Þjóðviljinn - 26.08.1965, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 26.08.1965, Qupperneq 8
g SfÐÁ — ÞJÓÐVILJINN — Bimmtudagur 26. ágúst IS6S heyrt • Danska drottningin Christina sem uppi var frá 1461—1521 sagði oft þessa setningu: — ?g elska karlmenn, en ekki af þvl að þeir eru karlmenn, heldur vegna þess að þeir eru ekki kvenmenn. Guðmundur G. Hagalín ræðir um Þóri Bergsson. • Radd ir skálda • Það er Þórir Bergsson sem kynntur er að þessu sinni í þsettinum „Raddir skálda“. Sögur eftir Þóri (sem heitir reyndar Þorsteinn Jónsson) tóku að birtast í tímariturn • Snemma beygist królcurinn • Hann er ákveðinn í að verða sjómaður þegar hann er orðinn stór — eða kannski ættum við að segja stærri því hann er orð- inn 11 ára. — En það er erfitt að velja sér lífsstarf og satt að segja þá er annað starf sem heillar þennan unga mann engu minna en sjómannsstafið — hann langar nefnilega líka til að verða læknir. Og þetta tvennt er alls ekki svo auðvelt að sam- eina. Hann fékk að prófa'stýrið á Krónprins Olav á leiðinni til íslands ekki alls fyrir löngu og er myndin tekin við það tækifæri. um 1912, en fyrsta hók hans kom ekki út fyrr en á rið 1939. Hann hefur einkun i orðið þekktur fyrir smásögo r sínar, sem flestar eru sáki'ræðilegs eðlis. Um þær hafa i svofelld orð verið látin fallas: „Við- horf höfundar er man núðlegt, hann er athugull, híorfir á mannlífið eins og úrifjarska, en skynjar það næmum taug- um“ (Kristinn E. Andrésson). Bartók, einn af þeim Qiútíma- tónsmiðum sem bæði er hrós- að fyrir það, hve þelir séu þjóðlegir, og um leið t hylltir sem frömuðir nútímatóínlistar, er á dagskrá í kvöld i og á verk sem ber að minnsta. kosti furðulegt heiti: Cantatai Pro- fana. • Fimmtudagur 26. ágúsít. 13.00 Á frívaktinni: Eydin Ey- þórsdóttir stj. óskalagaþætti fyrir sjómenn. 15.00 Miðdegisútvarp: Sitefán IsJandi syngur. Filharmí'míu- sveit Berlínar leikur 1 Sin- fóníu fyrir tvær flautus' og hljómsveit eftir Friðrik mikla. G. Souzay syngurt lag eftir Lúðvík 13. Vaclav Ríha og Smetana-kvartettinn leSka klarinettukvintett eftir Mioz- art. Souzay syngur aríur úr þremur óperum eftir LuHy. Leppard stj. D. Goumarne leikur smáþætti fyrir sem- bal eftir Rameau. 16.30 Síðdegisútvarp: Eddie , Barclay og hljómsveit leika Parísarlög. Frank Sinatra ■; syngur með hljómsveit Count Basie, F. Fennell og hljóm- | sveit leika lög eftir Gersh- •, win, Bossa-nova-hljómsveit L. Almeida, Rita Streich, strengjasveit F. Slatkin, Lúðrasveit H. Mortimer, Kór Rauða hersins syngur, Ella Fitzgerald og Peggy Lee syngja og hljómsveit Alþýðu- óperuhússins í Vín leikur Vínarlög. 18.30 Danshljómsveitir leika. 20.00 Daglegt mál 20.05 Raddir skálda: Þórir Bergsson. Guðmundur G. Hagalín talar um höfundinn. Þorsteinn ö. Stephensen les smásögu og Finnborg örn- ölfsdóttir les úr endurminn- ingum skáldsins. Ingólfur Kristjánsson undirbýr þátt- inn og kynnir. 21.05>Cantata Profana eftir Bartók. J. Réti tenor, A. Farago bassi, kór og hljóm- sveit ungverska útvarpsins flytja. G. Lehel stj. 21.25 Skipsstrand við Auck- , landseyjar? Jónas St Lúð- víksson flytur frásöguþáttj þýddan og endursagðan. 22.10 Kvöldsagan: „Hve glöð er vor æska“ eftir Hermann Hesse í þýðingu Áslaugar Árnadóttur. Hjörtur Pálsson flytur (3). 22.30 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.30 Dagskrárlok. • Urðu að fara lestagang á bílum yfir Hellisheiði. (Fyrirsögn í Tímanum). • Þoldu þau ekki að sjá Hauk? • Þar sá ég og heyrði Judy Garland, hún er alls ekki mjög feit núna, og hún söng alveg glimrandi. I rúman klukku- tíma hélt hún allri athygli á- heyrenda með söng og fleiri skemmtilegheitum, en líklega hefur hún staðið sig of vel þetta kvöld, því daginn eftir las ég í blöðunum að hún væri komin á spítala. Á sama stað skemmti Luis Prima með hljómsveit. Hann söng sín gömlu góðu lög og sagði tví- ræða brandara á milli, en þarna þýðir varla annað fyrir þá sem koma fram til að skemmta. Með þessu ná þeir upp góðri stemmningu og komast í nánara samband við áheyrendur. Þá heyrði ég hinn fræga trompetleikara Red Nic- holas, sem var á sjötugsaldri og spilaði eins og engill með hljómsveit sinni Five Pennies. Ekki varð ég var við annað en að gamli maðurinn væri í fullu fjöri, en tveim dögum síðar dó hann. . (Haukur Morthens í Alþýðublaðinu). • Ný mynd í Gamla bíó • „Ævintýri í Florenz" heitir mynd sem farið er að sýna í Gamla bíó. Myndina hefur Walt Disney gert og í aug- lýsingu segir að hún sé bæði bráðskemmtileg og spennandi, hvort sem því er nú trúandi eða ekki. Aðalhlutverkin leika „hin vinsælu“ Tommy Kirk og Annette, en á þeim vitum við engin deili. Minnumst ekki að hafa heyrt á þau minnzt, hvað þá meira. Myndin fjallar um bandaríska unglinga — pilt og stúlku — sem dveljast í Flor- enz og verða eins og lög gera ráð fyrir ástfanginn hvort af öðru. En áður en þau leggja leið sína inn eftir kirkjugólf- inu kemur margt og óvænt fyr- ir og þau lenda í klóm mál- verkaþjófa og annars illþýðis. Ekki finnst okkur ástæða til að rekja söguþráðinn nánar en myndin er sögð vera býggð á sögu eftir Edvard Fenton. Það má segja — og það er líka rétt — að Ficasso lifnar við á vinnustofu sinni, að honum sárgremst fagurfræðileg fá- vizka allskonar „dómara", að hann tekur einveru fram yfir félagslega starfsemi. En þá megum við heldur ekki gleyma ástríðuhita hans á ár- um Spánarstyrjaldarinnar, dúfum hans, þátttöku í friðar- hreyfingunni, flokksskírteini, áróðursspjöldum, teikningum fyrir l’Humanité og mörgu öðru. Á Montmartretímabilinu, sem ég missti af, á Rotondu- tímabilinu sem ég hef reynt að lýsa vorum við ungir, höfð- um ánægju af strákapörum. En Picasso hefur áttræður varðveitt sterkar hneigðir til skemmtilegra uppátækja. Enn i dag situr hann allsber fyrir hjá ljósmyndurum, gerir gys að virðulegum gestum, tekur þátt í nautaati. Hann hefur gert stóran flokk steinprent- ana sem nefnist „Listamaður- inn og fyrirmyndir hans“. Lis’tamaðurinn minnir stund- um á Rubens, stundum á Mat- isse aldurhniginn; fyrirmynd- irnar — naktar fyrirsætur eða persónur Velasquesar og ann- ara gamalla meistara; oft er ungur trúður meðal þeirra og líkist hann Picasso (Hann hlær að sjálfum sér, en er lík- lega einnig nokkuð upp með sér). Enginn sem á hann hlust- ar veit fyrir víst hvenær hann hættir að gera að gamni sínu, það kann hann að gera furðu alvarlega, en alvarlega hluti segir hann á þann hátt, að hægt er að skilja sem grín ef vill. Stundum er ég spurður að því hvort sé réttara að bera Picasso fram með áherzlu á síðasta atkvæði eða næstsíð- asta, m.ö.o. hvort hann sé Spánverji eða Frakki. Auðvitað er hann Spánverji — bæði að útliti og skapgerð, ástríðuhita, vegna hlífðarlauss raunsæis og djúps, hættulegs háðs. Borg- arastyrjöldin á Spáni hafði djúp áhrif á hann, má vera að Guernica verði merkilegasta mynd okkar aldar. í vinnu- stofu Picasso á Rue Saint-Au- gustín hitti ég alltaf fyrir spánska útlaga. Pablo neitar Spánverja aldrei um neitt. Allt er þetta rétt, en vert er að veita ýmsu öðru athygli: Hversvegna hefur hann af frjálsum vilja lifað alla sevi í Frakklandi? Af hverju hefur hann álitið og álitur Cezanne mikilmenni? Af hverju voru þrjú frönsk skáld, Guillaume Apollinaire, Max Jacob, Paul Eluard, beztu vinir hans? Nei, Picasso og Frakkland verða ekki aðskilin. Sumir menn breytast skyndilega og slík umskipti gera frásögn um þá auðveld- ari: í lífi þeirra kemur fram sú „þróun atburða" sem freist- ar b.vrjandi leikritaskálda Oft einblína ævisöguhöfundar á ó- væntar athafnir og gleyma skapgerð mannsins. Þetta kem- ur einnig fyrir í verkum sem helguð eru skáldum og lista- mönnum: fútúrismatímabil Majakovskís, Nekrasoftímabil Bloks, hið spánska tímabil Manets, impressjónismatímabil Cezanne. Það er líka reynt að skipta listferli Picasso niður í tímabil. Ekkert er vitlausara: á tveggja þriggja ára fresti hefur hann komið gagnrýn- endum á óvart með nýjum uppgötvunum í myndlist. Rannsakendur nefna mörg „tímabil“ — hið bláa, rós- rauða, negratímabilið, kúb- ismatímann, Ingres-tímabil, pompeiískt o. s. frv. En því miður á Picasso það til að kollvarpa allt í einu öllu kerf- inu. Majakovskí kom á vinnu- stofu Picasso árið 1922 og gat síðan róað vini sína: orðróm- urinn er ekki réttur, Picasso hefur ekki snúið aftur til klassískrar listar. Majakovskí furðaði sig jafnframt á því að hann skyldi ekki finna neitt „tímabil" í list Picasso: „Vinnustofa hans er full af ólíkustu hlutum, allt frá raun- sæjustu senu í bláu og rauðu, gerðri í fornum stíl, til sam- stillingar úr blikki og vír. Lít- ið á myndskreytingar hans: stúlka alveg eins og hjá Serof, konumynd í hrjúfum raunsæ- isstíl og gömul, sundurlimuð fiðla. Og á öllum þessum myndum er sama ártal“. Maja- kovskí áleit að skáld sem skrifar kvæði í „stigaþrepum" geti ekki fengizt við sonnett- ur. En Picasso lætur sér hinar ýmsu fagurfræðilegu kenning- ar í léttu rúmi liggja. Ég hef aldrei þekkt mann sem gat breytzt svo snögglega sem hann en um leið jafnstöðug- lyndan mann, sjálfum sér trú- an. Þegar ég heimsótti hann síðast — í Cannes 1958 — sótti ein hugsun á mig allan tím- ann: hvaða álög eru þetta, all- ur heimurinn er svo gjör- breyttur að það er ekki hægt að þekkja hann fyrir sama heim, sjálfur skil ég ekki for- tíð mína, en Picasso er sá sami og fyrir 45 árum. Og þegar ég hugsaði þetta vissi ég einnig að enginn hafði gengið þraðar en hann. Fyrir þessar sakir er erfitt að tala um Picasso: allt sem þú segir er bæði satt og rangt. Eiðstafur vitna fyrir rétti hljómar eins í ólíkum löndum. Fyrst er þess krafizt að þeir segi „aðeins sannleikann" en svo er þeim fengið næstum því óviðráðanlegt verkefni: að segja „allan sannleikann“. Ef spurt er að því aðeins hvort ákærður hafi framið glæpinn, á sjónarvottur vissulega auð- velt með að segja allan sann- leikann, en ef ákærandi eða verjandi reyna að komast að því hvers vegna ákærður hafnaði í dómsal, þá krefjast þeir of mikils af vitninu — það er ekki Shakespeare, ekki Stendahl, ekki Tolstoj.. Sumir höfundar skrifa að líf og starf Picasso sé fullt af mótsögn- um. Þar með gera þeir sér líf- ið létt. Maður sem setur sam- an leiðarvísi um Holland á auðvelt með að lýsa landslagi og veðurfari í þessu landi: slétt, græn engi, skurðir, vætusamt sumar, mildur vet- ur. En því verður ekki svarað með nokkrum setningum hverskonar loftslag og lands- lag sé í Sovétríkjunum. Varla er hægt að tala um „mótsagn- ir“ milli Kákasusfjalla og túndranna, milli ferskna Krím- skagans og krækiberja norð- ursins. Til eru mikil lönd. Til eru miklir menn. Það sem flókið er finnst þeim alltaf fullt af mótsögnum, sem vanir* eru venjulegum mælikvarða. Þegar ég kynntist Picasso skildi ég strax, nei réttara sagt fann ég, að hér var mik- ilmenni komið. Þetta var skömmu fyrir stríðsbyrjun — snemma vors 1914. Ég sat á Rotondu með Max Jacob; Picasso kom inn og settist við okkar borð. Max Jagob sagði honum deili á mér. Picasso þagði en sagði svo að sér þætti vænt um skáld og Rússa. Ég skildi ekki hvort honum var alvara eða þetta yar háðsleg kurteisisformúla. (Ég hef þeg- ar sagt að beztu vinir Picasso voru s.káld; og Rússar eru hon- um í raun og veru hjartfólgnir, hann hefur oft sagt mér að Rússar séu líkir Spánverjum). Þetta vor voru myndir hinna nýju listamanna settar á upp- boð, og stór mynd Picasso frá rósrauða tímanum var keypt fyrir gríðarmikið fé, níu þús- und franka ef ég man rétt. Frægð Picasso breiddist út. (Löngu áður en þetta var „uppgötvuðu“ nokkrir áhugjr menn Picasso, meðal þeirr« var safnari frá Moskvu, Sjúk- ín. Picasso og Matisse hafa sagt mér að þegar Sjúkín kom á vinnustofur þeirra hafi hann hiklaust valið beztu verkin. Matisse reyndi að stinga að honum þeim myndum sem miður höfðu tekizt, en kallaði þær myndir klessuverk sem hann vildi ekki láta frá sér. Þessi slóttugheit komu fyrir ekki: Skömmu á eftir Sjúkín kom Morozof í heimsókn: hann treysti smekk keppinautar síns og lét listamennina sjálfa um að velja myndicnar. Það er söfnun þessara tveggja Moskvu- búa að þakka að Ermitage og Púsjkínsafnið eiga furðugott safn franskrar myndlistar frá seinni hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Að- dáendur Picasso mátti einnig finna í öðrum löndum. Árið 1950 fylgdi tékkneska skáldið mér út í eitt af úthverfum Prag, þar bió gamall eftir- launamaður. Kramar að nafni. Hiá honum sá és dásamlegar ■ ■mms > i i i l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.