Þjóðviljinn - 04.09.1965, Side 6

Þjóðviljinn - 04.09.1965, Side 6
J 0 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 4. september 1965. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands: Skágrækt skipulögð sem ein grein búskapar í Fljótsdal tir Hallormsstaðaskógi. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn á Blöndu- ósi dagana 27. — 29. ágúst sl. Fundinn sóttu um 60 fulltrú- ar. Meðal gesta fundarins var sr. Eiríkur Eiriksson forseti Ungmennafélags Islands. Formaður félagsins, Hákon Guðmundsson, stýrði fundin- um. Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri og Snorri Sigurðs- Son erindreki Skógræktarfél. Islands gerðu grein fyrir horf- um í skógræktarmálunum og starfsémi skógræktarfélaganna á liðnu starfsári. Af skýrslum þeirra kom fram, að uppeldi plantna gengur nú vel og lík- ur fjrrir því, að plöntun kæm- ist bráðlega f sama horf og árið 1962, en vegna Ihretsins vorið 1963 hefði gróðursetning hingað til dregizt saman. Af I júní sl. kom hingað til lands dr. Wilhelm Anderson, deildarstjóri í landbúnaðar- ráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. I fylgd ,með hon- um var kona hans, sem er há- skólakennari þar í borg. Dr. Anderson, sem er af íslenzkum ættum, hefur ríkan áhuga á ísfenzkúm landbúnaði. Hann ér' búfræðikandídat, guðfræði- skýrslu um starfsemi félag- anna kom í ljós, að alls höfðu á sl. ári verið girtir 100 lia. lands. Kostnaður við þaðhefði numið um 500 þús. kr., en 52 þús. kr. hefðu gengið til viðhalds eldri girðinga. Alls höfðu félögin gróðursett um 530 þús. plöntur í liðnu ári, eða röskan helming þeirra plantna, sem gróðursettar voru alls á árinu. Þátttaka sjálf- boðaliða í gróðursetningu hafði. farið minnkandi og félögin því orðið að verja meiru fé til greiðslu vinnulauna. Virðist þróunin nú horfa í þá átt, að gróðursetning yrði að verulegu leyti framkvæmd af vinnu- flokkum æfðra manna, sem ferðuðust milli félaganna og gróðursettu í girðingum þeirra. Ætíð væru þó allmargir ein- menntun og tók doktorspróf í hagfræði. Hann hefur ferðazt um flest lönd heimsins í er- indagjörðum, Bandaríkjastjórn- ar og hefur hlotið margs kon- ar viðurkenningu fyrir frábær störf í þágu landbúnaðar í Bandaríkjunum. Hann kom hingað að þessu sinni á leið sinni vestur um haf frá frlandi og hafði ósk- staklingar, sem kostuðu kapps um að gróðursetja í heima- reiti sína. Gjaldkeri félagsins Einar Sæmundsson, gerði grein fyrir reikningum og fjárhag félagsins. Á fundinum flutti dr. Bjarni Helgason jarðvegsfræðingur á- gætt erindi um myndun og gerð jarðvegs og sýndi marg- ar myndir til skýringar. Þá skýrði Hákon Bjarnason frá skógrækt á Vestfjörðum og möguleikum til skógræktar þar, sem hann taldi mikla. Helztu samþykktir fundarins voru þessar: „TiIIaga frá Skógræktarfélagi - Austurlands. Með hliðsjón af þeim athug- unum, sem fram hafa farið og áætlunum þeim, sem gerðar mikía stöðvar á Suðurlandi þá fáu daga, sem þau hjónin dvöld- •ust hér. Var hann gestur Bún- aðarfélags fslands á því ferða- lagi, sem farið var undir leið- sögn starfsmanna þess í fjar- veru búnaðarmálastjóra, sem hann þó hitti stutta stund, dag:nn, sem þau hjón héldu vestur um haf. Eítir heimkomuna ritaði dr. Anderson búnaðarmálastjóra bréf, þar sem hann þakkar fyrirgreiðslu við heimsóknir í nokkrar tilraunastöðvar í land- búnaði á Suðurlandi. Ander- son heimsótti m.a. tilraunastöð háskólans f' meinafræði að Keldum, þar sem búfjársjúk- dómar eru rannsakaðir, eink- um sauðfjársjúkdómar; einnig sá hann jurtakynbótastöð búnaðardeildar í næsta ná- grenni við Keldur, hann kom við i Laugardælum og skoðaði afkvæmarannsókna- og kyn- bótastöðina þar og í þeirri ferð fór Haraldur Árnason einnig með hann á tilraunastöðina í jarðrækt að Sámsstöðum og að Gunnarsholti, þar semsand- græðslustöðin er. „Mér þótti mikið til koma hinnar góðu og gagnlegu starí&emi, sem fer fram á öll- um þessum stöðvum,“ sagði Anderson í bréfi sínu til bún- aðarmálastjóra, „en það kom mér sérstaklega þægilega á ó- vart, hve írábærlega vel og víðtækt er unnið að sand- græðslu í Gunnarsholti, undir stjórn Páls Sveinssonar. Eg kom þangað árið 1955 og aft- ur árið 1958, en um daginn varð ég undrandi á þeim fram- förum, sem þar hafa orðið á því sviði að þekja stóra fláka af auðnum grænum gróðri. Fyrir 10 árum virtist mér meg- inhluti af 10000 ha svæði í Gunnarsholti vera örfoka land til einskis nýtt. Nú hefur hér um bil öllu svæðinu verið breytt í hin nytsömustu beit- ar- og slægjulönd. Með því að nota dálítið af tilbúnum á- burði virðist gróðrinum fleygja fram. Ég hafði ekki tök á að kanna hagfræðilegt gildi þess- arar áburðarnotkunnar, en fljótt á Iitið virðist svo sem frekari áburðarnotkun væri gagnleg á því landi, sem enn hefur ekki verið borið á“, seg- ir ennfremur í bréfi Andersons. hafa verið á vegum Skógrækt- arfélags Austurlands, um skóg- rækt sem þátt í búskap Fljóts- dalshrepps í Morður-Múlasýslu, beinir aðalfundur Skógræktar- félags Islands því til stjórnar félagsins og Skógræktar rik- isins, að þessi aðilar veiti því brautargengi, að stjórnvöld landsins veiti slíkri skógrækt og búskaparáætlun þann fjár- hagsgrundvöll, að hún verði framkvæmd með nauðsynleg- um hraða, og að hafizt verði handa þegar á næsta ári. Er það álit fundúrins, að aðstæður í Fljótsdal samfara nálægð hans við Hallormsstað, með þeirri ágætu reynslu í skógrækt, sem þar er fengin, leiði styrk rök að því, að Fljótsdalur sé öðrum stöðum ákjósanlegri til upphafs skipu- Icgrar skógræktar í búrekstri bænda hér á Iandi.“ Þessi tillaga stefnir að því, að efla megi fjölbreytni í bú- skap bænda þar eystra með skógrækt og skapa með því verulega viðarframleiðslu átil- tölulega litlu svæði, en skil- yrði til skógræktár í Fljótsdal eni af sérfróðum mönnum tai- in sízt lakari en í Hallorms- staðarskógi; kjarna íslenzkrar skógræktar. Er áætlun sú, sem tillagan vísar til, miðuð við viðarvöxt í Hallorsstaðarskógi, en þar er aðstaða öll til plöntu- uppeldis mjög góð. Röskur þriðjungur bænda í Fljótsdal hefur þegar áformað, að taka þátt í framkvæmdum þeim, sem ætlunin gerir ráð fyrir, en hún miðast við 25 ára tímabil. Búskapur í Fljóts- dal byggisf nú fyrst og fremst á sauðfjárrækt, en ætlunin er, að tekin verði upp skipulögð skógrækt jafnhliða henni. Aðrir tillögur, sem aðalfund- urinn samþykkti, voru þessar: „Aðalfundur Skf. Islands fagnar góðum árangri í rækt- unarstarfi skógræktarfélaga á Vestfjörðum og beinir því til Skógræktar ríkisins, að athug- aðir scu til hlitar möguleikar á skógrækt þar í stærri stíl, m.a. friðun alls skóglendis Brjánslækjar í Vatnsfirði. Tel- ur fundurinn, með hliðsjón af vaxandi verkefnum, að nauð- synlegt sé, ,að skipaður verði skógarvörður fyrir Vestfjarða- kjördæmi.“ „Aðalfundur Skf. Isl. fagnar setningu nýrra laga um land- græðslu og gróðurvernd og hvetur alla Iandsmenn til virkr- ar samstöðu til viðnáms þeirri eyðingu lands, er enn á scr stað. Telur fundurinn nauðsynlegt að lokið verði, svo fljótt sem unnt er, rannsóknum á beitar- þoli íslands í byggðum og af- réttum, en niðurstöður hcnnar hljóta að verða sá grundvöllur, sem Landgræðsla ríkisins mið- ar við, er ákvæði landgræðslu- Iaganna um gróðurvernd koma til framkvæmda." „Aðalfundur Skf. Isl. lýsir á- nægju sinni yfir þingsályktun þeirri, er samþykkt var á síð- asta alþingi varðandi löggjöf um kerfisbundna ræktun skjól- belta hér á landi, og áréttar enn á ný áskorun sína til fjár- veitingiarvaldsins, að skjól- beltaræktun verði studd með ríflegum f járframlögum. Jafnframt styður fundurinn eindregið þingsályktunartillögu. þá, er samþykkt var á sama alþingi, um ræktun lerkis til að fullnægja innlendri þört fyrir girðingarstaura, en telur hins vegar að slík framleiðsla sé eðlilcgur hluti af sjálfsagðri ræktun Ierkiskóga hér á landi, scm leggja beri sérstaka á- herzlu á, með tilliti til þess á- gæta árangurs, sem þegar er fenginn í ræktun lerkis á Hallormsstað off víðar“. í stjórn félagsins voru end- urkjörnir þeir Hermann Jón- asson og Haukur Jörundsson. Aðrir í stjórn eru Hákon Guð- mundsson, Einar Sæmundsson og Sigurður Bjarnason. I varastjórn voru endur- kjörnir Jóhann Hafstein og Oddur Andrésson. Fundurinn' kaus þá Gunn- laug Briem ráðuneytisstjóra og Eirík Hjartarson rafvirkja- meistara heiðursfélaga, en Ei- ríkur hefur árum saman, unnið mikið að skógrækt, og nú gef- ið Skógræktarfélagi Eyfirðinga eignarjörð sína Hánefsstaði i Svarfaðardal, þar sem hann hefur gróðursett gildan skóg- arreit. Á kvöldvöku, sem efnt var til að vanda og Guðm. Karl Péturss'on yfirlæknir stjórnaði, afhenti formaður félagsins, Hákon Guðmundsson, þeim Steingrími Davíðssyni, frv. skólastjóra á Blöndupsi og konu hans Helgu Jónasdóttur, silfurbikar í viðurkenningar- s.kyni fyrir störf í þágu, skóg- ræktarinnar, en þau gáfu m. a. Skógræktarfélagi Austur- Húnvetninga jörðina Gunnfríð- arstaði til skógræktar. Enn- fremur var systkinunum frá Veisu veitt viðurkenning fyrir frábær skógræktarstörf á jörð- inni Végeirsstöðum í Fnjóska- dal. Fulltrúar og gestir fundarins fóru í ferðalag og heimsóttu Þingeyrar og nutu þar góðrar leiðsagnar Jóns Pálmasonar á Þingeyrum. Þaðan var haldið í Vatnsdal og skoðaðir mynd- arlegir skógarteigar að Hauka- gili og Hofi. Er skógurinn þar að mestu vaxinn upp af birki- fræi, sem sáð var árið 1929. Að Flóðvangi í Vatnsdal, glæsilegum nýjum salarkynn- um skammt frá Þórdísarlundi, sem Húnvetningafélagið í R- vík hefur gróðursett, veittu Vatnsdælingar og Skógræktar- félag Austur-Húnvetninga fuil- trúum og gestum ágætar mót- tökur og góðan beina. Fundurinn var haldinn í hinu glæsilega félagsheimili á Blönduósi. Var fyrirgreiðsia öll af hálfu Skógræktarfélags Austur-Húnvetninga með á- gætum, en fórmaður þess er Jón ísberg, sýslumaður. (Frá Skógræktarfél. Isl.). kándídat og hagfræðingur að að eftir því að sjá tilrauna- TRYGGINGAFELAGIÐ HEIRHIR" UNDARSATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI iSURETY Stjórn Norræna hússins á fundi Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, var fy rsti fundur stjórnar Norræna hússins í Reykjavík haldinn sl. föstudag hér í borginni. I*á var þessi mynd tekin af þeim er fundinn sátu. Þeir eru frá vinstri: Eigil Thrane skrifstofustjóri frá Danmörku, Halldór Laxness rithöf., Odvar Hedlund framkvæmdastjóri frá Noregi (varamaður Johans Z. Cappelen ambassadors), Ármann Sn varr háskólarektor, formaður stjórnarinnar, Ragnar Meinander skrifstofustjóri frá Finnlandi, Gunnar Hoppe prófessor frá Svíþjóð og Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri (varamaður Gunnars Thor- oddsens ambassadors). Ber lof á samSgræðsknia o telur möguleikana t )

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.