Þjóðviljinn - 27.05.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.05.1965, Blaðsíða 2
2 SIÐA ÞIÖÐVILJINN Fimmtudagur 27. mai 1965 Málfrelsisréttur dagblaðalesenda Þakka Magnúsi Kjartanssyni birtingu bréfs míns á sunnu- daginn. Svar er málefnalegt og góðum ritstjóra samboðið. Ekki sé ég betur en svona eða á- líka stílsefni geti verið góð- um ritstjórum holl og góð til- breytni í hversdagslegu stríði beirra við atvinnupólitíkusana. En auðvitað má nóg af öllu gera og þá er hægurinn hjá að segja stopp. Ég er þeirrar skoðunar, að dagblöðin eigi ekki að vera einkaheimili ritstjóranna. En auðvitað verða þeir að hafa þar húsbóndavaldið. Fer þá éftir smekkvísi þeirra og sam- vizkusemi, hvaða raddir fá þar að heyrast. í lýðfrjálsu landi eiga málsmetandi menn að eiga heimtingu á því, að fá að koma einstaka sinnum að orði í blöðin, þótt vitað sé að þeir séu ekki jábræður útgefend- anna. Um þetta erum við Magnús áreiðanlega sammála, eins og raunar kom fram i svari hans, þótt með eðlileg- um fyrirvara væri. Ritstjór- anna er að sjálfsögðu að setja leíkreglumar, og það er víst engin hætta á öðru, en að þeir ætli sér síðasta orðið. Ég held að það sé einkum mjög þýðingarmikið, að halda fram þessum málfrelsisrétti lesendanna gagnvart jafn- sterkum áróðursaðila og Morg- unblaðið er. Um þetta efni ætlaði ég að ræða við einn ritstjóra þess á dögunum. Hann birti bréf mitt, líklega mest sakir kunningsskapar okkar, en taldi bæði það og svar sitt varla prenthæft, og óskaði ekki eftir frekara ó- næði að sinni. Þessi við- brögð segja sína sögu. Þá sendi ég og bréf til rit- stjóra Alþýðublaðsins. Var það einkum skýrgreining á því hversvegna hemámsandstæð- ingar kunna ekki að meta Þjóð- minjasafnsræðu menntamála- ráðherrans um það, að glata sjálfstæði til þess að öðlast Eftir Jón úr Vör sjálfstæði, jafnvel þótt þetta öfugmæli sé sótt í munn Churchills gamla að einhverju leyti. Enn hefur ekkert heyrzt úr þeim herbúðum um vænt- anleg afdrif þess bréfs. Ekki þarf ég að kvarta und- an því, að Magnús Kjartansson skilji ekki fyllilega tilgang bréfaskrifta minna og ekki mun trúum lesendum Þjóð- Sjálfs- gagnrýni ■ ■ • Að undanfömu hafa ýmsir • menningarforkólfar ■stjómar- I flokkanna haft uppi yfirlýs- • ingar sem einna helzt minna ■ á sjálfsgagnrýni og játningar austantjalds. Formaður út- [ varpsráðs, Benedikt Gröndal, i hefur lýst yfir því að hann i hafi með afskiptum sínum af bandariska sjónvarpinu leitt | þjóðina út í „andstyggilega | sjálfheldu". Gylfi Þ. Gíslason i menntamálaráðherra hefur :. sagt að með fylgi sínu við ; bandaríska sjónvarpið hafi hann stuðlað að ástandi sem : sé „óviðunandi og ósamboðið : fslendingum sem sjálfstæðri ; menningarþjóð". Menningar- ; ritstjóri Morgunblaðsins, Matt- : híaj Johannessen, hefur látið ; áþekk orð falla, þótt hann | hafi jafnframt sagt allt annað : sem unnt er að segja ummál- ið. Þessar yfirlýsingar og aðr- • ar hliðstæðar eru ákaflega alvarlegur áfellisdómur sem þessir leiðtogar þjóðarinnar • kveða upp yfir sjálfum sér, ■ og þeir geta sannarlega ekki : réttlætt sig, eins og þeir hafa | reynt, með þvi að vitna í bænina fomu um fyrirgefn- ! ingu handa þeim sem vita ; ekki hvað þeir gera. Því að- [ eins em Gylfi Þ. Gislason og Benedikt Gröndal leiðtog- ar í menningarmálum að þeir • töldu sig vita betur en aðr- [ ir hvað bæri að gera; þeir [ börðust fyrir stækkun dáta- • sjónvarpsins þrátt fyrir að- | varanir manna sem sögðu [ réttilega fyrir hvað gerast | myndi. Þegar í ljós kemur að : dómgreind þessara leiðtoga ; stenzt ekki úrskurð reynsl- unnar — samkvæmt matj og játningum sjálfra þeirra — • ber þeim sannarlega að hug- : leiða það í alvöm og einlægni hvort þeir em réttu mennirn- : ir til þess að leggja á ráðin ■ um þróun menningarmála á • íslandi. ■ Upp- hafin réttindi ■ Raunar er það lofsvert að • mönnum sé sýnt umburðar- [ lyndi ef þeir viðurkenna mis- tök sín og vilja leiðrétta þau En hvar hefur sá vilji komið ■ fram j umtali menntamála- ; ráðherra um bandaríska sjón- I varpið? Hann lýsti yfir því • jafnt á fundi hjá sextíumenn- ingunum sem ' grein í Al- : þýðublaðinu á laugardaginn var að þess væri enginn kost- ur að loka nú þegar fyrir dátasjónvarpið, því með því væri verið að „svipta menn vissum réttindum eða hags- munum. sem þeir hefðu aflað sér með miklum kostnaði og á algjörlega löglegan hátt“. Þetta er furðuleg kenning. Gylfi Þ. Gíslason er stjórn- málamaður og hefur á hverju ári forustu fyrir fjölbreyti- legri lagasetningu sem í sí- fellu. breytir réttindum og hagsmunum í þjóðfélaginu. Sum þessi lög eru mjög nær- göngul við fólk og vekja víð- -tæka andstöðu, þau • breyta lifnaðarháttum manna, kjör- um og réttindum, en ég hef aldrei vitað til þess fyrr að Gylfi Þ. Gíslason teldj slík- ar breytingar óheimilar. Við kjósum einmitt alþingi og höf- um ríkisstjóm í landinu til þejs að breyta „réttindum og hagsmunum“ manna þótt oft séu skiptar skoðnair um breyt- ingamar. Ef fylgja ættj kenn- ingu Gylfa yrði þjóðfélagið steinrunnið og dautt. Raunar er sá boðskapur hans að dáta- sjónvarpskassar séu óhlut- bundin mannréttindi, hafin yf- ir stjómarathafnir, þeim mun furðulegri sem hann játar í sömu andránni að ofurvald þeirra sé óviðunandi og ósam- boðið íslendingum sem sjálf- stæðri menningarþjóð. Hvert er verkefni menntamálaráð- herra, ef ekki það að fjar- lsegja með stjórnarathöfnum þær hættur sem steðja að sjálfstæðu menningarlífi á ís- landi? Hvemig geta sjálfar meinsemdimar orðið að upp- höfnum réttindum í huga hans? Per- sónuleg skoðun Að vísu hélt menntamála- ráðherra því fram að með ís- lenzku sjónvarpi legðu stjóm- arvöldin fram ný réttindi og nýja hagsmuni sem jafngiltu dátasjónvarpinu og þegar hér- lent sjónvarp værj tekið til starfa vseri lokj unnj að loka hinni erlendu stöð á einskon- ar jafnkeypisgrundvelli. En öruggast mun að trúa þvílík- um fyrirheitum varlega Það er þegar grunsamlegt að menntamálaráðherra kvað það aðeing „persónulega skoðun“ sína að loka ætti dátasjón- varpinu þegar það islenzka værj tekið til starfa. en slíkt hefðj alls ekki verið rætt í ríkisstjórninni og því ekki unnt að tala um stefnu henn- ar. Hvemig geta persónulegar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar verið aðrar en stefna sú sem hann framkvæmir • sem menntamálaráðherra þegar í hlut eiga vandamál sem skera úr um það hvað er viðunandi og samboðið sjálfstæðri menn- ingarþjóð á íslandi? Hlýtur ráðherrann ekki að standa eða falla með sannfæringu sinni? Getur það hugsazt að hann taki að sér að fram- kvæma ákvarðanir sem að hans eigin dómi stefna ís- lenzku menningarríki í voða, aðeins ef það er samþykkt af öðrum ráðherrum í ríkis- stjóminni? Gleym- um því ekki Þess hefur drðíð vart að ýmsir þeirra sem hafa beitt sér gegn dátasjónvarpinu telja sig hafa unnið verulegan mál- efnalegan sígur með játning- um Gylfa Þ. Gíslasonar og fleiri valdamanna • að undan- förnu, og skal sízt úr því dregið. Engu að síður skyldu menn ganga hægt um gleðinn- ar dyr. f þessu máli er ekki við menntamálaráðherra einan að eiga, ekki heldur einvörð- ungu við ríkisstjómina og þá flokka sem að henni standa. Það er alrangt sem Gylfi Þ. Gíslason sagði í Alþýðublað- inu á laugardaginn var; ,.Eng- in ástæða er til þess að halda, að yfirmenn vamarliðsins hafi haft eða hafi áhuga á því að sjá fslendingum fyrir sjón- varpi.“ Sjónvarpsstöðin á Keflavíkurflugvelli var stækk- uð á sama tíma og fækkað var í hemámsliðinu og starf- semi þess takmörkuð af spam- aðarástæðum. Styrkleiki stöðv- arinnar var hafður margfalt meiri en þörf var á handa hinu erlenda liði. Sjónvarps- sendirinn var hækkaður svo að hann drægi lengra, þótt , þess gerðist engin þörf vegna herstöðvarinnar. Dagskráin var lengd og lagt í stóraukinn kostnað við að gera hana fjöl- breytilegri. Teknir eru upp hér- lendis sérstakir dagskrárliðir sem ætlað er að skírskota til fslendinga. Allar em þessar staðrejmdir órækur vottur þess að sjónvarpsstöðin var stækkuð til þess eins að her- námsliðið gæti orðið fastur heimiliS'gestur hjá sem flest- um landsmönnum, og það spá- ir ekki góðu að menntamála- ráðherra skuli mótmsela jafn augljósum staðreyndum opin- berlega. f þessu máli eigum við íslendingar að vísu að- gang að menntamálaráðherra okkar og ríkisstjóm, en við skulum ekki gleyma því að á bak við þá aðila er annað vald sem stundum áður hef- ur ráðið úrslitum um islenzk málefni, þvert ofan í svardaga fomstumanna okkar. — Austri. viljans koma skoðanir hans á óvart. En ég vona að endur- skoðunarstefna sé ekki bann- orð í návist hans, og geri líka ráð fyrir að við séum báðir einlægir sameiningarmenn. Enn er vinstri hreyfingin á vegamót- um, eins og svo oft fyrr. Einu sinni enn verðum við að spyrja sjálfa okkur: Hvers- vegna er það eins og að bera sand í botnlausa tunnu, að fylkja saman liði vinstri manna? Svör Magnúsar benda til þess eindregið að enn um stund greini okkur á um leið- ina að markinu. Ég er reiðubú- inn að raeða það nánar. Mikið má góður vilji. En það þarf stundum meira til. Einhvern næstu daga mun ég taka saman grein um við- horf Magnúsar eins og þau koma fram í svöram hans við bréfi mínu 24. maí 1965. JÓN tíR VÖR. Eftir að þessi grein var skrifuð, birti Alþýðublaðið loks bréf það sem því var sent. skólagörðum Kópavogs Innritun í skólagarðana fer fram föstudaginn 28-• maí kl. 10—12 og 2—4. Böm úr Austurbænum mæti til innritunar í görð- unum við Fífuhvammsveg en böm úr vesturbæ í görðunum við Kópavogsbraut. — Þátttökugjald er kr. 300,—. Yfírh/ukrunarkonustaða Staða yfirhjúkrunarkonu við Flókadeild Klepps- spítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 10. júní 1965. Reykjavík, 25. mai 1965. Skrifstofa ríkisspítalanna. Óeirðir MONTREAL 25/5 — Um það bil eitt þúsund ungir frönsku- mælandi Kanadamenn börðust í gærkvöld vig lögreglumena, búna kylfum, í Lafontaine-garðinum í Montreal. Mótmæltu ungu menn- irnir því, að haldinn sé hátíð- legur svonefndur „Dagur Vi'ktor- íu drottningar“. Hinir ungu menn eru ákafir talsmenn þess, að frönskumælandi Kanadamenn hljóti sjálfsstjóm. — Fyrr um daginn urðu svipaðar óeirðir í borginni. Frá barnaskólum Reykjavíkur Börn, sem fædd eru á árinu 1958, og ekki sækja vornámskeið þau, er nú standa yfir í barnaskólum, skulu koma í skólana til innritunar föstudaginn 28. maí n.k., kl. 1—4 e.h. Eldri börn, sem flytjast milli skólahverfa eða koma úr einkaskólum, verða innrituð á sama tíma. Skulu þau hafa með sér flutningsskírteini. Fræðslustjórinn í Reykjavík. TRILLUBATA- EIGENDUR ! Hin sívaxandi smábátaútgerð hér á landi hefur staðfest nauðsyn þess, að triliubátaeigendur gætu tryggt báta sína. Samvinnutryggingar hófu þessa tegund trygginga fyrir nokkrum árum og var fyrsta trygginga- félagið, sem veitti þecsa þjónustu. Með trillubátatryggingunum hafa skcpazt möguleikar á, að lánastofnanir gætu lánað ffé út á bátana og þannig hafa fleiri getað hafið þessa útgerð. Margir bátar hafa gjör- eyðilagzt undanfarin ár og hafa Samvinnutrygginar með þessu forðað mörgum frá því að missa atvinnutæki sitt óbætt. Við viljum því hvetja alla trillubátaeigendur til að tryggja báta sína nú þegar. SAMVIIVIV UT HVÍi GIIV GAR ÁRMÚLA 3, SÍMl 38500 - UMBOÐ UM LAND ALLT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.