Þjóðviljinn - 04.04.1965, Page 7

Þjóðviljinn - 04.04.1965, Page 7
r Sunnudagur 4. apríl 1965 HÖDVUJINN SIBA 1 THOR VILHJÁLMSSON: BRENNA Á BLÓMATORGINU Skammt frá ghetto Rómar, hinu gamla sérkennilega gyð- ingahverfi, er markaðstorgið Campo di fiori. Þar hanga blóðugir hérar á eyrunum, kálfshausar horfa ásakandi úr píslarvætti sínu á sælkerana, baðaðir miklum ilmi hins fjöl- breytilegasta grænmetis; ávext- irnir gleðja daginn með litum sínum. Fyrir endanum á torg- inu er skeldýrasalinn með handkerru með margar teg- undir af skeljamat. Alveg ferskt upp úr sjónum, segir hann og biður menn um að bragða. Og það bregst ekki að þeir sem ginnast til að bragða þeir fara að verzla og borða þarna úti, bragða á nýj- um tegundum. Kúfiskur, kuðungar, ígulker og kross- fiskar, mikið hefur ver- ið fussað við svona mat á Islandi og kom þó varla til álita hérna í fyrri tíð þó allir væru að drepast úr sulti: þessi dýrlegi matur á öllum fjörum Sérn engum datt í hug að snerta, og átu frekar úldna loðnu með öllu gumsinu í stöppu. En það mega Islend- ingar eiga að þeir hafa étið söl. En sá glaumur af argi og gargi í kellingunum sem eru að selja vöru sína og hver að reyna að yfirgnæfa þá næstu, og snaggaralegir menn vingsa höndunum í mælsku- flóðinu um yfirburði vörunnar einsog hinir frábæru ginn- ingameistarar fjölleikahússins að tala til mannfjöldans og bjóða að sjá línudansara og hesta sem ganga aftur á bak á framfótunum og skeggjuðu konuna með bláu brjóstin. Lódimmar yfir efrivörinni skotra svartklæddar sölukonur augum í miðju verzlunarþras- inu til hinna dýrmætu grönnu dætra sinna sem láta dagblöð utan um vöruna og telja aur- ana með lítinn hring á einum fingri sem er svo grannur að það er mesta furða að hann hverfi ekki um leið og bernsk- an sem hann hefur fylgt. Og upp úr allri þessari verzl- un torgsins gnæfir Giordano Bruno munkur, hann var brenndur é báli. Það var 17. febrúar árið 1600 á þessu torgi Campo di fiori. Núna stendur þama hágnæf stvtta hans reist í trássi við kirkjuna sem hund- elti hann land úr landi fyrir villutrú. hélt honum fanga í Róm sjö síðustu árin sem hann lif-ði og brenndi hann. Bruno stundaði ungur nám i Napóií og gekk í klaustur þar, varð dóminíkani sem mundi þýða drottínshundur en fór að gera spekálur sem voru ekki að skapi hans yfirboðara; hann gerðist svo djarfur að boða hið kristna frelsi. Hann var alltaf að flýja undan kirkjunni. 1 Sviss lifði hann á prófarka- lestri og fór að hallast að kal- vinisma en var fangelsaður fyrir flugrit gegn kalvínskum kenniföður. slapp síðan *'l Frakklands og varð kennari í heimspeki og komst undir vernd Frakkakonungs. Þar skrifaði hann leikrit: Kcrtastjakinn ár- ið 1582. Þetta leikrit hefur enzt vel, þeir voru einmitt að leika það í Róm þessa dagana. Svo skýtur honum upp í Englandi og vaktí þar æsingar í miklum rökræðum sem fóru fram í öxnafurðu og með fyrirlestrum sínum. Hann skrifaði á þess- um árum hin merkustu rlt. Sum fjölluðu um minnistækní, önnur voru gagnrýni á samfé- lagið, einkum hið enska. En langmerkust eru rit þau sem hann samdi um vísindaleg efni þar sem hann reis upp gegn þeim steinrunnu fræðum sem kirkjan byggði á Aristóteies’ um að hann hafði gert lítið úr Aristotelesi í frægum fyrir- lestri. Hann flæktist víða, með- al annars til Tékkóslóvakíu og Þýzkalands. Sumsstaðar var hann á bannskrá mótmælenda, eink- um hjá kalvínistum. Það var eitthvað annað en kalvínistarnir sýndu andstæð- ingum sínum kristilegan bróð- urkærleika, það var spaug- laust að lenda í þeirra greip- um. Það sýndi meðferðin á mönnum eins og Castellio sem hafði hrifizt af kalvínskenn- ingum en blöskraði ófrelsið i Genf þar sem Kalvin var ein- valdur. Hann gat ekki orða bundizt og kallaði yfir sig reiði *■ Hvað er hann að hugsa? gamla sem Bruno hrakti á- kaft. Hann hélt fram kenning- um Kópemíkusar. Að þess tíma sið samdi hann Ííkt og Erasmus bækur þar sem fara fram samtöl, þá vissi annar lifandi ósköp og hinn því færra. Svona sam- ræðum kynntust Islendingar á öldinni ieið þegar hugsjóna- menn risu og vildu mennta sitt fólk og vekja einsog Baldvin Einarson með tímariti sínu Ár- mann á Alþingi. Bruno hugsaði sér að ó- endanlegur fjöldi veralda myndaði ómæli alheimsins. Enn fór hann til Parísar, þurfti að flýja þaðan og fór þá til Wittenberg þar sem Lúther hafði forðum fengið griðland til að boða kenningar sínar. Þá vildi bara svo illa til að kalvinistar sem höfðu haft horn í siðu hans alllengi náðu yfirtökunum í þessum háskóla- bæ og mótmælendamiðstöð og Bruno varð ekki vært þar. Ekki gat hann snúið aftur til Parísar vegna þess að þar hafði verið illa tekið upp fyrir hon- hins heiftrækna mótmælenda- páfa, var hundeltur og ógnað með dauða og píslum. Es Cast- ellio lét ekki bugast, hann barð- ist fyrir hugsanafrelsi, og sagði að hver maður væri skyidugur að hlýða sinni sam- vizku, hvað sem það kostaði. Andi mannsins yrði að vera frjáls. Hann barðist á móti vélrænni forheimskun hugsun- arinnar þegar hún er rígbund- in af hinum dyggðugu þulum, frómum formúlum sem byrja með góðri meiningu en menn- irnir sljóvgast smámsaman í gagnrýnilausri hollustu við kennisetninguna sem verður dauður bókstafur og loks hættulegir fjötrar þegar hugs- unin vakir ekki og endurskoð- ar látlaust kenninguna og reynir að halda tengslum henn- ar við lifandi líf svo hún geti þjónað því, en ekki öfugt. Hin djöfullega kcnning um frelsi samvizkunnar hét eitt hinna hatörsfullu kærleiksrita sem einn af nánustu samstarfs- mönnum Kalvins skrifaði gegn Castellio; en áður en guðs eig- ið fólk sem kalvínistar köll- uðu sig næði að brenna Cast- ellio á kristilegu báli gerði hann þeim þann grikk að deyja. Annsir píslarvottur kalvin- ísmans var hinn mikli braut- ryðjandi anatómíunnar Miguel Servet. Tvítugur gaf hann út bókina: Um villur þrenningar- kenningarinnar, og var þá staddur í FrakklandL — ein greulich bös Buch, sagði Lúth- er: skelfilega vond bók. Það ■var mjög snjallt rit með miklu hugmyndaflugi og mælsku. ka- þólskir og mótmælendur keppt- ust að reyna að lokka Ser- vet til sín svo þeir gætu dund- að við að murka úr honum lífið guðs kristni til dýrðar og framgangs. Fyrir tilstuðlan Kalvins féll hann í hendur rannsóknairréttarins I Frakk- landi en slapp úr fangelsinu. Síðar náði Kalvín honum í Genf og lét brenna hanm Kal- vin hélt því fram síðar að hann hefði ætlað að auðsýna Servet mildi með því að íá hann hálshöggvinn héldur en brenndan: Ég veit að þú gleðst með þeim sem gleðjast, og þjái&t með þeim sem þjást, sagði prestur einn í bréfi til hans. Þetta var nú andinn þá. Þá má telja að Bruno haíi sloppið vel frá kalvinistum, hafandi ráðist á kenningar for- sprakkanna. Hann fór öllu verr út úr skiptum sínum við þá ka- þólsku. Hann þáði boð aðals- manns í Feneyjum að koma þangað. Mocenigo hét sá. Til Feneyja hafði armur rannsókn- arréttarins löngum ekki náð, og það reyndi Galileo líka síðar. Feneyingar voru óhrædd- ir á blómatímum sínum að bjóða sjálfum páfanum byrg- in, þeir réðu sínum kardinál- um sjálfir, og auður þeirra og veldi var slíkt að Vatíkanið varð að láta sér það lynda. Mocenigo sveik Bruno í hend- ur rannsóknarréttarins. Hann var geymdur i fangelsi í sjö ár og síðan brenndur á Campo di fiori fyrir villutrú. Hver á að gera mig fleyg- an og hlýja mínu hjarta, hver að láta mig óttast hvorki breyt- ingar né bana, hver að brjóta helsið og hliðin þessi, þaðan sem fáir sleppa og fara áfram leiðar sinnar? Aldir, ár, mán- uðir, dagar og stundirnar, dæt- ur og vopn tímans, og það safn þar sem hvorki jám né dem- antur er varanlegt, það hefur gert mig óhultan fyrir ofsa hans. Á þá leið yrkir Bruno og heldur áfram: Qnindi l’ali sícarc a I’aria porgo, ne temo intoppo di cristallo o vetro; ma fendo i cieli e a l’infinito m’ergo ... Og þá teygi ég vængi mína upp f loftið, og óttast hvorki kristalsþak né glers; en risti sundur hímnana og rís upp í Giordano Bruno óendanleikann. Og -iþegar ég færi mig af mínum hnetti til annarra, og fer hærra upp i himinvíddirnar, þá hverfur mér að baki það sem aðrir sjá í fjarskanum. Bruno var ekki aðeins heim- spekingur, hann var líka frægt ljóðskáld, og boðaði oft heim- speki sína í sonnettum sem fjalla um geimferðir sálarinn- ar og þrá eftir óendanleikan- um. Hann taldi að heimurinn væri einn og óendanlegur. Og hann væri af lifandi efni og sál heimsins væri guð. Þess vegna væri efnið líka af guð- legum uppruna, allt efni, og í öllu þessu væri maðurinn þátt- takandi; og ef hann næði að skynja byggingu heimsins hið innra myndi honum opnast ó- endanleg fegurð i fullkomnun og samhljómi alls, böl og skuggar væru ekki framar heldur allt forklárað í hinni miklu harmóniu. Þetta var hin argasta villutrú að kaþólsku mati þess tíma. Hvernig heföi guð getað skapað heiminn væri hann óendanlegur, og ef heim- urinn var óendanlegur þá hlaut guð að vera hluti af honum. Þá var búið að hafa slæm hausavíxl á hlutunum: að takmarka guð sem átti s.ð vera óendanlegur en gera heiminn óendanlegan sem átti að vera takmarkað sköpunar- verk. Sumir þéfar endurreisn- artímans höfðu gaman af kenningum vísindamanna sem skemmtilegum leik hugsunar- innar meðan þær voru ekki boðaðar sem sannleikur, væru fantasie particolari. Sumir þeirra eins og Sixtus fimmti og Úrban áttundi voru mjög hlynntir húmanistum og leyfðu þeim mikið frelsi þangað til þeir voru fam.ir að kveikja í hugunum of mjög og vekja spurningar sem snertu við sjálfum hymingarsteinum kirkj- unnar. Þá sýndi rannsóknar- rétturinn hramminn og fyrir þeirri ægilegu stofnun skalf allt og titraði. En Bruno var óhræddur og brann á blóma- torginu fyrir sannfæringu sína. Ég þekki stíl hins heilaga emb- ættis, sagði annar heimspek- ingur Paolo Sarpi í Feneyium þegar ráðizt var á hann í öng- stræti og reynt að stinga hann til bana með rýtingi sem á ít- ölsku kallast stile (samanber stíletto) en það orð notaði Sarpi til að fá fram tvíleix- inn. Hann var mikill vinur Galilei sem rannsóknarréttur- inn þröngvaði til að afneita kenningum sinum 33 árum eftir blómatorgsbrennuna á Bruno, og forustumaður i sjálfstæðispólitík Feneyinga gegn Vatikaninu. Kannski eruð þið sem dæm- ið mig hræddari en ég, sagði Bruno. Hann lifði á mikilli umbrotaöld. italska endur- reisnartímabilið sem leið nú nær lokum er meðal merkustu skeiða í menningarsögu Evr- ópu. Á Italíu höfðu miklir hugsuðir meira frelsi en víð- ast annars staðar. Með því að virða vissar leikreglur gátu þeir skipzt á skoðunum sín á milli sem hefðu verið bann- helgar annarsstaðar. Bruno sinnti engum af hinum viður- teknu leikreglum og hirti ekki um að dylja hug sinn, þjón- ustan við sannleikann var allt. Je ne peux pas me chang- er sagði einn merkasti hugsuður í kaþólsku á okkar tímum, Teilhard du Chardin: Ég get ekki breytt mér. Hann var að svara á- vítum síns yfirboðara. Hann var Jesúítaprestur og mikill vísindamaður og heimspeking- ur, kenningar hans eru enn bannaðar af Vatíkaninu, þó hafa þær fengið mikinn hljóm- grunn meðal frjálslyndra ka- þólskra manna, frá honum hef- ur verður sagt í Birtingi í grein eftir franska sendikennarann sem hér var: M. Boyer. Um hann hefur rithöfundurinn Vig- orelli skrifað merka bók: II gesuita probito. Hinn bann- aði Jesúíti. Þessi mikli hugs- uður dó í útlegð, og kirkjao hefur ekki leyft ennþá að hann væri jarðsettur á ltalfu. Bruno gat ekki heldur breytt sér í þeim skilningi að hann vildi heldur deyja en s.víkja það sem hann taldi sannleiká. Og á þeim tíma þóttu Jesúít- amir einna harðtækastir til þeirra sem voru grunaðir ura villutrú. Nú eru margir Jesú- ítar prýði kaþólskrar hugsun- ar og hljóta yfirmáta fína þjálfun síns anda. Margir eru þeir afburðafimir í þrastulist þeirra eru líka frjálslyndir og ef því er að skifta, i röðum hleypidómalausir menn ... Söluskýlin stóðu þétt á torginu CampQ di Fiori umhverfis styttuna af Gi- ordano Bruno og glymjandi þyrpingunni situr kona vafin sundurleitum tul- um, og skýlan skyggir andhtið kringlótt og dökkt; og augup eru líka kringlótt, hún skotrar þeim að mönnum sem gangf framhjá án þess að hampa sinrfl vöru. Þó er hún með hreint vin frá Frascatihæðum af sinni eigin ekru. Hvitvín í stórum belgmiklum flöskum sem hún kom með þennan morgun ttl borgarinnar. Gullið vín frá Frascati, yfir næsta borði hanga hænsn á löppunum og héramir á eyrun- um: Prezzo d’occasione, Kosta- kjör . ..

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.