Þjóðviljinn - 27.02.1965, Síða 8

Þjóðviljinn - 27.02.1965, Síða 8
2 SÍÐA ---- UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAY E og blygðun — skelfingu yfir hinni skyndilegu afhjúpun. — Þetta er þá ástæðan til þess að þér hatið hann .... Rödd hennar skalf af geðshrær- ingu. Þér voruð afbrýðisamur út í Conway og svo spunnuð þér upp alla þessa sögu! Þér hafið ekki svo mikla sómatilfinningu að geta stillt yður um, að daðra við unnustu hans! Þér .... Þér og Carlyon! Það var þá satt sem Carroll sagði. Hví skyldi hann segja ósatt? Conway er veikur .... og þér svertið mannorð hans til að geta daðrað við mig að honum fjarstöddum. Ég .... ég vildi óska að ég sæi yður aldrei framar! Hún fór að kjökra; hún sner- ist á hæli og flýði. Hann heyrði hlaupandi fótatak hennar fjar- lægjast. Alex gerði enga tilraun til að elta hana. Andartak stóð hann hreyfingarlaus og starði fram fyrir sig. Svo bar hann höndina upp að enninu og sett- ist niður í skotrauf í múmum og leitaði vélrænt í vösum sín- um að tóbaki og eldspýtum. Hægt og nostursamlega vafði hann sígarettu, kveikti á eld- spýtu og horfði stundarkom á frussandi logann. Svo kveikti hann í sígarettunni en hélt á Smurt brauð Snittur brauð bœr við Óðinstorg. Sími 20-4-90. hArgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18 III hæð flvfta) SIMI 2 40 16 P E R M A Garðsenda 21 — SIMI: 33-9-68 Hárgreiðslu- os snyrtistofa D 0 M U R 1 Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN - Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI- 14 8 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — Marfa Guðmunds- dóttir Laugavegi 13 — SlMl 14 6 56 — NUDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. logandi eldspýtunni unz hún brenndi á honum gómana. Þá fleygði hanp henni frá sér og gretti sig, tók sígarettuna útúr sér og fleygði einnig henni út í myrkrið. — Fjandinn sjálfur! sagði hann upphátt. — 16 — Ráðagerðir Carlyons voru smám saman að skapast og til að fjarlægja ótta Vetru hafði hann gætt þess að forðast hana og hafði í staðinn stjanað við Delíu Gardener Smith. 44 Hann hafði setzt langt frá Vetru meðan á máltíðinni stóð, en samt hafði hann tekið eftir því að Randall kapteinn hafði setið á tali við hana allan tím- ann og þau virtust vera mjög innileg hvort við annað. Hann gat ekki litið af þeim, og fjör- legur svipur Randalls og augljós áhugi Vetru hafði fyllt hann reiði — og ótta. Til allrar ham- ingju var Randall á förum frá Delhi. Sjálfur myndi hann líka innan skamms hrista af sér ryk þessarar leiðindaholu. Eftir ör- fáa daga — hann þoldi ekki lengur við. Carlyon reyndi að gera það j upp við sig, hvað það væri í' fari hennar sem hafði kveikt þennan eld í blóði hans. Hann hafði þekkt margar konur sem voru miklu fallegri en þessi unga stúlka með dökku, sak- levsislggu , augun sein, ^tungu í stúf við ástríðufullán munninn. Ef til vill var það æska henn- ar, reynsluleysi og blundandi á- stríður sem töfruðu hann. Heimsmaðurinn kunni vel að meta slíkt hnossgæti. Hann hafði verið auli. Hann hafði með- höndlað þessa óspilltu stúlku eins og hún væri dansmær, sem væri föl fyrir lítið. Vissi hún sjálf hversu sérstök og gimileg hún var .... ? Hvað skyldi Ran- dall hafa verið að seg.ia við hana? Það hafði ekki farið fram hjá honum heldur að bæði Vetra og Randall voru horfin og hann þurfti ekki annað en fylgj- ast með augnaráði Soffíu til að vita hvar þau væru niður kom- in. Tíminn leið og þau birtust ekki og afbrýði hans og reiði fóru vaxandi. Þetta var óbæri- legt. Hann reis á fætur og gekk hratt út með virkisveggnum. Þegar hann var kominn hálfa leið út á enda heyrði hann hlaupandi fótatak og vera kom hlaupandi í flasið á honum og hefði fallið um koll, ef hann hefði ekki gripið í hana. — Ó, eruð það þér....? Vetra gleymdi því að henni var lítið um þennan mann; hún gat ekki hugsað um annað en það að Al- ex hefði blekkt hana — logið að henni — og svívirt hana! Farið með mig burt héðan .......... Ó, hiálpið mér að komast heim! Ég get ekki verið hér kyrr! Röddin var grátþrungin. Carlyon sá nú að andlit henn- ar var tárvott. Hann hrópaði reiðilega. Hvað hefur hann gert yður? Elsku .... Þér megið ekki gráta. Ég skal snúa hann úr hálsliðnum. þennan bðlvaðan.... — Ænei, ekkert þess háttar. Vetra hélt dauðahaldi í hand- legg hans. Ég vil komast heim. Gerið svo vel að hjálpa mér. — Að sjálfsögðu. Hann bauð henni arminn og leiddi hana aft- ur að Kashmirhliðinu, en eftir nokkur fótmál nam hann stað- ar. Við verðum að ganga fram- hjá þessu fólki þama. Leyíið mér....? ÞIÓÐVIUINN Hann rétti henni hreinan vasaklút, sem Vetra þáði með þökkum. Þér eruð mjög vin- gjamlegur. — Nei, alls ekki. 1 rödd hans var óvænt alvara og beiskja og Vetru varð hverft við. Carlyon tók sig á. Ég bað yður að líta á mig sem vin yðar var ekki svo? Mér er alltaf ánægja að því að mega verða yður að liði. Þér vitið að mér er alvara. — Ég veit það. Vissi hún það? Hafði hún gert Carlyon lávarði rangt til? Henni hafði skjátlazt um Alex. Fyrst svo var.... AUt í einu áttaði hún sig á því að hún var að segja hon- um allt af létta. Frá veikind- um Conways. Svikum Randalls kapteins — ótta sínum og efa, þegar Conway kom ekki til Delhi: Ég gat ekkert skilið í því! Mér hefði fundizt liggja svo beint við að hann léti Alex — Randall kapteinn — sinna störf- unum í nokkra daga. En nú, þegar ég veit orsökina, verð ég undir eins að komast til hans. Ég get með engu móti beðið heila viku í viðbót í Delhi! Hann þarfnast mín fyrst hann er veik- ur. Viljið þér — hjálpa mér? Carlyon þekkti ekkert til mannsins, sem litla condesan ætlaði að giftast, en eftir kynn- um sínum af kapteininum hefði hann bezt getað trúað því að upplýsingar hans um sendiherr- ann væru sannleikanum sam- kvæmar. Randall færi naumast að spinna upp þvílíkar sögur. Á hinn bóginn hafði hann bersýni- lega gerzt nærgöngull við tilvon- andi brúði yfirmanns síns. Car- lyon var bæði fokreiður yfir því að hann skyldi voga sér að snerta hana og um leið hæst- ánægður yfir því að hann skyldi hafa lagt þetta einstaka tæki- færi upp í hendumar á hon- um. — Ég skal siálfur flytja yður til Lunjore, sagði hann rólega. — Þér getið ekki farið þangað án vemdar. Vetra stundi af feginleik. — Er það satt? Ætlið þér að gera það, sagði hún með ákefð. — Auðvitað. Það var hrein- asta lari að ég skyldi kaupa þennan vagn. Þér og þjónustu- stúlkan getið ekið í honum og svo get ég riðið. Það er aðeins eittr Hann þagriáði ög Vetra spurði áhyggjufull: — Hvað er það? — Tja, ég veit varla hvað segja skal, en ég held þó að bezt væri að minnast ekkert á þetta við Abuthnotfjölskylduna. Hann sá að hann hafði gert hana hrædda og flýtti sér að bæta við. Ég er viss um að þau myndu skilja tilfinningar yðar og hinn góða tilgang, en þeim fyndist það skylda sín að hindra för yðar þar til frú Gardener- Smith leggur af stað, og ég efast um að frúin fáist til að flýta för sinni- — Nei, sagði Vetra íhugandi. — Nei, sjálfsagt ekki. Eg held þér hafið rétt fyrir yður. En ég vil ekki bíða. Enginn hefur rétt til að segja mér fyrir verkum. Þau reyna það sjálfsagt, sagði Carlyon þurrlega. Já, sennilega. Hún rétti úr sér og hnarreist og fastmælt sagði hún: — Hvenær getum við lagt af stað? 1 fyrramálið? — Já, ég ætti að geta komið þvi í kring. — Það var indælt. Ég ætla að segja frú Abuthnot í kvöld, að ég hafi í hyggju að fara til Lunjore undir eins. Ef hún vill hjálpa mér þá þarf ég ekki að ómaka yður. En vilji hún það ekki .... þá held ég að bezt væri að við færum af stað sem allra fyrst. — Auðvitað, sagði Carlyon al- varlegur í bragði. Kannski reyn- ir hún að hjálpa yður. Hann var alveg sannfærður um að Abuthnotfólkið fengist ekki til að áðstoða hana, svo að hann tók þessu með mestu ró. Hann bauð Vetru arminn: Eig- um við að fara núna. Viljið þér fara heim ríðandi eða akandi? Ég skal segja frú Abuthnot að þér séuð með höfuðverk. Mér finnst þér ættuð ekki að fara heim án þess að segja henni af því. Það væri talið óviðeigandi. Frú Abuthnot fylgdist heim með Vetru í vagninum, og hún hafði áhyggjur af útliti ungu stúlkunnar og hún hjálpaði henni í rúmið, gaf henni heita mjólk og kvalastillandí dropa. Umhyggja hennar hafði gefið Vetru tækifæri til að biðja um samþykki hennar fyrir þvi að hún færi strax til Lunjore, en frú Abuthnot mátti ekki heyra það nefnt, jafnvel þótt hún hefði innilega samúð með henni. Vetra bað og sárbændi, og frú Abuthnot grét henni til sam- lætis, en var ósveigjanleg. — Ég er viss um að Abuthnot ofursti er alveg á sama máli og ég. Og Alex líka! Hún slökkti ljósið og Vetra lá vakandi og tók ákvörðun sína. Hún vildi ekki bíða í heila viku — ekki einu sinni einn dag. Hún vildi fara af stað undir eins, Alex ætlaði að fara frá Delhi á mánu- dag og ef hún færi á morgun gæti hún verið komin til Lun- jore og gift Conway fyrir mánu- dag og verið örugg fyrir Alex. Hún vissi ekki hvers vegna henni var það svo mikið kapps- roál, og henni var ekki ljóst haldur að óþreyja hennar eftir að komast til Conway byggðist að miklu leyti á þeirri ósk henn- ar að komast burt frá Alex. Conway yrði að losna við Al- ex, láta flytja hann annað eins fliótt og mögulegt væri. Þangað til yrði hún að reyna að forð- ast hann. Með tilliti til Carly- ons hafði hún gleymt andúð sinni og tortryggni til hans. Hann var aðeins nauðsynlegur milliliður á leið hennar að mark- iru, ekki einu sinni jafnþýðing- armikill og vagninn og hestam- ir. Hún fálmaði eftir eldspýtun- um, gat kveikt á kerti, laumað- ist útúr húsinu og skrifaði stutt bréf til Carlyons. Herbergisþem- an gæti fært honum það strax í fyrramálið. Síðan skrifaði hún lengra bréf til frú Abuthnot, innsiglaði það og lagði til hlið- ar. Farangur hennar yrði að senda á eftir henni. Hún kveikti á öðru kerti og valdi sér ögn af fatnaði og öðrum nauðsynjum og setti niður í litla leðurtösku og vaðsekk. Carlyon yrði að reyna að lauma því út í vagninn. Allt Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó KROJN *BÚÐIRNAR CONSUL CORTINA bflaleiga magnúsai* sklpholtl 21 slmapí 2119® - ^íuuhur £juÖmundóóon HEIMASÍMI 21037 1 —-------------- Laugardagur 27. febrúar 1965 SKOTTA /-// Nokkur Ieið að ég kæmist inn í bílskúrinn minn? Úlpur — KuMajakkar og gallonblússur í úrvalh VERILUN Ó.L Traðarkotssundi — (á móti Þjóðleikhúsinu). Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Al/sherjar- atkvæðagreiðs/an heldur áfram í dag kl. 12—20, í húsakynn- um Rafmagnsveitunnar í Hafnarhúsi (vest- urenda). — Kjósa skal þrjá menn í aðal- stjórn, svo og um uppsögn samninga og að- ild að samningsréttarlögum. STJÓRNIN. Auglýsingasími Þjóðviljans er 17-500

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.