Þjóðviljinn - 26.08.1965, Síða 7
Fiimn&xlagur 26. ágúst 19® — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J
HILMAR STEFANSSON
Minningarorð
Enn er höggvið skarð í ateta-
mótakynslóðina góðu sem bar
svo ferskar í brjósti hugsjón-
irnar um efnahagslegar fram-
farir og sjálfstæði Islands og
gaf sjálfri sér þad heit að
fylgja þeim fram til sigurs.
Hilmar Stefánsson bankastjóri
iézt 17. þ.m., 74 ára, og verð-
ur jarðsettur í dag.
Ævi Hilmars bregður ljósi á
langan veg, eða hefur ekki
allt hið söguríkasta gerzt á liðn-
um sjötíu árum? Ég kynntist
ekki Hilmari fyrr en seint. eftir
að hann var orðinn bankastjóri
Búnaðarbankans, og er mér
æviferill hans lítt kunnur áð-
ur og stikla þar á stóru. Hilm-
ar fæddist 10. maí 1891 á Auð-
kúlu í Húnavatnssýslu og voru
foreldrar hans Stefán M. Jóns-
son prestur þar og fyrri kona
hans Þorbjörg Halldórsdóttir.
Eftir bernskuárin heima lá
leið Hilmars úr sveitinni um
gagnfræðaskólann á Akureyri,
en þaðan lauk hann prófi 1911,
til framhaldsnáms í höfuðborg-
inni og inn í slagæð athafna-
lífsins, varð starfsmaður Lands-
bankans 1917, útibússtjóri um
tíma í Vestmannaeyjum og á
Selfossi, síðar aðalgjaldkeri
Landsbankans og loks eftir iát
Tryggva Þórhallssonar banka-
stjóri Búnaðarbankans 27 ár
samfleytt, 1936—1963. Hilmar
kvæntist 1924 Margréti Jóns-
dóttur frá Stokkseyri, og varð
það gæfa hans og bjó hún
þeim yndislegt heimili, og lifir
hún mann sinn. Þau eignuð-
ust tvö börn, Stefán og Þórdísi.
Við stöldrum við fæðingarár
Hilmars, 1891, og undrumst
hve ævi manns sem rétt er að
hverfa frá okkur hrfiar miktar
fjarlægðir og tengir þræðina
langt aftur, eins og við séum
komin hálfa leið til Jónasar
og Bjarna og uppsprettulinda
Fjölnis og í námunda við Jón
Sigurðsson, dáinn aðeins tveim
árum áður, og við skiljum betur
hinn samfellda straum þjóðfrels-
isbaráttunnar fram á okkar dag.
Og þó er eins og yfir marg-
ar kynslöðir að fara, sem all-
ar hafa orðið Hilmari sam-
ferða, sjáum hilla yndir þjóð-
skáldin, Matthías og Steingrím,
og á uppvaxtarárum Hilmars
brýna þeir raustina, Benedikt
Sveinsson, Bjarni frá Vogi og
Skúli Thoroddsen, og skálda-
kynslóðin sem manni finnst
löngu liðin, Þorsteinn, Stephan
G„ Einar Benediktsson, Hann-
es, eru íkveikja þjóðlífsins og
dynjandi hvatning og síðan
fossa fram þjóðlífsöfl nýrrar
aldar: ungmennafélög, sam-
vinnuhreyfing bænda, verk-
lýðshreyfingin, og stjórnmála-
Scimtök með allri þeirri um-
byltingu þjóðlífsins sem fylgir
og öllum er kunn.
Menn þurftu ekki lengi að
kynnast Hilmari Stefánssyni til
að sjá að hann var í æsku
mótaður af þeim kynslóðum
sem settu sjálfstæði þjóðarinn-
ar ofar öllu öðru og af hug-
arafli þeirra miklu skálda sem
að framan eru nefndir og
kváðu mátt og framfarahug í
þjóðina og af þeirri samfé-
lagsvitund sem fyigdi þjóðlífs-
vakningunni. Þetta varð hin
stríða undiralda í skapgerð
manna eins og Hilmars. Hann
trúði á hinn nýja dag með
þjóðinni sem skáldin boðuðu í
ljóðum sínum. Ekkert var sjálf-
sagðara en leita fyrst þess er
þjóðinni var til hagsældar og
leggja fram alla krafta sína
til að lyfta henni fram á letð.
I hverju verki lýsti sér hið
félagslega markmið og á bak
við framkvæmdirnar, og hvað
sem leið öldurótinu í kring,
var hin vakandi hugsjón sem
markaði stefnuna og gaf hverju
starfi\ festu og þjóðlegt gildi.
Nú er dagur við ský, kvað
Einar Benediktsson fyrir alda-
mót, og á stofndegi lýðveld-
isins^. 1944 tók Hilmar sig til
og gaf út blað með nafninu
Nýr dagur. Þeirri kynslóð sem
Hilmar var af fannst sem lang-
þráðu markmiði væri náð, og
fagnaði heils hugar, og Hilmar
sem ekki áður fékkst við blaða-
útgáfu gat ekki orða bundizt
að láta fögnuð sinn í ljós, og
það er táknrænt fyrir starf
hans í þágu athafnalífs þjóð-
arinnar að hann nefnir blað
sitt Nýjan dag. Þann nýja dag
var hann sjálfur með í að
skapa fyrir sveitimar á Islandi
og þjóðina alla.
Það sem framar öllu heldur
nafni Hilmars Stefánssonar á
lofti er stjórn hans á Búnað-
arbanka íslands í meira en
aldarfjórðung, og átti hann
reyndar langan feril í banka-
starfsemi áður. Ég kynntist
nokkuð bankastjórn Hilmars
er ég átti sæti í bankaráði
Búnaðarbankans árin 1945—’48
undir formennsku Hermanns
Jónassonar. Búnaðarbankinn
var þá í hröðum vexti og hafði
meira en þrítugfaldað umsetn-
ingu sína og tvívegis sprengt
af sér húsnæðið undir stjórn
Frá þingi íslenzkra ungtemplara að Jaðri.
argar samþykktir gerðar á
þmgi íslenzkra ungtemplara
Þing oe mót íslenzkra ung-
templara var haldið að Jaðri
dagana 13. til 15. ágúst s.l.
Þingið sóttu 24 fulltrúar, auk
stjórnar sambandsins. Enn-
fremur voru við þingsetningu
nokkrir gestir, forustumenn á
sviði aeskulýðs- og bindindis-
mála. Jaðarsmótið sóttu að
þessu sinni rúmlega 900
manns. Tjaldbúðir voru að
Jaðri um helgina, Útiskemmt-
un var á sunnndag og skemmt-
anir fyrir unga fólkið á laug-
ardagskvöld og sunnudags-
kvöld.
Þingið setti með ávarpi
formaður lUL, séra Árelíus Ní-
elsson. Stórtemplar Ólafur Þ.
Kristjánsson flutti kveðjur og
árnaðaróskir frá Stórstúku ís-
lands. Þá söng Erlingur Vig-
fússon, óperusöngvari nokkur
lög við undirleik Ólafs Vignis
Albertssonar. Ámi Gunnlaugs-
son, hæstaréttarlögmaður Hafn-
arfirði flutti erindi um bind-
indis- og áfengismál.
Meðal samþykkta þingsins
♦r áskorun til opinberra aðila
um að hætta vínveitingum í
veizlum sínum, um aukig eft-
irlit með sölu og vínveitingum
á almennum skemmtistöðum,
að lög er banna vínveitingar
ungu fólki séu í heiðri höfð;
hvatt til að ekki sé leyfilegt
að auglýsa áfengi og tóbak.
Þingið fagnar því, sem áunn-
izt hefur með starfi Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur og starfi
æskulýðsheimilis þess að Frí-
kirkjuvegi 11. Fagnað er hin-
um skipulögðu mótum, sem
sýslur og héruð hafa stofnað
til á nokkrum stöðum. Lýst er
ánægju með þátttöku Æsku-
lýðssambands fslands í „Bar
áttunni gegn hungri“ og hvet-
ur þingið alla til virkrar þátt-
töku í þeirri starfsemi og fjár-
söfnun, sem fyrirhuguð er.
Þá hvetur ársþing íslenzkra
ungtemplara til aukinnar
fræðslu um félagsmál og tóm-
stundastarfsemi ungs fólks, og
Framhald á 9. síðu.
Hilmars, og nú var hið nýja
stórhýsi Austurstræti 5 í smíð-
um og Hilmari mikid kapps-
mál að hrinda byggingunni á
sem skemmstum tíma í fram-
kvæmd og allri í einu, eins
og viturlegast var, og hreifst
ég af stórhug hans og bjartsýni
og studdi hann heils hugar,
sjálfur með ferska reynslu af
byggingarframkvæmdum Hóla-
prentsmiðju í Þingholtsstræti,
og Hilmar kom máli sínu fram.
öll stefna hans í rekstri bank-
ans einkenndist af framsýni,
dugnaði og brennandi áhuga.
Hann hafði föst tök á hlutun-
um og þó hann vildi fara sín-
ar leiðir missti hann aldrei
sjónar á þvi hlutverki sem
bankanum var ætlað að rækja,
og var sem saman færi i
skapgerð Hilmars djarfmann-
legt áræði, hagsýni og bú-
mannleg gætni. Hann gerði sér
ljósa grein fyrir, hvar Bún-
aðarbankinn var staðsettur, i
miðri höfuðborginni, og ætti
hann að verða landbúnaðinum
að gagni eins og til var ætl-
azt vard að auka lánsfé hans
og sparisjóðsdeild með því að
afla honum viðskiptamanna og
vinsælda í Reykjavík. Með
stórhýsi í höfuðborginni lagði
hann einmitt grundvöll að stór-
auknum viðskiptum bankans,
og ekki sízt með því að gera
það sem fegurst og bezt úr
garði. Hann valdi hinn snjail-
asta arkitekt, Gunnlaug Hall-
dórsson, til að teikna húsið og
hefur hann vitnað til þeirrar
fyrirhyggju Hilmars að gefa
sér IV2 ár til að fullgera teikn-
inguna. Og húsið heppnaðist
með ágætum, er bseði hið feg-
ursta, hentugt, einfalt og vist-
legt, og afgreiðslusalur rúm-
góður og bjartur, eins og Hilm-
ar ætlaðist sérstaklega til. Og
honum fórst ekki síður vél úr
hendi að skapa vingjamlegt
andrúmsloft í stofnuninni með
völdu starfsliði og góðri af-
greiðslu, sem laðað hefur við-
skiptamenn að bankanum,
hvort sem Hilmar valdi þetta
starfslið sjálfur eða hafði
menn hið næsta sér sem hjálp-
uðu til að skapa þetta and-
rúmsloft. En minnast má f
þessu sambandi þess trausts er
Hilmar naut meðal starfsfélaga
sinna í Landsbankanum er
hann var kosinn fyrsti for-
maður félags þeirra. Sem dæmi
um frapnsýni Hilmars varðandi
bygginguna er stærð hennar,
að nú eftir tvo áratugi er hún
enn til góðrar frambúðar, bó
að starfsemi bankans hafi þan-
izt út á þessu tímabili.
Mér er auðvitað ljóst að Bún-
aðarbankinn hefur eflzt og vax-
iö fyrir atorku og dugnað
bændastéttarinnar, bjartsýni
hennar og trú á landið, og fyr-
ir félagssamtök hennar, og eins
að hann er studdur ræktun-
ar- og byggingarsjóðum og lög-
gjöf frá Alþingi. En engu að
síður ber bankastjóranum
Hilmari Stefánssyni mestur
heiður af framgangi bankans.
Hann tók við stjórn hans við
erfiðustu aðstæður á kreppu-
tímum f þröngum kytrum með
litlu fé til ráðstöfunar, en vann
bankann upp og aflaði honum
trausts og vinsælda, lét síðan
reisa yfir hann hið glæsilega
stórhýsi og gerði hann að
því sem hann nú er orðinn,
einn aðalbanki þjóðarinnar, og
öflugur bakhjarl að hverskon-
ar framkvæmdum í sveitum
landsins. Bændum má vera
ljóst hver lyftistöng hann hef-
ur verið þeim. Stórvirki í rækt-
un og húsagerð, bæði yfir fólk
og fénað, vélvæðingin öll og
umsköpun starfshátta, að öllu
þessu hefur Búnaðarbankinn
stutt, svo að þúsundir bænda-
býla landsins hafa átt til hans
að rekja auknar athafnir og
blómgandi byggð. Sá sem hef-
ur á hendi stjóm slíkrar stofn-
Hilmar Stefánsson,
unar og ábyrgð á rekstri henn-
ar þarf að vera traustum hæfi-
leikum búinn, og sá verður
dómur um Hilmar Stefánsson
að hann hafi leyst þetta á-
byrgðarstarf vel og farsællega
af hendi. Hann var einn banka-
stjóri og mótaði því stefnu
hans og fann til ábyrgðar sinn-
ar um framtíð bankans og var
því eðlilegt að hann vildi að
hann héldist í góðum höndum
og þeirri stefnu yrði haldið á-
fram sem hann hafði sjálfur
markað, og til þess trúði hann
bezt syni sínum, Stefáni, sem
nú fer með bankastjórn, ásamt
Þórhalli Tryggvasyni, og má
þeim sem þekkja sögu bankans
finnast ánægjulegt að nú skuli
sitja hlið við hlið í banka-
stjórn tveir ungir menn, synir
þeirra Hilmars og Tryggva
Þórhallssonar, sem eru höfuö-
smiðir þessarar stofnunar.
Við minnumst þess oft frá
fyrri árum hve æskumenn þeir
sem yfirgáfu sveitina og
Reykjavík sölsaði til sín fengu
margt óþvegið orð í eyra,
En það er ekki sízt æfintýri
aldarinnar hvernig þessir æsku-
menn úr sveitum unnu að
sköpun hins nýja Islandsíborg
og bæjum og veittu um leið
nýjum straumum tækni og
menningar til sveitanna, hve
fljótir þeir voru að ná tökum
á nýjum verkefnum og leysa
þau farsællega af hendi. Hilm-
ar Stefánsson er einn af þess-
um mönnum. Hann fór inn í
sjálft vígi peningavaldsins, en
hann týndist ekki sveitinni né
■ missti sjónar af farsæld henn-
ar. Unglingar eins og hann
höfðu farið úr sveitinni með
þeim fasta ásetningi og bundið
heit við sjálfa sig að verða
þjóð sinni að sem mestu liði
og skapa nýja tíma, nýjan dag
í öllum landsins byggðum. Og
fyrir starf þeirra eru þær
blómlegri og líðan fólksins
betri. Þannig báru bændasyn-
irnir ávöxtinn aftur heim.
Það var eitthvað í persónu-
leik Hilmars Stefánssonar sem
dró mig strax að honum og
það kom eins og af sjálfu sér
að með okkur tókst föst vin-
átta og ég held mér sé óhætt
að segja gagnkvæmt traust.
Það voru einhverjir neistar af
sama eldi sem kveiktu þessa
vináttu. Mér duldust ekki
mannkostir hans. Hann gat
verið hrjúfur á ytra borði, en
lundin var viðkvæm og heit,
og þó hann sæti þungbúinn
og vel á verði í bankastjóra-
sætinu gat svipurinn allt í einu
orðið einstaklega hýr og glað-
legur og gamanj’rði hrukku
af vörum. Hilmar var vinfast-
ur þar sem hann tók því, og
við slitum ekki tengsl okkar,
þó að ég væri farinn úr banka-
ráði. Löngu síðar, þegar ég
lagði með Mál og menningu út
í það æfintýri að reisa stór-
hýsi við Laugaveginn, líkt og
Hilmar hafði gert í Austur-
stræti, þá leitaði ég til bank-
anna eftir lánsfé, til Helga
Guðmundssonar, bankastjóra
Útvegsbankans, og Hilmars og
átti sömu höfðingslund og
skilningi að fagna hjá báðum.
Þeim var vitaskuld Ijóst sem
fjármálamönnum að verzlunar-
og skrifstofuhús við Laugaveg-
inn gat ekki verið áhættusamt
fyrirtæki og má einnig vera
að Hilmar hafi viljað launa
mér stuðning við byggingar-
framkvæmd Búnaðarbankans
áður, en þó held ég að annað
hafi mestu um ráðið, djúp-
stæður menningaráhugi beggja
og fornar ástir þeirra á bók-
menntum og uppruni þeirra úr
rótgróinni menningu sveitanna,
Og satt að segja held ég að
það sé grunnt á sveitamann-
inn i flestum bankastjórum á
Islandi í þeim skilningi að þeir
hafi ósjálfráða samúð með
bókaútgáfu, jafnvel þó þeir
viti hún sé á hausnum! Og
áhugi Hilmars á bókmenntum
duldist mér ekki, hann var arf-
ur hans frá kynslóðunum: sveit-
in og bókin voru samtengd í
huga Hilmars og ástin hin
sama á hvorutveggja, landi og
ljóði.
Mér kemur Hilmar Stefáns-
son ekki úr hug, síðan ég
heyrði lát hans, mér finnst
hann standa hið nassta mér
er ég skrifa þessar línur og
biðja mig að varast allt oflof
um sig, hann hafi ekki gert
annað en skyldu sína, skyldu
sína við þá stcfnun sem hon-
um var trúað fyrir, við sveit-
ina sem ól hann, skylduna
við land og þjóð. Og látum
gott heita að hann hafi ekki
gert nema skyldu sína. En ég
hef ekki heldur viljað segja
annað en það sem mér finnst
satt og rétt. Það er alltof mik-
ið um hitt, að þeir sem stórir
eru í sér og mestu afreka fái
sjaldnast að njóta sannmælis
og verðugs lofs.
Nú getur Hilmar, laus úr
líkamsfjötrum eins og Bjarni
Thorarensen mundi orða það,
leitað samfélags þeirra vina
sinna frá fyrri kynslóðum er
hann hafði mestar mætur á
og verður gaman fyrir hann að
svífa yfir sveitum landsins f
fylgd með þeim Eggert, Tóm-
asi og Jónasi Hallgrímssyni og
geta bent þeim og sagt: sáuð
þið fyrr svo fagran jarðargróða,
og munu ekki blómin litfögur
sem aldrei áður smálíta upp,
að gleðia vini sína.
Kristinn E. Andrésson.
i,
1
k
I