Þjóðviljinn - 27.05.1965, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 27. maí 1965 — 30. árgangur — 118. tölublað.
FRÍMANN SKRIFAR UM
LEIK COVENTRY OG
KEFLVfKINGA Á 12. síðu
254 MILJ. KR. ÚTHLUTAÐ FRÁ 1.JÚL11964
1000lánsumsóknir liggja
hjá Húsnæðismálastjórn
■ Á fundi með fréttamönnum í gær skýrði Eggert G. Þorsteinsson formaður
Húsnæðismálastjómar svo frá að Húsnæðismálastjórn hefur nú lokið við
að úthluta þeim 250 milj. kr. er ríkisstjórnin lofaði í júnísamkomulaginu í
fyrra að útvegaðar yrðu til að afgreiða, þær umsóknir er fyrir lágu 1. apríl
1964 og lánshæfar voru.
3 Hjá Húsnæðismálastjórn liggja ni hins vegar fyrir um 1000 umsóknir
m lán er borizt hafa frá 1. apríl 1964 og taldi Eggert að þess væri ekki
að vænta að umsóknir er bærust hér eftir á þessu ári hlytu afgreiðslu
fyrir næstu áramót.
Dagsbrúnarfundur
á sunnudaginn
Á samningafunðum nefnda
verkalýðsfélaganna á Norður-
og Austurlandi og Dagsbrúnar
og Hlífar með atvinnurekend-
ÞJÓNAR
BOÐA TIL
VERKFALLS
Enn harðnar víndeila
þjóna og veitingahúseig-
enda og hafa þjónar boðað
verkfall frá og með föstu-
deginum 4. júní. Þjóðvilj-
inn hafði í gær samband
við Jón Maríusson formann
Félags framreiðslumanna
og sagði hann að það sem
einna mest hefði haft áhrif
á hina hörðu afstöðu þjóna
væri að á sunnudagskvöld-
ið hefði verið hengt upp
spjald í nokkrum veitinga-
húsum þar sem fram-
reiðslumenn voru beint eða
óbeint sakaðir um þjófn-
að. Hljóðaði tilkynningin á
þessa leið:
„Tilkynnist til gesta. Hér
í húsinu Iiggja viða frammi
réttar vcrðskrár frá veit-
ingahúsinu. Er gestum bent
á að kynna sér þær, þar
sem einstakir framreiðslu-
menn heimta hærra verð á
vínveítingum en húsi'ð og
ráðunautur telja heimilt.
25% á að Ieggja ofan á
verð hússins".
Jafnframt þessu, sagði
Jón, skelltu veitingahúsa-
eigendur fyrirvaralaust
verkbanni á barþjóna á
sunnudagskvöldið með því
að loka vínbörunum, en
selja létt vín í heilum og
hálfum flöskum í sölunum.
Þetta álítum við ólöglegt
sagði formaðurinn, þar sem
okkur var ekki tilkynnt
um verkbannið með neinum
fyrirvara. Hefur félagið
' ákveðið að kæra þetta mál
fyrir dómstólunum.
um í gær var fjallað um hinar
sameiginlegu kröfur verkalýðs-
félaganna.
I gærkvöld áttu samninga-
néfndir norðan- og austanmanna
fund með atvinnurekendum.
Trúnaðarráð Dagsbrúnar hélt
fund f gærkvöld til að ræða
samningsmálin. Gert er ráð fyr-
ir að almennur félagsfundur í
Dagsbrún um samningana verði
á sunnudaginn, í Iðnó, og hefj-
ist kl. 3.
Samningaumleitanir halda að
sjálfsögðu áfram einnig næstu
daga.
Félagsfundur B.í.
Fundur verður haldinn í Blaða-
mannafélagi íslands á morgun,
föstudag, kl. 3 síðdegis í bað-
stofunni Nausti. Áríðandi mál
á dagskrá, — Stjórnin.
■® Eggert skýrði svo frá að frá
I. júlí 1964 og til þessa dags
hefði Húsnæðismálastjórn úthluí-
að lánum samtals að upphæð
254 milj. kr. og hefðu þar með
verið afgreiddar allar lánshæf-
ar umsóknir er borizt höfðu fyr-
ir 1. apríl 1964 og þar með
staðið við það loforð er ríkis-
stjórnin gaf í júnísamkomulag-
inu í fyrra.
I júnísamkomulaginu í fyrra
lofaði ríkisstjórnin einnig nýrri
lagasetningu um húsnæðismál
og voru þessi nýju lög samþykkt
af Alþingi nú í byrjun maí.
Aðalbreytingarnar í nýju lögun-
um frá því sem var í gömlu
lögunum eru tvær, sagði Egg-
ert. I fyrsta lagi hámarksupp-
hæð lána sem Húsnæðismála-
stjórn veitir um kr. 150 þúsund
í kr. 280 þúsund. I öðru lagi
eru þau ákvæði í nýju lögun-
um að framvegis yerða allar um-
sóknir um lán að hafa borizt
Húsnæðismálastjórn og umsókn-
in að hafa hlotið samþykki áð-
ur en lánsumsækjandi hefur
byggingaframkvæmdir eða kaup
eru gerð, ef lánsumsækjandi
ætlar að kaupa hús í smíðum.
Seðlabankinn veitti Húsnæðis-
málastjórn 660 milj. kr. lán til
5 ára til þess að gera henni
kleift að úthluta þeim 250 milj
ónum sem heitið hafði verið og
verður hún að greiða það lán
af tekjum sínum nœstu 5 ár.
Tekjur stofnunarinnar hafa
hins vegar stóraukizt, sagði
Eggert, og munar þar mestu um
1% launaskattinn, en áætlað er
að hann nemi árlega 70—80 milj.
kr. Þá hefur framlag ríkissjóðs
nú hækkað upp í 40 milj. kr.
á ári og aflar ríkissjóður sér
tekna til þess með hækkuðum
fasteignagjöldum
Þá sagði Eggert að lánshækk-
unin samkvæmt hinum nýju lög-
um myndi verða látin ná til
þeirra umsækjenda er byrjað
hefðu á byggingum sínum eða
keypt hús í smíðum er byrjað
var að byggja eftir sl. áramót.
Framhald á 9. síðu.
-<$■
Skipverjar á Þorstcini við löndun. — (Ljósm. H.
20 síldarskip komin á miðin
Góðar veiðihorfur
í nótt
■ NESKAUPSTAÐ í gær-
kvöld. — Tuttugu síldarbátar
eru nú komnir á miðin hér
fyrir austan og halda sig að-
allega á nýju veiðisvæði, sem
Ægir fann í gærkvöld um 55
mílur austur af Dalatanga.
Þarna hafa nokkur skip
þegar fengið afla eins og
Reykjaborgin 1100 mál, Þor-
steinn 1600 mál, Bjartur 1500
mál, Jón Kjartansson 1200
mál og Sæfari 600 mál.
Skínandi gott veiðiveður er
á miðunum og eru veiðihorf-
<j>ur góðar í nótt.
Nýja gíldarskipig okkar, Bjart-
ur, er væntanlegt hingað í fyrra-
málið með 1500 mál og fer sú
síld í bræðslu og frystingu. Þá
komu til Eskifjarðar í dag Þor-
steinn með 1600 mál og Jón
Kjartansson með 2200 mál og
Krossanesið kom með 1800 mál
til Fáskrúðsfjarðar klukkan 5 í
dag og hefur verksmiðjan þar
bræðslu annað kvöld.
Alltaf eru að berast fréttir af
síldarskipum, sem þyrpast á mið-
in hvaðanæva að af landinu.
Þannig eru á leiðinni að norðan
síldarskip eins og Súlan, Ölafur
Magnúss. og Sigurður Bjarnas.
frá Akureyri, Siglfirðingur frá
Siglufirði og Helgi Flóventsson
frá Húsavík.
Móttaka á síld er víðast í
lamasessi hér á Austfjörðum og
spyrja menn nú af kurteisi, hvar
þetta margrómaða flutningakerfi
gé þessa stundina og er enginn
vafi á því, að allar þær bolla-
leggingar hafa gert menn óvið-
búnari hér fyrir austan til mót-
töku á síld. — R. S.
Er væntanleg
árdegis í dag
Seinkun varð á komu nýj-
ustu Rolls Royce flugvélar Loft-
leiða til landsins, eins og skýrt
hefur verið frá í fréttum blaðs-
ing, Nú er gert ráð fyrir að
flugvélin komi til Keflavíkurflug-
vallar árdegis í dag, fimmtudag.
Neskaupstað í fyrradag með fyrstu Austfjarðasíldina á
Þorsteinn frá Reykjavík siglir inn á höfnina í
| þessu sumri, 1400 mál. — (Ljósm. H. G.).
Dr. Jóhann Axels-
son skipaður próf.
lífeðlisfræði
i
Hinn 20. maí 1965 skipaði
forseti Islands að tillögu mennta-
málaráðherra dr. Jóhann Axels-
son prófessor í lífeðlisfræði við
læknadeild Háskóla Islands.
(Frá menntamálaráðuneytinu).
Pétur Thorsteins-
son ambassador í
Washington
I gær barst Þjóðviljan-
um eftirfarandi fréttatil-
kynning frá utanríkisráðu-
neytinu:
Utanríkisráðuneytið hef-
ur ákveðið að skipa Pétur
Thorsteinsson, núverandi
ambassador f París, til
þess að vera ambassador
Islands f Washington D.C.
Mun hann taka við þessu
nýja starfi sínu innan
skamms.
SJÓMANNADAGURINN
FYRR EN VEN-IULEGA
• Sjómanadagurinn verður hátíðlega haldinn í 28. sinn n.k. sunnu-
dag. Til þessa hefur Sjómannadagurinn verið haldinn fyrsta sunnu-
dag í júní, en nú hefur hann verið færður fram vegna óska sem
borizt hafa frá sjómannasamtökum víða að og verður hér eftir
síðasta sunnudag í maí. Dagskrá hátíðahaldanna í Reykjavík verð-
ur með svipuðu sniði og umdanfarin ár og verður hún birt í blað-
inu á laugardaginn.