Þjóðviljinn - 04.04.1965, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 04.04.1965, Qupperneq 1
DIOMNN Sunnudagur 4. apríl 1965 —30. árgangur — 79. tölublað. >■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ SUNNU- DAGUR +1 Sunnudagur, fylgirit Þjóðviljans kemur út í dag og er fjölbreyttur að vanda og fróðlegur aflestrar. +1 Fyrst er ferðabáttur frá Þórsmörk, Heim á Þórsmörk, og skýrirfrá ferð í Þórsmörk, sem farin var hinn 13. marz sl. Þá eru sagnir Stefáns í Stykkishólmi, Óska- stund, Myndasaga Bid- strups, Frímerkja-fönd- ur- og bridgeþáttur, verðlaunagetraun o.fl. ■iri Loks er að geta grein- ar, sem þekktasti nú- lifandi rithöf. Finna, Váinö Linna, skrifaði í tilefni málaferlanna yf- ir Hannu Salama, sem dreginn var fyrir lög og dóm fyrir guðlast. En Váinö Linna ræðir ekki málaferlin ein í grein sinni heldur kemur víða við. Umferðarslys við Keflavík: Maður bíður bana og tveir slasast Um kl. 7 í gærmorgun varð umferðarslys rétt við Keflavík og beið einn maður bana og tveir slösuðust, annar alvarlega. Slys þetta varð er Austin- Gypsi jeppi í eigu flugmála- stjórnarinnar og Consul Cortina fólksbíll í eigu starfsmanns flug- málastjórnarinnar rákust harka- Hefur þú flýtt klukkunni þinni? Mundirðu eftir að flýta 4-1 klukkunni þinni í nótt? Ef •iri svo er ekki, þá skaltu strax +; flýta henni um einn klukku- tíma, því að nú er kominn ir, sumartími á íslandi og gekk + hann í gildi sl. nótt. ÍSLENZKAR HÚSMÆÐUR. KAUPIÐ EKKI VÖRUR FRÁ SUÐUR-AFRÍKU! KAUPID EKKI OUTSPAN GOLDEN JUBILEE GRAPE FRUIT ■ Síðastliðinn þriðjudag var haldinn fundur í Menningar- og friðarsamtökum kvenna. Var hann m'jög fjölsóttur og gengu 30 konur í félagið. Rögnvaldur Hannesson stud. jur. flutti skeleggt erindi um kynþáttavaldamálið. Að er- indinu loknu spunnust all- fjörugar umræður um þessi mál, og kom fram tillaga um að samtökin athuguðu mögu- leika á að styrk'ja blökku- mann til náms hér á landi. Var tillagan sambvkkt og kosin nefnd til að fjalla um málið. Einnig samþykkti fundurinn að senda Alþýðu- sambandinu og verkamanna- félaginu Dagsbrún eftirfar- andi orðsendingu: Fundur í Mcnningar- og frið- arsamtökum íslenzkra kvenna, haldinn 30. marz 1965 styður af alhug mannréttindaviku Æskulýðssambands íslands og fagnar því frumkvæði sem ÆSÍ sýnir með því að gangast fyrir henni. í því sambandi vill fundurinn beina því til allra húsmæðra að þegar þær kaupa vörur frá Suður-Afríku, þá eru þær að leggja yfirvöldum þar lið við að kúga blökkumennina, ekkert vopn nema viðskiptabann getur neytt Verwoerdstjórnina til að láta af dfsóknum sínum gegn hinum svörtu frumbyggjum landsins. Þetta hafa frændþjóð- ir okkar á hinum Norðurlönd- unum skilið og verkalýður þar hefur neitað að skipa upp vör- um frá Suður-Afríku. Fundur- inn beinir þeim eindregnu til- mælum til íslenzkra húsmæðra, að kaupa ekki vörur frá Suður- Afríku. lega saman. Lenti jeppinn á hlið fólksbílsins með þeim af- leiðingum að ökumaður fólks- bílsins beið bana en farþegi er með honum var í bílnum slasað- ist mjög alvarlega. Ökumaður jeppans meiddist einnig nokkuð en ekki hættulega. Vegna aðstandenda verða nafn hins látna og hinna slös- uðu ekki birt að sinni. Höfn—Dubrovnik Hin síðustu ár hefur leið æ fleiri ferðamanna frá Norður- löndum legið vor, sumar og haust til Júgóslavíu. M.a. af þeim sökum hefur skandinavíska flugfélagið SAS ákveðið að hefja reglubundnar áætlunarferðir milli Kaupmannahafnar og Dubrovnik í Júgóslavíu. Var vígsluferðin á þessari nýju áætlunarferð SAS farin í fyrrad. 2. apríl, og þá með í förinni allstór hópur norrænna blaða- manna, b.á.m. tveir íslenzkir: Árni Bergmann blaðamaður Þjóðviljans og Gylfi Gröndal ritstjóri Alþýðublaðsins. Mun Árni segja lesendum Þjóðvilj- ans- frá ferðinni þegar þeir fé- lagar koma heim aftur að viku liðinni. Verðlaunagetraun fyrir áskrifendur Þjóðviljans: TOLF RETTIR-OG MAMAIA-DVÖL í þessum mánuði efnir Þjóðvil'jinn í samráði við Ferðaskrifstofuna Landsýn til verðlaunagetraunar fyr- ir áskrifendur blaðsins. Birtar verða næstu vikumar 12 spurningar, ein spuming í hvert skipti, og fjalla 8 spurninganna um Rúmeníu og rúm- ensk efni en 4 um Þjóðviljann. Verðlaunin eru mjögf glæsileg: Ferð um Kaupmannahöfn til hins mikla og vinsæla ferða- mannastaðar MAMIA við Svartahaf, hálfsmánaðar uppi- hald þar á 1. flokks gistihúsi og heimferð að lokinni ógleyman- legri dvöl í Rúmeníu. Nánari grein verður gerð fyrir til- högun verðlaunagetraunarinnar eftir helgina, en þátttaka í henni er ein- göngu bundin við skuldlausa áskrif- endur Þjóðviljans. Nýir áskrifendur geta einnig keppt um Rúmeníuferð- ina, ef þeir greiða fyrirfram tveggja mánaða áskriftargjald blaðsins. Fylgizt með frá byrjun! Takið þátt í getrauninni! Það eru einstæð verðlaun f boði: Rúmenínferð og hálfs- mánaðardvöl þar! Þeir sem ekki eru fastir áskrif- \ endur ættu að hafa samband sem fyrst við afgreiðslu Þjóð- viljans, Skólavörðustíg 19, sími 17.500. IHALDIÐ SEM FYRR SiNNULAUST UM VELFERÐARMÁL ALDRADRA ■ Fyrr á árum bar vandamál aldraðs fólks oft á góma í borgarstjórn Reykjavíkur, er fulltrúar Alþýðubandalagsins fluttu hvað eftir annað tillögur um úrbætur í þessum efnum fyrir daufum eyrum íhaldsfulltrúanna. Að því rak þó, að íhaldið gat ekki lengur staðið gegn samþykkt ályktunar um velferðarmál gamalmenna, en á þeim árum sem liðin eru síðan hefur lítið verið gert til að framkvæma sam- þykktina. Hefur þetta sinnuleysi og athafnaleysi verið gagn- rýnt harðlega í borgarstjórn, nú síðast á borgarstjómar- fundinum sl. fimmtudag. Þá kom til umræðu m.a. svo- hljóðandi tillaga frá Alfreð Bandaríkjamenn ráðgera að stórauka herínn í Víetnam WASHINGTON 3/4 — Max- well Taylor, sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, hélt þangað í dag frá Washington þar sem hann hefur dvalizt síðustu viku Haft er eftir bandarískum embættismönn- um að hann hafi fengið því framgenat að fjölgað verði stórum í bandaríska hernum í Suður-Vietnam, en frétta- ritarar telia ólikletjt að John- son forseti hafi fallizt á ráða- gerð hans um síauknar loft- árásir á Norður-Vietnam. Taylor er sagður hafa lagt til að loftárásimar yrðu stöðugt magnaðar og færðar nær kín- versku landamærunum, en þá yrði varla hjá því komizt að af hlytust vopnaviðskipti Kínverja og Bandaríkjamanna. Johnson forseti er sagður hafa hafnað þessum tillögum Taylors. En Taylor hefur verið friðaður með því, að sögn AFP-frétta- stofunnar, að á næstu mánuðum muni verða send mörg þúsund manna til viðbótar her Banda- ríkjanna i Suður-Víetnam. Það verður þó ekki um að ræða að sendar verði heilar herdeildir sem tekið gætu sjálfstæðan þátt í vopnaviðskiptunum, heldur myndi liðsaukinn fyrst og fremst vera einingar sérmenntaðra her- manna í fjarskiptum og verk- fræðistörfum, auk herlögreglu til að gæta bandarisku herstöðv- Þá mun Johnson forseti hafa lofað Taylor auknum fjárveiting- um til að borga mála hermanna í Saigonhemum svo að fjölga megi í honum um allt að 160.000. Gíslasyni, borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, um aukna að- stoð við gamalmenni: „Að gefnu tilefni upplýsinga, sem veittar voru á borgarstjóm- arfundi hinn 4. marz sl. vegna fyrirspuma um velferðarmál gamalmenna vill borgarstjórnin láta í Ijós óánægju með, hve lítið þeim málum hefur þokað áfram þau tvö ár, sem liðin eru síðan samþykkt um þau var gerð. Sérstaklega telur þorgar- stjórnin miður farið, að engar íbúðir ætlaðar gömlu fólki skuli enn hafa verið fullgerðar, að nein fyrirgreiðsla um útveg- un hæfilegra starfa þvítilhanda skuli enn ekki veitt, og að stjórn Heilsuverndarstöðvar skuli hafa látið undir höfuð Ieggjast að skila tillögum um heilsugæzlu aldraðs fólks. Með tilliti til þess, að hér er um stórt og vaxandi félagslegt vandamál að ræða er brýn þörf á einbeittu starfi að lausn þess, og fyrir forgöngu um það starf. Því leggur borgarstjórnin á- herzlu á, 1) að stofnsett verði hið fyrsta í Heilsuverndarstöð Reykja- víkur ný deild, er annist heilsuvemd gamals fólks., 2) að skrifstofa félags- og fram- færslumála hefjist þegar handa um vinnumiðlun aldr- aðs fólks, 3) að heimilishjálp skrifstof- unnar verði markvisst aukin, 4) að byggingu íbúða handa gamalmennum verði sem mest hraðað og þeirrar stefnu gætt, að safna ekki gamal- mennum saman í stofnunum eða stórum sambýlishúsum, og 5) að velferðarnefnd gamal- menna skipuleggi starfsemi til kynningar því, sem gert er af opinberri hálfu gömlu fólki til hagsbóta.“ Auðvitað snerist íhaldið gegn þessari tillögu’ Alfreðs, það er löngum samt við sig. Þórir K. Viðtal við Jónas Árnason síða 0 Erlend tíðindi eftir MTÓ síða Q Grein Thors Vilhjálmssonar síða 0 Þórðarson var látinn mæla gegn tillögunni úr hópi íhaldsfulltrú- anna og flytja frávísunartillögu, sem m.a. var rökstudd með því að velferðarnefnd aldraðra hefði lokið störfum 22. fyrra mánað- ar og greinargerð nefndarinnar og tillögur væru nú í hreinrit- un og því bráðlega væntanleg- ar. Annar íhaldsfulltrúi, Heim- dellingurinn Birgir ísleifur, tók einnig til máls og hélt því fram, að Alfreð Gíslason hefði soðið tillögu sína upp úr greinargerð Framhald á 9. síðu. Erindi Lúðvíks á þriðju- dagskvöld Það er n.k. þriðjudags- kvöld að nýi erindaflokk- urinn um íslenzk þjóðfé- lagsmál hefst í Tjarnar- götu 20, á vegum fræðslu- nefndar Sósíalistaflokksins. Fyrsta erindið flytur Lúðvik Jósepsson, formað- ur þingflokks Alþýðu- bandalagsins, og fjallar það um stefnu ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum, „viðreisnarstefnuna" svo- nefndu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.