Þjóðviljinn - 27.02.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.02.1965, Blaðsíða 10
b Skipstjórar bregða á leik ''j'" ' ’O'í'/l" ' ' ' '' V Utanhússknattspyrnan er hafin, enda veSráttan þessa dagana ekki amaleg til úti- Ieikja, — og það eru nem- endur Sjómannaskólans sem ríða á vaðið. Átta lið skóla- nemenda taka sem sé þátt í bikarkeppni skólans sem ný- lega er hafin og keppa um veglegan verðlaunagrip. Fyrsti leikur keppninnar var háður á Framvellinum, sem er í næsta nágrenni Sjó- mannaskólans sem kunnugt er, þriðjudaginn og í fyrra- dag var keppninni haldið á- fram. Þá komu m.a. til leiks nemendur úr hinum fræga bekk öðrum D, en í honum eru margir af kunnustu síld- veiðiskipstjórum landsins. Myndimar voru teknar með- an á þeim Icik stóð. Á minni myndinni sést Lúkas stýrimaður, markvörður Iiðs 2-D, fá sér i nefið hinn ró- legasti úr pontu eins áhorf- cndanna. Markvörðurinn not- ar næðisstund til að spjalla við kunningja — knötturinn var víðsfjarri. — (Ljósm. Þjóðviljinn A. K.). I Stærsti bókamarkaðurinn opnaður i gær ■ Á þriðja þúsund bókatitlar eru á bókamarkaði þeim sem opnaður var í gær í Listamannaskálanum á vegum j Bóksalafélags íslands, stærsti bókamarkaður í sögu fé- I lagsins. Markaðurinn verður opinn í 10 daga, í dag er opið til kl. 4 síðdegis. Upplög margra bók- anna, sem þarna eru til sölu eru nú á þrotum. 1 því sam- bandi má geta þess að síðustu eintök 38 bóka seldust á bóka- markaðnum í fyrra. Gunnar Einarsson í Leiftri hefur löngum verið einn af for- svarsmönnum Bóksalafélags fs- lands og hann sagði m.a. í gæi, er blaðamenn litu á bókhlaðana hjá þeim Jónasi Eggertssyni og Lárusi Blöndal í Listamanna- skálanum, en tveir þeir síðast- nefndu veita bókamarkaðnum forstöðu eins og jafnan áður: — Það er orðin föst venja og nauðsynleg ad halda bókamark- að á hverju ári. Á þessum markaði koma fram síðustu ein- tök margra bóka, hér hverfa bækurnár úr umferð. Margar bókanna, sem hér eru seldar í dag munu síðar koma í ljós á ný á bókauppboðum og í forn- bókaverzlunum en þá á marg- földu því verði sem þær eru seldar á í dag. — Verðgildi peninganna rýrn- ar ár frá ári, sagði Gunnar enn- fremur. — Fyrir 4—5 árum voru nýjar bækur allt að helmingi 6- dýrari en þær sem komu út fyr- ir síðustu jól. Bók sem þótti dýr fyrir nokkrum árum er ó- dýr< í dag. i Góð<<bók er- <súlta£ iBý og þó að úr miklu sé að velja á bókamarkaðnum fyrir hver jól .er úrvalið hér í Listamanna- skálanum miklu meira. Reykjavíkurmót- ið í svigi hald- á morgun Annar fræðslu- í. Á morgun, sunnudag 28. febrúar kl. 14, heldur stjórn Frjálsíþróttasambanda fslands fræðslu- og kynningarfund, með frjálsíþróttafólki, í Sam- bandshúsinu v/Sölvhólsgötu í Reykjavík. Þetta er annar almenni fundurinn, sem stjórn sam- bandsins gengst' fyrir nú á hinu nýbyrjaða starfsári. Fyrri fundurinn var mjög vel sótt- ur en á hann mættu um fimmtíu virkir frjálsíþrótta- keppendur. Dagskrá fundar- arins á sunnudaginn verður þannig að Benedikt Jakobsson íþróttakennari mun spjalla um hagnýtt gildi þolprófa. Sýnd- ar verða tvær franskar kvik- myndir, er bera titlana — Mimoun og Fegurð erfiðisins — þá mun sýnd mynd, um spretthlaup, sem FRÍ barst sem gjöf nú nýlega. Að lok- um verða kaffiveitingar. Stjórn FRÍ vonast til að all- ir þeir, sem mættu á síðasta fundi mæti á þessum og taki þá frjálsíþróttafélaga með, sem ekki gátu komið því við að mæta þá. Reykjavíkurmótið í svigi, sem frestað var um síðustu helgi, mun að öllu forfallalausu verða haldið í Bláfjöllum á morgun, sunnudag. Nafnakall fyrir kepp- endur er í Ármannsskálanum kl. 10 árdegis. Bílferðir frá B.S.R. kl. 9 f.h. Veitingar verða í Ármanns- skálanum og væntanlega er bíl- fært að skálanum. Keppendur og starfsmenn, munið að nafnakallið fer fram kl. 10. Reykvíkingar, fjölmennið í Bláfjöllum á sunnudaginn. (Frá SKR) Félag óháðra kjósenda í Kópavogi Félagsfundur verður haldinn n.k. mánudagskvöld í Þinghól á venjulegum tíma. Páll Theodórsson eðlisfræðing- ur flytur framsögu um hitaveitu í Kópavogi. Ennfremur verða umræður um byggingarmál almenn. Kaffidrykkja. Fjölmennið stundvíslega; Fé- lagsmönnum heimilt að taka með sér gesti. Laugardagur tölublað. Strengjakvartett heldur tónleika Hingað tíl borgarinnar er kominn þýzkur strengjakvartett, Stross-kvartettinn frá Miinchen og ætlar að halda tónlcika n.k. mánudags- og þriðjudagskvöld klukkan 7 í Austurbæjarbíói. Stross-kvartettinn, en hann er nefndur eftir 1. fiðlara, hefur starfað í rúm 30 ár og er tal- inn einn kunnasti og bezti kvart- ett, sem Þjóðverjar hafa átt á seinni árum. Hann hefur haldið fjölda tónleika í ýmsum löndum álfunnar og komið fram á tón- listarhátíðum, svo sem í Edin- borg og Salzburg. Hann hefur til dæmis haldið 125 tónleika í Hamborg, 162 tónleika í Mún- chen og yfir 90 tónleika í Berlín. Kvartettinn skipa þessirmenn: 1. fiðla: prof. Wilhelm Stross, hann er einn af kunnustu fiðlu- leikurum Þýzkalands, stundaði nám hjá Bram Eldering, sama kennara og Adolf Busch og Yehudi Menuhin lærði hjá. Auk þess var Stross 2 ár í Meistara- skóla Carls Flesch. Hann hefur hlotið ýms verðlaun fyrir leik sinn, og leikið einleik með mörg- um sinfóníuhljómsveitum. Auk þess að próf. Stross einn þekkt- asti fiðlukennari í sínu föður- landi, hefur lengi kennt við Tónlistarháskólann í Múnchen. Joseph Márkl leikur aðra fiðlu, hann er einnig kunnur fiðlu- leikari. Auk þess að leika í Stross-kvartettinum er hann konsertmeistari í sinfóníuhljóm- sveitinni í Dússeldorf og kemur einnig fram sem einleikari með hljómsveitum. Gerard Ruymen viola, hann er fæddur í Antwerpen og sfcund- aði þar tónlistarnám og auk Framhald á 7. síðu. Enn mikill loðnuafli AKRANESI í gær, 26/2 — 1 dag bánust hér á land 150 tonn af fiski. Aflahæsti báturinn var Ver með 21 tonn, en næstur Svanur með 20 fconn. Loðnubátar halda áfram að moka upp aflanum og koma daglega með fullfermi að landi. Jónas Haralz fer til Venezuela Þjóðviljanum barst í gær svo- felld frétt frá forsætisráðuneyt- inu: Forstjóra Efnahagsstofnunar- innar, Jónasi H. Haralz, hefur verið veitt leyfi frá störfum um fjögurra mánaða skeið frá L marz n.k. að telja. Mun hann þennan tíma taka að sér for- mennsku sendinefndar, er fer á vegum Alþjóðabankans til Vene- zuela til að kynna sér fram- kvæmdaáætlun þarlendra stjóm- arvalda. í fjarveru Jónasar mun Torfi Ásgeirsson, hagfræðingur, veita Efnahagsstofnuninni for- stöðu. UNGUR REYKVÍKINGUR SÝNIR í BOGASALNUM í dag verður opnuð í Boga- sal Þjóðminjasafnsins sýning á 31 málverki eftir ungan Reyk- víking, Helga Guðmundsson. Þetta er fyrsta sýning hans. Hann hefur stundað nám £ Myndlistarskólanum að Freyju- götu, en vinnur nú í Lands- bankanum. Myndimar eru málaðar á ár- un.um 1963—65 og eru flestar landslagsmyndir. Hefúr lista- maðurinn sótt flestar fyrirmynd- ir sínar í nágrenni Reykjavíkurs en einnig eru þama myndir, sem bera t.d. heitin ,,Að vestan“ og „tír Borgarfirði". Myndimar eru allar til sölu. Sýningin verður opin frá kl. 2 til 10 daglega til 7. marz. Fjögurra a flugvól Flugsýnar kemur um mánaÓamétin apríl maí Kostar 4,2 miljónir króna, þar af gengur bæjarstjórn Norðfjarðar í ábyrgð fyrir 2,64 miljóna króna láni MOSKVU 26/2 indamenn skutu um gervihnetti Gervihnötturinn — Sovézkir vís- í dag á loft nýj- af Kosmos-gerð. mun fara um- hverfis jörðu á 96.8 mínútum, jarðfirð hans er 659 km. öll tæki um borð virðast starfa eðlilega, segir í tilkynningu Tass. ■ Þessa dagana er verið að ganga frá lokaþáttum kaupa Flugfélagsins Flugsýnar á fjögurra hreyfla vél af gerðinni Hero. Vélin hefur fram að þessu verið í eigu Shell olíufé- lagsins, notuð til að fljúga með forstjórana, en Flugsýn kaupir hana í gegnum flugvélasölu í London. Kaupverð vélarinnar er 35 þús. sterlingspund eða 4,2 milj. íslenzkra króna og er útborgun 13 þús. pund, 1,56 milj kr., afgangur- inn er lánaður til þriggja ára. Bæjarstjórn Norðfjarðar gengur í ábyrgð fyrir láninu, sem er um 2,6 miljónir. Þjóöviljinn átti í gær viðtal við forsvarsmenn Flugsýnar. Sögðu þeir, að endanlega væri búið að ganga frá kaupsamning- um, en sölufyrirtækið í London ætti eftir að leggja síðustu hönd ó nokkur atriði varðandi lána- stofnanir erlendis. Bjuggust Flugsýnarmenn við lokapappír- unum alveg þessa dagana. Sem fyrr getur er flugvélin af gerðinni Heron og er vel bú- in siglingar — og öryggistækj- um. í henni er rúm fyrir 15 farþega og hefur hún auk þess allmikið rúm fyrir vörur. Flug- vélin er á nefhjóli og því stöð- ug á vellinum í misvindi. Þetta er fjögurra hreyfln vé! og eru hreyflamir samtals 1000 iiestöfl. Flugþol hennar er 7 — 8 klukkusfcundir. Flugsýn hefur skipt við sama flugvélasölufyrirtækið áður, en það var í vetur, er félagið fékk tveggja hreyfla vél á þess veg- um. Fyrsta útborgun £ vélinni er 13 þúsund pund, eða 1,56 mily Sfldarvinnslan á Norðfirði lán- aði Flugsýn 1,3 milj. eða megm hlutann af útborguninni. Á forsíðu Austurlands, má!- gagns sósialista á Austurlandi er skýrt ýtarlega frá þessum flugvélakaupum Flugsýnar svo og viðskiptum Norðfirðinga við flugfélagið. Segir m.a. £ þeirri frétt að Norðfirðingum sé það fyrir löngu ljóst, að þeir verði að leysa sámgöngumál sfn sjálf- ir. Þess vegna verði ekki hjá þvf komizt að láta þeim, sem flugið annazt, f té fj/irhagslegan stuðning í formi láns og ábyrgða. Síðan segir Austurland: „Fátt er einu byggðarlagi nauðsyn- legra en góðar samgöngur. Með samstarfi bæjarins og Flugsýn- ar hefur tekizt að leysa þörfina á flugsamgöngum milli Nes- kaupstaðar og höfuðstaðarins á mjög vel viðunandi hátt. Forsvarsmenn Flugsýnar sögðu blaðinu í gær, að flugvélin kæmi hingað til lands í apríl lok eða maíbyrjun. Tónleikar Kamm- ermúsikklúbbsins Þriðju tónleikar Kammermús- ikklúbbsins á þessu starfsári verða haldnir í Melaskólanum næstkomandi þriðjudagskvöld, 2. marz kl. 9 Þá leika þau saman á pfanó og fiðlu Guðrún Kristinsdóttir og Ingvar Jónasson þessi verk: Sónötu í E-dúr eftir G.F. Hand- el, sónötu í G-dúr op. 78 eftir Johannes Brahms og sónötu nr. ? op. 94 eftir Prokoféf. K >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.