Þjóðviljinn - 07.05.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.05.1965, Blaðsíða 10
iQ SlÐA ÞJÓBVILIINN Föstudagur 7. maí 1965 UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAYE langþráða hvíld þennan dag. Hann var að minnsta kosti hreinn aftur. Hann hafði ekki gert sér vonir um að verða nokk- urn tíma hreinn aftur, heldur myndi hann deyja útataður, sveittur og með blóðstorku um andlitið. Abyrgðin á konunum þremur hvíldi þungt á honum; þær gátu ekki verið hér endalaust, aðeins einn eða tvo daga, ef til vill ögn lengur. Þær virtust hafa sópað og lagað til, því að flata þakið var að öllum jafnaði þakið visnu laufi og kvistum. Slíkt höfðu hann og Niaz ekki sinnt um. Hann bægði þreytulega frá sér umhugsuninni um þær. Vetra steig út á þakið og geislaflóð frá hækkandi sólinni sem gægðist gegnum trjá- krónumar. helltist yfir hana. Alex virti hana fyrir sér undr- andi, eins og hún væri framandi vera sem hann hefði aldrei séð fyrr. Blár hjúpurinn lagðist í mjúkum fellingum um grannvax- inn, fagurskapaðan líkamann. Hörundið var gullið og svart hár- ið með bláum ljóma í sólskininu. Smurt brauð Snittur brauðbœr við Óðins^rg. Sími 20-4-90 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- ag snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18. III hæð (lyfta> SfMI 24 0 16. P E R M A Garðsenda 21 - SÍMl 33 9 68 — Hárgreiðslu- og snyrtistofa DÖMUH! Hárgreiðsla við allra hæfi — T.TARNARSTOFAN - Tjaraar götu 10 — Vonarstrætismegir — SfMl 14 6 62 Hársreiðshistofa A"«turbæjar Maria Guðmunrlsdóttir Lauga vegi 13 - SÍMl 14 «56 WTDD oTOFAN er á sama stað Án allrar geðshræringar hugsaði hann með sér, að hún væri það fegursta sem hann hefði nokkru sinni séð — og framandi. Litla, þunglyndislega, fáláta stúlkubamið sem hann hafði hitt á Ware, sjóveika stúlkan um borð í Sirius, condesa de los Aguilares, frú Barton — allar voru þær horfnar. Þunglyndið og dapurleikinn voru á burt og stór, dökk augun voru ekki leng- ur kviðin, heldur róleg og á- 95 hyggjufull. Það var eins og ham- ingjan stafaði frá henni. Hvernig er þetta hægt? Hvern- ig getur hún litið svona út? hugsaði Alex dálítið gramur. Eins og hún væri fullkomlega ánægð og engin vandamál væru framar til. Hafði kvenfólk þá ekkert fmyndunarafl? Skildi hún þá ekki, þrátt fyrir allt sem hún hafði horft upp á, að líf hennar — og allra hinna — héngi á blá- þræði og það þyrfti heppni, bragðvísi og guðs náð til að skrimta frá degi til dags? — Morgunmaturinn er tilbú- inn, sagði Vetra. Þessi hversdagslega, óskáldlega setning í þessu umhverfi og við þessar aðstæður, þótti Alex svo fráleit ,og furðuleg, að hann skellihló i fyrsta sinn um_ lang- an tíma. — 34 — Alex lá á maganum f lágskóg- inum fyrir utan dálítið rjóður. í annarri hendi hélt hann á langri, mjórri snúru og virti fyr- ir sér páfuglana með hænuhóp á eftir sér sem nálgaðist með hægð. Snúran var í sambandi við frumstæðan útbúnað á gildru sem á tveimur síðustu vikum hafði veitt nokkur bankiva- hænsni, tvær grænar dúfur, pá- fuglahænu og broddgölt. Þau höfðu töluverðar birgðir af ýmiss konar matvöru sem geymdist vel, en þau urðu að fá nýmeti, og Alex þorði ekki að skjóta vegna þess að skothvellir heyrðust langt, að. Þau höfðú Ííka veiðist'engúr, sem höfðu komið að góðu gagni. Erfiðast var að matreiða, því að þau voru hrædd um að reyk- urinn kæmi upp um þau, þegar hann liði upp yfir trjákrónurnar i kyrru loftinu. Trúlega leyndust fleiri flóttamenn í skóginum og leitinni var naumast hætt. Þau matbjuggu því í neðra herberg- inu eftir sólsetur og fyrir dögun. Það var kæfandi verk, því að bau höfðu breitt frumstætt hengi fyrir innganginn, fléttað úr bambus og grasi, en Vetra og Lou Cottar unnu það án þess að mögla. Lotta var enn eins og í leiðslu og mundi aðeins það sem gerzt hafði áður en hún slapp nauðug- lega úr tveim blóðböðum. Þótt hún talaði án afláts um Eðvarð, trúði hún hverjum uppspuna og róaðist við að vera í návist Vetru og Alexar. Þegar Eðvarð kæmi aftur heim frá æfingunum, gætu þau aftur flutt inn í húsið sitt í Meerut. Hún skyldi bara vera þolinmóð og kvarta ekki. Lou hafði aðeins hugsað um skemmtanir og karlmenn til þessa. Hún þráði birtu, háreysti, hljóðfæraslátt og hlátra, hið fjöruga og glaða líf. 1 fyrstu hafði það verið henni nóg að vera á lífi — lifandi og nokkum veginn örugg, þegar svo margir höfðu fallið eða lifðu á stöðug- um ótta og hæt.tu. En eftir bví sem dagarnir liðu — þau höfðu nú dvalizt í Hirren Minar í meira en hálfan mánuð — fór hún að þrá að komast burt úr frum- skóginum og reyna að minnsta að kosti að komast aftur í sið- menminguna. Það var óhugsandi að allir Englendingar væru dán- ir. Ef þau gætu bara komizt burt, myndu þau sjálfsagt kom- ast að raun um að annars stað- ar gengi lífið sinn vana gang svona næstum eins og áður. Josh var í Calkúta og hún var sann- færð um að Calcútta væri enn í höndum Breta. Henni hafði aldrei þótt sérlega vænt um eig- inmann sinn og þau höfðu hald- ið hvort sína leið, en Josh var fulltrúi lífshátta sem voru henni vel að skapi. Hún hafði aldrei verið hrifin af kynsystrum sín- um og henni þótti leiðinlegt og hvimleitt að búa með tveimur ungum konum, sem hún átti enga samleið með. En Lou bjó yfir heilbrigðri skynsemi og hugrekki og henni var Ijóst að þau gátu ekki lagt í neina tví- sýnu vegna Lottu. Sjálfri sér til undrunar var hún farin’ að finna til undarlegra tilfinninga í garð hinnar litlu, ófæddu veru; tilfinninga sem minntu á vissan hátt á móðurkennd. En ef ein- hver hefð’ haft orð á slíku við hana, he' i hún vísað slíkum aðdróttunum háðlega á bug. Lotta fór oft í taugamar á henni, en hún vissi að þau gátu ekki yfirgefið hana. Ekkert þeirra gæti það. Ef Alex hefði sýnt einhvern áhuga á henni, hefði Lou átt betra með að sætta sig við að- stæðurnar. Hún hafðj alltaf dreg- izt að- Alex, bæði sem karl- manni og persónu. En hann veitti henni enga athygli. Hann sá ekki neina þeirra, nema sem byrði, myllustein um háls sér. Hann var hlekkjaður við Hirren Minar, þar til hann gæti komið þeim á annan öruggan stað — ef yfirleitt var nokkurs staðar um öryggi að ræða framar í þessu landi. Það var svo margt sem gera þurfti fyrir utan þennan skóg. Það þurfti að vinna Delhi á nýj- an leik. Einhvers staðar fyrir utan Lunjore var William sjálf- sagt að vinna tíu manna verk, og sömuleiðis John Nicholson, en um hann var sagt að hann gæti einn látið herdeild lúta sér. Henry Lawrence í Lucknow og John Lawrence í Peshawar. Her- bert Edwards, Alex Taylor, Jam- es Abbott — og hundruð ann- arra. Enginn þeirra myndi sitja auðum höndum og þeim veitti ekki af hverri hendi og heila, hverju einasta hugprúðu hjarta til að vemda landið fyrir stjóm- leysi. Og þó sat hann, Alex Randall, hér aðgerðalaus með hendur £ skauti, bundinn í báða ekó vegna þess að hann bar ábyrgð á lífi og limum þriggja kvenna. Ef hann gæti aðeins losnað við þær, komið þeim á öruggan stað, þá gæti hann komizt til Henrys Lawrence eða til hersveitanna sem nú hlutu að vera á leið til Delhi!.... En hann gat ekki-flutt þær úr stað, fyrr en hann hafði fengið áreiðanlegri fregnir um ástandið. Hann hafði sofið megnið af fyrsta degi sínum í rústunum, og hann hafði verið argur og hundskammaað Vetru, þegar hann komst að raun um að hún hafði verið að matbúa um miðj- an daginn og harðbannað að eld- ur væri kveiktur að degi til. Vetra hafði brosað hlýlega til hans eins og fullorðin mann- eskja sem lætur undan kenjótt- um, ósanngjömum krakka, og afsökun hennar hafði verið svo áhyggjulaus, að það hafði aukið á reiði hans, því að hann leit svo á að hún væri algerlega skilningslaus á þá hættu sem þau voru í. Hann mátti til að vera um kyrrt og gæta þeirra. Alla næstu nótt og daginn eftir hafði hanm skilið þær ein- ar eftir án þess að geta þess hvert hann hafði farið. Vetra BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áhöldum, effni og iagerum o. ffl. JOT Heimistrygging hentar yður Heimilisfryggingar Innbús Valnsffjóns Innbrots Glertryggingar I TRYGGINGAFELAGÍÐ HEIMIRE UNDARGATA 9.REYKJAVIK SlMI 21260 SlMNEFNIiSURETY CONSUL CORTINA bllalelga magnúsar sklpholtl 21 símars 21180-21185 ^iaukur <§uömundóAon HEIMASÍMI 21037 Gallabuxur — Molskinnsbuxur Nylonúlpur — Gallonjakkar — Lopapeysur á mjög hagstæðu verði. Verzlunin Ó. L. — Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu)'. Guð minn góður . . . ég get ómögulega munað hver þeirra það er, sem ég er með. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN # Selium farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskiimálar Loftleiða: # FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR # Skipuleggjum hópferðir og ein- staídingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAND SVIM SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVfiL CMBOÐ LOFHJEIÐA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.