund þessari svipar mjög til hafkóhgs og skyldra tegunda. en aðskilur sig bó greiniléga frá þeim öllum. Umræddur kuðungur fékkst í botnvörpu á Síðugrunni í janú- ar 1962 á 170 m dýpi. Hér var um lifandi eintak að ræða 9 cm langt og er það mjög al- gene lengd á tegundinni fuii. vaxta. Skel kuðungsins er nokkuð þvkk. bakin gulbrúnu hýði. Hvrnan er á lengd við munn- ann og meira odddregin en á hafkóngi. Vindingar eru 9 að tölu með ávölum brúnum. Saumurinn fremur djúpur. Munninn er i meðallagi víður með flárri útrönd. sem er greinilega buguð við rennuna, og er innri brún randarinnar með bét.tstæðum hnúðtönnum. Halinn ofurlítið sveigður aft- ur Yfirborð kuðungsms með all-béttstæðum og áberandi. iafnhliða bvergárum. og eru hveriir 2 samliggjandi gárar misgrófir að minnsta kosti á 5 neðri vindingunum. Lang- rákir eru vel greinilegar með berum augum og afar þétt- stæðar. Tegundin getur verið all- brevtdeg að því er snertir gerð skeliarinnar, og hafa nokkur afbrigði af henni ver- ið skráð. Bvlgjunatinn finnst víða í austanverðu Norður-Atianzhafi. alit norðan frá Svalbarða og suður um Grænhöfða f Afríku á 90—109 metra dýpi. Tegund- in ætti því að geta fifað góðu lífi við strendur Islands bæði í köldum sjó og hlýjum. Hin tegundin er samloka, er telst til jafntönnunga. I 2. útgáfu af Skeldýrafánu Islands '■ er nafn þessarar skeljar til- fært neðanmáls á bls. 32. Sök- um þess, hve prentun bókar- innar var komin langt á veg. þegar skelin fannst, var ekki unnt að lýsa tegundinni né birta mynd af henni. Eins og Skeidýrafánan þer með sér, þá telst umrædd tegund til hnytluættar og til sömu ætt- kvíslar og gljáhnytlan okkar. Hnotskelin (Nucula delphino- I donta Migh). eins og ég hef kailað hana. fannst í görnum úr ýsu, sem aflaðist í Faxa- flóa 3. febrúar 1964. Á hve miklu dýpi er ekki vitað. Að- eins eitt eintak fannst. Fljótt á litiö minnir hnot- skelin á smávaxna gljáhnytu. Skeljarnar eru mjög kúptar, hálfhnattlaga. Nefið er stórt. framstætt. Fremri bakrönd löng tengd kviðröndinni í ó- slitnum boga. Aftari bakrönd mjög stutt, nærri lárétt og myndast kverk milli hennar og nefsins. Aftari endinn stýfður. svo að fram kemur greinilegt (sljótt) horn við bakröndinq Hjörin með 11—14 (11 á ís- lenzka eintakinu) tönnum, 7—10 framtönnum og 4 aftur- tönnum. Skellengd 3 mm. Hnotskelin finnst við Finn- mörk og þaðan suður með vesturströnd Noregs, við Fær- eyjar, við Vestur-Grænland og á djúpsævi við Bretlandseyjar. Fundur tegundarinnar við Is- land kemur því engum á ó- vart. Báðar framangreindar teg- undir eru varðveittar í hinu íslenzka Náttúrugripasafni í Reykjavík. Af öðru efni f þessu hefti Náttúrufræðingsins má nefna: Litið á þang og þara eftir Ing- ólf Daviðsson og íslenzk „liðju- grös“ eitir sama. Jón Jónsson jarðfræóingur skrifar um Bæli — Fornar eldstöðvar f Norð- urárdal og birt er niðurlag greinar Askels Löve um þróun lífsins. Þá ritar Ingólfur Da- víðsson um ríki náttúrunnar. armiðstöðvar og hafnir Norð- ur-Vietnam við jörðu með loft- árásum væri leiðin til blóð- baðs á heimsmælikvarða frek- ar en „sigurs” sem hvorugur aðili getur nokkru sinni unn- ið með vopnavaldi”, Andstæðingar samninga í Vi- etnam, ákafir talsmenn þess að stríðið þar sé fært út á víðari vettvang. fara ekki dult með að þeir æskja ófrið- ar við Kína. Nixon fyrrver- andi varaforseti, áhrifamesti foringi repúblikana utan þings, lét svo ummælt fyrir skömmu, að ef til stríðs ætti að koma milli Bandaríkjanna og Kína væri betra að fá það nú en síðar. Time, nú eins og endra- nær eitt herskáasta málgagn bandarískrar heimsvaldastefnu. segir 26. febrúar: „Fyrr eða síðar getur til bess komið að Bandaríkin verði að hætta á styrjöld við Kína í því skyni að varðveita aðstöðu sfna f Suðaustur-Asíu”. Fréttatíma- ritið telur ófrið við Kína enga frágangssök. þótt hann væri háður án annarra bandamanna en stjórnarnefnun.nar í Saigon Sjang Kaiséks og Soður-Kór- eu. Allsráðandinn í Saigon til skamms tíma. Nguyen Khanh. bað Bandaríkiamenn áður en hann var hrakinn frá völdum að hika ekki lengur við að ráðast á Kína. Á eftirlitsferð úti á landsbvagðinni sagði Khanh hvað eft.ir annað að styrjöldinni myndi liúka á bessu ári. ..Hann átti greini- lega við”, segir fréttaritari Associated Press, „að ar\naö hVort hæfu Bandaríkin alls- herjarófrið gegn Norður-Viet- nam og Kína eða Suður-Viet- nam gæfist upp”. Að vissu leyti er þetta hnefa- leikakeppni, og Suður-Vi- etnam heyr sína síðustu lotu”, hefur bandaríski fréttamaður- inn eftir Khanh. „Þið (Banda- rfkjamenn) hafið tapað miklu sökum kínversku kjarnorku- sprengjunnar. I augum margs<?> fólks er sú sprengja framfara- tákn. Hún sannar Asíumönnum að vestrænu ríkin ráða ekki lengur ein yfir vísindunum. Þetta hefur djúptæk, sálræn á- hrif á fólk. Á liðnum tímum hcfur ríkt valdajafnvægi milli Asíu og Vesturlanda. Þið hafið haft sprengjurnar og tækin til að beita þeim en við höfum haft manngrúa. En þessi kín- verska sprengja jafnar metin þeim í hag. og fyrr eða síðar ráða þeir yfir mikiu fleiri sprengjum. Þið hefðuð aldrei átt að láta Kínverjum haldast uppi að sprengja þessa sprengju. Nú verðið þið að hefjast handa, ef þið ætlið að leysa Kína- vandamálið. Það er um líf eða dauða að tefla”. Johnson forseti hefur undan- famar vikur forðazt vand- lega að gera nokkra viðhlít- andi grein fyrir stefnu sinni í Suður-Vietnam. Það eina sem hann hefur látið frá sér fara eru fáeinar innskotssetningar í ræðum, á þá leið að stefnan sé óbreytt og henni verði fylgt á- fram. Hver maður sér að þetta fær ekki staðizt, sú stefna að styrkja stjórnarvöld i Saigon til að sigrast á skæruliðum er komin f ógöngur, Bandaríkja- menn verða annað hvort að heyja stríðið sjálfir eða semja frið. Fréttamenn í Washington fullyrða að ráðunautar Johnsons séu ósammála um hvað til bragðs skuli taka og andstæðir hópar berjist um að vinna hann á sitt band. Eins og siður hefur verið í Washington síð an misheppnaða innrásin í Svínaflóa á Kúbu var undirbú- in er stríðsflokkurinn í stjóm- Fyrsta kjarnorkusprengja Kín.verja. arskrifstofunum kallaður fálk- ar en friðarsinnarnir dúfur. Dúfurnar eru að þessu sinni ekki aðeins að finna meðal borgaralegra embættismanna, þann flokk fylla einnig æðstu menn landhersins, sem fýsir ekki að heyja stórstyrjöld f frumskógum Suðaustur-Asíu. Fremstir í flokki fálkanna eru aftur á móti yfirforingjar flota og flughers, sem hyggja gott til að beita fallbyssum sínum og flugvélum úr fjarska gegn fólki sem ekki getur komið neinum vörnum við gegn slík- um vopnum. Þegar MacArthur hershöfð- ingi lá' fyrir dauðánum heimsótti JöEnson' hanh f Walt- er Reed sjúkrahúsið. Síðasta á- minningin sem stríðshetjan gamla gaf vini sínum var bessi: ..Sonur sæll. látiu aldrei flækja þér út í styrjöld á meginlandi Asíu”. Að sögn Arthurs Krocks í New York Times 16. febrúar gaf MacArthur fyrirrennara Johnsons sömu ráðleggingu. 1 samtali 5. maí 1961 skýrði Kennedy heitinn Krock frá viðræðum, þar sem MacArthur staðhæfði við hann að Suðaust- ur-Asía myndi með tímanum öll verða kommúnistísk vegna þess að fólkið þar vildi komm- únisma. I samtáli 11. október um haustið sagði Kennedy við Krock, að hann væri enn sama sinnis og þegar hann flutti ræð- ur sínar um Vietnam í öld- ungadeildinni nokkrum árum fyrr, Bandaríkin ættu ekki að láta dragast' út í hernað ál'meg- inlandi Asíu. Krock tekur síð- an orðrétt úr minnisblöðum sem hann skrifaði nokkrum mínútum eftir samtalið: „Auk bess, sagði forsetinn, gætu Bandaríkin ekki hlutazt til um innanlandsátök sem skæruliðar valda. og erfitt væri að sanna að ástandinu í Vietnam væri ekki að miklu leyti þann veg háttað”. Engu að síður ákvað Kenne- dy að hefja bandaríska í- hlutun í Suður-Vietnam f stórum stíl. Eftirmaður hans . sýpur nú seyðið af þeirri ráða- breytni. Meginástæðan til að Bandaríkin eiga sér enga ein- dregna stuðningsmenn i vand- ræðum sínum utan Taiwan og Suður-Kóréu er að allir vita að viðureignin i Suður-Vietnam er fyrst og fremst borgarastyrj- öld, sem hófst þegar Ngo Dinh Diem neitaði með fulltingi Bandaríkjastjórnar að fram- kvæma ákvæði Genfarsáttmál- ans um friðsamlega sameiningu beggja hlut.a Vietnam með kosningum undir alþjóðlegu eftirliti. James Reston kennir í brjóst. um lögfræðinga banda- ríska ut.anríkisráðuneytisins, sem þrátt fyrir „hæfileika sína til að sanna lögmæti hvort heldur góðs eða ills” eru í vandræðum að réttlæta hern- aðinn í Vietnam. „Helzta laga- röksemd Bandaríkjanna { Viet- nam er að bau hafi gripið til hernaðaríhlutunar þar í landi að beiðni lögrmæt.rar ríkis- stiórnar. én sfðustu sextán mánuðí hafa átta rikisstiómir setið i Vietnam og flestar beirra hrifsuðu völdin með of- beldi. Þetta er óþægilegt. meira að segja fyrir færa lögfræð- inga. Þeir eiga auðvelt með að sýna fram á að kommúnistar hafi rofið Genfarsamninginn frá 1954 gagnvart Suður-Viet- nam. en Bandaríkin fiölguðu hernaðarráðunautum { Vietnam og neituðu að fallast á kosn- ingar { Vietnam — þvert ofani ákvæði sama Genfarsamnings — og betta torveldar röksemda- færsluna”. (New York Titnes 22. febrúar). UTHANT, Burmabúinn sem nú veitir SÞ forstöðu. brá við eftir loftárásir Bandaríkj- anna á Norður-Vietnarm og bauð aðstoð sína til að koma á friði með samningum. Banda- ríkjastjórn virti tillögur hans að vettugi á sama hátt og frið- arviðleitni páfans, de Gaulle og margr-a annarra/ U Thant er maður hógvær eins og alþjóð- legum embæt.tismanni ber, en í ræðu í New York fyrir fáum dögum lét hann Bandarikja- menn heyra að þeir ættu vift enga að sakast nema siálfa sig um útbreiðslu kommúnismans í Asiu. Hvar sem bandarísk hernaðaríhhttun kæmi til festi kommúnisminn rætur. M. T. Ó. Sýnisbók íslenzkra forn- bókmennta á esperanto Lítil sýnisbók íslenzkra fornbókmennta „Islandaj pra- vocoj“ er nýkomin á esperanto, og er bókin gefin út i Svíþjóð, af Eldona Societo Esperanto í Malmö. Það er eitt ungu skáldanna íslenzku, Baldur Ragnarsson, sem annazt hefur útgáfuna og þýðir efnið úr fornbókmennt- unum, fitar um þær greinargóðan formála og skýringar. Bókin er 110 bls., laglega útgefin. Efni bókarinnar er Hrafn- kels saga Freysgoða, og er öll sagan tekin. Þá eru tveir þælt- ir, Þorsteins þáttur stangar- höggs og Auðunnar þáttur vest- firzka. Og loks er þýðing á Völuspá. Baldur hefur þýlt ým- islegt fleira úr fornbókmennt- unum á esperanto, og héfur sumt birzt í tímaritinu Norda prismo, sem gefið er út í Sví- þjóð, með einum ritstjóra frá hverju Norðurlandanna. Þetta er þriðja bókin séfh kemur frá Baldri á esperantó. Frumsamin ljóðabók, „Stupój sen nomo” (Nafnlaus brep) kom út á Kanaríeyjum fyrir ' nokkrum árum. Þar kom einn- ig út þýðing Baldurs á tveim- ur Ijóðabókum Þorsteins frá Hamri, „Sub stelo rigida” (Und- ir kalstjömu). Báðar þær bæk- ur vöktu mikla athygli beirrá sem esperanto lesa, og var Baldur tilnefndur „höfundur ársins” á heimsþingi esperant- istahreyfingarinnar á sl. ári. SÆNSKU MENNTASKÓLA- NPMARNIP FARA í OAfi Baldur Uagn.arssen. Frcttamönnum var í gær boð- ið á fund með hluta sænsku menntaskólanemanna og leið- sögumönnum þeirra, sem komu hingað til lands á sunnudaginn. Magnús Gíslason, sem hefur haft vcg og vanda af heimsókn þess- arra sænsku ungmenna skýrði frcttamönnum frá þvi mark- verðasta, sem gerzt hefur frá því hópurinn kom hingað til ís- lands. Menntaskólanemamir eru 60 talsins, frá Gautaborg, og flestif milli 16 ára og tvítugs. Skóil þeirra hefur innan sinna veggjá búsund nemendur. Á mánudaginn var fari^ méð Svíana í Þjóðminjasafnið og Listasafnið. Þriðjudagurinn vaf notaður til að sitja boð Lions klúbbana þar sem sýnd var ts- lands-kvikmynd en gestirnir þökkuðu fyrir sig með skemmti- þætti. Sama dag var farið aust- Framhald ■* 7. síðu. i I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.