Þjóðviljinn - 07.05.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.05.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. maí 1965 ÞIÓÐVILJINN SÍÐA 3 Háværar deilur á enska þinginu — vegna stáliðnaðarins LONDON 6/5 — Mjög var há- vaðasamt í enska þinginu á fimmtudag, er umræðan hófst um frumvarp Verkamannaflokks- stjórnarinnar að þjóðnýta stál- iðnaðinn. Fred Lee ráðherra, sem fer með málefni stáliðnaðar- ins, fyigdi frumvarpinn úr hlaði, en íhaldsþingmenn gripu hvað eftir annað fram í fyrir honum og höfðu í frammi hávaða og köll. Fari svo, að ríkisstjórnin bíði ósigur í atkvæðagreiðslunni um þetta mál, mun það að öllum líkindum leiða til þingrofs og nýrra kosninga. Stjómmála- fréttaritarar telja þó flestir, að ríkisstjómin muni þera sigur af hólmi en þó með mjög naumum meirihluta atkvæða. Er vart við Fá loks ?ð hitta Serald Brooke MOSKVTJ 6/5 — Sovézk yfir- völd féllust í dag á það, að full- trúi enska sendiráðsins í Moskvu fengi að heimsækja enska kenn- arann Gerald Brooke, sem setið hefur í sovézku fangelsi frá því 25. apríl, sakaður um undirróð- ursstarfsemi. Það er á föstudags- morgun, sem fulltrúinn fær að heimsækja landa sinn, að því er talsmenn sendiráðsins segja. Enska utanríkisráðuneytið hef- ur áður snúið sér til sovézkra yfirvalda vegna þessa máls og á þriðjudag mótmæltu Englending- ar því formlega ag fá ekki að hafa tal af manninum. — Brooke var á ferð um Sovétríkin ásamt konu sinni og hópi kennara er hann var handtekinn. því búizt að meirihluti stjómar- innar verði nema tvö til fjögur atkvæði. Teknir úr rúmi Flokksleiðtogar unnu sem óðir fram á síðustu mínútu fyrir um- ræðumar við að tryggja það, að allir þingmenn beirra mættu til leiks. Allmargir þingmenn sneru heim úr utanlandsferð eða hættu við að fara úr landi vegna þess- arar hólmgöngu flokkanna; nokkrir vora bókstaflega teknir veikir úr rúminu til að mæta á þingi. Háar skaðabætur Alls eru það þrettán fyrirtæki í stáliðnaðinum sem Verka- mannaflokksstjómin hyggst þjóð- nýta. 1 skaðabætur verða greiddir um 66 miljarðar ísl. kr. og hafa fjölmargir Verka- mannaflokksþingmenn lýst því yfir í einkaviðræðum, að þeir telji það langtum of miklar bæt.ur. SlÐUSTU fregnir í gærkvöld hermdu, að við atkvæðagreiðslu hefðu 310 þingmen.n greitt þjóð- nýtingarfrumvarpinu atkvæði, 306 verið á móti og stjórnin þannig unnið þessa Iotu. De Gaulle hittir Erhard upp úr Hvítasunnu PARÍS 6/5 — Stjórnir Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands at- huga nú möguleika á því, að þeir de Gaulle, Frakklandsfor- seti og Ludwig Erhard, kanzlari Vestur-Þýzkalands, hittist þegar í júní. Sennilegast er talið, að þeir muni finnast þegar eftir Hvítasunnu. Frá þessu var op- inberlega skýrt £ París í gær. Vináttusamningur Frakka og V-Þ.jóðverja mælir svo um, að Frakklandsforseti og vestur- þýzki kanzlarinn hittist tvisvar á ári. Áður hafa fundir þeirra jafnan verið í París í janúar og Bonn í júlí. Fundurinn nú verð- ur með öðrum orðum mánuði fyrr en vanalega, og er það Erhard, sem farið hefur fram á það að fundinum sé flýtt. FLUGSLYS SANTA CRUZ 6/5 — Mikið flugslys varð seint á mið- vikudagskvöid í grennd við Santa Cruz á Kanaríeyjum er spánsk farþegaflugvél hrapaði. Fórust 31 manns en 17 var bjargað. Slysið varð er flugvélin var í þann veg- inn ag lenda á Los Rodeos- flugvellinum, og stóð vélin þegar í björtu báli. — Það er Iberia-flugfélagið, sem vél- ina á, og er þetta annað flug- slysið sem félagið verður fyr- ir á skömum ííma. Miklar árásir enn á Norhur-Vietnam — stórátök í nánd? Styrjaldarlokanna minnzt í A-Berlín BERLÍN 5/5 — Walter Ulbricht, leiðtogi austur-þýzkra kommún- Garðeigendur í Reykjavík og nágrenni. Getum enn tekið að okkur að tæta garðland. - :;u vélar, vönduð vinna, vanir menn. birgir hjaltalín, Símar: 15929 og 34699. Tilkynning Mikill meirihluti hafnarverkamanna hefur með undirskriftum ákveðið að vinna ekki á sunnudög- um í sumar, fram til 1. október. Samkvæmt þessari ákvörðun verður ekki unnið við skipaafgreiðslu í Reykjavíkurhöfn á sunnudög- um, fram til 1. október 1965. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máli. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. SAIGON 6/5 — 50 bandarískar spprengjuflugv. gerðu á fimmtu dag árásir á vopnabúr og birgða- stöðvar í Norður-Vietnam,, um 190 km suður af Hanoi. Að því er hernaðaryfirvöld í Saigon ségja ollu loftárásimar gífurlegu tjóni, fjögur neðanjarðarbyrgi voru gjöreyðilögð og fjögur önn- ur stóðu í björtu báli er banda- rísku flugvélamar sneru aftur. Stórátök í nánd? Þá berast fréttir af því að Bandaríkjamenn fjölgi jafnt og þétt í liði sínu í Suður-Vietnam og séu pú eitthvað um 40.000 Bandaríkjamenn þar í landi. Stjórnmálafréttaritarar í Saigon segja, að ýmislegt bendi til þess, að stórátök séu í vændum í Suð- ur-Vietnam, enda virðist nú svo 5em Vietkong dragi mikið lið saman um mið- og norðurhluta landsins. Þá hefur útvarpið í Hanoi skýrt svo frá, að Sovétrík- in hafi endurtekið loforð sitt um þag ag senda sjálfboðaliða ef enn harðni árásir Bandaríkja- manna nprður fyrir 19. breiddar- baug. ,,Borgaraleg stjórn" Frá Saigon berast og þær'frétt- ir, að hið svonefnda „Vamar- málaráð” Suður-Vietnam, sem er voldug samtök herforingja og var komið á fót í des. sl. til þess ag reyna að tryggja stjómmála- ástandið i landinu — hafi í dag ákveðið að leysa sjálft sig upp. Það var Nguyen Van Thien, hershöfðingi, sem frá þessu skýrði og tilkynnti um leið, að hann hefði sagt af sér stöðu vamarmálaráðherra og vara- forsætisráðherra. Með þessu eru „völdin” i Suður-Vietnam aft-ur formlega komin í hendur borgaralegpa embættismann-a. Allt er kyrrt í Kutch-héraðinu KARACHI 6/5 — Það kom fram í tilkynmingum sem gefnar voru út í Karachi og New Delhi á fimmtudag, að hersveitir Indlands og Pakist- an í Kutch-héraðinu um- deilda hafa fengið um það fyryirskipanir að gera ekkert sem egnt gcti til frekari ó- friðar á þessum slóðum, með- an enn sé Ieitað að friðsam- legri Iausn á deilunn>i. Enginnd hindri einhliðn sjélfstæðisyfirlýsingu NEW YORK 6/5 — öryggisráðf Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum á fimmtudag til- lögu þriggja Afríku- og Asíu- ríkja þar sem þess er farið á leit við ensku stjómina, að hún komi í veg fyrir einhliða sjálf- stæðisyfirlýsingu Suður-Rhód- esíu. Hinsvegar felldi ráðið til- lögu Sovétríkjanna þar sem ensku stjóminni var gert að hindra kosningar þær, er fram skulu fara á morgun, þ.e. föstu- dag. England, Bandaríkin og Sovét- ríkin greiddu ekki atkvæði um þá tillögu sem samþyykkt var, en hún var sett fram af Fílabeins- ströndinni, Jórdan og Malasíu. Fulltrúi Sovétríkjanna í ráðinu, Nikolaí Fedorenko, lýsti þessari tillögu ríkjanna þriggja sem óá- kveðinni og hélt því fram, að hún væri hvergi nærri til þess fallin að leysa þann vanda, sem nú væri á höndum gagnvart Suður-Ródesíu. Fullvíst þykir, að Ian Smith vinni mikinn sigur í kosningun- um, á föstudag. SeCkre dfití. '/f Einangranargler FramleiSi einuagis úr úrviflS gleri. — 5 ára ábyrgJL Panti® tímaniega. Korklðjan h.f. Skúlagötu 57. — Síöxi aaaon, í ista, varaði vestur-þýzka þing- ið í dag við því að halda fleiri fundi í Vestur-Berlín. 1 ræðu í tilefni þess, að tveir áratugir eru nú liðnir frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar, sagði UI- bricht, að fundur vestur-þýzka þingsins í Vestur-Berlín í fyrra mánuði væri liður í eyðilegg- ingaráformum vestur-þýzkra hernaðarsinna gegn Austur- Þýzkalandi og yrði mætt með viðeigandi ráðuiri. Það var á þjóðþingi Austur- Þýzkalands, sem Ulbricht hélt ræðu sína, og fylgir það sög- unni, að kínvarsk sendinefnd, sem komin er til Austur-Þýzka- lands vegna hátíðahaldanna vegna 20 ára afmælis ósigurs nazismans, hafi verið innilega hyllt af þinginu. Þessi hátíða- höld ná hámarki sínu með mik- illi hersýningu á laugardag, en Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, verður viðstadd- ur hersýninguna. Kosygin kem- ur til Austur-Berlínar á fimmtu- dag. Vesturveldin hafa ákveðið að h'alda ekki hátíðlegt í Vestur- Þýzkalandi þetta 20 ára afmæli. Fundur haldinn { ökukennarafélagi Reykjavíkur föstudag- inn 7. maí kl. 8.30. í A.ðalstræti 12. Áríðandi félagsmál. STJÓRNIN. MARINER 4 SENDIR VEL WASHINGTON 5/5 — Banda- ríska geimfarift Mariner 4, sem er á Ieið til Marz, send- ir enn merki til jarftar um útvarp, ,að því er tilkynnt var i Washington í dag. Mariner var, þegar tilkynningin var gefin út, 111.345.875 km frá jörðu. Útvarpsmerkin frá geimfarinu koma því lengra að en nokkur slík merki áð- ur. Svo er til ætlazt, að geim- farið, sem vegur 261 kg, lendí á Marz 14. júlí og sendi áð- ur sjónvarpsmyndir af plá- netunni til jarðar. Geimfarið á þó ern ófarna ca. 136.700.000 km leið áður en sjónvarpstækin verða sett gang. TAKIÐ EFTIR! HúsgagnamarkaSur að Auðbrekku 53, Kópavogi. Vér bjóðum yður upp á 20% afslátt af öllum framleiðsluv‘r- um fyrirtækisins gegn staðgreiðslu, svo sem: — Hj ónarúm *— Svefnsófa — Svefnbekki — Kassabekki — Skrifborð — Inn- skotsborð — Stakir stólar. — Opið frá kl. 9 f.h. til 1 0 e. h. — og einnig laugardaga og sunnudaga. ISLENZK HÚSGÖGN h.f. Auðbrekku 53, Kópavogi — Sími 41690.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.