Þjóðviljinn - 04.04.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.04.1965, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. apríl 1965 Ég er þó hrifnari af óperum en Þórbergur . . ÞIÓÐVILIINN Þeir koma heim og segja: Þetta var nú meiri djöfuls vit- leysan . . Þá var listræra heild tekin og skorin eins og kjötlæri . . Á þessum tíma sálarrannsókna og efnahagslegra framfara . . Hann kom þó ýmsu góðu til leiðar með leikritum sínum . . Spjallað við Jónas Ámason um íslenzkan humor og íslenzka sýndarmennsku farsa og eilífa tilveru bók- mennta — Brendan Behan og írska gamansemi — Járn- hausinn og þýðingarmiklar spurningar dags- ins - MacAnna og tíðindi af írlandi JÁRNHAUSINN OG EILÍFÐIN Húmor og vitleysa Innari skamms verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt leik- rit eftir þá Jónas og Jón Múla Ámasyni- 1 þessu tilefni, og. reyndar ýmsum öðrum líka, er Jónas klófestur sem hann geng- ur friðsamlega út af æfingu og spurður tíðinda. — Ert þú alltaf jafnmikill andstæðingur lista og bók- mennta Jónas? spyrjum við fyrst af öllu. — Ég er þó að minnsta kosti hrifnari af óperum en Þórberg- ur. Hitt er svo annað mál, að ergileg er sú sýndarmennska sem hér veður upp_i, bæði með listamönnum og þó enn meir kannski hjá svonefndum njót- endum lista. Við erum orðnir einna snobbaðastir á menning- arsviðinu, ekki síður en gagn- vart peningum. Ágætustu manneskjur eru allt í einu farnar að tala spekingslega um hluti sem maður veit þær hafa ekki hundsvit á, og ágætustu listamenn fara skyndilega að bauka við að vera eitthvað ann- að en þeir eru sjálfir. Sagði ekki Bemard eamli Shaw að þegar spurt. væri um stíl spyrðu menn um einlægni? Það er líka þessurn málum tengt, að rhenn fást ekki til að bera tilhlýðilega virðingu fyr- ir húmor. Nú eru einhverjir húmorlausir menn stundum að halda því fram að Islendinga skorti húmor. Þetta er vitleysa. íslendingar eru miklir húmor- istar og skemmtilegir menn. Aldrei hef ég verið á bát eða í vinnuflokki þar sem einhver gat ekki tekið það að sér að halda uppi skemmtilegheitum. Svo maður minnfst nú ekki á eftirhermugáfu Islendinga sem er stórkostleg. En þó að menn svo skemmti sér vel, þá vilja þeir ekki viðurkenna það sjálf- ir. Þegar menn hafa hlegið sig máttlausa ,að snjöllu gamni. flýta þeir að hreinsa sig af öllu saman um leið og þeir koma út og segja: Þetta var nú meiri djöfuls vitleysan. Hér halda menn t.d. gjarna að farsi sé eitthvað sem í sjálfu sér sé þriðja flokks. Ég skil þetta ekki. Samdi Moliére ekki farsa? Hvað er „Eftirlits- maður” Gogols annað en farsi? ■ Eða - þá „Androkles og Jjónið” eftir Shaw gamla — upphaf- ið að minnsta kosti, þar sem Androkles og ljónið dansa vals út af sviðinu og eiginkonan formælir léttúð mannsins að stinga svona af með fyrsta ljóninu sem hann hittir. Eða þá Aristófanes, sem skrifaði reyndar revíur um ýmisleg þýðingarmikil dægurmál — hann gerði Sókrates og fleira gott fólk í Aþenu að persónum leikrita sinna. En þessar 2300 ára gömlu revíur eru menn að leika enn í dag. — Mundir þú kalla Deleríum búbónis revíu? — Nei, það er ekki revía heldur farsi með söngvum sem skírskota til hluta sem eru að gerast. Eilífðarmálin — Hluta sem eru að gerast segirðu; en hvað þá um eilífð- ina blessaða? — Jújú, ekki vantar áhyggj- ur hennar vegna. Ég man það var fundið að því, að Halldór Laxness væri alltaf að skjóta „revíuatriðum” inn í skáldsög- ur sínar: Rakarafrumvarpinu í Brekkukotsannál, andafundin- um i Heimsljós. Maður heyrir orð falla i þá veru, að ef þú ert aktúel, fæst við vanda dagsins, þá sértu þar með að dæma þig úr leik, verðir ekki langlífur sem höfundur. Bem- ard Shaw var gagnrýndur fyr- ir þetta og þuldar yfir honum bölsýnar spár. Hitt er svo ekk- ert vafamál, að hann kom í raun og veru ýmsu góðu til leiðar með leikritum sínum. Hann hefur haft sína þýðingu — þótt svo færi að hann gleymdist einhvemtímann sjálf- um. Og er það ekki betri gleymska en sú, sem þeir hljóta, er engu komu til leiðar og einblíndu aðeins á þau eilífu vandamál sálarinnar? Ýmsir sómamenn á bók- menntasviðinu eru mjög þving- aðir af þessum eilífðarmálum. Það sem stendur þeim næst vill hverfa fyrir áhyggjum af þeim ummælum sem kynnu að verða höfð um þá eftir 200 ár eða 300. En margt það bezta sem til hefur orðið á tvö til þrjú þúsund ámm er skrifað af mönnum sem ekki höfðu nein- ar áhyggjur af þessum hlutum. Og þetta sem nú var nefnt er að mínum dómi eitt af þvi sem verður til þess að sam- bandið milli þeirra sem búa eitthvað til og fólksins er ekki það sem áður var. Behan og list- ræn heild Ég var að lesa stórkostlegt leikrit eftir Brendan Behan, The Quare Fellow. Þetta verk er fullt af glannalegum húmor, sem Irum er tamur. Það gerist í fangelsi síðasta sólarhringinn áður en hinn dauðadæmdi skal aflífaður. Hann sést ekki sjólf- ur, en erindi höfundarins um skelfingar dauðarefsingar kemst fullkomlega til skila. Má vera að leikritið missi að ein- hverju gildi sitt, þegar dauða- refsingin hefur verið afnumin allsstaðar. En það sjálft hefur þá máske gert sitt til að hún var afnumin, og þeim er þá ekki sama sem af þessum sök- um fá lífi að halda. Og vel á minnzt: þetta leikrit er miklu betra en Gísl. Ég hafði gaman að því, er djúpt hugsandi fólk sagði Gísl vera „listræna heild”. Þetta var skemmtilegt leikrit og samið af hugkvæmni. En þessi „listræna heild” var þýdd upp úr tveim gerðum verksins, og þegar til kom reyndist það næstum hálf- tíma of langt. Þá var gengið á „heildina” einsog menn ganga með hníf í kjötlæri og þessi hálftími skorinn af. Og þá var aðeins spurt að því, hvað fljót- legast væri að skera. Og end- irinn var ákveðinn með handa- uppréttingu á sviðinu. Maður var skotinn í lok leiksins og þar með var áhorfendum bjarg- að undan þeim voða að halda að þeir hefðu verið að horfa á farsa. Gísl gat ekki verið nein vitleysa úr þvi svona fór. Enda er leikstjórinn, Thomas MacAnna, hressilegur maður og tekur sjálfan sig ekki alltof há- tíðlega. Leikstjóri og leikarar björguðu miklu á þeirri sýn- ingu. Og það er gaman að fylgjast með því á æfingum í Þjóðleikhúsinu núna hvernig ó- merkilegar setningar geta orð- ið merkilegar í munni góðs leikara. Járnhausinn — Nú eruð þið bræður skrif- aðir fyrir þessu nýja leikriti, Járnhausnum, báðir. Hvemig fóruð þið að þvi? — Leikritið sjálft sömdum við saman að textanum, en stundum hver í sínu homi, sem varð þá oft til þess, að höfundamir voru uppteknir við að strika út hver hjá öðrum, sem er aðeins til bóta — því fleiri útstrikanir þeim mun betra. Jón Múli semur svo lög- in. Ég hef svo samið texta við það sem Jón kemur með, en ekki öfugt. Og það getur verið fjandi erfitt, ég þarf að finna nýja bragarhætti og reyni þar að auki að halda þjóðlegri stuðlasetningu, sem er ekki auðvelt við alþjóðlegt hljóm- fallið í lögum Jóns Múla Áma- sonar. — Hvaða einkunn gæfir þú Járnhausnum? — Við getum kallað þetta satíru. Þar eru margar persón- ur hressilegar eins og marg- ir íslendingar eru, þótt leikrit- ið geti sjálfsagt ekki komið til skila öllum skemmtilegheitum sem þær búa yfir. Máske tekst okkur að koma að nokkru til skila þeirri ánægju sem sam- vistir við skemmtilega menn hafa veitt okkur á lífsleiðinni. En þótt maður vilji segja frá slíkum hlutum verður árangur- inn aldrei nema svipur hjá sjón. Við höfum unnið þetta eins og okkur var eðlilegast án þess að gera kröfu til að vera tekn- ir alltof hátíðlega. Og ef það heppnast þá verður það ekki sízt leikurunum, söngvurunum og dönsurunum að þakka. Og Baldvin Halldórssyni Ieikstjóra sem hefur lagt í starf sitt líf og sál. Guðlaugur Rósinkranz og aðrir forráðamenn leikhúss- ins hafa og ekkert til sparað að vel mætti takast, til dæmis fengið Svend Age Larsen til að stjóma dönsum og hreyf- ingum í hópsenum. Og þá má ekki gleyma Gunnari Bjama- syni, sem hefur séð um sviðs- myndina af mikilli hugkvæmni, og Magnúsi Ingimarssyni sem hefur útsett músikkina og stjómar öllum söng af mikilli snilld. Svör yfir landa- mærin — Þú kemst nú ekki hjá því að gefa fleiri upplýsingar um leikritið sjálft. — Við verðum ekki lofaðir fyrir eða sakaðir- um djúpar heimspekilegar vangaveltur. En við meinum sitthvað með þessu og vonum að það skiljist. Þvi verður ekki haldið fram, að við höfum skrifað þetta aðeins okkur til gamans. Járnhausin» fjallar um hluti sem skipta máli í dag. Það er leitað álits yfir ákveðin landamæri til að fá svör við ýmsum spumingum sem uppi eru í íslenzku mann- lífi, eins og iðulega er gert á þessum tímum sálarrannsókna, skyggnilýsinga og tæknilegra og efnahagslega framfara. Og eins og við Islendingar ættum að þekkja, þá hljóta svörin að vera þeim mun merkilegri og meira á þeim að byggja sem þau eru lengra að sótt, lengra að komin. — Hvaða reynsla reyndist þér bezt þegar unnið var að Jámhausnum? — Ég hef líklega lært tölu- vert af því að fylgjast með æf- ingum í Gísl á sínum tíma. Annars er líklega heldur gert of mikið úr því að höfundar þurfi að þekkja ákaflega vel „möguleika sviðsins”. Því ef menn hafa fyrir sér tóman kexkassa þá ættu þeir að geta áttað sig nokkuð á hlutföllun- um. Hitt er svo annað mál, að þegar maður kemur í leikhúsið og sér leikstjóra og ballett- meistara að verki, þá lifnar ýmislegt, sem ekki bærði á sér í þeim kassa sem við höfðum í huga þegar við sömdum leikrit- ið. Við skulum og ætla að reynsla Jóns Múla frá leiklist- ardeild útvarpsins hafi komið að góðum notum. Keltneskar ánægjustundir — Hvenær var lokið við leik- ritið? — Það var að mestu frágeng- ið í haust. Jón Múli hafði sum- arið 1963 verið á Norðfirði í síldarsöltun að kynna sér möguleika sviðsins gætum við sagt (leikurinn gerist á sildar- plani). En ég skal taka það fram, að persónumar eru hugarfóstur höfundanna, eiga sér ekki nákvæmar hliðstæður f mannlífinu. Til dæmis mega Norðfirðingar ekki gera sér vonir um að þeir geti hér séð sjálfa sig eða nágrannana á sviði, þótt í því plássi séu hins- vegar margir ágætir menn sem sannarlega hefðu getað lffgað upp svið Þjóðleikhússins væru þeir þangað komnir í sínum rétta ham. Og það er líka mik- ill kostur að Baldvin Halldórs- son er þaulvanur söltunar- störfum frá Raufarhöfn. Það verður allavega ekki sagt að höfundamir láti sig möguleika sviðsins engu skipta. En f vetur hef ég unnið að öðru verki, bæði hérlendis og erlendis, og nú er ég á fömm til Englands aftur og vonast til að geta lokið þvi þar. Ég hef líka þýtt írskt leikrit, „Playboy of the Westem World” eftir Synge, sem er eitt af þeirra stærstu nöfnum. Það er fullt með glannalegan húmor írskan og í það ofin írsk þjóð- lög, formið er því svipað og f SlÐA 3 . . að tala spekingslega um hlutina. texti: árni bergmann myndir: ari kárason Gísl. En ég skal játa að írsk þjóðlög eru eitt það skemmti- legasta sem ég heyri, keltnesk þjóðlög og keltneskur húmor skírskotar sérstaklega til mín, enda erum við Keltar eins og allir vita. Og Iranum Bemard Shaw á ég að þakka einhverj- ar mestu ánægjustundir mínar yfir bókum. Þetta leikrit Synges verður sýnt í Þjóðleik- húsinu, og MacAnna mun stjórna því. — Þú komst við á Irlandi f fyrri ferðinni? — Já, við hjónin komúoi snöggvast til írlahds og vorum gestir MacAnna. Svo vel vildi til að þá var í Dublin leikhús- vika, og við vorum í Ieikhús- um á hverju kvöldi. Ég las í London Sunday Times dóma um þessa leikhúsviku, og sér- staklega var borið lof á það leikrit sem MacAnna stjómaði; það var á írsku. Hann hefur þegar fengið tilboð um að setja það á svið i Róm og víðar. Síðan MacAnna var hér hefur hann m.a. gist ekkju Brechts, Helenu Weigel í Berliner En- semble ■— þar sá hann um leik- tjöld f einu verka Seans O’Cas- eys. Hann rómaði mjög dvölina eystra og taldi sig hafa þaðan mikinn læi-dóm, þótt hann hafi sótt sinn þroska til sjáfs Abbeyleikhússins. Hér á Islandi kunni hann vel við sig og hef- ur áhuga á því að koma hingað aftur. Á næsta ári er hálfrar aldar afmæli Páskauppreisnarinnar, og MacAnna hefur fengið það verkefni frá stjómarvöldum að hafa umsjón með miklum há- tíðahöldum í því tilefni. Hann fær öll leikhús og alla leikara Dyflinnar til umráða og svo gjörvallan herinn líka — þetta er nú eitthvað fyrir minn mann sem kann allra manna bezt tök á fjöldasenum. Llfi írskan — Hvað er annars helzt af Irum að frétta? — Daginn sem við komum varð mikill uppsteytur vegna atburða í Belfast á Norður-Ir- landi, en þar hafði írski fáninn verið rifinn niður af byggingu Unionista sem vilja sameiningu Norður-frlands og írska lýðveld- isins. Það var mikið um mars- éringar um bqrgina á kvöld- in og hér og þar stóðu menn uppi á bílum og héldu ræður: við urðum því ekki fyrir von- brigðum með írskan skanhitaí Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.