Þjóðviljinn - 04.04.1965, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 04.04.1965, Qupperneq 12
STÓRIÐJA OG ERLENT FJÁRMAGN Haukur Helgason ■ Hér fer á eftir frásögn af borgarafundi Stúdenta- ráðs Háskólans og Stúd- entafélags Reykjav;kur um Stóriðju og erlent fiármagn. ■ Fundarstjóri á þeim fundi var Gunnar G. Schram ritstjóri en frum- mælendur ritstjórarnir Magnús Kjartansson og Eyjólfur Konráð Jónsson. Eyjólfur Konráð Jónsson var fyrri frummælandi og hóf máls á því að ræða hug- myndir Einars Benediktsson- ar um stóriðiu á íslandi fyr- ir hartnær hálfri öld. Taldi hann, að ihaldssemi og „hug- myndahatandi smásýni" ís- lendinga hefðu valdið því, að við ættum nú ekki að fullu þau stórfyrirtæki, sem áætl- un Sætermoens verkfræðings gerði ráð fyrir að reist yrðu hér. Þessu næst vék hann að alúmínveri aðila í sambandi við Búrfellsvirkjun. Taldi hann að, þegar saman værú taldar skattgreiðslur og svo gjaldeyristekjur af alúmín- verinu myndum við hagnast verulega á _ staðsetningu hennar hér. Áleit hann, að ekki kæmi til mála að alú- mínfyrirtækið fengi hér nein- ar skattaívilnanir umfram ís- lenzk fyrirtæki. Eyjólfur vék þessu næst að röksemdum andstæðinga þess að hið erlenda auðfélag setti hér upp stórfyrirtæki. Sagði hann það fjarstæðu að halda því fram að okkur stafaði hætta af áhrifum auðfélags- ins á menningu og sjálfstæði enda hefði hann aldrei heyrt í hverju sú hætta væri fólg- in. Þá kvað hann fráleitt að halda því fram að við högn- uðumst ekki á því að setja hér upp alúmínbræðslu í tengslum við stórvirkjun. Við fengjum nefnilega auk skatt- anna og gjaldeyristeknanna orkuverið fyrir tiltölulega lágt verð skuldlaust eftir 25 ár. Ræðumaður vék þessu næst að vinnufólksskortinum og taldi að það vandamál mætti leysa með því að draga úr framkvæmdum hersins árið 1968, þegar á- ætlað er að framkvæmdir standi sem hæst. Loks brá Eyiólfur sér um stund austur fyrir tiald en ekki verður farið út í þá sálma hér. Magnús Kiartansson var síðari frummælandi, en ræða hans var birt í heild í blað- inu í gær. Er framsögumenn höfðu lokið máli sínu höfðu alls 7 beðið um orðið og fyrstur þeirra tók til máls Sveinn Biörnsson. framkvæmdastjóri Iðnaðarmá’astofnunarinnar. Ræddi hann í upnhafi þá möguleika. sem við íslend- ingar hefðum á sviði iðnað- ar þæði hvað snerti land- búnaðarafurðir og fiskafurð- ir. Hins vegar væri nauð- synlegt fyrir okkur að nýta enn betur en þegar er gert þá orku sem fyrir hendi er í fallvötnum. Þetta væri hins vegar talsvert kostnaðarsamt, ef við ætluðum að nýta raf- orkuna sem iðnaðarbíóð og þá væri vænlegast að leita erlends fjármagns. Haukur Helgason hagfræð- ingur sagði að mörg atriði bæri að líta á í þessu sam- bandi önnur en þau hag- fræðilegu. Þar bæri að taka tillit til menningarlegrar stöðu þjóðarinnar. En þar sem Eyjólfur Konráð hefði eingöngu haldið sig við efna- hagshlið málsins kvaðst hann ætla að fara inn á þær braut- ir. Hann sagði, að með því að selja orku til hins erlenda auðhrings værum við að af- sala okkur auðlindum til 50 ára. Þetta væri svo m.a. rök- stutt með því, að íslenzkur iðnaður væri svo illa á vegi staddur og svo fábreyttur að koma þyrfti upp nýjum iðn- greinum. í þessu sambandi minntist Haukur á ræðu er haldin var á verkfræðiráðstefnu 1962 þar sem sagt var, að hag- vöxtur innlendra iðngreina gæti ekki aukizt meira en um 2% á ári en hins vegar þyrftum við að auka hag- vöxtinn um 8°/o á ári ef vel ætti að vera. Það hefði hins vegar komið á daginn að hagvöxtur hefði aukizt um 7 o/„ árið 1962, 8% 1963 og 10 «/„ árið 1964 og það án þess að nokkuð sérstakt væri gert til þess. Af þessu væri ljóst, að ef við legðum krafta okk- ar í að efla innlendar iðn- Sveinn Benediktsson Páll Bergþórsson greinar bæði í Jandbúnaði og sjávarútvegi gætum við ugg- laust margfaldað hagvöxtinn á stuttum tíma. Sömuleiðis væri augljóst að það væri ó- skynsamlegt að leggja út í óarðvænlegt og áhættusamt alúmínfyrirtæki. Fyrirtæki þetta gæfi nefni- lega ekki svo miklar fjár- fúlgur í aðra hönd. Væri það mestmegnis fólgið í vinnuafli, sem við mættum sízt án vera í okkar eigin atvinnuvegum. Að lokum beindi Haukur þeirri spurningu til Eyjólfs Konráðs hvort hann væri virkilega svo glámskyggn að telja okkur hag í því að fórna fallvötnum okkar um árabil, til að láta þau mala gull í greipar útlendinga? Jónas Sveinsson læknir ræddi um þær stórstígu framfarir, sem kjarnorkan hefur tekið á skömmum tíma. Væri því ekki hætt við því að alúmínfyrirtæki knúið rafmagni færi á hausinn, er kjarnorkan héldi innreið sína fyrir alvöru? Og hvar stæð- um við þá? Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur ræddi um þau vandamál, sem ísamyndun hlyti óhjákvæmilega að valda £ Þjórsá við Búrfell ef út í stórvirkjun yrði farið þar. Hefði bæði hann og Sigurjón Rist vatnamælingamaður var- að mjög við þessum ísamynd- unum; Sigurjón hefði meira að segja tekið svo djúpt í árinni að hætta væri á ís- truflunum 7 mánuði á ári. Greinilegt væri að breyta þyrfti fyrirliggjandi áætlun- um en nú væri hún, Búrfells- virkjunin ekki rekstrarhæf eins og nú horfði og hefðu norsku sérfræðingarnir stað- fest þetta. Þá sagði ræðumaður, að eftir þeim samanburði, sem fyrir lægi væri stórvirkjun með bræðslu 400 miljón kr. hagstæðari en stórvirkjun án bræðslu og 800 milj. kr. hag- stæðari en hin svonefnda smávirkjanaleið, en þær á- ætlanir væru vilhallar. Bilið þarna á milli myndi hins vegar minnka stórlega, ef tekinn væri með í reikning- inn rekstrarkostnaður gas- túrbínustöðvar o.fl. Sigurður taldi, að rann- sóknir á virkjunarmöguleik- um væru allt of skammt komnar til að á þeim mætti bvggja og það væri ekkirétt að farið að leggja allan kraft í að rannsaka einn stað á stóru vatnasvæði en láta önnur vatnasvæði liggja hjá garði. Rögnvaldur Þorláksson, verkfræðingur, hélt því fram að fiskveiða- og landbúnað- arþjóðir yrðu aldrei sam- keppnisfærar við háþróaðar iðnaðarþjóðir. Þess vegna yrðum við að keppa að því að koma hér upp stórvirkjun og stóriðju. Þá væri þess að gæta að vatnsaflið yrði stöð- ugt lítilsigldara í samanburði við kjarnorkuna og því væri um að gera að koma ám okk- ar í lóg hið allra fyrsta. Páll Bergþórsson, veður- fræðingur, sagði, að því mið- ur væru rannsóknir á veður- fari á þessum fyrirhugaða virkjunarsvæði Þjórsár mjög skammt á veg komnar. Þó væri ljóst af fyrirliggjandi rannsóknum að þar væru miklar frosthörkur, en það bæri að hafa í huga að tíð- arfar hefði verið óvenju milt síðustu þrjá áratugina og var- ast bæri að taka þessar rann- sóknir alltof bókstaflega. Þá hefði stóriðjunefndin alveg gleymt að taka með í reikn- inginn hina staðbundnu ís- myndun, sem alltaf væri fyr- ir hendi, auk þess sem hún hefði augljóslega ekki gert sér grein fyrir hinu mikla ísskriði í ánni og ekki reikn- að með reksturskostnaði varastöðvanna í áætlunum sínum. Stóriðjunefnd hefði því gert sig seka um vísvitandi falsanir í útreikningum sín- Jakob Björnsson Sunnudagur 4. apríl 1965 — 30. árgangur — 79. tölublað. Óku yfir Möðrudalsöræfi á hjarni Sl. miðvikudagkvöld komu hingað til Reykjavíkur tveir ungir menn austan úr Hróars- tungum og komu þeir á Land- rover landleiðina að norðan og austan. Fóru þeir yfir Möðru- dalsöræfi á hjarni en eftir að kom í Mývatnssveit var vegur- inn snjólaus alla leið tilReykja- víkur. Þjóðviljinn hitti að máli ann- an þessara manna, Eyþór Þórar- insson frá Vífilsstöðum en fé- lagi hans í förinni var Stefán Jónsson frá Brekku. Sagði Ey- þór að ferðin yfir Möðrudals- öræfin, frá Jökuldal að Möðru- dal hefði aðeins tekið fjóra tíma. Er allmikill snjór á leið þeirri en harðfenni og hjarn og komust þeir viðstöðulaust á jeppanum með því aðhafakeðj- ur á afturhjólum. Sjaldgæft er að hægt sé að aka þessa leið á hjarni en í fyrri viku ók maður af Héraði austur yfir Möðrudalsöræfi á Rússajeppa. Eyþór sagði að lokum að tals- vert mikill snjór væri á Héraði og vegir sums staðar illfærir eða ófærir af þeim sökum. Sigurður Thoroddsen um og væru reikningskúnst- ir hennar ekki ósvipaðar því, þegar rauparinn Sölvi Helga- son bvaðst hafa reiknað tví- bura í konu. Munurinn væri þó sá, að Sölvi Helgason hefði verið meinlaus gortari en reikningssölvar ríkis- stjórnarinnar væru blátt á- fram hættulegir heilbrigðri skoðanamyndun almennings um þetta stórmál. En þó stór- iðjunefndin hefði gleymt öll- um ofangreindum atriðum hefði hún þó aldrei gleymt að láta líta út fyrir að hún væri að plata hringinn. Jakob Bjömsson, verk- fræðingur, leiðrétti í upphafi máls síns þann misskilning, sem fram kom í ræðu Eyj- ólfs Konráðs, en ritstjórinn taldi grein eftir Jakob hafa sannað, að við yrðum að hafa okkur alla við að virkja fallvötn okkar vegna sam- keppnishættunnar við rafork- una. Samkvæmt áliti sér- fræðinga er nú talið að kíló- vattstund frá kjarnorkuveri í Bandaríkjunum muni kosta 17 til 22 aura 1968—1970, en 22—30 aura í Evrópu sama tímabil. Þess bæri auk þess að gæta að þær þjóðir, sem byggðu kjarnorkuver ættu mjög lítið eftir af raforku- lindum og þess vegna yrðu þær að grípa til annarskon- ar orkuframleiðslu. Þá hefðu þær þjóðir efnahagslega getu til að byggja stór kiarnorku- ver þar sem framleiðslu- kostnaðurinn kemur mun hagstæðar út. Þá vék Jakob að þýðingu raforkunnar fyrir iðnaðinn og taldi þar skipta í tvö horn. Annars vegar iðnað, sem notar raforkuna sem hjálpartæki og þar skiptir raforkukostnaðurinn sáralitlu máli, þar sem hann væri innan við l°/n af rekstrar- kostnaðinum. Hins vegar væri svo stóriðjan, sem not- aði rafmagnið sem hráefni og þyrfti því að fá það á sem lægstu verði. Sagði hann að hreinn .hagnaður af hverri kílóvattstund í fyrra tilvik- inu væri 20 aurar en aðeins einn eyrir í síðara tilvikinu. Þess vegna væri augljóslega hagstæðara að efla „venjuleg- an“ iðnað en að fara út í stóriðju. Þá talaði Björn Teitsson, stúd. mag. og taldi hafa komið fram í ræðum þeirra Sigurðar Thoroddsen og Páls Bergþórssonar, að virkjun við Búrfell væri stórvafasöm vegna ísmyndunarinnar. Virt- ist því hagstæðara að fara Framhald á 9. síðu. Grásleppuveiðar erfiðar vegna íssins Húsavík 2/3 — Afli Húsavíkur- báta hefur verið frekar rýr að undanförnu. Hrognkelsaveiði er erfitt að stunda vegna lagíss- ins hér á víkunum. Margir hugðu gott til grásleppuveið- innar en óvíst er hvort unnt verður að stunda hana að ráði vegna íssins. Þó munu nokkrir hafa gert tilraunir til grásleppu- veiða. Veður er með afbrigð- um gott, logn og frostlaust. — K. J. Davíðskvöld á ísafirði ísafirði 3. apríl. — í gær var haldið í Alþýðuhúsinu Davíðs- kvöld á vegum Menningarráðs ísafjarðar. Fyrst flutti séra Sig- urðui^ Kristjánsson prófastur, á- varp, en síðan flutti séra Sig- urður Einarsson í Holti erindi um Davíð, rakti ætt hans og ævi og skáldskap <hans í bundnu og óbundnu máli. Þá söng frú Herdís Jónsdóttir fjögur kvæði eftir Davíð með undirleik Ragn- ars H. Ragnars. Síðan las Sam- úel Jónsson prólóg Gullna hliðs- ins en Ásta Eggertsdóttir flutti Sálina hans Jóns míns í gervi kerlingar. Karlakór ísafjarðar undir stjórn Ragnars H. Ragn- ars flutti þrjú af kvæðum Da- víðs, en Sigríður Ragnarsdóttir lék undir á píanó. Hvert sæti var skipað í húsinu og urðu margir frá að hverfa; þótti mönnum þetta hin ánægjuleg- asta samkcnna. Um fyrri helgi kom Rögn- valdur Sigurjónsson píanóleikari til ísafjarðar og hélt tónleika í Alþýðuhúsinu. Voru þeir vel sóttir og hrifning mikil. — H.Ó. Þar hyggur margur til glóðaríhnar Seyðisfirði, 2. apríl — Ó- venjumikið hefur verið um barnsfæðingar hér á Seyðisfirði að undanförnu. Þannig fæddust 11 böm í febrúar. Og ef reiknað er út frá fjölda þeirra kvenna hér í kaupstaðnum sem er á þeim aldri að geta fjölgað mannkyninu, þá hefur tuttug- asta hver þeirra átt barn í þess- um mánuði. Af þessum 11 börn- um eru 8 strákar; þykir þetta benda til þess að nú ári vel fyr- ir þá sem langar til að eignast syni. Henda menn gaman að því að margur hyggi gott til glóðarinnar. — J. S. Borgarbúar forðast að koma nálægt Húnvetningum Blönduósi 2/3 — Ekki hafa ver- ið mikil brögð að inflúenzunni hér á Blönduósi fram að þessu en þó er hún farin að stinga sér niður hér. Hinsvegar hef ég haft spurnir af því að í Vatns- dal og Þingi liggi allt heimilis- fólkið á sumum bæjunum. Skemmtanir Húngyökunnar hafa ekki verið fjölsóttar enn- þá. Húnavökunni lýkur á sunnu- dag og ef að líkum lætur verð- ur mikið fjölmenni á skemmt- ununum um helgina. Margir Húnvetningar sem gist hafa höfuðborgina síðustu daga hafa kvartað um að borgarbú- ar hafi heldur sniðgengið þá og jafnvel forðazt að koma nálægt þeim. Kenna þeir þetta auglýs- ingum sem lesnar hafa verið í útvarpinu undanfarna daga um inflúenzufaraldurinn. — B. P. Þurrkofninn strandaði á Reyðarfirði Raufarhöfn 2/3 — Lítil breyt- ing hefur orðið á ísnum eiinþá og er samfelldur ís svo langt sem augað eygir. Okkur hefur þó tekizt að verja höfnina enn þá og er það að þakka stálvír sem strengdur var þvert yfir höfnina. Annars má segja að við séum alveg innilokaðir hérna, vegna íssins. Olíu- og vörubirgðir eru næg- ar enn sem komið er. Við lásum um daginn stóra og mikla ísbjarnarfrétt í einu dagblaðanna og erum heldur vantrúaðir á sannleiksgildi hennar Við höllumst helzt að þeirri skoðun að þarna hafi ver- ið um ótímabært aprílgabb að ræða. Atvinnuástand hér er sæmi- legt, þótt ekki sé hægt að stunda sjóinn. Unnið hefur ver- ið að ýmsum lagfæringum í Síldarverksmiðjunni að undan- förnu. Meðal annars átti að skipta þar um þurrkofn og átti nýr ofn að korna að sunnan. Hann komst hinsvegar ekki lengra en til Reyðarfjarðar og er óvíst hvenær hægt verður að koma honum hingað til Rauf- arhafnar. Heilsufar hefur verið heldur bágborið að undanförnu, hér hefur geisað slæm kvefpest og hálsbólga. — H. R. Tregur afli síðustu daga | Hellissand 2/3 — Síðustu daga | hefur afli verið heldur tregur. ■ Heildaraflinn frá áramótum er "" 3665 tonn og er það 1100 tonn- um meira en á sama tíma í fyrra. Hæstu bátamir eru Ham- ar 646 tonn, Skarðsvík 612, Arnkell 610 tonn. — S. A.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.