Þjóðviljinn - 04.09.1965, Síða 2

Þjóðviljinn - 04.09.1965, Síða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 4. september 1965. Dómar um íslenzku deildina á sýn- ingu Norræna listahandalagsins Sýning Norræna listbanda- lagsins var að þessu sinni haldin í Þrándheimi í Noregi. Hún var opnuð 20. maí og stóð í mánuð. Sýningin vai til húsa £ Trondheims Kunst- forening. sem er í senn iista- safn og sýningarsalur. Gustaf Lindgren, ritari Norræna listbandalagsins opn- aði sýninguna, en Helge Si- vertsen, menntamálaráðherra Noregs. hélt aðalræðuna. Sýn- ingin vakti óskipta athygll og var mikið um hana rætt og ritað. Sérstakur þáttur var um hana í norska sjónvarpinu og blöð í Þrándheimi og Os- ló birtu fréttir og gagnrýni. Umsagnir hafa borizt seint. en hér fara á eftir glefsur úr gagnrýni þeirri, er íslenzka deildin hlaut. Aftenposten, Osló: Greinar- höfundur Even Hebbe Jons- rud. 1 upphafi greinar sinnar talar höfundur um kosti þess að takmarka fjölda þeirra listamanna, er þátt taka i sýningunni, en það eru sex frá hverju landi, myndhöggv- arar, málarar og graflista- menn. Síðan segir umíslenzku deildina, að hún verki sterkar en sú danska, sem var í næsta nágrenni við þá íslenzku án þess þó að vera nýtízkulegri eða alþjóðlegri. Mynd Guð- mundar Schevings „Búðm“ te. - um samtímis því, að hann stílfærir form sín meir og meir, þannig virðast þau nálg- ast hreint skreyti. 1 næsta nágrenni við hann sýnir Guðmunda Andrésdóttir Steinþór Sigurðsson: Stórir og smáir steinar. birtir þann > sterka litsam- hljóm, sem við munum eftir frá fyrri verkum hans, en við könnumst við þau frá sýning- um í Osló, en nú virðist hann hafa stillt í hóf litskala sín- óhlutbundna myndbyggingu í hvítum, gulum og gráum lit- um eða svörtum, hvítum og bláum með varfæmum litá- herzlum, en formin eru eins og rúður á léreftið. Ný þjónusta Séu menn j vandræðum með, að koma húseign sinni í verð fyrir nægilega hátt gjald, ættj að vera reynandi að hafa samband við dóms- málaráðuneytið. Sú stofnun er tekin að kaupa íbúðarhús, og þjónusta hennar er svo lipur að hún skuldbindur sig til slíkra viðskipta fyrirfram en framkvæmir þau ekkj fyrr en seljanda hentar. Verðið fer eftir mati, þar sem mats- mennimir eru einkavinir og fjáraflafélagar seljandans, svo að sízt þarf að óttast neina smánargreiðslu, og andvirð- ið er að sjálfsögðu goldið út í hönd. Er vart að efa að margir muni leitast eftir þessari þjónustu og fá góðar undirtektir, því hér á íslandi eru menn sem kunnugt er jafnir fyrir lögum, og sjálfur fjármálaráðherrann hefur ný- íega látið málgögn sín skýra frá þvi. að það verði engan- veginn þolað að opinberir sýslynarmenn, ráðherrar og undirmenn þeirra, njóti nokk. urra forréttinda í fjárhags- viðskiptum við hið opinbera. er varinn Allur góður Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær voru kaup dómsmálaráðuneytisins á í- búðarhúsi Guðmundar í. Guðmundssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, ákveðin í aprílmánuði 1958 af þáver- andi dómsmálaráðherra, Her- manni Jónassyni. Dagsetning- in er næsta athyglisverð í aprilmánuði 1958 komst stækkun landhelginnar j 12 mílur > alvöru á dagskrá inn- an vinstristjórnarinnar. Al- þýðubandalagið krafðist þess að tekin yrði endanleg á- kvörðun um stækkun. en Guðmundur f Guðmundsson hafði sem kunnugt er heitið jafnt erlendum sem innlend- um stjómmálamönnum því, að landhelgin skyldi ekki stækkuð í 12 mílur. Hann hefur auðsjáanlega verið þeirrar skoðunar að stjóm- arsamvinnan myndi rofna vegna landhelgismálsins og talið seinustu forvöð að koma húseign sinni í verð á hag- kvæman hátt. Augljóst er einnig að hann hefur þá ekki haft í hyggju að taka við sýslumannsembættinu í Hafn- arfirði á nýjan leik, heldur trúlega ætlað að skipa sjálf- an sig sondiherra erlendis þá þegar — væntanlega í Bret- landi. Ekki ákveðið Ekki er kunnugt um hvers vegna Hermann Jónasson samþykkti að láta domsmála- ráðuneytið kaupa ibúðarhús- ið af Guðmundi í. Guðmunds- syni, en trúlega hefur þar verið að verki ein saman hjartagæzka og réttlætis- kennd. Að minnsta kosti er augljóst að dómsmálaráðu- neytið hafði ekkert við húsið að gera. því það hefur enga tilraun gert til að heimta hina væntanlegu eign sína í sjö ár samfleytt. Raunar virð- ist ráðuneytið- enn ekki hafa hugmynd um hvað gera eigi við húsið, að minnsta kosti segir Baldur Möller ráðu- neytisstjóri svo í viðtali við Þjóðviljann í gær, „að enn hefði ekki verið endanlega á- kveðið til hvers húsið yrði notað, en hugmyndin væri að nota það fyrir sýslumanns- embættið í Hafnarfirði og þá væntanlega að einhverju leyti fyrir skrifstofur, en hluti af skrifstofunum er nú í leigu- husnæði. Þó væri húsið ekki vel staðsett í bænum sem skrifstofuhúsnæði.“ Þótt það vefjist þannig fyrir ráðuneyt- inu hvað það1 á að gera við eign sína, er það væntanlega ekkert vandamál fyrir Guð- mund í. Guðmundsson utan- ríkisráðherra að nota þær 4,7 miljónir sem fyrir húsið feng. ust. Ein- ing andans Verð hússins var ákveðið með matí eins og vera ber. Fulltrúi Guðmundar í Guð- mundssonar í matinu var Tómas Vigfússon, formaður íslenzkra aðalverktaka og helzti skipuleggjandi þeirra hernámsframkvæmda sem sérstaklega hafa blómgazt undir verndarvæng fyrrver- andi utanríkisráðherra. Full- trúi ríkissjóðs í matinu var Helgi Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri hinnar svo- nefndu Sölunefndar varnar- liðseigna, en á vegum hennar fer sem kunnugt er fram mjög sérkennilegur hluti her- mangsframkvæmdanna. Þann- ig voru matsmennimir báð- ir fyrrverandi undirmenn Guðmundar f. Guðmundsson- ar og nánir samverkamenn hans, og hefur það. að sjálf- sögðu stuðlað að Því að eyða hugsanlegum ágreiningi um gildi þeirra eigna sem dóms- málaráðuneytinu voru að á- skotnast. Munu naumast fyr- irfinnast á landinu menn sem betur kunna að meta verð- mæti, Sið- gæðisþroski Á það ber að leggja sér- staka áherzlu að enda þótt dómsmálaráðuneytið sé kaup- andi að húsi Guðmundar f- Guðmundssonar, annaðist fjármálaráðuneytið sjálfa við. skiptahlið málsins. Var geng- ið frá kaupunum í sumar all- löngu eftir að Magnús Jóns- son tók við störfum fjármála. ráðherra, þannig að sízt þarf að efa að þessi nýstárlega. húsaþjónusta er í samræmi við ströngustu siðgæðiskröf- ur Verður hún fjármálaráð- herra væntanlega hvöt til þess að framfylgja af kappi þeirri stefnu að opinberir sýslunarmenn misnoti ekki trúnaðarstörf sin tú persónu- legs ábata. Þá kann svo að fara að unnt verði á skömm- um tíma að spara í bílakostn- aði Og utanferðum þær 4.7 miljónir króna sem nú hafa verið goldnar í þágu hins æðsta réttlætis. — Austri. Nærmyndir Steinþórs Sig- urðssonar, ,,Stórir og smáir steinar“, sýna örugga form- byggingu og Eirikur Smith virðist birta með dökkum og hraustlega máluðum myndum áhrif frá náttúrunni. Þó vitna hraunlaga höggmyndir Jó- hanns Eyfells sterkar um á- hrif af íslenzkri náttúru. Þær eru áhrifaríkar í uppbyggingu og' efnismeðferð, sumar eru mótaðar í alumin og járn, aðrar í kopar. Hinn ákveðni svipur og blæbrigðaríka yfir- borð höggmynda hans vekur meiri eftirtekt og áhuga en myndir Jóns Benediktssor.ar, sem eru mjög stílfærðar og renglulegar, reyndar einnig unnar úr alumin og kopar en með mismunandi áfreð. Dagbladet, Ósló: Greinar- höfundur Ole Mæhle: Áhrifin af íslenzku deild- inni, að Islendingar sýna and- stæður milli raunsæisstefnu eldri kynslóðar, en Gunnlaug- ur Scheving er fulltrúi fyrir og þekktur er af fyrri sýn- ingum í Osló og hinni óhluc- bundnu afstöðu yngri kyn- slóðar eins og við sjáum hana birtast í verkum Eiríks Smith og Guðmundu Andrésdóttur. Sá fyrmefndi með djörfum og hljómmiklum litsmíðum sínum, þar sem svart er ráð- andi afl; sú síðamefnda með björtum kristalmynduðum formum. Yngsti þátttakandinn Steinþór Sigurðsson virðist við fyrstu kynni vera nokkuð ruglingslegur í verkum sín- um, sem bezt sést á mynd hans „Alheims óskapnaður“ en litir hans bera vott um gáfur, sem munu bera ávöxt við strangari vinnubrögð. Jón Benediktsson og Jóhann Eyfells kynna höggmyndalist- ina, sá fyrmefndi með dans- andi konum, sem unnar eru í alúmín og kopar, en sá síðar-^_ nefndi í óhlutbundnum mynd- um úr jámi og alúmín. Arbeider-Avisa, Þrándheimi: Alb. Steen: Gunnlaugur Scheving er full- trúi hinnar ungu hefðar í ís- Ienzkri list. I nokkuð hörðum og köldum expressionistískum stíl, segir hann okkur fréttir af traustu fólki í harðbýlu landi. Dramatísk náttúra ls- lands er auðsæilega innblást- ursefni þeim Eiríki Smith og Stelnþóri Sigurðssyni og móta þeir áhrif sín í expressionist- iskar og óhlutbundnar mynd- ir. Smith eru sérstaklega hug- leiknar andstæður Ijóss og myrkurs, dags og nætur, hafs og hauðurs í sínum stóru og voldugu málverkum. Myndir hans verka mjög sterkt í and- stæðum svarts og hvíts ann- arsvegar og hinnar fínlegu ljóðrænu hins vegar. Þær verka klárt og kröftuglega, þrátt fyrir það að þær standa hættulega nærri auðveldu skreyti. Málverk Sigurðssonar eru í ætt við eldfjalla nátt- úru Islands. I hinum líflega litaskala hans birtist bæði hráun og hverir, en form hans eru ekki nógu ákveðin. Guð- mundu Andrésdóttur er sýnt. Gunnlaugur Scheving: Búðin. um að túlka hin Ijóðrænu á- hrif, sem mynda uppistöðuna í björtum líflegum litaljóð- ’ ,um hennar. Það er þó eitt- hvað þögult og óleyst yfir myndbyggingu hennar, það er erfitt að komast til botns í því línuneti, sem þekur smekklega samsetta litafleti. Þörfin virðist vera rík hjá myndhöggvurunum að losa sig undan klafa hefðbundins natúralisma. En hvorki Jó- hann Eyfells eða Jón Bene- diktsson virðast hafa þann nauðsynlega bakhjarl til að leysa þann vanda. Það er erf- itt að skilja tilganginn með hraunkökur Eyfells, er verka of sundurlausar og tilvilj- unarkenndar til þess, að þær veiti veruleg myndræn á- hrif, Myndir Jóns Benedikts- sonar vantar lifandi mynd- rænt samhengi, sem jafnvel óhlutbundnar höggmyndir verða að hafa til þess að geta öðlazt listrænt líf. Hið óþægi- lega yfirborð myndanna eyk- ur enn á veikleika þeirra, en myndir hans eru bæði deigar og ónákváemáh. Adresseavisen: Jan Zi- brandtsen: Undir eins og komið er inn í íslenzku sýningardeildina, rekur maður augun í högg- myndir Jóhanns Eyfells, serr. gerðar eru úr aúmín, járni og kopar. Þær eru útfærðar á mjög smekklegan og fínan máta, jámrauð efnisáferð er ráðandi. Þessar sérstæðu formamyndir minna framar öllu á storknað hraun. I sama sal gefur og að líta óhlut- bundnar myndir eftir Eirík Smith settar breiðum litflöt- um, til orðnar auðsæilega undir áhrifum frá franska málaranum Soulages. Guð- munda Andrésdóttir deilir myndum upp í netverk af beinum blýantsstrikum, homa- línum, sem mynda alls kyns flatarmyndir. I gegnum þetta net brýzt fram fíngerð lit- hrynjandi næstum eins og um teppi væri að ræða. Steinþór Sigurðsson vekur áhuga skoð- anda vegna litameðferðar og blæbrigðaríkrar og lifandi myndbyggingar, en honum er óhætt að skipa á bekk með beztu málurum íslands. Enn- fremur gleðst maður yfir hinni glitrandi dýpt í mynd Gunnlaugs Schevings ,,Búðin“ Listamaðurinn leiðir okkur beint inn í íslenzka náttúru ’ og raunveruleik. (Frétt frá Félagi íslenzkra myndlistarmanna). Molskinnsbuxur Nr. 8 til 18. Svartar. grænar og drapplitaðar. GALLABUXUR allar stærðir. Danskir BÍTILSJAKKAR nr. 4 til 16. - PÓSTSENDUM. Verzlun Ó.L. Traðarkotssundi 3 (mótj Þjóðleikhúsinu). Lögtaksúrskurður Skv. kröfu bæjarritarans 1 Hafnarfirði úrskurð- ast hér með lögtak fyrir ógreiddum útsvörum og aðstöðugjöldum til Hafnarfjarðarkaupstaðar álögð- um 1965. Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum að liðnum átta dögum frá dagsetningu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæ'jarfógetinn í Hafnarfirði, 2. sept. 1965 Bjöm Sveinbjörnsson, settur. G. J. FOSSBERG VÉLAVERZLUN H.F. Höfum opnað verzlun í hinum nýju hú^a- kynnum okkar að Skúlagötu 63 v’ V 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.